Skrímslaerjur á sænsku | Monster Squabbles in Swedish

♦ Bókaútgáfa. Skrímslaerjur á sænsku, Monsterbråk, koma út í dag með braki og brestum. Forlagið Kabusa böcker gefur bókina út í Svíþjóð og tilkynnir að efnið sé: „färgstarkt, känslosamt, explosivt“ eins og lesa má hér á heimasíðu Kabusa og í fréttatilkynningu hér. ♦ Book release. The seventh book in the Monsterseries (Skrímslaerjur) is out in Swedish today. Monsterbråk is […]

Skrímslabækurnar | The Monster series

♦ SKRÍMSLABÆKURNAR Bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler eru nú orðnar níu talsins. Þær hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, […]

Skrímslaerjur á kínversku | Monster Squabbles sold to China

♦ Útgáfuréttur – Kína. Sjöunda bókin um skrímslin tvö: Skrímslaerjur (2012) hefur nú verið seld til Kína, en fyrri bækurnar sex komu út hjá Maitian Culture í Tianjin síðasta haust, eins og lesa má um hér. Skrímslaerjur eru því bráðum fáanlegar á fjórum tungumálum: íslensku, færeysku, sænsku og kínversku. ♦ Rights sold – China. The seventh book in […]

Klandursskrímsl | Monster Squabbles in Faroese

♦ Bókaútgáfa. Skrímslaerjur komu út á færeysku í vikunni en útgáfutími bókarinnar er misjafn eftir löndum. Von er á sænsku útgáfunni, Monsterbråk, í apríl. Klandursskrímsl stökkva nú af stað til færeysku barnanna og eins og segir í kynningu frá Bókadeild Föroya Lærarafelags: „Nýggj skrímslabók, sum stór og smá bæði í Føroyum og kring heimin dámar væl.“ ♦ Book […]

Bókmenntaverðlaun bóksala | The Booksellers Prize

♦ Bókaverðlaun. Tilkynnt var um Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana árið 2012 í sjónvarpsþættinum Kiljunni í gær. Skrímslaerjur komust þar á lista sem ein af bestu barnabókum ársins, í þriðja sæti. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2000. Nei! sagði litla skrímslið hreppti fyrsta sæti í flokki barnabóka árið 2004 og Gott kvöld árið 2005. Nánar: frétt á Bókmenntir.is, F-bókarsíða verðlaunanna og upplýsingar á […]

Skrímslaerjur í Mogga | Book review in Morgunblaðið

♦ Bókadómur. Skrímslaerjur fengu ljómandi umfjöllun í Morgunblaðinu í gær, 29. nóvember 2012: „… eins og fyrri bækur mjög vel gerð, snertir við lesandanum og skemmtir honum.“ segir Ingveldur Geirsdóttir. ♦ Book Review. Nice review in Morgunblaðið yesterday. Four stars for Skrímslaerjur (Monster Squabbles).

Skrímslin sem unnu | And the winners are …

♦ Skrímslakeppni. Forlagið var að tilkynna sigurvegara í skrímslamyndakeppninni sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur á Bókamessu í bókmenntaborg um síðustu helgi. Þar fæddust mörg stórkostleg skrímsli! En það mátti bara velja þrjá verðlaunahafa, því miður. Jochum, Sara Elísabet og Úlfur Kjalar fá Skrímslaerjur að launum fyrir myndirnar sínar. Hér má lesa fréttina á vef Forlagsins, […]

Bókamessa í Ráðhúsinu | Reykjavík Book Fair

♦ Bókamessa. Bókmenntaborgin og Félag bókaútgefenda standa fyrir bókamessu um helgina. Á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar má lesa um hátíðina: „Helgina 17. – 18. nóvember standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá og þarna gefst því einstakt tækifæri til að kynna […]

Skrímslaerjur | Monster Squabbles

♦ Ný bók. Skrímslaerjurnar eru komnar úr prentun! Ég fékk fyrsta eintakið í hendur í dag. Skrímslaerjur er sjöunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið sem ég skrifa í samvinnu við Kalle Güettler í Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum. Bókin heitir á sænsku: Monsterbråk og Klandursskrímsl á færeysku. Svona er bókin kynnt á baksíðu kápu: […]

Bækur | Books

TEXTI – MYNDLÝSINGAR – BÓKARHÖNNUN TEXT,  ILLUSTRATION and BOOK DESIGN by Áslaug Jónsdóttir Uppfært jan 2021 | Updated: Jan 2021 Sjáðu! – myndavers fyrir börn | Look! Mál og menning, 2020 Texti og myndir | Text and illustration: Áslaug Jónsdóttir Harðspjalda bók | Board book Þýðingar | Translations: • Swedish translation available. Contact Forlagid Rights […]

Um | About

♦ Brot úr ferilskránni: ♦ Click here for English Barnabókahöfundur: Fyrsta bókin kom út hjá Máli og menningu árið 1990. Síðan þá hef ég skrifað margar myndabækur fyrir yngstu börnin, stundum í samvinnu við aðra textahöfunda. Teiknari og myndlýsir: Eftir stúdentspróf tók ég stefnuna á myndlistarnám. Að loknu námi hef ég unnið við sjónlistir af ýmsu tagi, myndlýst eigin […]