Að taka upp hanskann | Yes, we have lost it …

Haustið 2020: Síðsumars skrifaði ég um þá von okkar flestra að ná mætti covid-19 smitum niður með hertum sóttvarnaraðgerðum, bæði á landamærum og innanlands. Sú von brást og við erum öll frekar pirruð og vonsvikin. Það er erfitt að sætta sig við að búa í heimi hrelldum af pestarfári og horfast í augu við gjörbreytta tíma. Á Íslandi var kannski eins og okkur þætti faraldur af þessu tagi tilheyra fyrri tímum: eins og svart-hvítar myndir frá liðinni öld eða galdrafár á miðöldum. Við treystum því að vísindin, lyf og hátækni reddi okkur í gegnum alla erfiðleika, og það mun vissulega fara svo, bara of seint fyrir suma.

Núna í miðri smitbylgju haustsins er því miður ekki annað hægt en að gefa okkur falleinkunn í almennri skynsemi og smitvörnum. Eftir vellukkað „átak“ vorsins gleymdum við góðum siðum og keyrðum allt í gang. Skolli sem við stóðum okkur vel í vor. Við erum góð í að redda okkur í spretthlaupunum. En svo tók kæruleysið við. Þetta varð vandamál einhverra annarra en okkar sjálfra. Útlendingar og utanbæjarfólk gátu tekið til sín sóttvarnarráðin. Sumir voru ævinlega hvergi bangnir. Til dæmis konan sem kom hlaupandi og skaut sér inn í lyftu með mér þegar pestin var hvað verst í vor og svaraði másandi þegar ég spurði hvort hún vildi ekki taka þá næstu: „Nei, ég er sko ekki hrædd við að fá kóvíd.“ Nei. Einmitt. Takk.

Ég studdi og styð enn allar sóttvarnaraðgerðir – sem eru hér reyndar alls ekki eins harðar og í mörgum löndum – og ég held að yfirvöld hafi yfirleitt brugðist rétt við. En „tilmæli“ og „traust“ er greinlega ekki nóg. Við reyndumst ekki traustsins verð. Nú þegar sóttvarnarlæknir er gagnrýndur fyrir of hörð viðbrögð vil ég taka upp hanskann fyrir heilbrigðisyfirvöld sem velja hinn óvinsæla kost: fyrirbyggjandi aðgerðir. Helsta röksemdin gegn þeim eru áhrifin á samfélagið allt, fórnarkostnaðurinn við hægagang í „hjólum atvinnulífsins“. Skilningsleysið á hinum raunverulega fórnarkostnaði við veikindi og dauðsföll covid-sjúklinga og tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið – fólkið sem vinnur þar – virðist alger. Menn eru kokhraustir, alveg þar til pestin snertir þá sjálfa.

Framtíðarspurningin, sem við eigum svo eftir að svara, er hvernig við ætlum og verðum að breyta lífsháttum okkar til að takast betur á við fleiri uppákomur af þessu tagi, því þær munu koma: hamfarir sem allar tengjast mislukkaðri umgengni okkar við náttúruna. Eins gott að hjól atvinnulífsins viti þá hvert þau eiga að snúa.

Autumn 2020: (Sorry, no translation for my main blog post this time). After getting covid-19 infections down to zero this summer in Iceland, we are now in high alert and the infections rate is as bad as last winter/spring, if not worse. I am a supporter of stricter rules, social distancing and what ever takes to keep the epidemic tolerably at bay in Iceland. We will get through this, but we will also have answer serious questions about our future, on how we must change our way of life to better deal with more incidents and disasters of this kind, because they will come: and they are all related to our failing relationship with nature, as well as social injustice. We know this, and we will have to find the “new normal”.

🎯 Myndin: tökum okkur á í sóttvörnum, en munum að hirða upp hanskana! Vinnum gegn plastmengun!
🎯 The photo: Stay safe but keep up the fight against plastic pollution!

Ljósmynd tekin | Photo date: 22.09.2020

Hvers virði er hamingjan? | Let it out?

Skoðun: Nú kallað eftir hagrænu uppgjöri vegna covid-19 farsóttarinnar og áhrifum mismikilla sóttvarna. „Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ er haft eftir Kára Stefánssyni. Þá er eins gott að fólk láti í sér heyra. Hvað viljum við? Getum við komið því til skila til fulltrúa okkar? Ég vil taka undir með þeim sem styðja auknar sóttvarnir. Við höfum misst fólk úr covid-19 og alltof margir kljást við langvarandi eftirköst veikinnar. Það eru beinu áhrifin. Þau eru óbætanleg. Svo er allt hitt. Heimurinn er ekki laus við veiruna og við erum ekki stikkfrí. En getum við skoðað hvers virði það er að ná nýgengi smita í landinu niður í algjört lágmark á ný?

Eftir kostnaðarsamt og viðamikið átak í vor tókst að ná innanlandssmiti niður í ekki neitt. Við gátum andað léttar, grímulaust. Fæstir höfðu hug á því að hendast til útlanda, enda nóg í boði heima fyrir. Við gátum aftur hitt vini, jafnvel faðmast. Hleypt gamla fólkinu okkar út úr sjálfskipaðri sóttkví. Ferðast um landið. Sótt samkomur og listviðburði með varúð. En: það varð að „opna landið“. Sem var reyndar opið fyrir, þó flugferðir væru strjálar. Ferðamenn höfðu hinsvegar ekki áhuga á að eyða fríinu í tveggja vikna sóttkví og ferðaþjónusta og flug var í uppnámi. Eins og allsstaðar í heiminum. Pressan var mikil frá þessum aðilum þó það væri reynt að gera opnun landsins að óumflýjanlegri allsherjar nauðsyn. Það var vitað fyrir að landamæraskimun næði aldrei öllum smituðum. Já, og svo voru blessuð börnin ekki skimuð. Um leið og við nutum frelsis á ný buðum við smitinu aftur heim. Það gerðu bæði Íslendingar og erlendir gestir okkar. Við erum komin aftur í sama far og í vor, sumpart verra því fæstir voru búnir að jafna sig eftir fyrstu dýfuna. Skólakerfið er í uppnámi, listviðburðum er frestað eða þeim aflýst, íþróttalíf er í biðstöðu, heilbrigðiskerfið komið í vörn og öll okkar umgengni við hvert annað litað af bölvun sóttarinnar.

Það kann að virka sem eigingjörn meinbægni að vilja hefta ferðlög og farmennsku. En stundum er vatnið líka sótt yfir lækinn og eins og bent er á: nú er að vega og meta kosti og galla. Langar mig að faðma ferðamann? Nei, mig langar að faðma vini mína. Bíð ég þess spennt að hitta útlendinga í lauginni? Nei, mig langar að sjá gamla fólkið mitt stunda sína heilsurækt í sundinu áfram, ná aftur þrótti eftir bakslagið fyrr á árinu. Er ég á leið til útlanda? Nei, mig langar að ferðast um Ísland án þess að þurfa að forðast fjölmenna staði (eða verða fyrir öskrum úr hátölurum!). Við vorum rétt að byrja að kynnast landinu okkar á ný eftir yfirtöku ferðamanna síðastliðin ár.

Við gerðum tilraun. Hún fór svona. Streymi fólks til og frá landinu ætti ekki að vera í boði nema með ströngum skilyrðum í smitvörnum. Ferðaþjónustan, sem var ef til vill í of hröðum vexti, verður að laga sig að nýjum tímum – eins og annars staðar í heiminum. Atvinnuleysi er hörmulegt, en rétt eins og við vissum ekki að ferðaþjónustan yrði atvinnuvegur svo margra, þá vitum við ekki hvaða tækifæri bíða í jafnvel allra nánustu framtíð. Við eigum að njóta þess að við búum á eyju og að fámenninu og landrýminu fylgir magnað frelsi. Það þarf enginn að óttast lokun landsins til eilífarnóns, fyrir utan þá staðreynd að tæknin hefur gert jarðarkúluna að landamæralausu samskiptasvæði.

Staðreynd: við höfum val um mikið/talsvert smit eða lítið/ekkert smit. Fárið stjórnast af harðari / slakari sóttvörnum. Smitstaðan hefur áhrif á daglegt líf okkar. Við verðum að láta í ljós hvaða lífi við viljum lifa: við viljum mennta börnin okkar, njóta eðlilegra samvista, stunda íþróttir, sækja leikhús og tónleika, stunda verslun og viðskipti; þora að nálgast náungann, þekkja takmörkin og virða þau – gleðjast saman og eiga samskipti án ótta og kvíða. Hamingjuna nærum við með þessum einföldu þáttum í lífi okkar. Hvers virði er hún?Myndirnar: Myndin hér efst er úr Vatnsdalnum. Myndirnar fyrir neðan eru frá Kálfshamarsvík. Þar rakst ég á þessar ömurlegu menjar fáránlegust auglýsingaherferðar sem gerð hefur verið síðan einnar-nætur-gaman í Reykjavík var auglýst. Í Kálfshamarsvík er fögur náttúra og áhugaverð staðarsaga, kyrrð, fuglalíf, himinn og haf – og skærgulur öskurhátalari. Ólýsanlega heimskulegt. Gerum eitthvað betra.

The photos: (Sorry, no translation for my main blog post this time). The photos are from NW-Iceland, Vatnsdalur (above) and beautiful Kálfshamarsvík (below) – a victim of one of the worst advertising campaigns for tourism in Iceland, ever! I will not link to the campaign here, but the idea was that people could record their screaming and shouting to be broadcasted in remote, peaceful places in Iceland. Bad idea. Very bad. Luckily I was not screamed at – so I could enjoy the sound of the sea and the many birds living close to the old lighthouse.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.07.2020

Bókaslóðin | The Path of Books

Teikning á sunnudegi: Þegar ég átti leið í bókabúð um daginn og leit yfir borð og bekki með nýútkomnum bókum, þá leið mér ekki ólíkt því sem ég stæði frammi fyrir hlaðborði af girnilegum réttum. Bókabúðir geta haft þessi áhrif, en eins og við önnur hlaðborð, þá gildir að hrúga ekki of miklu á diskinn. Nema hvað, eitthvað var þarna með öðrum hætti en áður í bókabúðinni og ég gat ekki skilgreint það strax. Mér fannst bækurnar fallegri, meira aðlaðandi, gott ef þær ilmuðu ekki betur en venjulega. Samt voru bókakápurnar ósköp misjafnar þegar að var gáð og sumt á hlaðborðinu myndi fráleitt rata á minn disk. En eftir að hafa gluggað í óvenju margar bækur, handleikið fallegar kápur, kjamsað á góðum setningum og dáðst að góðum myndlýsingum og bókahönnun þá áttaði ég mig á því sem öðruvísi var: plastið, fjandans plastið var farið! Í það minnsta af megni nýju bókanna. Loksins. Og þó fyrr hefði verið. Óskiljanlegt hvað þessi óþarfi hefur liðist lengi á Íslandi. Megi plastpökkun bóka aldrei aftur þrífast!

Þetta vistspor í rétta átt er auðvitað bara partur af því sem útgefendur og höfundar og bókahönnuðir þurfa að taka til endurskoðunar. Höfundur nokkur hampaði nýrri bók og sagði mér frá atviki þar sem hann var atyrtur fyrir að gefa út bók á pappír – það væri úrelt og óvistvænt! Það var og. Myndlýsingin hér fyrir ofan er að fullu unnin stafrænt, þar kom pappír hvergi nærri, enginn litur var skolaður úr pensli. En það er ekki þar með sagt að myndin sé vistvæn, þvert á móti skilja raftæki og rafmagnsframleiðsla eftir sig stór vistspor, þó miklar framfarir séu í þeim efnum. Orðin sem ég skrifa á skjáinn, heimasíðan mín á netinu – allt kostar það orku sem er ekki endilega vistvæn. Þó pappír sparist með rafbókum og upplýsingaveitum, þá vex efnisflóðið stöðugt á netinu, með tilheyrandi vistspori. Í samanburði við prentað efni fyrri tíma er stafrænt efni hreint hamfaraflóð, og mikið af því er efni sem engum hefði til hugar komið að setja á prent.

Það virðist gilda nokkurt jafnvægi á útgáfu rafbóka og prentaðra bóka almennt, hvort tveggja hefur kosti og galla. Pappírinn og prentgripurinn hefur enn mikið aðdráttarafl og margvíslegar rannsóknir sýna mun á raflestri og lestri af pappír – pappírsbókinni í vil og gildir það ekki síst um barnabækur. En eftir því sem ég kemst næst er bókaprentun nær alfarið komin úr landi. Fjölmargar prentsmiðjur á Íslandi geta þó flaggað Svansmerkinu og ættu að vera góður kostur fyrir vistvæna útgáfu. Bókapappírinn er vonandi fenginn úr sjálfbærum skógum og framleiddur með ábyrgum hætti. Verða útgefendur, höfundar og neytendur ekki að gera sambærilegar kröfur til menningarefnis og til dæmis matvæla? Hnífurinn stendur þar auðvitað í kúnni því fæstir vilja borga hinn vistvæna brúsa þegar á reynir, hvað sem umræðunni líður. 

Kannski eru allir útgefendur að leggja drög að vistvænni framleiðslu og ég vona að það megi sjá þessi merki og vottun sem víðast. Nú þegar jólabókaflóðið nálgast má gleðjast yfir góðum bókum, en kannski eru metsölutölur ekki það sem metast á um í framtíðinni – heldur hefja til vegs gæði, aukna samfélagsábyrgð og sjálfbæra, vistvæna framleiðslu. Það má láta sig dreyma. Allt sem við nýtum og notum verðum við að geta skilað aftur til jarðar. Bækur þurfa að vera þannig úr garði gerðar að við mættum í raun skilja þær eftir í skóginum – án þess að skaði hljótist af. Þá getum við virkilega notið þeirrar góðu iðju, að gleyma okkur við lestur bóka sem hjálpa okkur að rata um heiminn og heim. 

Sunday illustration: I made this illustration as I pondered over the ecological footprint of books. (This is the very short version of the text above). It is hard to get the facts straight about e-books vs printed books, obviously both use resources and energy. As does this blog, and the digital illustration above. As I see it, it’s not the question of choosing one over the other, but rather to make both kinds as eco-friendly as possible. The printed children’s book still wins over the e-book according to most research concerning engagement, comprehension, vocabulary development, etc. I like the digital media, but I love the paper book, the book as an object. When it comes to printed books we should in theory be able leave the books in the woods, or give them back to nature after their hopefully long life helping us to find our way in world.

Bókaslóðin | The Path of Books – mynd | Illustration: © Áslaug Jónsdóttir 2019

Karl með spaug og kona með hníf | Or just: Cut the crap!

Ég þjáist af eftirkosningaþunglyndi. Fráfarandi ríkisstjórn féll vegna hneykslismála í tengslum við kynferðisafbrot gegn ungum stúlkum, en hlutaðeigandi þingmenn og ráðherrar voru kosnir aftur á þing. (Svo ekki sé minnst á aðra holdi klædda siðferðisbresti á þingi). Konum á Alþingi fækkaði í kosningunum 2017. Þær eru nær helmingi færri en karlarnir. Það veitir því sannarlega ekki af því að hressa upp á baráttuna gegn rammskökku valdahlutfalli kynjanna á Íslandi.

Mig langar til að brýna kynsystur mínar til dáða. Til stöðugra andmæla, til þess að láta jafnvel ekki minniháttar yfirgang líðast. Stöndum keikar! Styðjum og hvetjum unga fólkið! Ekki bara með harmsögum heldur líka með sögum af konum sem þora. Ég dáist að stúlkunum og fjölskyldum þeirra sem stigu fram, höfðu hátt og breyttu atburðarás sögunnar. Þær þorðu. Það hlýtur þó að vera erfitt að horfa upp á hve lítil áhrif kuskið á hvítflibbunum hefur. En ég-líka-bylgjan (#metoo) sem fór um heiminn á sama tíma sýndi að mælirinn er löngu fullur.

Auðvitað berast þá að raddir sem verða hreint endilega að malda í móinn. Eins og að dólgsháttur sé dýrmætasta birtingamynd tjáningafrelsisins og að frelsi einstaklingsins muni aldrei þrífast nema það megi líka vera mannskemmandi. Það virðist ekki mega hafa hátt og segja nei, það nægir ekki að fordæma óhæfuna, það er ekki nóg að segja: nú get ég ekki meira. Konur eru settar í sakborningastúkuna og eiga að svara fyrir guði og djöfla: hvað tilheyrir hvorum, er ekki djöfullinn líka í konunni? Einmitt. Endilega. Beinum athyglinni annað, við erum öll sek. Að því sögðu, megum við þá aftur víkja að þessu með valdið og áreitið, niðurlæginguna og ómenninguna? Við erum nefnilega þúsundir, milljónir, milljarðar kvenna, sem því miður höfum allt of líkar sögur að segja.


Karl með spaug og kona með hníf

Fyrsta sumarvinnan mín eftir að ég byrjaði í menntaskóla var við afgreiðslustörf í stórri matvöruverslun. Þetta var sumarið 1980. Ég hafði unnið nokkrar vikur í sauðfjársláturhúsi og auðvitað öll venjuleg störf heima í sveitinni og þótti því kjörinn starfskraftur í kjötdeildinni, laus við allan tepruskap þegar kom að holdi og blóði. Kjötborðið í versluninni var þekkt fyrir að vera afbragðsgott, þarna komu stíflakkaðar og pelsklæddar frúr (já, þær skörtuðu sínu besta þó það væri sumar) og keyptu „tartar“ (þá þurfti ég að leita ráða og þýðinga hjá mér eldri og reyndari), eða létu hakka nautalundir í kjötdeig fyrir sig og sína, gott ef ekki kjölturakkana líka. Þetta var lærdómsríkur tími.

Verslunarstjórinn stormaði reglubundið um búðina og stjórnaði ekki hvað síst með nærveru sinni. Ég skynjaði að sumum stóð stuggur af manninum. Ekki síst á mánudögum þegar í gustinum brá fyrir áfengisdaun. Það var ljóst hver réði og að við vorum undirmenn, en mest unnu þarna konur. Sem nýliði taldi ég auðvitað rétt að bera hæfilega virðingu fyrir yfirmanni í ábyrgðarstöðu og fylgdist með ábendingum og ákúrum. Ég man ekki eftir því að neinum væri hrósað. En svo var það þetta furðulega fyrirbæri sem fylgdi ferðum verslunarstjórans um búðina, gjarnan þegar viðskiptavinir voru fáir: starfskonurnar hvíuðu og skræktu þar sem hann fór um. Sumar hlógu, aðrar hljóðuðu. Ég komst fljótt að því hvað olli fjaðrafokinu. Yfirmaðurinn lét ekki duga að benda á hvernig niðursuðudósirnar mættu betur fara í rekkunum heldur notaði hann tækifærið, þar sem konurnar bogruðu við kassa og hillur, og kleip þær í rassinn! Hann smaug fram hjá afgreiðsluborðum og kleip stelpurnar. Ég átti ekki til orð. Í alvöru? Hvað…? Af hverju…? Klípa í rassinn? Gera þeim bylt við þar sem þær voru á kafi í vinnu? Leita á þær? Átti þetta að vera fyndið? Hæfilega virðingin var fokin út í veður og vind.

Ég ákvað að leita ráða hjá reyndri samstarfskonu í kjötdeildinni. Anna var hörkudugleg, úrbeinaði stórgripi og saxaði eins og stormur, pakkaði öllu á methraða, hrærði rækjusalat og ítalskt salat (þið munið: niðursoðnar gulrætur og grænar baunir og soðnar makkarónur í majónesi) eins og heil deild í mötuneyti. Anna skutlaði til kjötstykkjum en ég áræddi að trufla hana og spurði gáttuð:
– Klípur hann alla svona?
– Ekki karlana, sagði Anna. – Og ekki Þóru, bætti hún við og kinkaði kolli til elstu og reyndustu konunnar í kjötinu.
Hún var að sönnu ekki árennileg. Ég hefði ekki reynt að kássast upp á Þóru á nokkurn hátt. Ég taldi í huganum: örfáir karlar, kannski tveir, unnu í versluninni. Og Þóra slapp.
– En þig?
Anna hætti að saxa gúllaskjötið og snéri sér að mér:
– Hann gerði það einu sinni og þá sagði ég að ef hann reyndi þetta aftur myndi hann finna fyrir þessum!
Blóðugur hnífurinn stóð eins og spjót á milli okkar.

Þessi kona var mín fyrirmynd! Vinstri höndin var brynjuð stálnethanska og sú hægri sveiflaði blóðugum kjöthníf. Einmitt! Reyndu bara að káfa, karl minn! Ég var staðráðin í því að láta ekki bjóða mér klípurnar, en óafvitandi reyndi ég líka að forðast að verða á vegi yfirmannsins. Svo kom að því að ég var á kafi í kótelettupökkun fyrir annasama helgi. Ég raðaði í plastbakka, feitustu eða lélegustu kóteletturnar aftast, þær kjötmestu og fallegustu fremst, plastað yfir og lokaði á hitaplötunni. Það þarf að hafa báðar hendur á pakkningunni þegar plastið er rifið og brotin hituð á botninum – þetta vita allir sem hafa unnið við þetta merkilega starf, að pakka inn í plastfilmu með vél. Og sem ég stend þarna, kappsfull við kóteletturnar, rennir durturinn sér að mér og klípur mig í rassinn. Var ég yfir höfuð með rass, sautján ára spíra?

Hvar var kjötsaxið? Öll vopn fjarri og ég föst við pökkunarvélina. Átti ég að hóta því að rúlla honum upp í plast? Hæpið að hóta drjóla vel á annan metra og örugglega yfir 100 kílóum. Ég var samt búin að ákveða að spyrja hann að einu, sem ég gerði:
– Tilheyrir þetta vinnunni?
Það kom smá hik og svo svaraði hann með þjósti um leið og hann skundaði burt:
– Já!

Hvort sem það var þessi spurning eða það að ég æpti ekki undan klípunum (því ég geri ráð fyrir að hljóðin í konunum hafi gefið honum kikk), þá var ég ekki áreitt aftur af þessum yfirmanni mínum. En hann hélt uppteknum hætti við annað kvenfólk sem starfaði þarna þetta sumar og ég var aldrei almennilega í rónni þegar hann var nálægt. Ég fyrirleit manninn innilega og þegar hann seinna var af mörgum dásamaður sem helsti verslunarfrömuður Íslands lagði ég lykkjur á leiðir mínar til að sneiða hjá verslunum í hans eigu. Svona get ég verið fullkomlega húmorslaus.

Athugasemdir: Anna og Þóra eru ekki rétt nöfn.

[Sorry! No English translation available! Well, it’s a long story and a lot of crap …]

Skilaboð í hóstasaftsflösku | Message in a bottle

flaska-aslaugj

♦ Skilaboð: Röddin er rám og hóstaköstin héldu fyrir mér vöku í nótt. Ég ligg í flensu og finnst smávegis sjálfsvorkunn og dekur við hæfi. Held mig heima. Kannski hækka ég hitann á ofninum. Skrúfa frá krana, hita vatn og fæ mér te. Fæ mér hressingu úr ísskápnum sem er í það minnsta hálffullur af mat. Fer í heita sturtu. Kúri undir sæng og vinn þar á fartölvuna. Drep tímann með vafri á vefnum. Allt svo ómerkilega venjulegt. Og allt lúxus.

Ég velti því fyrir mér hvernig mér liði ef ég þyrfti að pakka í tösku og flýja heimili mitt. Núna. Ef ég ætti ekki afturkvæmt um ókomna tíð. Ef ég þyrfti að flýja ofbeldi og ógnir, hungur, stríð. Kvefpest væri þá kannski lítilmótlegt vandamál – eða öfugt: yrði að lífshættulegu ástandi. Hvað myndi ég afbera lengi að búa í skúr, í tjaldi – einhvers staðar án allra þæginda, án rennandi vatns, án hita og rafmagns; búa við skort á hreinlæti og fábreytt, lélegt fæði? Búa við óbærilegar aðstæður í flóttmannabúðum sem eru oftar nær því að vera fangabúðir því enginn eða fáir komast þaðan. Búa við æpandi skort á framtíð.

Ég geri ekki ráð fyrir því líf mitt sem flóttamaður yrði langt. Það má auðvitað segja að farið hafi fé betra og að heimurinn yrði hreint ekki verri án mín. Það er laukrétt. En það væri brjálæðislegt að snúa þeirri hundalógik upp á alla þá flóttamenn sem berjast fyrir lífi sínu og þurfa að flýja heimili og ættjörð.

Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki minn eini lúxus í augnablikinu að geta legið heima í rúmi þegar flensan hrjáir mig. Ég þarf heldur ekki vinna við lög og reglur sem hamla því að við sýnum örlæti gagnvart fólki á flótta. Að ákvarða um örlög annarra getur ekki verið létt verk. Flest erum við þó afkomendur einhvers konar flóttamanna.

Samfélag okkar er hvorki algott eða alvont. Það er í sífelldri mótun. Við erum einatt ósammála og ósamstíga, við látum of oft reka á reiða og klúðrum því að deila auði og lífsgæðum á sanngjarnan hátt. Við förum kæruleysislega með auðlindir okkar, náttúru og lýðræði. Aðstæður okkar eru þó hrein hátíð hjá því sem flest flóttafólk þarf að búa við. Við erum aflögufær. Við getum hjálpað því við myndum vilja að okkur væri hjálpað. Við eigum að geta tekið á móti fólki sem biður um það eitt að fá tækifæri til þess að lifa og búa við það öryggi sem felst í ómerkilega venjulegu lífi.

Skilaboðin um neyðina hafa ekki farið framhjá okkur, er það? Við vitum. Skipin koma stöðugt að landi. Svona þægilega fjærri okkur! En þó tekst sumum að brjótast alla leið til Íslands. Og nú eru að koma jól … það er sungið um frið og ljós og fjölskylduna sem hraktist um í Betlehem. Um leið og við spreðum í veisluhöld eins og enginn sé morgundagurinn rekum við börn á gaddinn. Finnst okkur það virkilega í lagi? Gerum þessar undanþágur sem til þarf og sýnum miskunn.

Njótið heil jólaföstu.

Mæli með myndbandinu hér fyrir neðan: Every Shirt Matters – unnið af Studio Flox.

♦ MessageSorry, no translation available. This is just my rant in a fog of flu – a message from a bottle of cough-mixture: few thoughts on refugees of war and disasters. I recommend the short video from Studio Flox below.

Every Shirt Matters from Studio Flox on Vimeo.

Röddin á Bessastöðum | The voice of a president

MSTogASM©AslaugJ

♦ Forsetaframboð – Röddin á Bessastöðum: Á morgun velja Íslendingar nýjan forseta og er það löngu tímabært. Undanfarnar vikur hafa ýmsir góðir frambjóðendur háð skemmtilega og áhugaverða kosningabaráttu og þar hefur fáa skugga borið á, ef undan er skilinn lokadans fráfarandi forseta. Útspil hans var hneisa sem lengi verður minnst, ekki síst furðuleg tilraun til að útnefna ólíklegan erfðakóng og þar með forsmá lýðræðið. Vítin eru til varnaðar og það er kominn tími til kveðja gamla pólitíska klækjarefi og velja forseta framtíðar: nýja rödd á Bessastaði. 

Það gladdi mig innilega þegar Andri Snær Magnason tók stökkið og bauð sig fram til forseta. Ég heyrði á sumum að þeir efuðust um þessa rödd: já, var hann ekki hálf óskýrmæltur, þessi rithöfundur? Enn aðrir sögðust ekki botna í skáldinu. Fáir hafa þó talað skýrar en Andri Snær Magnason. Hér er rödd sem talar fyrir menningu og vísindum, mannúð, sjálfbærni og náttúruvernd.

Ekki hafa allir snúið daufum eyrum við málflutningi Andra Snæs í gegnum tíðina en á hinn bóginn eru þeir til sem líta á viðleitni fólks til þess að vernda náttúruna sem hinn versta löst. Er það raunin, eru virkilega til hreinræktaðir andstæðingar náttúruverndar á Íslandi? Hvaðan kemur þessi ótti? Er það þetta óttaslegna fólk sem við viljum að ráði för og ákvarði næstu skref okkar inn í framtíðina? 

Ég kynntist Andra Snæ fyrir um átján árum, ungu ljóðskáldi sem var að skrifa sína fyrstu barnabók. Við áttum gott og gjöfult samstarf um bókverkið Söguna af bláa hnettinum. Ég þekki líka hans góðu og greindu spúsu, Margréti Sjöfn Torp, en bæði hafa þau hjónin haft fingurinn á púlsi þjóðarinnar, hjúkrunarfræðingurinn Margrét í bókstaflegri merkingu, en Andri Snær hefur greint þjóðarsálina og samtíma okkar af meiri skarpsýni en flestir.

Ég veit ekki til þess að Andri hafi neina dulræna hæfileika eða sæki leiðarljós sín til æðri máttarvalda, en hann er engu að síður einn af þessum sjaldgæfu mönnum sem sjá inn í framtíðina, um leið og hann hefur sterkar taugar til fortíðar, sögu okkar og menningar. Hann er í eðli sínu brauðryðjandi hugmynda og skapandi vísindamaður, með víðtæka reynslu af samskiptum við fólk úr öllum heimshornum og fjölbreyttum kimum samfélagsins. Og það sem mest er um vert: fáa þekki ég sem eru fúsari til þess að hlusta og meðtaka ólíkar skoðanir með opnum huga, greina og fanga nýjar hugmyndir og fersk sjónarhorn.

Margir stuðningsmenn Andra Snæs hafa valið slagorðið „að kjósa með hjartanu“. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á sumum sem telja aðra frambjóðendur vænni kost. Með þessu er þó ekki verið að saka aðra kjósendur um kaldlyndi. Undir slagorðinu hafa viðkomandi einfaldlega hafnað því vali að kjósa af kænsku eða láta útreikninga líkinda ráða atkvæði sínu. Valkostir eru vissulega allmargir og atkvæði kunna að dreifast, en það er að minnsta kosti óhæft að kjósa með „merarhjartanu“, af ótta við gamla forpokaða drauga. Þess háttar ráðstöfun yrði að kallast heldur dapurleg þátttaka í lýðræðinu. 

Á ögurstundu í Sögunni af bláa hnettinum býðst söguhetjunni að bjarga börnunum hinum megin á hnettinum en þarf þess í stað að velja á milli stálhjarta eða steinhjarta. Það fer þó ekki svo, söguhetjan nær sínu fram og heldur hjartanu. Á morgun þurfum við heldur ekki að velja stál eða stein, sem oftar eru það heilindin og kraftur hugmyndanna sem skipta sköpum.

Ég skora á Íslendinga að sýna kjark og kjósa af sannfæringu hugsjónamanninn, náttúruverndarsinnann og mannvininn Andra Snæ Magnason. 

á Jónsmessu 2016,
Áslaug Jónsdóttir

Steinhjarta-stalhjarta-©AslaugJ

♦ President election in Iceland: Above written is my statement of support for a fellow writer and a friend: Andri Snær Magnason, who is running for President of Iceland. I think Andri Snær would be a great president, a new fresh voice in that office, a voice that not only Iceland needs but the world community as well. Iceland may not be a powerful country but we sure can have a strong voice, a passionate and a spirited one. Andri Snær Magnason has such a voice.

 

 

Sitthvað hjá sænskum | Links to Sweden …

Monsterforfattare Stockholm 2015

Áslaug, Kalle, Rakel – Författarnas hus, Stockholm, 2015 – photo©Rakel

Endurlit og umfjöllun. Árið 2015 leið undrafljótt. Ég hef ekki annað því að skrá jafnóðum inn ýmsar greinar og umfjöllun sem tengjast starfinu, en það hefur verið eitt af markmiðunum með heimasíðunni, að halda saman upplýsingum af þeim toga. Þessi póstur er því safn af „gömlum fréttum“ og myndum frá því í september eftir þátttöku í ýmsum viðburðum í Svíþjóð í september 2015.

♦ Last September in Sweden. Warning: Old news! I am just catching up on some old reports in my attempt to collect information about my work on this site. In brief: September 22. – 25. 2015, I visited Stockholm and Göteborg in Sweden.

RumförBarn2015©RakelHelmsdal

Áslaug , Kalle Güettler, Helena Gomér – Rum för barn, Stockholm. photo © Rakel Helmsdal

Skrímslaþing: Þann 22. september 2015 hittumst við skrímslahöfundarnir: Kalle, Rakel og Áslaug í bókaspjalli í Stokkhólmi sem bar heitið: Nordiska monsterböcker för barn och vuxna. Dagskráin var í boði Föreningen Natur och Samhälle i Norden, Föreningen Nordens Stockholmsavdelning, Samfundet Sverige-Island og Samfundet Sverige-Färöarna og fór fram í húsi sænska rithöfundasambandsins, Författarnas hus, á Drottninggatan. Fyrir heimsókninni stóð Nanna Hermansson formaður í Samfundet Sverige-Island og við nutum sannarlega gestrisni hennar í Stokkhólmi. Hér má lesa grein eftir Nönnu á vef samtakanna: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“ um heimsókn okkar í Författarnas hus.

Monsters in Stockholm: On Sept. 22., along with my co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, we had a book talk at Författarnas hus, the house of The Writers’ Union of Sweden in Drottninggatan. We were invited by the The Society Sweden-Iceland and The Society Sweden-Faroe Islands, arranged by our wonderful host Nanna Hermansson chief of the Society. Her article (in Swedish) about our visit is available here: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“.

Rum för barn: Í Stokkhólmi 23. september áttum við fund í Rum för barn, barnabókasafn og menningarmiðstöð barna í Kulturhuset við Sergels torg, en stefnt er að því upplifunarsýningin „Skrímslin bjóða heim“ fari í ferðalag og verði m.a. sett þar upp. Helena Gomér bústýra í Rum för barn tók á móti okkur.

Rum för barn: We visited the fabulous Children’s Library and Culture House, Rum för barn, in Stockholm and met with the chief librarian Helena Gomér. Hopefully will the exhibition „Visit to the Monsters“  find its way to this ideal home of books and creativity for children.

Hirðsiðir: Við vorum einnig þeirrar ánægju aðnjótandi að vera vitni að hátíðlegum hirðsiðum þegar konungur sendi hestvagn sinn með fereyki eftir nýjum sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan, svo hún mætti afhenda honum trúnaðarbréf sitt. Að því loknu var okkur boðið í sendiherrabústaðinn og þar gátum óskað góðum fulltrúa Íslands til hamingju með nýja embættið.

Royal etiquetts: In Stockholm we witnessed parts of the ceremonial occasion when a new Icelandic Ambassador presented her credentials to the King of Sweden. A parade coupé drawn by four horses brought our new ambassador to the Palace. After the ceremony we were invited to Ambassador Estrid Brekkan residency to celebrate.

Bokmassan©IceLitCenterTwitter

Rakel, Áslaug, Kalle, Sigurður Ólafsson moderator – photo ©IceLitCenter

Bókamessa: Á bókamessunni í Gautaborg 2015, 24. september, bar fundum okkar skrímslahöfundanna svo aftur saman á Ung Scen. Sigurður Ólafsson umsjónamaður skrifstofu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs stýrði spjallinu.

Og undir þessum metnaðarfulla titli: „Stor litteratur för de små“  sögðum við Þórarinn Leifsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir frá bókunum okkar og ræddum örlítið um fullyrðingar og spurningar á borð við þessar: „Barnlitteraturen blomstrar på Island! Vilken betydelse har böcker för barn och unga i ett litet språkområde som det isländska?“ Umræðum stýrði Katti Hoflin, höfundur og aðalborgarbókavörður í Stockholms stadsbibliotek. Tenglar: Frétt á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta um þátt íslenskra höfunda í Gautaborg. Á vef bókamessunnar í Gautaborg: Stor litteratur för de små.

Smil, du er på! Bergrún, Áslaug, Katti Hofliin, Stadsbibliotekarie

Smil, du er på! Bergrún, Áslaug, Katti Hoflin, moderator – photo © Rakel Helmsdal

Book Fair: September 24.th at Göteborg Book Fair was a busy day. I had a book talk with my co-authors Kalle and Rakel at Ung Scen – and a longer session along with Icelandic authors Bergrún Íris Sævarsdóttir and Þórarinn Leifsson.
Links – in English: IceLit: a Great Success at Göteborg Book Fair 2015. Book talk at Göteborg Book Fair: Stor litteratur för de små.

Biskops Arnö: Á vef Biskops Arnö er fjallað um skrímslabækurnar og tengingu þeirra við norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö. Á bókamessunni í Gautaborg var kynnt ritverk Ingvars Lemhagen: Eftertankens Följetong, sem segir sögu námskeiðanna og þar er fyrsta skrímslabókin og samstarf okkar Kalle og Rakel kynnt rækilega.

Biskops Arnö: The seminars at Biskops Arnö are well known in amongst authors in the Nordic countries. And this is the place where the monster series had their start. A piece about this fact is here on Biskops Arnö’s website, also linking to news about Ingvars Lemhagen’s book release at Göteborg Book Fair in September 2015 where is book, Eftertankens Följetong, was introduced. A chapter in the book is dedicated to the collaboration between me, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal resulting in a series of eight books and perhaps more to come …

 

Grein í arabísku vefriti | Article in Sharjah 24

At the French stand in Abu Dhabi. Photo © Lama Ammar.

At the French stand in Abu Dhabi. Photo © Lama Ammar.

♦ ViðtalsgreinÞann 11. maí birtist í hinum opinbera fréttamiðli í Sharjah furstadæminu, Sharjah 24, neðanrituð grein eftir Lama Ammar. Þar er fjallað um ýmsa listamenn sem sóttu alþjóðlegu bókakaupstefnuna í Abu Dhabi 7.-13. maí 2015. Viðtalsgreinina er að finna á vefsíðu Sharjah 24. Vonandi kunna einhverjir að ráða í arabískuna, en greinin er hér birt með góðfúslegu leyfi höfundar. Það var Lama Ammar sem benti útgefenda hjá forlaginu HUDHUD á bækurnar um skrímslin, sem varð til þess að samningur var gerður um útgáfu á 5 bókum. Hún á því margfaldar þakkir skildar.

Um höfundinn: Lama Ammar starfar sem þýðandi og fréttamaður við Sharjah 24. Hún á rætur að rekja til hins stríðshrjáða Sýrlands, en hún býr nú í Abu Dhabi ásamt eiginmanni og ungri dóttur. 

♦ Interview – articleAt the International Book Fair in Abu Dhabi 2015 I was interviewed by a reporter at Sharjah 24 news website as one of the participating artists at the fair. Below is the article or interview in Arabic. To view it on the site follow this link: article in Sharjah 24, published on 11. May, 2015. The author, Lama Ammar, kindly granted permission to publish the article here on my blog. My meeting with Lama Ammar at the fair was not only a delightful one: it led to a five-book contract with HUDHUD publishing – thanks to Ammar’s expertise, generous advice and obvious talent to connect people.

About the author: Lama Ammar is a translator and reporter at Sharjah 24 website. Her roots are in the war-torn Syria, but she now lives in Abu Dhabi with her husband and young daughter. 


موعد مع الفن في أبوظبي للكتاب… يونسدوتير تحكي عن تجربتها!

يخصص معرض أبوظبي الدولي للكتاب ركناً إبداعياً للرسامين، شارك فيه 25 من دول مختلفة، وقد سلطت “الشارقة 24” الضوء على هذا الركن، والتقت الفنانة الآيسلندية أُسلاخ يونسدوتير، التي تحدّثت عن شغفها بالرسم، وتجربتها بشكل عام.

 الشارقة 24 – لمى عمار:

يوفر “معرض أبوظبي الدولي للكتاب” لزواره موعداً مع الفن، والإبداع بكل وجوهه، حيث يمثل “ركن الرسامين” المصاحب لفعاليات المعرض فرصة لعشاق الفن على امتداد أيام المعرض السبعة، لانتقاء ما يناسبهم، من بين مجموعات شديدة الغنى والتنوع من النشاطات، والفعاليات، وعوامل الجذب التي تتوجه إلى مختلف فئات الزوار.

ويشارك في هذا الركن كوكبة من أشهر الرسامين، والخطاطين، وفناني الرسوم المتحركة، ومصممي الغرافيك، والرسوم الهزلية، التي تحرص على أسر مخيلة زوار المعرض بما تقدمه من أعمال، ونشاطات مختلفة.

ركن الرسامين

يعتبر “ركن الرسامين” في دورة المعرض هذا العام، منصة قيمة لعرض الأعمال الأصلية، لباقة من المبدعين على مستوى العالم، حيث يسلط الضوء على 25 فناناً وفنانة، ستة منهم مقيمون في دولة الإمارات، والـ 19 الباقون من إندونيسيا، وألمانيا، وهولندا، ولبنان، ومصر، وغيرها، مما يتيح لهم عرض أعمالهم، وإطلاقها.

وفي هذا الركن، يفتح المجال أمام الفنانين لتقديم عروض توضيحية، لكل من دور النشر المشاركة في المعرض، والزوار، كما يتيح لهم إقامة جلسات حوارية حول أعمالهم المشاركة، وكذلك فرصة مناقشة إبرام الشراكات والتعاون، بالإضافة إلى مشاركتهم اليومية، بمجموعة من ورش العمل التفاعلية طيلة أيام المعرض، ولقاء فنانين محليين، وعالميين.

ويتمكن الزوار أيضاّ من التعرّف على أحدث توجهات عالم الرسومات المتحركة-“الأنيميشن”، بالتوازي مع أساليب الرسم التقليدية، من خلال سلسلة العروض التوضيحية، وورش العمل التي يديرها فنانون عالميون.

ويستعرض أعضاء “نادي الفنون” من “المعهد البترولي” في أبوظبي مواهبهم ومهاراتهم في فنون الرسم، والحرف اليدوية المتنوعة، من خلال انضمامهم إلى الفنانين الـ 25 المشاركين في “ركن الرسامين”.

ورش عمل

كما يتضمن “ركن الرسامين” ورش عمل، تستعرض مجموعة قيمة من القضايا والمدارس الفنية، مصممة بطريقة تشجّع الأطفال على المشاركة في الأنشطة الفنية العملية، وتعزز لديهم فرص التعبير عن قدراتهم، وإبداعاتهم الفنية.

ويتم عرض مجموعة من رسومات الأطفال، التي أبدعتها أيادي نخبة من الفنانات الإماراتيات، وهن: مريم الحمادي، أروى العمودي، سمية العمودي، أحلام الجابري، وأسمى الرميثي، والفنانين المقيمين في دولة الإمارات وهم: روث بوروز، وضياء علّام، وأحمد التتان، وليز راموس-بادرو.

أُسلاخ يونسدوتير: في قصص الأطفال تدمج الكلمة بالصورة

وفي إطار هذه الفعاليات المختلفة لـ “ركن الرسامين” كان لـ “الشارقة 24” لقاء مع الرسامة الآيسلندية أُسلاخ يونسدوتير، وهي رسامة توضيحية، ومؤلفة لكتب الأطفال، حائزة على العديد من الجوائز تقديراً لأعمالها، تحدثت عن تجربتها قائلة: “منذ صغري تملّكني الشغف بالرسم، ونسج القصص، وعندما كبرت وجدت نفسي أتوجه إلى قصص الأطفال، لسببين: الأول أنه المجال الذي يتيح لي اللعب بالكلمات، والصور معاً، ففي قصص الأطفال تدمج الكلمة بالصورة، لتخلق شيئاً ما مميزاً وساحراً، علاوة على أنه السبيل لاستخدام مهاراتي، وتوظيف دراستي بشكل صحيح، أما السبب الثاني، هو أننا جميعنا نتشاطر ذات الأحاسيس، والمشاعر بداخلنا، التي أظنها واحدة عند جميع الأطفال في العالم، لذا أتعمد أن أرى العالم من عيون الأطفال ووفقاً لمخيلتهم”.

ربما الآخر صديق لنا… وإن كان وحشاً!

وتحدّثت يونسدوتير عن استخدامها صور الوحوش في لوحاتها معلّقة: “قد يستغرب البعض تواجد الوحوش في كتبي كأبطال أساسيين للقصص، إلا أنني أجد أن بداخل كل واحد منا مخاوف… عليه أن يواجهها، فما من طفل في العالم لم يتعرف إلى مشاعر الخوف، فهذه المشاعر تولد معنا، ونبدأ في سن مبكرة باختبارها، فالرضع يبكون خوفاً، في حال شعروا أنهم تائهون، أو بعيدون عن أهلهم، لذا اخترت الوحوش”.

وأشارت: “على الدوام قبل أن أقرأ قصصي أسأل الأطفال، هل سبق والتقيتم بوحش؟ يجيبون: لا، وأحياناً يخبرني الأطفال أنهم لم يروا الوحوش بأم أعينهم، ولكن صديقهم أو قريبهم فعل، ويجمعون على أن الوحوش مخيفة وشريرة. جميع الأطفال إن لم نقل يخافون الوحوش، فعلى الأقل لا يفضلونهم، ولكن ما أن تبدأ القصة، حتى يكتشف الصغار أن الوحوش تشعر بالخوف، والحزن، والوحدة، والغضب، فيبدؤون التعاطف معها، وفي النهاية ما من طفل يتمنى أن يصبح وحشاً، ولكنهم يتفهمون أن ما كانوا يخافون منه لا يستحق الخوف… في الحقيقة أنا أفضل رسم الوحوش، لأنها لا تثير في الطفل حسّ المقارنة، فهي ليست كأحد، ولا تشبه أحداً، حتى أنها ليست مذكرة، ولا مؤنثة، ليستنتج الأطفال أنه مهما كان الآخر مختلفاً عنا، فإننا نتقاسم المشاعر نفسها، ويمكننا أن نكون أصدقاء”.

الصورة توأم النصّ

وأوضحت أنها وضعت رسومها على قصص الأطفال، بعضها من كتابتها، والبعض الآخر لكتّاب آخرين، إلا أنها تشعر أنه من الأسهل أن ترسم قصصها، لأنها تولد أصلاً متكاملة بين النص والصورة، معلقة: “فأنا أفكر بهما معاً، ولا أراهما منفصلين، ولكن عندما أرسم لغيري من الكتّاب، أجد النصوص تقيّد قلمي، وأضطر إلى الالتزام بما تفرضه القصة، ولكن لا بد أن يتسلل شيء من مخيلتي إلى الرسم، وإن كان عن قصد منّي”.

مضيفة: “على خشبة المسرح القومي الآيسلندي، قمنا بالاشتراك مع كاتبين آخرين، بتمثيل ثلاث مسرحيات، في ثلاث لغات مختلفة، كما تكفلت بتنفيذ الديكور على الخشبة بنفسي، مع مساعدة إدارة المسرح، ناقلة صور قصصي إلى جدران المسرح، ونافخة الروح فيها لتحيا على الخشبة”.

عوالم جديدة

كما عبرت عن سعادتها في القدوم إلى الإمارات، والمشاركة في معرض أبو ظبي للكتاب قائلة: “لقد شعرنا جميعاً بالامتنان، والتشريف، لاستضافتنا في معرض أبو ظبي الدولي للكتاب، وخصوصاً أن بلدي ضيف شرف المعرض، الذي نشيد بقيمته الثقافية المهمة، وبتنظيمه رفيع المستوى. أما على الصعيد الشخصي أتاح لي المعرض نافذة شيقة وغريبة، مفتوحة على عوالم أجهلها، فمن خلاله تسنى لي أن أطلع على أعمال وفنون، ربما من شأنها أن توقظ شيئاً جديداً في داخلي”.

وعن الجديد الذي يمكن أن تكتبه قالت: “أفكر الآن في كتابة قصص عن الشعور بالذنب، هذا الشعور المؤلم الذي يجب ألا يجربه الأطفال، ومع ذلك يعيشونه في بعض الأوقات العصيبة، أتمنى أن أتمكن من رسم هذه المشاعر”.

في الختام أخبرتنا الرسامة الآيسلندية عن أمنيتها قائلة: “لو أن الساسة في هذا العالم يجلسون، ويقرؤون كتب الأطفال، لتمكّنا من الوصول إلى عالم أفضل، يميل إلى التسامح والخير، لأنه في داخل كل منا طفل مهما كبرنا”.


Article: Text © Lama Ammar – Sharjah 24

 

Viðtal í bókamessublaði | In the Show Daily

ADIBF-PrintedMatter♦ ViðtalsgreinÞetta viðtal birtist í bókamessublaðinu Show Daily á alþjóðlegu bókamessunni í Abu Dhabi fyrr í mánuðinum. Viðtalið tók Marcia Lynx Qualey og gaf leyfi fyrir birtingu þess hér á vefsíðunni. Kærar þakkir!

Um höfundinn: Marcia Lynx Qualey er öflugur blaðamaður og menningarrýnir og starfar fyrir m.a. Guardian, World Literature Today, Egypt Independent, Believer og fleiri rit. Hún heldur úti vinsælu vefriti: Arabic Literature in English. Marcia Lynx Qualey býr í Kaíró í Egyptalandi ásamt eiginmanni og þremur börnum.

♦ Interview – articleThis interview appeared in Abu Dhabi International Book Fair’s magazine: Show Daily in the first days of the fair. I was granted a permission by the author, Marcia Lynx Qualey, to publish the article here on my blog. Many thanks to Marcia for the permission and her professionalism.

About the author: Marcia Lynx Qualey is a freelance writer, book critic, editor and a cultural journalist for World Literature Today, the Guardian, the Believer, Al Masry Al Youm English edition, to mention a few. She also runs a popular blog: Arabic Literature in English. Marcia Lynx Qualey lives in Cairo, Egypt, with her husband and three children.


Abu Dhabi International Book Fair – Show Daily – 7.-13. May 2015

Taking the Story’s Temperature and Tasting its Words:
A talk with children’s book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir

By Marcia Lynx Qualey

Jónsdóttir fell into the world of children’s books soon after graduating from visual arts college in 1989. Her first book was published a year later, and since that time she has written and illustrated a number of award-winning children’s books, written three children’s plays, drawn for newspapers and magazines, and has worked on stage design, all of which has earned her plaudits from around the world. She wrote her first book because she was asked to, she said in a pre-fair interview. She was looking for work after graduation and had a slim picture book in her portfolio about a yellow bird that finds a golden feather. The book had no words in it, and a publisher asked if she could write the story down.

“So I did,” Jónsdóttir said. “To publish a book without any words in it was probably unthinkable in Iceland at that time. And perhaps still is. Writing is highly valued in Iceland, and the visual arts still have a way to go to reach the same status. So a book without words was not a proper book.”

The success of her first, image-driven book encouraged her to do more projects for children. Over the last twenty-five years, she has come to believe strongly in the importance of graphic design to the whole book experience. Design, she said, “is very much underrated in children’s books. So the writer in me has great respect for the designer and visual artist in me, and vice versa.”

These two elements working together is critical, she said, and writing is definitely not primary. Jónsdóttir said she writes because she draws, not the other way around. “I don’t agree that the illustrations are there to support an idea that is created in words. The words might just as well be there to support the pictures.”

When she is both the illustrator and author, Jónsdóttir said that she can develop both aspects of the story simultaneously. But when she illustrates the texts of other authors, a different approach is required. “When I receive a manuscript, I have to find that certain atmosphere to suit the pictures for the story. One has to take the story’s temperature, taste the words, and somehow make it your own although you didn’t write it.”

“Every book deserves its own special visual world,” she said. “I never just pick a style because it’s easy for me to use.” Jónsdóttir has worked on a number of high-profile projects. She illustrated and designed Andri Snær Magnason’s well-loved The Story of the Blue Planet, which has been widely translated, including an English edition from Pushkin Press. The Story of the Blue Planet, she said, was “quite a task.” It took a while before they decided on a final form. “It started as a 60- to 70-page small-sized book with black and white illustrations, but ended with almost 100 pages and full-color images in a larger format.”

Designing the book wasn’t just about drawing pictures, Jónsdóttir said. However uninteresting the layout may be, “the text is always a picture on the page. Letters and words are visual pictures too. A book is a visual thing!” Jónsdóttir, who has also written three plays for children, said she feels that picture books are “very much in kinship with theater.” In both of them, she said you are “setting the stage, choosing the right backdrop, drawing the curtains.” Once a reader opens a book, he or she is “entering and accepting the world that’s behind the curtains.”

Her advice to emerging writers and illustrators was adamant: “Never, ever think that it’s just a children’s book. Don’t underestimate the readers because of their young age. Put everything you have in your work, and then a little extra more.”

Illustrating and writing for children is particularly enjoyable for her, Jónsdóttir said, because “it allows me to dwell in that wonderful and sometimes not-so-wonderful world of childhood and to study topics and feelings the way a child would. It keeps me sane in a mad world.” She said that, no matter how many children’s books there are, the world will always need more.

“It is a genre that has kept alive all the honest ways of telling a good story: tales that are humorous, clever, poetical, magical, adventurous, silly, incredible, sad, and more. Stories that can be read by everyone in the world. Isn’t that something?”

This is Jónsdóttir’s first time in Abu Dhabi, and she’s looking forward to it. “I hope I meet some eager publishers who would like to translate and publish my books. I hope I see some inspiring books I can take home with me. Unfortunately I don’t read Arabic, but I can always admire the illustrations and the beautiful lettering!”


On Saturday, May 9 at 2 p.m., you can meet renowned Icelandic children’s book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir at the Literature Oasis.
Article: Text © Marcia Lynx Qualey – Abu Dhabi International Book Fair – Show Daily

 

Viðtal í vefriti | Interview in a Spanish webzine

Unperiodista♦ Myndlýsingar: Spænska vefritið Un Periodista en el Bolsillo er tileinkað myndlýsingum og þar birtist á dögunum viðtalsgrein um myndirnar í bókunum um litla og stóra skrímslið. Greinina má finna með því að smella á tengilinn hér – eða á myndina til hliðar. Í vefritinu er fjöldi greina um myndlýsingar, bókateiknara og verk þeirra – á spænsku.

Tvær fyrstu bækurnar um skrímslin: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki komu út í vor á fjórum tungumálum spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Útgefandinn er Sushi Books. Það má lesa nokkrar síður úr þessum útgáfum með því að smella á bókakápurnar hér fyrir neðan.

♦ Illustration: A Spanish online magazine dedicated to illustration:Un Periodista en el Bolsillo, did an interview about the Monster series and my illustration work. You can find the article by clicking this link – or the picture on the right. The webzine is a fine source of interviews and articles on illustrators of all sorts – all in Spanish.

Earlier this year Sushi Books in Spain launched the first two books in the Monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.

Click on the book covers below to read a few pages from the books!

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

 

Kalle í Norrtelje Tidning | In Swedish media

♦ Tilnefning. Skrímslahöfundar fá umfjöllun í Norrtelje Tidning í dag, en þar er viðtal við Kalle Güettler vegna tilnefningarinnar til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Skrímslaerjur. Útgefandi okkar í Svíþjóð, Kabusa Böcker, sendi líka frá sér fréttatilkynningu um tilnefninguna nú á dögunum, en Kalle mun árita bækur og vera til viðtals á bókamessunni í Gautaborg, sem haldin verður í lok mánaðarins. 

Tenglar: Fyrri frétt um tilnefninguna. | Þrír höfundar. | Kalle og Rakel | Meira um skrímslabækurnar. |  Bókakaupstefnan í GautaborgFréttatilkynning Kabusa Böcker.

♦ Nomination. My co-author of the monster series, Swedish author Kalle Güettler, was interviewed in Norrtelje Tidning today, on account of our nomination to the new Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize for Skrímslaerjur (Monster Squabbles). Our publisher in Sweden, Kabusa Böcker, has also recently published a press release about the nomination as Kalle will be available for interviews and book signing at Göteborg Book Fair on Sept. 27th.

Links: Previous post about the nomination. | Three authors. | My co-authors. | More about the monster series. |  Göteborg Book Fair. | Kabusa Böcker: Press release.

NT-Kalle-3sept2013web

Skrímslin kvöddu Kabloggen | Farewell to Kabloggen

StenMonsterWeb©AslaugJ

♦ Steinhissa skrímsli!  Oh no! Little Monster and Big Monster have turned into stone!!!

♦ Skrímslablogg. Pistlarnir um skrímslin á Kabloggen verða ekki fleiri að sinni, síðustu póstar birtust 31. júlí þegar skrímslabókahöfundarnir þökkuðu pent fyrir sig á sænsku og dönsku. Þeir sem lesa þau tungumál gætu haft gaman af því að glugga í skrifin, en nýjustu færslurnar má lesa hér: Kablogg-póstar skrímslahöfundanna í júlí 2013.

♦ Monster blog. Through July, we the three authors of the Monster series, Áslaug, Kalle and Rakel, had our month of fame at Kabloggen, an authors blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker. We did twenty-something blog-posts with a lot of photos and drawings! Text in Danish and Swedish only, sorry! But check out the images! Kabloggen: Monster time in July 2013!

Bankað á dyr | Knock-knock!

BankDyrWebAslaugJ♦ Skrímslablogg. Í júlí skrifum við skrímslahöfundarnir til skiptis pistla á Kabloggen – höfundabloggi Kabusa-forlagsins. Færslurnar eru auðvitað allar á einn eða annan hátt tengdar skrímslabókunum.

Rakel Helmsdal skrifaði röð af færslum um það hvernig við sækjum hugmyndir til atburða í bernsku en líka til nýlegra atvika. Pistlarnir eru á dönsku og má lesa hér og hér og hér!

Kalle Güettler skrifaði um vinnuna sem tók við eftir stutt hugarflug á námskeiði, en þrjú ár liðu frá því að við hittumst fyrst og þar til fyrsta bókin kom út. Pistillinn er á sænsku og má lesa hér.

Í gær skrifaði ég út frá þessum pistlum þeirra Kalle og Rakel: eða um samruna hugmynda, vinnuferli og auk þess um aðalumfjöllunarefni skrímslabókanna: tilfinningar! Pistilinn: Når idéen banker på (och lite om känslor) má lesa hér. Þar birti ég m.a. mynd af smábók sem ég gerði í hádegishléi á margumræddu námskeiði á Biskops-Arnö árið 2001, en á námskeiðinu áttum við að skrifa út frá setningunni: „Það er bankað á dyrnar“. Smábókin er örsaga án orða, en þessi litla æfing nýttist sennilega bæði í fyrstu skrímslabókina: Nei! sagði litla skrímslið og í bókina Gott kvöld sem kom út nokkrum árum síðar. Meira um Gott kvöld hér. Bókaruppkastið, sem er ein A4-örk brotin og skorin, má sjá hér til hliðar.

♦ Monster blog. The three monster-authors: Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and I are still writing at Kabloggen, an author’s blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker.

Rakel Helmsdal wrote a series of posts about how we get ideas from our childhood but also from meeting grown-up monsters as adults!
Read her posts (in Danish) here and here and here!

Kalle Güettler wrote about the work that came as a result of our first meeting at the workshop for Nordic authors and illustrators on the island Biskop-Arnö. It took us three years to finish the first book: No! said Little Monster.
Read his blog (in Swedish) here.

Yesterday I wrote a blog post, a bit as a response to their posts: on the importance of sharing ideas, how ideas merge together; and about the major subject in our books: mainly feelings! Monstrous feelings of all sorts! I also wrote about a little sketch I made in a lunch break at the workshop in 2001, where we three met. One of the assignments was to write something inspired from the sentence: “There was knocking on the door”. I did a mini-book without words, a draft, a sketch of my idea. (See the picture on the right). I think that some elements and features from the sketch appear in our first book: No! said Little Monster, but also in a another book of mine: Gott kvöld. For more about the picture book Gott kvöld, click here.
My full post (in Danish): Når idéen banker på (och lite om känslor).

Skrímslin í sviðsljósinu | Monsters in the limelight

MonsterTeaterIslandAslaug

Fyrstu drög að leikmynd | First model of the stage design

♦ Skrímslablogg. Við í skrímsla-teyminu bloggum hvað mest við megum á Kabloggen – höfundabloggi Kabusa-forlagsins. Í dag skrifa ég um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu, um sviðsmyndir og sviðskrekk, lokkandi leikhús og sveitt skrímsli. Værsgo’, her på dansk: Monster i teateret ~ Monstruös barnteater.

♦ Monster blog. We three authors of the Monster series are blogging in July at Kabloggen, an authors blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker. Today I write about my play, The Little Monster and the Big Monster in the Theater, based on the first three books about the two monsters. I write about designing the scenes, about my stage fright, soft set og sweaty monsters. Here in Danish: Monster i teateret ~ Monstruös barnteater.

MonsterThjofarAslaugJ

Stilla úr hreyfimynd | A still from an animation used in the play

♦ Meira skrímslablogg: Og á sunnudaginn skrifaði Kalle Güettler um margbrotin handritaskrif á fjórum tungumálum og umræðum á skandinavísku. Hér á sænsku: En trehövdad författare med fötterna i Norden.

♦ More monster blog: And last Sunday Kalle Güettler wrote about our complicated manuscripts in four different languages, and how it enriches our writing. Here in Swedish: En trehövdad författare med fötterna i Norden.

Kalle-fjällfika-låguppl.1-150x150

Kalle í kaffipásu
Kalle Güettler

Líffræði skrímsla | Monster marionettes

SkrimsliniRakel

Litla skrímslið slakar á milli æfinga í brúðuleikhúsinu í Tórshavn.
Little Monster relaxing in between rehearsals at Karavella Marionett-Teatur.
Puppets by Rakel. Silhouettes/illustrations by Áslaug. Photo © Karavella Marionett-Teatur

♦ Skrímslablogg. Rakel skrifar á Kabloggen um strengjabrúðurnar sem hún gerði fyrir brúðuleiksýninguna Skrímslini, en hún rekur einnar-konu strengjabrúðuleikhús: Karavella Marionett-Teatur. Sjá fleiri myndir og texta hér: Et monsters anatomi.

♦ Monster blog. My monster-co-author in the Faroe Islands, Rakel Helmsdal, runs a wonderful little puppet theater: Karavella Marionett-Teatur. On our Swedish publishers website, Kabloggen, she writes about the making of the monster puppets for the show Skrímslini. She writes in Danish but there are also a number of nice photos of her work for everyone to enjoy, like the one here above: where Little Monster is on stage and in the background silhouettes made from illustrations in the books. See more here: Et monsters anatomi

Skýjafar hjá skrímslum | Monsters, clouds and colors

Monsterbraak-blog

♦ Skrímslablogg: Vildi bara láta vita af sænsk-dönskum bloggpósti á Kabloggen! Skyernes farver ~ Molnens färger. Um skin og skúri hjá litla og stóra skrímslinu í Skrímslaerjum, skýjafar og liti himins hér og hvar í heiminum!

♦ Monster blog: This is an illustration from Skrímslaerjur (Monster Row / Monster Squabbles) – not the original text though. If you read Danish (or something of the kind) check out Kabloggen: Skyernes farver ~ Molnens färgerThoughts on the symbolic use of clouds and rain in Skrímslaerjur, etc. Illustrations and photos …

Bloggað á svönsku| Swedish Monster blog in July

KabloggenRAK

♦ Skrímslin blogga! Sænsku útgefendur okkar skrímslanna, Kabusa böcker, halda úti vefdagbók, KABLOGGEN, þar sem höfundar blogga um bækurnar sínar og fleira. Þaðan ætlum við Kalle og Rakel að senda fréttaskeyti af skrímslum og almennum sumarönnum í júlí. Við Rakel ræddum nokkuð möguleika okkar á að setja met í sænskum ambögum en ekki er útséð með þá tign. Í gegnum tólf ára samstarf höfum við þrjú þróað skandinavískt samskiptamál sem við notum mikið okkar á milli, þ.e. svönsku. Þó ritmálið sé ekki fullþróað er ekki ólíklegt að við notum það á blogginu … En Kalle Güttler hóf skrifin í dag á púra sænsku og færslu hans um upphafið að skrímslaævintýrinu má lesa hér: Nordiska monster i full fart!

Monsterbraak-Kabusa ♦ Blogging monsters! Our Swedish publisher, Kabusa böcker asked us three authors of the books about the little monster and the big monster to blog at their author’s website, KABLOGGEN in July. So for fresh news and monster chat in Swedish and Danish (or perhaps Swanish, our native monster language) check out KABLOGGEN this month. Kalle Güttler is already out this morning with a post about how it all started: Nordiska monster i full fart! (in Swedish).

Viðtal í Pirion | Interview in Norwegian magazine Pirion

AslaugJonsdottirWeb2013♦ Umfjöllun. „Skapar på tvers av grenser“  er fyrirsögnin á viðtali sem Toyni Tobekk tók við mig fyrir tímaritið Pirion. Það birtist m.a. í vefútgáfu blaðsins og má lesa hér: Pirion.no: Bokprat. Pirion er tímarit um norska tungu, bókmenntir og menningu fyrir börn.

„Når tre forfattarar frå tre ulike land skapar barnelitteratur saman, kan magiske ting skje. Vi har snakka med Áslaug Jónsdóttir, den eine frå trekløveret som lagar dei populære monster-bøkene.“

♦ Interview. I was interviewed by Toyni Tobekk for the magazine Pirion in Norway. If you read Neo Norwegian the article is available here online: Pirion.no: Skapar på tvers av grenser.