Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu

2011-2012

Litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur
Þjóðleikhúsið 2011-2012

Leikrit eftir Áslaugu Jónsdóttur, byggt á fyrstu þremur bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu.

Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir
The National Theater 2011-2012

A play by Áslaug Jónsdóttir, based on the first three books from the monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal: No! Said Little Monster, Big Monsters Do Not Cry and Monsters in the Dark.

Frumsýning | Premiere: 28.12. 2011
Þjóðleikhúsið | The National Theater of Iceland 2011-2012

Höfundur | Author: Áslaug Jónsdóttir
Leikstjóri | Director: Þórhallur Sigurðsson
Leikmynd, teikningar | Set design, illustrations: Áslaug Jónsdóttir
Hreyfimyndir | Animation: Sigurður Ó. L. Bragason
Búningar | Costume design: Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Lýsing | Lighting design: Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóðmynd | Sound design: Sigurvald Ívar Helgason
Tónlist | Music: Vivaldi, Mozart, Grieg o.fl.
Sönglag | Song: Kristinn Gauti Einarsson

Leikarar | Cast:
Stóra skrímslið | Big Monster: Baldur Trausti Hreinsson
Litla skrímslið | Little Monster: Friðrik Friðriksson

Umsagnir | Reviews:
„Þetta er leikur tveggja vel afmarkaðra persóna um samskipti, að ráða, að þykjast, að vilja og að vera eða vera ekki hræddur við eitthvað. … Hver er hetja og hver er gunga? Alls kyns grundvallarspurningar af þessu tagi ber á góma … Stórgóð sýning fyrir yngstu áhorfendurna.“ ★★★★
– Elísabet Brekkan, Fréttablaðið 3. janúar 2012

„[Áslaug] er lagin við að draga fram smáatriði sem fá mikið vægi í hugum barna eða bregða skoplegu ljósi á viðfangsefnið. Eitt af því sem gerir skrímslabækurnar jafn velheppnaðar og raun ber vitni, er hversu miklu myndlýsingin bætir við textann. Lesendur fá upplýsingar úr myndunum sem ekki er endilega að finna í textanum. Þessa sömu aðferðir nýta Áslaug og Þórhallur sér í leikhúsinu og hið sjónræna er aldrei innantómar umbúðir heldur eykur við merkinguna. … Umgjörðin er litrík, mjúk og lifandi rétt eins og skrímslin sjálf og kímnigáfan er aldrei langt undan.“ 
– Salka Guðmundsdóttir, RÚV, Víðsjá 16. janúar 2012

„Velheppnuð barnasýning í Kúlunni.“ 
– María Kristjánsdóttir og Þórhallur Gunnarsson, RÚV, Djöflaeyjan, 17. jan 2012
Sjá nánar: Tengill á gagnrýni í Djöflaeyjunni á RÚV. 

SKRÍMSLASÖNGURINN

Viljir þú eiga í vini gott skjól,
vertu þá sannur og traustur.
Enginn vill vin sem er frekja og fól:
já, fantinum neitaðu hraustur!

Sáttir tveir! Þá syngjandi leikum vel saman.
Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman!

Ef næðir í hjartanu sorg eða sút
og sjáir þú eintóma galla:
Vert’ ekki leiður og vintu þinn klút,
að vininum skaltu þér halla!

Vinir tveir! Úr vandanum ráðum við saman.
Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman!

Ef leynast í myrkrinu dularfull dýr
og dapur þú skelfur af ótta:
Við óhræddir sýnum hvað í okkur býr
og ófétin rekum á flótta!

Snjallir tveir! Ef snúum við bökunum saman.
Hvernig sem veltur, þá verður það dúndur gaman!

© Texti | lyrics: Áslaug Jónsdóttir  © Lag | music : Kristinn Gauti Einarsson

Tenglar | Links:
Hlusta á Skrímslasönginn á heimasíðu Þjóðleikhússins | Listen to The Monster Song. 
Leikskráin – Þjóðleikhúsið 2011 | The program – The National Theater 2011
Myndband:
skrímslin á leið í leikhúsið / auglýsing | Short video: The monsters on their way to the theater / ad

photos © Eddi / Þjóðleikhúsið – National Theater of Iceland


2024

Litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur
Leikfélag Akureyrar, MAK, 2024. Frumsýnt 13. janúar.

Uppfærsla LA, 2024. Leikrit eftir Áslaugu Jónsdóttur, byggt á fyrstu þremur bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu.
„Leikritið Litla skrímslið og stóra skrímslið er falleg og einlæg saga um vináttu og samskipti. Verkið er sérstaklega ætlað yngri börnum þó fullyrða megi að öll fjölskyldan muni hafa gaman að uppátækjum og hjartnæmu sambandi skrímslanna. Eins og mannfólkið eru skrímslin ólík sem stundum getur verið erfitt en smám saman læra þau að sjá kosti hvors annars og styrkja þannig vináttu sína.“

Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir
Leikfélag Akureyrar, MAK, 2024. Premiere January 13th.

Second production, 2024. A play by Áslaug Jónsdóttir, based on the first three books from the monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal: No! Said Little Monster, Big Monsters Do Not Cry and Monsters in the Dark.

“The play ‘Little Monster and Big Monster’ is a beautiful and sincere story about friendship and communication. The work is especially intended for younger children, although it can be said that the whole family will enjoy the antics and the heartwarming relationship of the two monsters. Like humans, the monsters are dissimilar, which can sometimes be difficult, but gradually they learn to see each other’s strengths and thus strengthen their friendship.”

Frumsýning | Premiere: 13.01. 2024
Leikfélag Akureyrar | Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar) 2024

Höfundur | Author: Áslaug Jónsdóttir
Leikstjóri | Director: Jenný Lára Arnórsdóttir
Leikmynd | Set design: Björg Marta Gunnarsdóttir
Búningar | Costume design: Björg Marta Gunnarsdóttir
Gervi | make-up artist: Harpa Birgisdóttir
Tónlist | Music: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Lýsing | Lighting design: Árni F. Sigurðsson og Benni Sveinsson
Hljóðmynd | Sound design: Árni F. Sigurðsson og Benni Sveinsson
Danshreyfingar | choreography: Guðný Ósk Karlsdóttir
Sýningarstjórn | production manager: Unnur Anna Árnadóttir
Teikningar | Illustrations: Áslaug Jónsdóttir

Leikarar | Cast:
Stóra skrímslið | Big Monster: Hjalti Rúnar Jónsson
Litla skrímslið | Little Monster: Margrét Sverrisdóttir 

Ljósmyndir | Photos: Unnur Anna Árnadóttir

Tenglar | Links:
Efnisskrá sýningarnnar | The playbill online.
Meira um sýninguna á vef Menningarfélags Akureyrar. | More about the production at the site of Akureyri Culture Company.
Vinir tveir – söngurinn á Spotify | Two Friends – the song on Spotify.
Vinir tveir – söngurinn á Youtube | Two Friends – the song on Youtube:

photos © Unnur Anna Árnadóttir / Akureyri Theater Company