Skapað með skrímslum | Monster merchandise

Skrímslavörur – UPPSELDAR!

Í samstarfi við Safnbúðir Reykjavíkur hannaði ég litla vörulínu með gjafakortum, skissubókum og fleiru, með myndum sem tengjst bókaröðinni um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þessar vörur fengust í safnbúðum lista- og menningarsafna Reykjavíkurborgar en eru nú uppseldar.

Endurskinsmerkið var hannað í samstarfi við Safnbúðir Reykjavíkur og FUNSHINE sem sérhæfir sig í gerð endurskinsmerkja og það er enn til sölu, sjá hér.

Monster designs – SOLD OUT!

In collaboration with Reykjavík Museum Shops I designed a small line of products inspired by The Monster Series. Cards, wrapping papers that also can served as posters, box of colors, sketchbooks and more – that were available in the shops of Reykjavík libraries, and the shops of Reykjavík art and culture museums. These products are now sold out. The Monster-reflector was designed in collaboration with Reykjavík Museum Shops and FUNSHINE. Still available in many stores and at FUNSHINE webshop here.


Skapað með skrímslum

Creative Monsters

Trélitabox

Litla skrímslið teiknar og litar af mikilli list. Með þessum trélitum er hægt að lita ENDAlaust – frá báðum endum. Litaboxið er úr málmi og inniheldur 12 tréblýanta úr sedrusviði með 24 litum. Litabandið á miðjunni sýnir litina í blýantinum. Stærð á boxi: 18,5 x 10,3 cm; hæð: 1 cm. 

Box of colored pencils

Little Monster loves to draw! And this metal box is packed with lovely colored pencils. Twelve duo natural cedar wood pencils. The pencils are 18 cm long with two colored duo tips; in all 24 colors. A color band in the middle of the pencil shows the color of the each tip. Metal box size: 18,5 x 10,3 cm; height: 1 cm.


Skissubók – teikniblokk

Það er ekki nóg að eiga litblýanta, til þess að skapa myndir þarf líka pappír. Skrímslin skissa og teikna hvert á sinn máta. Það má teikna myndir, skrifa texta, minnislista, sögur, ljóð, festa hugmyndir á blað, skissa, krassa og krota. Nei, þetta eru ekki litabækur og þess vegna má lita út fyrir!
Skissubækur A5 (14,8 x 21 cm), 24 arkir. Teikniblokkir A4 (21 x 29,7 cm), 48 arkir.

Sketchbook – Drawing pad

A sketchbook or a drawing pad is a perfect match to a box of colors! The two monsters have their own way to draw and sketch as everyone should. Draw, write notes, memos, stories, poems, sketch, doodle and scribble! And no, there are no monster coloring books, it is perfectly alright to color outside all lines in these books.
Sketchbook size A5 (14,8 x 21 cm), 24 sheets. Drawing pad size A4 (21 x 29,7 cm), 48 sheets.


Veggspjöld / gjafapappír

Veggspjöldin voru hönnuð sem gjafapappír en þau má líka setja í ramma og hengja upp á vegg. Fínasta veggskreyting fyrir lítið fé! Stærðin er 50 x 70 cm.

Posters / wrapping paper

The posters were designed as wrapping paper. But the wrapping paper can also be framed and used as a nice decorative posters to a very nice price! Size: 50 x 70 cm.


Kort og merkimiðar

Deildu gleði og sorgum með skrímslunum! Kortin eru án áletrunar og fást í tveimur stærðum. Átta mismunandi myndir. Stærri kortin eru A6:10,5 x 14,8 cm. Smákort, A8 5,2 x 7,4 cm.

Cards in two sizes

Share joy and sorrows with the two monsters! Send a greeting, big or small. Two sizes, no preprinted text. Eight various designs.
Greeting card, double, size:10,5 x 14,8 cm. Mini cards, double, size: 5,2 x 7,4 cm.


Sundpoki / bakpoki

Eins og þeir vita sem til þekkja þá stundar stóra skrímslið sund af miklu kappi og litla skrímslið tók einnig þá ákvörðun að læra íþróttina. Þessi fíni sundpoki eða bakpoki er með litlum vasa fyrir til dæmis lykla, síma eða sundkort og er bæði léttur og slitsterkur.
Stærð: 34 x 43,5 cm. Vasi með rennilás (16,5 cm) er um það bil 17 x 17 cm. Pokinn sjálfur vegur 85 g og getur borið 10 kg. Efnið er 100% polyester/150d Oxford og hrindir frá sér vatni.

Monster backpack

Everybody knows we love swimming in Iceland. Big Monster does too! And Little Monster is getting the hang of it. Happy swimming! The Monster back pack is perfect for a towel and swimwear. It has a small zipped pocket for keys, phone and alike.
The bag weighs 85 g (3 oz) and can carry 10 kg (22 lbs). Size 34 x 43,5 cm. Pocket zipper 16,5 cm. Water resistant, 100% polyester/150d Oxford.


Endurskinsmerki

Skrímsli í myrkrinu! Litla skrímslið lætur skammdegið ekki buga sig og berst gegn þeim ógnum sem felast í myrkrinu. Það er reiðubúið að slást í för með öllum sem hætta sér út í náttmyrkrið. Það kann líka skínandi vel við sig á jólatrénu, finnst bara skemmtilegt að hanga svona! Endurskinsmerkið er hannað í samvinnu við Safnbúðir Reykjavíkur og Funshine.
Stærðin er um það bil 6 x 6 cm. Endurskinsmerki Funshine eru viðurkennd og uppfylla CE staðal og EN13356. Merkin fást víða og m.a. í vefverslun FUNSHINE hér.

Monster reflector

Monster in the dark! Angry Little Monster says “No!” to murky shadows and is ready to fight the darkness with its sparky attitude. Little Monster would really like to hang out with anyone who dares seek adventures and go for a walk in the dark. It also likes to just hang around and practically shines on a Christmas tree. This Monster-reflector was designed in collaboration with Reykjavík Museum Shops and Funshine.
Size 6 x 6 cm. The Funshine safety reflectors are certified with the CE EN 13356 safety standard for pedestrians. Available in many stores and at FUNSHINE webshop here.