25. ágúst 1943 | Bill Holm

♦ Skáldið Bill Holm dúkkaði ítrekað upp í hugann í vikunni, en einkum í dag, svo ég ákvað að fletta upp fæðingardeginum. 25. ágúst 1943. Hann hefði sem sagt orðið 70 ára í dag. Bill Holm var ógleymanlegur maður í alla staði, en leiðir okkar lágu saman í því magnaða plássi Hofsósi og ég teiknaði kort fyrir síðustu bók hans, Windows of Brimnes: An American in Iceland, sem kom út árið 2007. Bill Holm lést árið 2009.

♦ Poet Bill Holm, whom I met several times in the magical village of Hofsós, would have turned seventy today – if I’m right. His singing voice kept coming to my mind last week, but particularly today, so I looked up his birthday: August 25th 1943. An unforgettable man. I played a very small part in his last book when I drew maps for Windows of Brimnes: An American in Iceland (2007). Sadly, Bill Holm died in 2009.

Here is one of his poems, a short one, with a long title:

Some countries, by virtue of harsh geography and the absence of trees, are deprived of their company

In Iceland
No boxelder bugs

Hungry birds
Lonesome houses

No frogs
Either

Silent water
All night

– Bill Holm (1943 – 2009)

And here is a nice video: Bill Holm – Through The Windows Of Brimnes by Wayne Gudmundson:

Kalle og Rakel | My co-authors

FiveMonsters2web

♦ Skrímslahöfundar. Fyrir áhugasama um skrímslabækurnar sjö um skrímslin tvö má benda á að meðhöfundar mínir Kalle Güettler í Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum sitja ekki auðum höndum á milli þess sem þau skapa með mér skrímslasögur. Kíkið endilega á heimasíðurnar þeirra!

Kalle er nýbúinn að gefa út myndaskáldsögu fyrir unglinga sem heitir Hämnd (myndir: Viktor Engholm, útgefandi Argasso förlag) sem hefur fengið glimrandi dóma eins og lesa má hér og hér. Kalle skrifar svo hér á sænsku um samstarf okkar höfundanna: En trehövdad författare med fötterna i varsitt land.

Meira um Kalle: Kalle Güettler hemsida  |  Författarcentrum  |  Wikipedia  |  Barnens Bibliotek –  (á sænsku)

Rakel er á kafi í brúðuleikhúsinu sínu: Karavella Marionett Teatur og undirbýr töfrasýningu með strengjabrúðum út frá færeyska tónlistarævintýrinu Veiða vind sem flutt var í Hörpu í vor við frábærar undirtektir og kom út á bók hjá Forlaginu. Rakel birtir myndir af vinnuferlinu við brúðurnar sem er mjög gaman að fylgjast með. Rakel er líka með bók í smíðum sem væntanlega kemur út á árinu.

Meira um Rakel: Rakel Helmsdal Listakvinna  |  Rakel Helmsdal  |  Karavella Marionett Teatur |  Wikipedia (Faroese, English)

♦ Monster authors! My co-authors of the monsterseries are busy in their homelands: Kalle Güettler in Sweden and Rakel Helmdal in Faroe Islands. Check out what they are up to!

Kalle‘s graphic novel Hämnd (Revenge – publisher Argasso förlag, illustrations: Viktor Engholm) has just been released and has already received very fine reviews. (In Swedish here and here.) Kalle also wrote a fine piece about our collaboration. In Swedish here:  En trehövdad författare med fötterna i varsitt land.

More about Kalle Güettler:
Kalle Güettler hemsida  |  Författarcentrum  |  Wikipedia  |  Barnens Bibliotek –  (Swedish)

Rakel is preparing a new play at her puppet theater: Karavella Marionett Teatur. The play is based on her own story for a piece of music by Kári Bæk, the fairytale:Veiða vind (Hunting Wind). It was played at Harpa by the Iceland Symphony Orchestra, earlier this spring, and the Icelandic translation of the book with illustrations by Janus á Húsagarði was also published by Forlagið Publishing. Rakel has a lot of great photos from her working process on her website. She is also working on a new book, hopefully soon to be published.

More about Rakel Helmsdal:
Rakel Helmsdal Listakvinna  |  Rakel Helmsdal  |  Karavella Marionett Teatur |  Wikipedia (Faroese, English)

Þrír höfundar | Three authors

TheMonsterTeamWeb

♦ Tilnefning. Í tilefni af fréttum gærdagsins um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ætla ég að birta mynd sem við höfundar skrímslabókanna höfum stundum notað í skólaheimsóknum og þá með texta á viðeigandi tungumáli. Börn allt niður í leikskólaaldur skilja hvernig við vinnum: semjum sögurnar saman öll þrjú, ég til dæmis teikna myndir OG sem sögur jöfnum höndum. Þetta gera þau nefnilega oft sjálf, ein eða með öðrum. Það þarf ekki að velja að gera aðeins annað tveggja. Stundum má meira að segja gera tvennt í einu. Þetta vita þeir sem geta hjólað OG sungið um leið. Byggt sandkastala, brýr og vegi OG um leið sagt söguna af drekanum sem býr í kastalanum.

Ég skrifaði um sama efni fyrir stuttu, sjá: Skrifandi teiknari. Nánar um samvinnu og verkaskiptingu okkar höfundanna hér: Skrímslabækurnar. Enn frekari upplýsingar á heimasíðum höfundanna:
Áslaug Jónsdóttir – höfundur texta, mynda og bókahönnunar
Kalle Güettler – höfundur texta
Rakel Helmsdal – höfundur texta

♦ Nomination. The nomination of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize has brought up questions about us three authors of the Monster series. “How do you work together? Who makes what – since you are three?” There tends to be some confusion about the collaborative authorship. Two authors of a short picture book text seems to be already over the top, three therefore unthinkable. Well, think again: the illustrator also writes the stories! Or, if you like: one of the authors also illustrates!
We often bring this illustrative picture along with us when we visit schools or give talks about our books. Kids have no trouble understanding that you can both draw and tell or write a story. They do it all the time.

I wrote about the same issue only few weeks ago: The writing illustrator. For more information about the collaboration and the books about the Little Monster and the Big Monster click here: The Monster series. For more information about the authors visit our websites:
Áslaug Jónsdóttir – author of text, illustrations and book design
Kalle Güettler – author of text
Rakel Helmsdal – author of text

Þorvaldur Þorsteinsson 1960 – 2013

 Listamaður kvaddur. Sá góði drengur og fjölhæfi listamaður Þorvaldur Þorsteinsson var jarðsunginn í dag. Hann var afkastamikill á svo undramörgum sviðum listanna og ógleymanleg persóna.
Haustið 2001 héldu bókateiknarar sýningu á myndlýsingum í tengslum við fyrstu Mýrarhátíðina: Köttur úti í mýri. Við báðum Þorvald um að skrifa inngang í sýningarskrá sem hann taldi ekki eftir sér. Pistillinn var í senn upplífgandi hvatning og brýn gagnrýni, eins og vænta mátti frá Þorvaldi. Greinin er enn í dag holl lesning sem á erindi til teiknara, rithöfunda og bókaútgefenda:

„Í upphafi var … 

Hér á árum áður, þegar ég vildi láta taka mig alvarlega í fínni lummuboðum, viðraði ég gjarnan áhyggjur mínar af minnkandi bóklestri meðal þjóðarinnar. Nefndi til sögunnar aukið flæði myndefnis á kostnað texta og varaði við þeirri óheillaþróun sem birtist í forheimskandi, gagnrýnislausri myndmötun í stað hins þroskandi samneytis við Orðið. Þessi einstrengingslega afstaða átti sér upptök í pólitískum rétttrúnaði áttunda áratugarins, sem varaði við öllu sem litríkt gat talist og bannaði Strumpana. Allt sem hróflaði við hinni helgu bók, gerði hana aðgengilegri eða ummyndaði á einhvern hátt, var til þess fallið að gera okkur og börnin okkar að þrælum afþreyingariðnaðar og peningaplokks. Það sannaðist hins vegar nokkrum árum síðar á undirrituðum að „þetta, sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann …“ En það er önnur saga.

Við höfum fengið að lifa merkilegar breytingar hin síðari ár. Við vitum núna að eitt þarf ekki að útiloka annað. Við vitum að það er hægt að glæða áhuga á því stóra með því smáa. Að með einföldum lyklum getum við uppgötvað dýrmæta sjóði. Að læsi okkar á einu sviði lífsins getur hjálpað okkur á öðru, hvort sem það felst í þekkingu á teiknimyndasögum eða viðurkenndum bókmenntaverkum. Þannig er okkur smám saman að lærast að njóta þess ríka myndmáls sem heimur okkar býr yfir fremur en líta á það sem ógn við önnur form. Gott ef það hefur ekki jafnframt rifjast upp hvernig myndmálið var í árdaga forsenda frásagnarinnar og ritmálsins. Hvorki meira né minna.

Teikning í bók getur opnað leið inn í textann og út úr honum aftur. Hún getur vakið grun, strítt og truflað, kveikt hugmyndir og kenndir sem enginn texti þekkir og á góðum degi jafnvel orðið textinn sjálfur. Hún getur sagt minna en ekkert og meira en orð fá lýst. Allt þetta hafa íslenskir teiknarar á valdi sínu, sem betur fer, því hlutverk þeirra í íslenskum bókmenntum hefur aldrei verið öflugra en núna.

Hafi nefndur skilningur á mikilvægi myndmálsins skilað sér í raðir íslenskra útgefenda hljóta þeir að hvetja til nánari samvinnu teiknara og höfunda á komandi árum. Við hljótum öll að vilja sjá ný verk þar sem sköpunarkraftur teiknarans nýtist bókverki í frjóu samspili frá fyrsta degi. Ekki eingöngu eftir að handriti er skilað. þetta er nefnilega svo einfalt: Um leið og við hættum að hugsa um framlag teiknarans sem misgóða „skreytingu“ við fyrirfram gefinn texta „höfundarins“, eins og gert var til skamms tíma, þá rifjast upp jafn augljós sannindi og þau að teikningin getur ekki aðeins sótt forsendur sínar í textann, hún getur líka orðið til jafnhliða textanum í innra samspili tveggja höfunda og síðast en ekki síst getur hún verið sjálfur útgangspunkturinn. Uppspretta frásagnarinnar. Rétt eins og var í upphafi.“

Þorvaldur Þorsteinsson

Artist Þorvaldur Þorsteinsson was buried today. He will be greatly missed.