Karl með spaug og kona með hníf | Or just: Cut the crap!

Ég þjáist af eftirkosningaþunglyndi. Fráfarandi ríkisstjórn féll vegna hneykslismála í tengslum við kynferðisafbrot gegn ungum stúlkum, en hlutaðeigandi þingmenn og ráðherrar voru kosnir aftur á þing. (Svo ekki sé minnst á aðra holdi klædda siðferðisbresti á þingi). Konum á Alþingi fækkaði í kosningunum 2017. Þær eru nær helmingi færri en karlarnir. Það veitir því sannarlega ekki af því að hressa upp á baráttuna gegn rammskökku valdahlutfalli kynjanna á Íslandi.

Mig langar til að brýna kynsystur mínar til dáða. Til stöðugra andmæla, til þess að láta jafnvel ekki minniháttar yfirgang líðast. Stöndum keikar! Styðjum og hvetjum unga fólkið! Ekki bara með harmsögum heldur líka með sögum af konum sem þora. Ég dáist að stúlkunum og fjölskyldum þeirra sem stigu fram, höfðu hátt og breyttu atburðarás sögunnar. Þær þorðu. Það hlýtur þó að vera erfitt að horfa upp á hve lítil áhrif kuskið á hvítflibbunum hefur. En ég-líka-bylgjan (#metoo) sem fór um heiminn á sama tíma sýndi að mælirinn er löngu fullur.

Auðvitað berast þá að raddir sem verða hreint endilega að malda í móinn. Eins og að dólgsháttur sé dýrmætasta birtingamynd tjáningafrelsisins og að frelsi einstaklingsins muni aldrei þrífast nema það megi líka vera mannskemmandi. Það virðist ekki mega hafa hátt og segja nei, það nægir ekki að fordæma óhæfuna, það er ekki nóg að segja: nú get ég ekki meira. Konur eru settar í sakborningastúkuna og eiga að svara fyrir guði og djöfla: hvað tilheyrir hvorum, er ekki djöfullinn líka í konunni? Einmitt. Endilega. Beinum athyglinni annað, við erum öll sek. Að því sögðu, megum við þá aftur víkja að þessu með valdið og áreitið, niðurlæginguna og ómenninguna? Við erum nefnilega þúsundir, milljónir, milljarðar kvenna, sem því miður höfum allt of líkar sögur að segja.


Karl með spaug og kona með hníf

Fyrsta sumarvinnan mín eftir að ég byrjaði í menntaskóla var við afgreiðslustörf í stórri matvöruverslun. Þetta var sumarið 1980. Ég hafði unnið nokkrar vikur í sauðfjársláturhúsi og auðvitað öll venjuleg störf heima í sveitinni og þótti því kjörinn starfskraftur í kjötdeildinni, laus við allan tepruskap þegar kom að holdi og blóði. Kjötborðið í versluninni var þekkt fyrir að vera afbragðsgott, þarna komu stíflakkaðar og pelsklæddar frúr (já, þær skörtuðu sínu besta þó það væri sumar) og keyptu „tartar“ (þá þurfti ég að leita ráða og þýðinga hjá mér eldri og reyndari), eða létu hakka nautalundir í kjötdeig fyrir sig og sína, gott ef ekki kjölturakkana líka. Þetta var lærdómsríkur tími.

Verslunarstjórinn stormaði reglubundið um búðina og stjórnaði ekki hvað síst með nærveru sinni. Ég skynjaði að sumum stóð stuggur af manninum. Ekki síst á mánudögum þegar í gustinum brá fyrir áfengisdaun. Það var ljóst hver réði og að við vorum undirmenn, en mest unnu þarna konur. Sem nýliði taldi ég auðvitað rétt að bera hæfilega virðingu fyrir yfirmanni í ábyrgðarstöðu og fylgdist með ábendingum og ákúrum. Ég man ekki eftir því að neinum væri hrósað. En svo var það þetta furðulega fyrirbæri sem fylgdi ferðum verslunarstjórans um búðina, gjarnan þegar viðskiptavinir voru fáir: starfskonurnar hvíuðu og skræktu þar sem hann fór um. Sumar hlógu, aðrar hljóðuðu. Ég komst fljótt að því hvað olli fjaðrafokinu. Yfirmaðurinn lét ekki duga að benda á hvernig niðursuðudósirnar mættu betur fara í rekkunum heldur notaði hann tækifærið, þar sem konurnar bogruðu við kassa og hillur, og kleip þær í rassinn! Hann smaug fram hjá afgreiðsluborðum og kleip stelpurnar. Ég átti ekki til orð. Í alvöru? Hvað…? Af hverju…? Klípa í rassinn? Gera þeim bylt við þar sem þær voru á kafi í vinnu? Leita á þær? Átti þetta að vera fyndið? Hæfilega virðingin var fokin út í veður og vind.

Ég ákvað að leita ráða hjá reyndri samstarfskonu í kjötdeildinni. Anna var hörkudugleg, úrbeinaði stórgripi og saxaði eins og stormur, pakkaði öllu á methraða, hrærði rækjusalat og ítalskt salat (þið munið: niðursoðnar gulrætur og grænar baunir og soðnar makkarónur í majónesi) eins og heil deild í mötuneyti. Anna skutlaði til kjötstykkjum en ég áræddi að trufla hana og spurði gáttuð:
– Klípur hann alla svona?
– Ekki karlana, sagði Anna. – Og ekki Þóru, bætti hún við og kinkaði kolli til elstu og reyndustu konunnar í kjötinu.
Hún var að sönnu ekki árennileg. Ég hefði ekki reynt að kássast upp á Þóru á nokkurn hátt. Ég taldi í huganum: örfáir karlar, kannski tveir, unnu í versluninni. Og Þóra slapp.
– En þig?
Anna hætti að saxa gúllaskjötið og snéri sér að mér:
– Hann gerði það einu sinni og þá sagði ég að ef hann reyndi þetta aftur myndi hann finna fyrir þessum!
Blóðugur hnífurinn stóð eins og spjót á milli okkar.

Þessi kona var mín fyrirmynd! Vinstri höndin var brynjuð stálnethanska og sú hægri sveiflaði blóðugum kjöthníf. Einmitt! Reyndu bara að káfa, karl minn! Ég var staðráðin í því að láta ekki bjóða mér klípurnar, en óafvitandi reyndi ég líka að forðast að verða á vegi yfirmannsins. Svo kom að því að ég var á kafi í kótelettupökkun fyrir annasama helgi. Ég raðaði í plastbakka, feitustu eða lélegustu kóteletturnar aftast, þær kjötmestu og fallegustu fremst, plastað yfir og lokaði á hitaplötunni. Það þarf að hafa báðar hendur á pakkningunni þegar plastið er rifið og brotin hituð á botninum – þetta vita allir sem hafa unnið við þetta merkilega starf, að pakka inn í plastfilmu með vél. Og sem ég stend þarna, kappsfull við kóteletturnar, rennir durturinn sér að mér og klípur mig í rassinn. Var ég yfir höfuð með rass, sautján ára spíra?

Hvar var kjötsaxið? Öll vopn fjarri og ég föst við pökkunarvélina. Átti ég að hóta því að rúlla honum upp í plast? Hæpið að hóta drjóla vel á annan metra og örugglega yfir 100 kílóum. Ég var samt búin að ákveða að spyrja hann að einu, sem ég gerði:
– Tilheyrir þetta vinnunni?
Það kom smá hik og svo svaraði hann með þjósti um leið og hann skundaði burt:
– Já!

Hvort sem það var þessi spurning eða það að ég æpti ekki undan klípunum (því ég geri ráð fyrir að hljóðin í konunum hafi gefið honum kikk), þá var ég ekki áreitt aftur af þessum yfirmanni mínum. En hann hélt uppteknum hætti við annað kvenfólk sem starfaði þarna þetta sumar og ég var aldrei almennilega í rónni þegar hann var nálægt. Ég fyrirleit manninn innilega og þegar hann seinna var af mörgum dásamaður sem helsti verslunarfrömuður Íslands lagði ég lykkjur á leiðir mínar til að sneiða hjá verslunum í hans eigu. Svona get ég verið fullkomlega húmorslaus.

Athugasemdir: Anna og Þóra eru ekki rétt nöfn.

[Sorry! No English translation available! Well, it’s a long story and a lot of crap …]

Skilaboð í hóstasaftsflösku | Message in a bottle

flaska-aslaugj

♦ Skilaboð: Röddin er rám og hóstaköstin héldu fyrir mér vöku í nótt. Ég ligg í flensu og finnst smávegis sjálfsvorkunn og dekur við hæfi. Held mig heima. Kannski hækka ég hitann á ofninum. Skrúfa frá krana, hita vatn og fæ mér te. Fæ mér hressingu úr ísskápnum sem er í það minnsta hálffullur af mat. Fer í heita sturtu. Kúri undir sæng og vinn þar á fartölvuna. Drep tímann með vafri á vefnum. Allt svo ómerkilega venjulegt. Og allt lúxus.

Ég velti því fyrir mér hvernig mér liði ef ég þyrfti að pakka í tösku og flýja heimili mitt. Núna. Ef ég ætti ekki afturkvæmt um ókomna tíð. Ef ég þyrfti að flýja ofbeldi og ógnir, hungur, stríð. Kvefpest væri þá kannski lítilmótlegt vandamál – eða öfugt: yrði að lífshættulegu ástandi. Hvað myndi ég afbera lengi að búa í skúr, í tjaldi – einhvers staðar án allra þæginda, án rennandi vatns, án hita og rafmagns; búa við skort á hreinlæti og fábreytt, lélegt fæði? Búa við óbærilegar aðstæður í flóttmannabúðum sem eru oftar nær því að vera fangabúðir því enginn eða fáir komast þaðan. Búa við æpandi skort á framtíð.

Ég geri ekki ráð fyrir því líf mitt sem flóttamaður yrði langt. Það má auðvitað segja að farið hafi fé betra og að heimurinn yrði hreint ekki verri án mín. Það er laukrétt. En það væri brjálæðislegt að snúa þeirri hundalógik upp á alla þá flóttamenn sem berjast fyrir lífi sínu og þurfa að flýja heimili og ættjörð.

Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki minn eini lúxus í augnablikinu að geta legið heima í rúmi þegar flensan hrjáir mig. Ég þarf heldur ekki vinna við lög og reglur sem hamla því að við sýnum örlæti gagnvart fólki á flótta. Að ákvarða um örlög annarra getur ekki verið létt verk. Flest erum við þó afkomendur einhvers konar flóttamanna.

Samfélag okkar er hvorki algott eða alvont. Það er í sífelldri mótun. Við erum einatt ósammála og ósamstíga, við látum of oft reka á reiða og klúðrum því að deila auði og lífsgæðum á sanngjarnan hátt. Við förum kæruleysislega með auðlindir okkar, náttúru og lýðræði. Aðstæður okkar eru þó hrein hátíð hjá því sem flest flóttafólk þarf að búa við. Við erum aflögufær. Við getum hjálpað því við myndum vilja að okkur væri hjálpað. Við eigum að geta tekið á móti fólki sem biður um það eitt að fá tækifæri til þess að lifa og búa við það öryggi sem felst í ómerkilega venjulegu lífi.

Skilaboðin um neyðina hafa ekki farið framhjá okkur, er það? Við vitum. Skipin koma stöðugt að landi. Svona þægilega fjærri okkur! En þó tekst sumum að brjótast alla leið til Íslands. Og nú eru að koma jól … það er sungið um frið og ljós og fjölskylduna sem hraktist um í Betlehem. Um leið og við spreðum í veisluhöld eins og enginn sé morgundagurinn rekum við börn á gaddinn. Finnst okkur það virkilega í lagi? Gerum þessar undanþágur sem til þarf og sýnum miskunn.

Njótið heil jólaföstu.

Mæli með myndbandinu hér fyrir neðan: Every Shirt Matters – unnið af Studio Flox.

♦ MessageSorry, no translation available. This is just my rant in a fog of flu – a message from a bottle of cough-mixture: few thoughts on refugees of war and disasters. I recommend the short video from Studio Flox below.

Every Shirt Matters from Studio Flox on Vimeo.

Röddin á Bessastöðum | The voice of a president

MSTogASM©AslaugJ

♦ Forsetaframboð – Röddin á Bessastöðum: Á morgun velja Íslendingar nýjan forseta og er það löngu tímabært. Undanfarnar vikur hafa ýmsir góðir frambjóðendur háð skemmtilega og áhugaverða kosningabaráttu og þar hefur fáa skugga borið á, ef undan er skilinn lokadans fráfarandi forseta. Útspil hans var hneisa sem lengi verður minnst, ekki síst furðuleg tilraun til að útnefna ólíklegan erfðakóng og þar með forsmá lýðræðið. Vítin eru til varnaðar og það er kominn tími til kveðja gamla pólitíska klækjarefi og velja forseta framtíðar: nýja rödd á Bessastaði. 

Það gladdi mig innilega þegar Andri Snær Magnason tók stökkið og bauð sig fram til forseta. Ég heyrði á sumum að þeir efuðust um þessa rödd: já, var hann ekki hálf óskýrmæltur, þessi rithöfundur? Enn aðrir sögðust ekki botna í skáldinu. Fáir hafa þó talað skýrar en Andri Snær Magnason. Hér er rödd sem talar fyrir menningu og vísindum, mannúð, sjálfbærni og náttúruvernd.

Ekki hafa allir snúið daufum eyrum við málflutningi Andra Snæs í gegnum tíðina en á hinn bóginn eru þeir til sem líta á viðleitni fólks til þess að vernda náttúruna sem hinn versta löst. Er það raunin, eru virkilega til hreinræktaðir andstæðingar náttúruverndar á Íslandi? Hvaðan kemur þessi ótti? Er það þetta óttaslegna fólk sem við viljum að ráði för og ákvarði næstu skref okkar inn í framtíðina? 

Ég kynntist Andra Snæ fyrir um átján árum, ungu ljóðskáldi sem var að skrifa sína fyrstu barnabók. Við áttum gott og gjöfult samstarf um bókverkið Söguna af bláa hnettinum. Ég þekki líka hans góðu og greindu spúsu, Margréti Sjöfn Torp, en bæði hafa þau hjónin haft fingurinn á púlsi þjóðarinnar, hjúkrunarfræðingurinn Margrét í bókstaflegri merkingu, en Andri Snær hefur greint þjóðarsálina og samtíma okkar af meiri skarpsýni en flestir.

Ég veit ekki til þess að Andri hafi neina dulræna hæfileika eða sæki leiðarljós sín til æðri máttarvalda, en hann er engu að síður einn af þessum sjaldgæfu mönnum sem sjá inn í framtíðina, um leið og hann hefur sterkar taugar til fortíðar, sögu okkar og menningar. Hann er í eðli sínu brauðryðjandi hugmynda og skapandi vísindamaður, með víðtæka reynslu af samskiptum við fólk úr öllum heimshornum og fjölbreyttum kimum samfélagsins. Og það sem mest er um vert: fáa þekki ég sem eru fúsari til þess að hlusta og meðtaka ólíkar skoðanir með opnum huga, greina og fanga nýjar hugmyndir og fersk sjónarhorn.

Margir stuðningsmenn Andra Snæs hafa valið slagorðið „að kjósa með hjartanu“. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á sumum sem telja aðra frambjóðendur vænni kost. Með þessu er þó ekki verið að saka aðra kjósendur um kaldlyndi. Undir slagorðinu hafa viðkomandi einfaldlega hafnað því vali að kjósa af kænsku eða láta útreikninga líkinda ráða atkvæði sínu. Valkostir eru vissulega allmargir og atkvæði kunna að dreifast, en það er að minnsta kosti óhæft að kjósa með „merarhjartanu“, af ótta við gamla forpokaða drauga. Þess háttar ráðstöfun yrði að kallast heldur dapurleg þátttaka í lýðræðinu. 

Á ögurstundu í Sögunni af bláa hnettinum býðst söguhetjunni að bjarga börnunum hinum megin á hnettinum en þarf þess í stað að velja á milli stálhjarta eða steinhjarta. Það fer þó ekki svo, söguhetjan nær sínu fram og heldur hjartanu. Á morgun þurfum við heldur ekki að velja stál eða stein, sem oftar eru það heilindin og kraftur hugmyndanna sem skipta sköpum.

Ég skora á Íslendinga að sýna kjark og kjósa af sannfæringu hugsjónamanninn, náttúruverndarsinnann og mannvininn Andra Snæ Magnason. 

á Jónsmessu 2016,
Áslaug Jónsdóttir

Steinhjarta-stalhjarta-©AslaugJ

♦ President election in Iceland: Above written is my statement of support for a fellow writer and a friend: Andri Snær Magnason, who is running for President of Iceland. I think Andri Snær would be a great president, a new fresh voice in that office, a voice that not only Iceland needs but the world community as well. Iceland may not be a powerful country but we sure can have a strong voice, a passionate and a spirited one. Andri Snær Magnason has such a voice.

 

 

Sitthvað hjá sænskum | Links to Sweden …

Monsterforfattare Stockholm 2015

Áslaug, Kalle, Rakel – Författarnas hus, Stockholm, 2015 – photo©Rakel

Endurlit og umfjöllun. Árið 2015 leið undrafljótt. Ég hef ekki annað því að skrá jafnóðum inn ýmsar greinar og umfjöllun sem tengjast starfinu, en það hefur verið eitt af markmiðunum með heimasíðunni, að halda saman upplýsingum af þeim toga. Þessi póstur er því safn af „gömlum fréttum“ og myndum frá því í september eftir þátttöku í ýmsum viðburðum í Svíþjóð í september 2015.

♦ Last September in Sweden. Warning: Old news! I am just catching up on some old reports in my attempt to collect information about my work on this site. In brief: September 22. – 25. 2015, I visited Stockholm and Göteborg in Sweden.

RumförBarn2015©RakelHelmsdal

Áslaug , Kalle Güettler, Helena Gomér – Rum för barn, Stockholm. photo © Rakel Helmsdal

Skrímslaþing: Þann 22. september 2015 hittumst við skrímslahöfundarnir: Kalle, Rakel og Áslaug í bókaspjalli í Stokkhólmi sem bar heitið: Nordiska monsterböcker för barn och vuxna. Dagskráin var í boði Föreningen Natur och Samhälle i Norden, Föreningen Nordens Stockholmsavdelning, Samfundet Sverige-Island og Samfundet Sverige-Färöarna og fór fram í húsi sænska rithöfundasambandsins, Författarnas hus, á Drottninggatan. Fyrir heimsókninni stóð Nanna Hermansson formaður í Samfundet Sverige-Island og við nutum sannarlega gestrisni hennar í Stokkhólmi. Hér má lesa grein eftir Nönnu á vef samtakanna: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“ um heimsókn okkar í Författarnas hus.

Monsters in Stockholm: On Sept. 22., along with my co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, we had a book talk at Författarnas hus, the house of The Writers’ Union of Sweden in Drottninggatan. We were invited by the The Society Sweden-Iceland and The Society Sweden-Faroe Islands, arranged by our wonderful host Nanna Hermansson chief of the Society. Her article (in Swedish) about our visit is available here: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“.

Rum för barn: Í Stokkhólmi 23. september áttum við fund í Rum för barn, barnabókasafn og menningarmiðstöð barna í Kulturhuset við Sergels torg, en stefnt er að því upplifunarsýningin „Skrímslin bjóða heim“ fari í ferðalag og verði m.a. sett þar upp. Helena Gomér bústýra í Rum för barn tók á móti okkur.

Rum för barn: We visited the fabulous Children’s Library and Culture House, Rum för barn, in Stockholm and met with the chief librarian Helena Gomér. Hopefully will the exhibition „Visit to the Monsters“  find its way to this ideal home of books and creativity for children.

Hirðsiðir: Við vorum einnig þeirrar ánægju aðnjótandi að vera vitni að hátíðlegum hirðsiðum þegar konungur sendi hestvagn sinn með fereyki eftir nýjum sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan, svo hún mætti afhenda honum trúnaðarbréf sitt. Að því loknu var okkur boðið í sendiherrabústaðinn og þar gátum óskað góðum fulltrúa Íslands til hamingju með nýja embættið.

Royal etiquetts: In Stockholm we witnessed parts of the ceremonial occasion when a new Icelandic Ambassador presented her credentials to the King of Sweden. A parade coupé drawn by four horses brought our new ambassador to the Palace. After the ceremony we were invited to Ambassador Estrid Brekkan residency to celebrate.

Bokmassan©IceLitCenterTwitter

Rakel, Áslaug, Kalle, Sigurður Ólafsson moderator – photo ©IceLitCenter

Bókamessa: Á bókamessunni í Gautaborg 2015, 24. september, bar fundum okkar skrímslahöfundanna svo aftur saman á Ung Scen. Sigurður Ólafsson umsjónamaður skrifstofu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs stýrði spjallinu.

Og undir þessum metnaðarfulla titli: „Stor litteratur för de små“  sögðum við Þórarinn Leifsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir frá bókunum okkar og ræddum örlítið um fullyrðingar og spurningar á borð við þessar: „Barnlitteraturen blomstrar på Island! Vilken betydelse har böcker för barn och unga i ett litet språkområde som det isländska?“ Umræðum stýrði Katti Hoflin, höfundur og aðalborgarbókavörður í Stockholms stadsbibliotek. Tenglar: Frétt á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta um þátt íslenskra höfunda í Gautaborg. Á vef bókamessunnar í Gautaborg: Stor litteratur för de små.

Smil, du er på! Bergrún, Áslaug, Katti Hofliin, Stadsbibliotekarie

Smil, du er på! Bergrún, Áslaug, Katti Hoflin, moderator – photo © Rakel Helmsdal

Book Fair: September 24.th at Göteborg Book Fair was a busy day. I had a book talk with my co-authors Kalle and Rakel at Ung Scen – and a longer session along with Icelandic authors Bergrún Íris Sævarsdóttir and Þórarinn Leifsson.
Links – in English: IceLit: a Great Success at Göteborg Book Fair 2015. Book talk at Göteborg Book Fair: Stor litteratur för de små.

Biskops Arnö: Á vef Biskops Arnö er fjallað um skrímslabækurnar og tengingu þeirra við norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö. Á bókamessunni í Gautaborg var kynnt ritverk Ingvars Lemhagen: Eftertankens Följetong, sem segir sögu námskeiðanna og þar er fyrsta skrímslabókin og samstarf okkar Kalle og Rakel kynnt rækilega.

Biskops Arnö: The seminars at Biskops Arnö are well known in amongst authors in the Nordic countries. And this is the place where the monster series had their start. A piece about this fact is here on Biskops Arnö’s website, also linking to news about Ingvars Lemhagen’s book release at Göteborg Book Fair in September 2015 where is book, Eftertankens Följetong, was introduced. A chapter in the book is dedicated to the collaboration between me, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal resulting in a series of eight books and perhaps more to come …

 

Grein í arabísku vefriti | Article in Sharjah 24

At the French stand in Abu Dhabi. Photo © Lama Ammar.

At the French stand in Abu Dhabi. Photo © Lama Ammar.

♦ ViðtalsgreinÞann 11. maí birtist í hinum opinbera fréttamiðli í Sharjah furstadæminu, Sharjah 24, neðanrituð grein eftir Lama Ammar. Þar er fjallað um ýmsa listamenn sem sóttu alþjóðlegu bókakaupstefnuna í Abu Dhabi 7.-13. maí 2015. Viðtalsgreinina er að finna á vefsíðu Sharjah 24. Vonandi kunna einhverjir að ráða í arabískuna, en greinin er hér birt með góðfúslegu leyfi höfundar. Það var Lama Ammar sem benti útgefenda hjá forlaginu HUDHUD á bækurnar um skrímslin, sem varð til þess að samningur var gerður um útgáfu á 5 bókum. Hún á því margfaldar þakkir skildar.

Um höfundinn: Lama Ammar starfar sem þýðandi og fréttamaður við Sharjah 24. Hún á rætur að rekja til hins stríðshrjáða Sýrlands, en hún býr nú í Abu Dhabi ásamt eiginmanni og ungri dóttur. 

♦ Interview – articleAt the International Book Fair in Abu Dhabi 2015 I was interviewed by a reporter at Sharjah 24 news website as one of the participating artists at the fair. Below is the article or interview in Arabic. To view it on the site follow this link: article in Sharjah 24, published on 11. May, 2015. The author, Lama Ammar, kindly granted permission to publish the article here on my blog. My meeting with Lama Ammar at the fair was not only a delightful one: it led to a five-book contract with HUDHUD publishing – thanks to Ammar’s expertise, generous advice and obvious talent to connect people.

About the author: Lama Ammar is a translator and reporter at Sharjah 24 website. Her roots are in the war-torn Syria, but she now lives in Abu Dhabi with her husband and young daughter. 


موعد مع الفن في أبوظبي للكتاب… يونسدوتير تحكي عن تجربتها!

يخصص معرض أبوظبي الدولي للكتاب ركناً إبداعياً للرسامين، شارك فيه 25 من دول مختلفة، وقد سلطت “الشارقة 24” الضوء على هذا الركن، والتقت الفنانة الآيسلندية أُسلاخ يونسدوتير، التي تحدّثت عن شغفها بالرسم، وتجربتها بشكل عام.

 الشارقة 24 – لمى عمار:

يوفر “معرض أبوظبي الدولي للكتاب” لزواره موعداً مع الفن، والإبداع بكل وجوهه، حيث يمثل “ركن الرسامين” المصاحب لفعاليات المعرض فرصة لعشاق الفن على امتداد أيام المعرض السبعة، لانتقاء ما يناسبهم، من بين مجموعات شديدة الغنى والتنوع من النشاطات، والفعاليات، وعوامل الجذب التي تتوجه إلى مختلف فئات الزوار.

ويشارك في هذا الركن كوكبة من أشهر الرسامين، والخطاطين، وفناني الرسوم المتحركة، ومصممي الغرافيك، والرسوم الهزلية، التي تحرص على أسر مخيلة زوار المعرض بما تقدمه من أعمال، ونشاطات مختلفة.

ركن الرسامين

يعتبر “ركن الرسامين” في دورة المعرض هذا العام، منصة قيمة لعرض الأعمال الأصلية، لباقة من المبدعين على مستوى العالم، حيث يسلط الضوء على 25 فناناً وفنانة، ستة منهم مقيمون في دولة الإمارات، والـ 19 الباقون من إندونيسيا، وألمانيا، وهولندا، ولبنان، ومصر، وغيرها، مما يتيح لهم عرض أعمالهم، وإطلاقها.

وفي هذا الركن، يفتح المجال أمام الفنانين لتقديم عروض توضيحية، لكل من دور النشر المشاركة في المعرض، والزوار، كما يتيح لهم إقامة جلسات حوارية حول أعمالهم المشاركة، وكذلك فرصة مناقشة إبرام الشراكات والتعاون، بالإضافة إلى مشاركتهم اليومية، بمجموعة من ورش العمل التفاعلية طيلة أيام المعرض، ولقاء فنانين محليين، وعالميين.

ويتمكن الزوار أيضاّ من التعرّف على أحدث توجهات عالم الرسومات المتحركة-“الأنيميشن”، بالتوازي مع أساليب الرسم التقليدية، من خلال سلسلة العروض التوضيحية، وورش العمل التي يديرها فنانون عالميون.

ويستعرض أعضاء “نادي الفنون” من “المعهد البترولي” في أبوظبي مواهبهم ومهاراتهم في فنون الرسم، والحرف اليدوية المتنوعة، من خلال انضمامهم إلى الفنانين الـ 25 المشاركين في “ركن الرسامين”.

ورش عمل

كما يتضمن “ركن الرسامين” ورش عمل، تستعرض مجموعة قيمة من القضايا والمدارس الفنية، مصممة بطريقة تشجّع الأطفال على المشاركة في الأنشطة الفنية العملية، وتعزز لديهم فرص التعبير عن قدراتهم، وإبداعاتهم الفنية.

ويتم عرض مجموعة من رسومات الأطفال، التي أبدعتها أيادي نخبة من الفنانات الإماراتيات، وهن: مريم الحمادي، أروى العمودي، سمية العمودي، أحلام الجابري، وأسمى الرميثي، والفنانين المقيمين في دولة الإمارات وهم: روث بوروز، وضياء علّام، وأحمد التتان، وليز راموس-بادرو.

أُسلاخ يونسدوتير: في قصص الأطفال تدمج الكلمة بالصورة

وفي إطار هذه الفعاليات المختلفة لـ “ركن الرسامين” كان لـ “الشارقة 24” لقاء مع الرسامة الآيسلندية أُسلاخ يونسدوتير، وهي رسامة توضيحية، ومؤلفة لكتب الأطفال، حائزة على العديد من الجوائز تقديراً لأعمالها، تحدثت عن تجربتها قائلة: “منذ صغري تملّكني الشغف بالرسم، ونسج القصص، وعندما كبرت وجدت نفسي أتوجه إلى قصص الأطفال، لسببين: الأول أنه المجال الذي يتيح لي اللعب بالكلمات، والصور معاً، ففي قصص الأطفال تدمج الكلمة بالصورة، لتخلق شيئاً ما مميزاً وساحراً، علاوة على أنه السبيل لاستخدام مهاراتي، وتوظيف دراستي بشكل صحيح، أما السبب الثاني، هو أننا جميعنا نتشاطر ذات الأحاسيس، والمشاعر بداخلنا، التي أظنها واحدة عند جميع الأطفال في العالم، لذا أتعمد أن أرى العالم من عيون الأطفال ووفقاً لمخيلتهم”.

ربما الآخر صديق لنا… وإن كان وحشاً!

وتحدّثت يونسدوتير عن استخدامها صور الوحوش في لوحاتها معلّقة: “قد يستغرب البعض تواجد الوحوش في كتبي كأبطال أساسيين للقصص، إلا أنني أجد أن بداخل كل واحد منا مخاوف… عليه أن يواجهها، فما من طفل في العالم لم يتعرف إلى مشاعر الخوف، فهذه المشاعر تولد معنا، ونبدأ في سن مبكرة باختبارها، فالرضع يبكون خوفاً، في حال شعروا أنهم تائهون، أو بعيدون عن أهلهم، لذا اخترت الوحوش”.

وأشارت: “على الدوام قبل أن أقرأ قصصي أسأل الأطفال، هل سبق والتقيتم بوحش؟ يجيبون: لا، وأحياناً يخبرني الأطفال أنهم لم يروا الوحوش بأم أعينهم، ولكن صديقهم أو قريبهم فعل، ويجمعون على أن الوحوش مخيفة وشريرة. جميع الأطفال إن لم نقل يخافون الوحوش، فعلى الأقل لا يفضلونهم، ولكن ما أن تبدأ القصة، حتى يكتشف الصغار أن الوحوش تشعر بالخوف، والحزن، والوحدة، والغضب، فيبدؤون التعاطف معها، وفي النهاية ما من طفل يتمنى أن يصبح وحشاً، ولكنهم يتفهمون أن ما كانوا يخافون منه لا يستحق الخوف… في الحقيقة أنا أفضل رسم الوحوش، لأنها لا تثير في الطفل حسّ المقارنة، فهي ليست كأحد، ولا تشبه أحداً، حتى أنها ليست مذكرة، ولا مؤنثة، ليستنتج الأطفال أنه مهما كان الآخر مختلفاً عنا، فإننا نتقاسم المشاعر نفسها، ويمكننا أن نكون أصدقاء”.

الصورة توأم النصّ

وأوضحت أنها وضعت رسومها على قصص الأطفال، بعضها من كتابتها، والبعض الآخر لكتّاب آخرين، إلا أنها تشعر أنه من الأسهل أن ترسم قصصها، لأنها تولد أصلاً متكاملة بين النص والصورة، معلقة: “فأنا أفكر بهما معاً، ولا أراهما منفصلين، ولكن عندما أرسم لغيري من الكتّاب، أجد النصوص تقيّد قلمي، وأضطر إلى الالتزام بما تفرضه القصة، ولكن لا بد أن يتسلل شيء من مخيلتي إلى الرسم، وإن كان عن قصد منّي”.

مضيفة: “على خشبة المسرح القومي الآيسلندي، قمنا بالاشتراك مع كاتبين آخرين، بتمثيل ثلاث مسرحيات، في ثلاث لغات مختلفة، كما تكفلت بتنفيذ الديكور على الخشبة بنفسي، مع مساعدة إدارة المسرح، ناقلة صور قصصي إلى جدران المسرح، ونافخة الروح فيها لتحيا على الخشبة”.

عوالم جديدة

كما عبرت عن سعادتها في القدوم إلى الإمارات، والمشاركة في معرض أبو ظبي للكتاب قائلة: “لقد شعرنا جميعاً بالامتنان، والتشريف، لاستضافتنا في معرض أبو ظبي الدولي للكتاب، وخصوصاً أن بلدي ضيف شرف المعرض، الذي نشيد بقيمته الثقافية المهمة، وبتنظيمه رفيع المستوى. أما على الصعيد الشخصي أتاح لي المعرض نافذة شيقة وغريبة، مفتوحة على عوالم أجهلها، فمن خلاله تسنى لي أن أطلع على أعمال وفنون، ربما من شأنها أن توقظ شيئاً جديداً في داخلي”.

وعن الجديد الذي يمكن أن تكتبه قالت: “أفكر الآن في كتابة قصص عن الشعور بالذنب، هذا الشعور المؤلم الذي يجب ألا يجربه الأطفال، ومع ذلك يعيشونه في بعض الأوقات العصيبة، أتمنى أن أتمكن من رسم هذه المشاعر”.

في الختام أخبرتنا الرسامة الآيسلندية عن أمنيتها قائلة: “لو أن الساسة في هذا العالم يجلسون، ويقرؤون كتب الأطفال، لتمكّنا من الوصول إلى عالم أفضل، يميل إلى التسامح والخير، لأنه في داخل كل منا طفل مهما كبرنا”.


Article: Text © Lama Ammar – Sharjah 24

 

Viðtal í bókamessublaði | In the Show Daily

ADIBF-PrintedMatter♦ ViðtalsgreinÞetta viðtal birtist í bókamessublaðinu Show Daily á alþjóðlegu bókamessunni í Abu Dhabi fyrr í mánuðinum. Viðtalið tók Marcia Lynx Qualey og gaf leyfi fyrir birtingu þess hér á vefsíðunni. Kærar þakkir!

Um höfundinn: Marcia Lynx Qualey er öflugur blaðamaður og menningarrýnir og starfar fyrir m.a. Guardian, World Literature Today, Egypt Independent, Believer og fleiri rit. Hún heldur úti vinsælu vefriti: Arabic Literature in English. Marcia Lynx Qualey býr í Kaíró í Egyptalandi ásamt eiginmanni og þremur börnum.

♦ Interview – articleThis interview appeared in Abu Dhabi International Book Fair’s magazine: Show Daily in the first days of the fair. I was granted a permission by the author, Marcia Lynx Qualey, to publish the article here on my blog. Many thanks to Marcia for the permission and her professionalism.

About the author: Marcia Lynx Qualey is a freelance writer, book critic, editor and a cultural journalist for World Literature Today, the Guardian, the Believer, Al Masry Al Youm English edition, to mention a few. She also runs a popular blog: Arabic Literature in English. Marcia Lynx Qualey lives in Cairo, Egypt, with her husband and three children.


Abu Dhabi International Book Fair – Show Daily – 7.-13. May 2015

Taking the Story’s Temperature and Tasting its Words:
A talk with children’s book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir

By Marcia Lynx Qualey

Jónsdóttir fell into the world of children’s books soon after graduating from visual arts college in 1989. Her first book was published a year later, and since that time she has written and illustrated a number of award-winning children’s books, written three children’s plays, drawn for newspapers and magazines, and has worked on stage design, all of which has earned her plaudits from around the world. She wrote her first book because she was asked to, she said in a pre-fair interview. She was looking for work after graduation and had a slim picture book in her portfolio about a yellow bird that finds a golden feather. The book had no words in it, and a publisher asked if she could write the story down.

“So I did,” Jónsdóttir said. “To publish a book without any words in it was probably unthinkable in Iceland at that time. And perhaps still is. Writing is highly valued in Iceland, and the visual arts still have a way to go to reach the same status. So a book without words was not a proper book.”

The success of her first, image-driven book encouraged her to do more projects for children. Over the last twenty-five years, she has come to believe strongly in the importance of graphic design to the whole book experience. Design, she said, “is very much underrated in children’s books. So the writer in me has great respect for the designer and visual artist in me, and vice versa.”

These two elements working together is critical, she said, and writing is definitely not primary. Jónsdóttir said she writes because she draws, not the other way around. “I don’t agree that the illustrations are there to support an idea that is created in words. The words might just as well be there to support the pictures.”

When she is both the illustrator and author, Jónsdóttir said that she can develop both aspects of the story simultaneously. But when she illustrates the texts of other authors, a different approach is required. “When I receive a manuscript, I have to find that certain atmosphere to suit the pictures for the story. One has to take the story’s temperature, taste the words, and somehow make it your own although you didn’t write it.”

“Every book deserves its own special visual world,” she said. “I never just pick a style because it’s easy for me to use.” Jónsdóttir has worked on a number of high-profile projects. She illustrated and designed Andri Snær Magnason’s well-loved The Story of the Blue Planet, which has been widely translated, including an English edition from Pushkin Press. The Story of the Blue Planet, she said, was “quite a task.” It took a while before they decided on a final form. “It started as a 60- to 70-page small-sized book with black and white illustrations, but ended with almost 100 pages and full-color images in a larger format.”

Designing the book wasn’t just about drawing pictures, Jónsdóttir said. However uninteresting the layout may be, “the text is always a picture on the page. Letters and words are visual pictures too. A book is a visual thing!” Jónsdóttir, who has also written three plays for children, said she feels that picture books are “very much in kinship with theater.” In both of them, she said you are “setting the stage, choosing the right backdrop, drawing the curtains.” Once a reader opens a book, he or she is “entering and accepting the world that’s behind the curtains.”

Her advice to emerging writers and illustrators was adamant: “Never, ever think that it’s just a children’s book. Don’t underestimate the readers because of their young age. Put everything you have in your work, and then a little extra more.”

Illustrating and writing for children is particularly enjoyable for her, Jónsdóttir said, because “it allows me to dwell in that wonderful and sometimes not-so-wonderful world of childhood and to study topics and feelings the way a child would. It keeps me sane in a mad world.” She said that, no matter how many children’s books there are, the world will always need more.

“It is a genre that has kept alive all the honest ways of telling a good story: tales that are humorous, clever, poetical, magical, adventurous, silly, incredible, sad, and more. Stories that can be read by everyone in the world. Isn’t that something?”

This is Jónsdóttir’s first time in Abu Dhabi, and she’s looking forward to it. “I hope I meet some eager publishers who would like to translate and publish my books. I hope I see some inspiring books I can take home with me. Unfortunately I don’t read Arabic, but I can always admire the illustrations and the beautiful lettering!”


On Saturday, May 9 at 2 p.m., you can meet renowned Icelandic children’s book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir at the Literature Oasis.
Article: Text © Marcia Lynx Qualey – Abu Dhabi International Book Fair – Show Daily

 

Viðtal í vefriti | Interview in a Spanish webzine

Unperiodista♦ Myndlýsingar: Spænska vefritið Un Periodista en el Bolsillo er tileinkað myndlýsingum og þar birtist á dögunum viðtalsgrein um myndirnar í bókunum um litla og stóra skrímslið. Greinina má finna með því að smella á tengilinn hér – eða á myndina til hliðar. Í vefritinu er fjöldi greina um myndlýsingar, bókateiknara og verk þeirra – á spænsku.

Tvær fyrstu bækurnar um skrímslin: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki komu út í vor á fjórum tungumálum spænsku (kastilísku), galisísku, katalónsku og basknesku. Útgefandinn er Sushi Books. Það má lesa nokkrar síður úr þessum útgáfum með því að smella á bókakápurnar hér fyrir neðan.

♦ Illustration: A Spanish online magazine dedicated to illustration:Un Periodista en el Bolsillo, did an interview about the Monster series and my illustration work. You can find the article by clicking this link – or the picture on the right. The webzine is a fine source of interviews and articles on illustrators of all sorts – all in Spanish.

Earlier this year Sushi Books in Spain launched the first two books in the Monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.

Click on the book covers below to read a few pages from the books!

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no