Sagan af bláa hnettinum á fleiri tungumálum | The Story of the Blue Planet in Romanian and Macedonian

Myndlýsingar: Það er orðið langt síðan ég hef sagt fréttir af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andri Snær Magnason, en fyrir 20 árum vann ég við að myndlýsa fyrstu útgáfuna sem svo kom út hjá Máli og menningu árið 1999. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og nú síðast m.a. á rúmensku og makedónsku. Povestea planetei albastre kom út […]

Sagan af bláa hnettinum á tyrknesku | The Story of the Blue Planet in Turkish

♦ Útgáfufréttir: Ég má ekki gleyma því að tíunda fregnir af sporbraut bláa hnattarins: Sögunnar um bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason – með myndum og útliti eftir ofanritaða. Bókin kom út á tyrknesku í byrjun apríl hjá Pegasus forlaginu í Istanbul. Brot bókarinnar er það sama og á bresku og bandarísku útgáfunni. Titillinn er Mavi Gezegenin Hikâyesi og má kaupa […]

Bókadómur: Sagan af bláa hnettinum | Book review in The Guardian

♦ Bókadómur: The Guardian birti á dögunum samantekt af bókadómum úr sunnudagsblaðinu The Observer, hvar Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason fær góðan dóm hjá Kitty Empire. Með fylgdi myndlýsing úr bókinni, sjá hér til hliðar. Tengill á netútgáfuThe Guardian: Kitty Empire: Fiction for older children reviews – delight in wordplay, disrespect for authority and a touch of evil. Birt 26. […]

Sagan af bláa hnettinum | The Story of the Blue Planet in Taiwan

♦ Þýðingar. Útgáfufréttir! Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er nýkomin út á kínversku í Taiwan. Útgefandinn er Global Kids Books – Commonwealth Publishing Group. Bókin kom fyrst út á kínversku hjá Beijing Science and Technology Press árið 2009. Á heimasíðu Global Kids Books er kynning á bókinni og umfjöllun um hana. Bókin er fallega brotin með letur í lóðréttum dálkum. ♦ Translations. Book release in Taiwan! Global […]

Skrímslaerjur í bókasafnsviku | The Nordic Library Week 2014

♦ Bókatíðindi: Myndabókin Skrímslaerjur hefur verið valin til upplestrar í Norrænu bókasafnsvikunni 2014, en tilkynnt var um bókavalið á heimasíðu verkefnisins fyrir skemmstu. Þema ársins er hið norræna tröllakyn og bækurnar sem urðu fyrir valinu eru: Skrímslaerjur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Jansson Tröll eftir Stefan Spjut Norræna bókasafnsvikan hefst með upplestri […]

Sagan af bláa hnettinum | On the UKLA Book Awards 2014 shortlist!

♦ Tilnefning. Enn berast góð tíðindi frá Bretlandi því nú hefur Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason verið tilnefnd á fimm bóka úrtökulista til UKLA barnabókaverðlaunanna 2014. Þau eru veitt í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Bókin var valin á lista úrvalsbóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Verðlaunahafar verða tilkynntir í júlí 2014. Breski útgefandinn er Pushkin Press í London, en […]

Tímamótabækur í afmælisriti | Book design and printing

♦ Grafísk hönnun. Mér áskotnaðist eintak af afmælisriti Odda sem gefið var út á síðasta ári í tilefni af 70 ára afmæli prentsmiðjunnar. Saga fyrirtæksins er rakin með því að velja og kynna eitt bókverk frá hverju ári, en auk þess eru í bókinni kaflar um grafíska hönnun, framfarir í prentun, starfrænu byltinguna o.fl. Árið 1999 […]

Sagan af bláa hnettinum | Longlisted for UKLA Book Award 2014

♦ Tilnefning. Góðar fréttir frá Bretlandi! Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er tilnefnd til UKLA barnabókaverðlaunanna 2014 sem veitt eru í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Bókin er valin á lista úrvalsbóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Úrtökulistinn telur 24 bækur, en styttri listi verður birtur í mars 2014 og verðlaunahafar tilkynntir […]

Fréttir af bláa hnettinum | The Story of the Blue Planet

♦ Þýðingar. Það eru ekkert nema góðar fréttir af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andri Snær Magnason. Útgefandinn í New York, Seven Stories Press, tilkynnti að vefsíðan GirlieGirl Army hefði mælt með The Story of the Blue Planet. Frétt á vef 7SP má lesa hér. Útgefandinn í Bretlandi, Pushkin Press, hefur gefið út áhugavert ítarefni og verkefnalista fyrir skólakrakka sem vel má mæla með. Efnið má finna hér […]

Fiðrildaflug í London | A Blue Planet and butterflies in London

♦ Myndskreytingar. Ég fékk þessa skemmtilegu mynd á Twitter í morgun! Bókabúðin Tales On Moon Lane fékk leyfi til að nota myndir úr Sögunni af bláa hnettinum til gluggaskreytinga. Bókabúðin er í Herne Hill í London og hlaut m.a. viðurkenningu árið 2011: The Walker Independent Children’s Bookshop of the Year 2011. Sagan af bláa hnettinum kemur út […]

Bókadómur: Sagan af bláa hnettinum í Bretlandi | The Story of the Blue Planet: reviewed in Books for Keeps

♦ Bókadómar. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason var að fá góðan dóm í Bretlandi í tímaritinu Books for Keeps undir greinartitlinum „Editor’s Choice“. Hér má lesa dóminn og hér: Books for Keeps. Útgefandi bókarinnar í Bretlandi er Pushkin Press. ♦ Book Review. The Story of the Blue Planet by  Andri Snær Magnason is the Editor’s Choice in this month’s Books for […]

Sagan af bláa hnettinum hlýtur viðurkenningu | Green Earth Book Awards

♦ Bókaverðlaun. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason hlaut á dögunum viðurkenningu í Bandaríkjunum þegar tilkynnt var að bókin hefði hlotið The Green Earth Honor Awards 2013. Verðlaunað er í fimm flokkum en sjö bækur hljóta að auki heiðursverðlaun og var Sagan af bláa hnettinum, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy, ein þeirra. Það er The Nature Generation sem […]

Fréttir af bláa hnettinum | News of the Blue Planet

♦ Myndlýsingar. Sagan af bláa hnettinum  eftir Andra Snæ Magnason heldur áfram að kvisast út um heiminn. Nú fá til dæmis börnin í Brasilíu að njóta ævintýrsins. Útgáfan er að hætti hússins: með upprunalegum myndum og í umbroti frumútgáfunnar. A história do planeta azul  kemur út hjá Hedra, São Paulo. Í september gaf norska forlagið Commentum í Sandnes […]

Sjáðu! á Heiðurslista IBBY | Selected for IBBY Honour List 2022

Viðurkenning: Samtökin IBBY á Íslandi hafa útnefnt þrjár bækur á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2022 og er Sjáðu! tilnefnd fyrir myndlýsingar. Hér má lesa frétt IBBY á Íslandi. IBBY á Íslandi tilnefnir einnig Ævar Þór Benediktsson í flokk rithöfunda fyrir bókina Þín eigin undirdjúp og Ingunni Snædal í flokk þýðenda fyrir bókina Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti […]

Andri Snær les | The Story of the Blue Planet – online story time

Bók í boði listamannanna: Andri Snær Magnason gerði sér lítið fyrir og las upp á myndband alla enska þýðingu Sögunnar um bláa hnöttinn sem nú má hlýða á, án endurgjalds, á vef Iceland Naturally eða á myndböndunum hér fyrir neðan. Á vef Iceland Naturally er að finna nánari upplýsingar, m.a. um tengda viðburði, myndasamkeppni o.fl. […]

Blái hnötturinn í Grikklandi | The Story of the Blue Planet in Greek

Á grísku: Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, með upprunalegum myndlýsingum Áslaugar Jónsdóttur kom út nú í mars hjá forlaginu Patakis í Aþenu undir titlinum: “Τα παιδιά του γαλάζιου πλανήτη“. Sagan af bláa hnettinum hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og verið þýdd á yfir 30 tungumál. Book release in Greece: The Story of […]

Alþjóðadagur læsis | International Literacy Day 2016

♦ Alþjóðadagur læsis – er í dag 8. september og á Íslandi er Bókasafnsdeginum einnig fagnað. Fimmtíu ár eru liðin síðan Sameinuðu þjóðirnar UNESCO gerðu daginn að alþjóðlegum degi læsis og það er full ástæða til að taka þátt í gleðinni með lestri góðra bóka og heimsókn á næsta bókasafn. Að loknu heimsþingi IBBY samtakanna í ágúst s.l. var birt myndband til […]

Skrímslakisi á Heiðurslista IBBY | Selected for IBBY Honour List 2016

♦ Viðurkenning: Við Skrímslakisi kætumst! Samtökin IBBY á Íslandi völdu á dögunum Skrímslakisa sem eina þriggja bóka á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2016. Hér má lesa frétt IBBY á Íslandi. Hver landsdeild IBBY nefnir til einn rithöfund, einn myndhöfund og einn þýðanda á heiðurslistann sem birtur er annað hvert ár. Frá Íslandi er Ármann Jakobsson er tilnefndur fyrir Síðasta galdrameistarann; Áslaug […]

UKLA-verðlaunin 2014 | The Story of the Blue Planet wins UKLA Book Award

♦ Verðlaun: Bresku UKLA-barnabókaverðlaunin 2014 voru veitt 4. júlí síðastliðinn. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy hlaut þessi virtu verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Bókin var í vor tilnefnd á fimm bóka úrtökulista, en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Sagan af bláa hnettinum […]

Blái hnötturinn | The Blue Planet

„Einu sinni var blár hnöttur lengst úti í geimnum. Við fyrstu sýn virtist þetta bara vera ósköp venjulegur blár hnöttur …“ “Once upon a time there was a blue planet far out in space. At first sight, it looked like a very ordinary blue planet …” – Andri Snær Magnason: Sagan af bláa hnettinum / The […]

Þrír dagar | Three days

♦ Viðburðir. Í dag, 24. apríl, er síðasti vetrardagur eins og berlega kom í ljós með snjókomu í Reykjavík í morgun. Í gær, 23. apríl, var Dagur bókarinnar og alla vikuna eru áhugaverðir bókmenntaviðburðir vítt og breitt um borgina, eins og lesa má á vef Bókmenntaborgarinnar. Í fyrradag, 22. apríl, var Dagur Jarðar, þó allir dagar séu í raun dagar […]

Þrjár kápur | Three covers

♦ Bókaútgáfa. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason heldur áfram að gera víðreist. Nú er hvað úr hverju von á bresku útgáfunni hjá Pushkin Press í London. Ég fékk eintakið mitt með póstinum í síðustu viku (til hægri). Bandaríska útgáfan (til vinstri) kom út í lok síðasta árs hjá  Seven Stories Press og hefur fengið fína dóma og viðurkenningar. Báðar […]

Bókadómar í Bandaríkjum | Book reviews in USA

♦ Bókadómar. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason fær fína dóma vestan hafs. Lesa má meira um það hjá forlaginu Seven Stories Press í New York og heimasíðu Andra Snæs. Að vanda er teiknarans ekki alltaf getið, en hér plokkaði ég út hrósið svo því sé haldið til haga. ♦ Book Review. The Story of the Blue Planet  […]

Bókalýsingar | Book Illustration

Myndlýsingar í | Illustrations in: Vel trúi ég þessu / Krukkan Tólf munnmælasögur með myndum eftir tólf teiknara Ýmsir höfundar | Various authors – 12 illustrators Æskan, 2007. Þýðingar | Translations: Umsagnir | Reviews: Nánar | More info Myndlýsingar í | Illustrations in: Heil brú – sögur úr norrænni goðafræði 2093 Ýmsir höfundar | Various authors […]

Um | About

♦ Brot úr ferilskránni: ♦ Click here for English Barnabókahöfundur: Fyrsta bókin kom út hjá Máli og menningu árið 1990. Síðan þá hef ég skrifað margar myndabækur fyrir yngstu börnin, stundum í samvinnu við aðra textahöfunda. Teiknari og myndlýsir: Eftir stúdentspróf tók ég stefnuna á myndlistarnám. Að loknu námi hef ég unnið við sjónlistir af ýmsu tagi, myndlýst eigin […]

Vorvindar IBBY 2021 | IBBY award 2021

Viðurkenning: Samtökin IBBY á Íslandi veittu á dögunum „Vorvinda“, eða sínar árlegu viðurkenningar vegna barnamenningar. Á heimasíðu IBBY segir: „Vorvindum er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu og því sem vel er gert innan barnamenningar.“ Upphaflega voru þessar viðurkenningar veittar að vori, eins […]

Hnötturinn á flugi | Illustration

♦ Bókadómur: Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að frétta af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér er umfjöllun eftir Gemma D. Alexander og þar segir m.a. um myndlýsingarnar: “Educational kids’ books and allegories for any age group are so often tedious, but the playful illustrations by Áslaug Jónsdóttir and the sweet characterizations in […]

Bækurnar um skrímslin | The books about the Little Monster and the Big Monster

Lestu um höfundana þrjá og samvinnuna þeirra um skrímslabækurnar HÉR.  Read more about the three authors and the monster series HERE. Uppfært júní. 2022 | Updated: June 2022 Skrímslaleikur | Monster Act Mál og menning, 2021 • Sænska | Swedish: Teatermonster, Argasso, Sweden, 2021. • Færeyska | Faroese: Skrímslaleikur, BFL, Faroe Islands, 2021. Myndir | Illustrations: Áslaug Jónsdóttir Texti | […]

Bækur | Books

TEXTI – MYNDLÝSINGAR – BÓKARHÖNNUN TEXT,  ILLUSTRATION and BOOK DESIGN by Áslaug Jónsdóttir Uppfært júní 2022 | Updated: Jun 2022 Skrímslaleikur | Monster Act Mál og menning, 2021 • Sænska | Swedish: Teatermonster, Argasso, 2021. • Færeyska | Faroese: Skrímslaleikur, BFL, Faroe Islands, 2021. Myndir | Illustrations: Áslaug Jónsdóttir Texti | Text: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal Þýðingar […]