Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu

♦ Leikrit byggt á fyrstu þremur bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu.

♦ Little Monster and Big Monster in the Theater. A play based on the first three books from the monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal: No! Said Little Monster, Big Monsters Do Not Cry and Monsters in the Dark.

Frumsýning | Premiere: 28.12. 2011
Þjóðleikhúsið | The National Theater of Iceland 2011-2012

Höfundur | Author: Áslaug Jónsdóttir
Leikstjóri | Director: Þórhallur Sigurðsson
Leikmynd, teikningar | Set design, illustrations: Áslaug Jónsdóttir
Hreyfimyndir | Animation: Sigurður Ó. L. Bragason
Búningar | Costume design: Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Lýsing | Lighting design: Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóðmynd | Sound design: Sigurvald Ívar Helgason
Tónlist | Music: Vivaldi, Mozart, Grieg o.fl.
Sönglag | Song: Kristinn Gauti Einarsson

Leikarar | Cast:
Stóra skrímslið | Big Monster: Baldur Trausti Hreinsson
Litla skrímslið | Little Monster: Friðrik Friðriksson

Umsagnir | Reviews:
„Þetta er leikur tveggja vel afmarkaðra persóna um samskipti, að ráða, að þykjast, að vilja og að vera eða vera ekki hræddur við eitthvað. … Hver er hetja og hver er gunga? Alls kyns grundvallarspurningar af þessu tagi ber á góma … Stórgóð sýning fyrir yngstu áhorfendurna.“ ★★★★
– Elísabet Brekkan, Fréttablaðið 3. janúar 2012

„[Áslaug] er lagin við að draga fram smáatriði sem fá mikið vægi í hugum barna eða bregða skoplegu ljósi á viðfangsefnið. Eitt af því sem gerir skrímslabækurnar jafn velheppnaðar og raun ber vitni, er hversu miklu myndlýsingin bætir við textann. Lesendur fá upplýsingar úr myndunum sem ekki er endilega að finna í textanum. Þessa sömu aðferðir nýta Áslaug og Þórhallur sér í leikhúsinu og hið sjónræna er aldrei innantómar umbúðir heldur eykur við merkinguna. … Umgjörðin er litrík, mjúk og lifandi rétt eins og skrímslin sjálf og kímnigáfan er aldrei langt undan.“ 
– Salka Guðmundsdóttir, RÚV, Víðsjá 16. janúar 2012

„Velheppnuð barnasýning í Kúlunni.“ 
– María Kristjánsdóttir og Þórhallur Gunnarsson, RÚV, Djöflaeyjan, 17. jan 2012
Sjá nánar: Tengill á gagnrýni í Djöflaeyjunni á RÚV. 

SKRÍMSLASÖNGURINN

Viljir þú eiga í vini gott skjól,
vertu þá sannur og traustur.
Enginn vill vin sem er frekja og fól:
já, fantinum neitaðu hraustur!

Sáttir tveir! Þá syngjandi leikum vel saman.
Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman!

Ef næðir í hjartanu sorg eða sút
og sjáir þú eintóma galla:
Vert’ ekki leiður og vintu þinn klút,
að vininum skaltu þér halla!

Vinir tveir! Úr vandanum ráðum við saman.
Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman!

Ef leynast í myrkrinu dularfull dýr
og dapur þú skelfur af ótta:
Við óhræddir sýnum hvað í okkur býr
og ófétin rekum á flótta!

Snjallir tveir! Ef snúum við bökunum saman.
Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman!

© Texti | lyrics: Áslaug Jónsdóttir  © Lag | music : Kristinn Gauti Einarsson

Tenglar | Links:
Hlusta á Skrímslasönginn á heimasíðu Þjóðleikhússins | Listen to The Monster Song. 
Leikskráin | The program
Myndband:
skrímslin á leið í leikhúsið |Short video: The monsters on their way to the theater.

photos © Eddi / Þjóðleikhúsið – National Theater of Iceland