Umfjöllun – til minnis: | Book review

Bókadómur: Ég rakst nýverið á umfjöllun um „til minnis:“ á þeim ágæta bókmenntavef: Skáld.is, en þar skrifa konur um konur sem skrifa. Ritdómurinn hafði farið fram hjá mér þegar hann birtist síðasta haust. Magnea Þuríður Ingvarsdóttir skrifar grein sem ber titilinn: Er náttúran mín eða þín? Hún heldur í ferðalag inn í ljóðin og segist þar finna: „Endalaust fagrar hendingar og litlar myndir af náttúrunni“. Umfjöllunina má finna hér á skald.is.

Book Review: I recently came across a review of my book of poetry: til minnison the excellent literature website: Skáld.is, where women write about women who write. I had missed the review when it was published last fall. Magnea Þuríður Ingvarsdóttir writes an article entitled: Is the nature mine or yours? She describes how the reader goes on a journey into the poetry and says she finds there: “Endless beautiful lines and images of nature”. The review can be found here at skald.is.

til minnis:  í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi – ON SALE!
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun – ON SALE!
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.

Bókadómur – til minnis: | Book review

BókadómurÍ byrjun júnímánaðar birtist í Morgunblaðinu prýðilegasti bókadómur eftir Einar Fal Ingólfsson um ljóðabókina til minnis:. Í fjölmiðlaeklunni er gleðiefni að fá góða umfjöllun og jákvæða umsögn! 

Book Review: At the beginning of June, the Morgunblaðið newspaper published a splendid book review about my book of poetry: til minnis: (The title could be translated as memo:”or to do:”or perhaps “don’t forget:”).The review was written by Einar Falur Ingólfsson, an acclaimed photographer and artist, and who did not seem to mind that I had slipped some black-and-white photos into the book. Einar Falur says: “One of the main characteristics of the poems is the purposeful use of imagery and not least personification, which often works out beautifully and purposefully.”

til minnis: í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi.
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun.
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.

Sjáðu! á sýningu | Look! IBBY Honour List 2022: virtual exhibitions

Heiðurslisti IBBY 2022: Síðastliðið vor var tilkynnt að myndabókin mín Sjáðu! hefði verið valin á Heiðurslista IBBY samtakanna 2022 fyrir myndlýsingar. Nú er Heimsþing IBBY nýafstaðið en þar voru bækur á Heiðurslistum kynntar, m.a. í stafrænum sýningarsölum sem eru öllum opnir. Hér má sjá allar bækur sem voru útnefndar fyrir myndlýsingar, útnefndar bækur textahöfunda og bækur úrvals þýðenda. IBBY á Íslandi tilnefndi einnig Ævar Þór Benediktsson í flokk rithöfunda fyrir bókina Þín eigin undirdjúp og Ingunni Snædal í flokk þýðenda fyrir bókina Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin.

Fleiri áhugaverðar sýningar má sjá á vef IBBY í Malasíu, svo sem verðlaunamyndir á sýningunni Power of Stories – H.C.Andersen Award og Nami Concours; og myndlýsingar frá Bratislava tvíæringnum BIB 2021 – Bienále ilustrácií Bratislava.


IBBY Honour List 2022: Last spring it was announced that my picture book Sjáðu! (Look!) was selected for the IBBY Honor List 2022 for illustration. IBBY in Iceland also nominated Author Ævar Þór Benediktsson for his book Þín eigin undirdjúp and poet Ingunn Snædal for her translation of the Swedish: Handbok för Superhjältar. All books are now exhibited in the visual art galleries of IBBY Malaysia, organized in conjunction with the 38th IBBY International Congress.

See: Power of Stories Virtual Exhibition is a showcase of selected illustrations from:
– IBBY Honour Lists of illustration/artisttext/author – and translation/translator
– BIB 2021 Biennial of Illustrations Bratislava
– Nami Concours
– Hans Christian Andersen Awards

Enjoy!


Sjáðu! Viðurkenningar og bókadómar | LOOK! – Honours and reviews

♦ Útnefning á HEIÐURSLISTA IBBY 2022 fyrir myndlýsingar.
Selected for the IBBY HONOUR LIST 2022 for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web.
Bókadómur: „Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið.“ Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.
Book review: Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Bóksala stúdenta

Sjáðu! – umfjöllun | Review

Bókadómur: Á vefsíðunni Lestrarklefinn er öflug umfjöllun um bókmenntir og leiklist og það er ekki ónýtt þegar dagblöðin virðast ekki ráða við að halda uppi gagnrýni og umræðu.

Í Lestrarklefanum birtist á sínum tíma lofsamlegur bókadómur um Sjáðu! – á útgáfuári bókarinnar, eftir Katrínu Lilju Jónsdóttur, en nú í vor kom þessi fína umsögn frá Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur þar sem mælt er með bókum fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar á meðal Sjáðu!

„Sjáðu eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið. […] Myndskreytingarnar í þessari bók eru yndislegar, það er margt um að vera á blaðsíðunum en ekki þannig að það sé yfirþyrmandi. En mér finnst oft verða mikill glundroði í mörgum ungbarnabókum, eitthvað sem ég er lítt hrifin af. En hérna tekst Áslaugu mjög vel til að hafa jafnvægi á síðunum og í sögunni. Tvö börn kanna heiminn í kringum sig og sjá hina ýmsu hluti á leið sinni. Það er ótrúlega skemmtilegt að benda á ýmsar kynjaverur og tala um þær eða biðja barnið um að finna hluti á blaðsíðunum. Textinn er líka skemmtilegur í vísnaformi. Þetta er bók sem getur alveg klárlega vaxið með barninu.“ – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Ég er glöð að lesa að ég hafi hitt í mark með því að forðast ofhlæði og óreiðu, en ég leitaðist við að blanda saman bæði einföldum formum og flóknari smáatriðum sem gætu höfðað til barna á mismunandi aldri. Eitthvað sem gæti til dæmis hentað í lestri fyrir systkini og svo auðvitað vildi ég að bókin gæti „vaxið með barninu“.

Hér neðar eru tenglar á umfjöllun og listi yfir ýmsan heiður sem Sjáðu! hefur hlotnast.

Book review: The website Lestrarklefinn publishes reviews on literature and plays and when my book Sjáðu! came out it received a praising review by Katrín Lilja Jónsdóttir. Some weeks ago this nice review by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir was published. She recommended books for young children and their parents, amongst them Sjáðu!

Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read. […] The illustrations are wonderful, there is a lot going on on the pages but nowhere overwhelming. I often find that there is too much of a chaos in many infant books, something I do not like. But here Áslaug succeeds very well in balancing the pages and the story. Two children explore the world around them and see all sorts of things on their way. It is fun to point out various odd creatures and animals and talk about them or ask the child to find things and objects on the pages. The rhymed text is also entertaining. This is a book that can clearly grow with the child.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

I am glad to read that I have managed to avoid overload and clutter, but I tried to mix both simple shapes and more complicated details that might appeal to children of different ages. Something that could for example be enjoyable for reading to siblings, – and then of course I wished the book could “grow with the child”.

Below are links to reviews and a list of various honors that Sjáðu! (LOOK!) has received.


Sjáðu! Viðurkenningar og bókadómar | LOOK! – Honours and reviews

♦ Útnefning á HEIÐURSLISTA IBBY 2022 fyrir myndlýsingar.
Selected for the IBBY HONOUR LIST 2022 for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web.
Bókadómur: „Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið.“ Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.
Book review: Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Bóksala stúdenta

Skrímslaleikur – fleiri ritdómar | Monster Act – more reviews

Skrímsli á bak við grímur: Á vef Bókmenntaborgarinnar er ljómandi fínn bókadómur um Skrímslaleik. Þar fjallar Kristín Lilja um myndabækur sem koma út hjá Forlaginu, Dimmu og AM forlagi og lesa má hér með því að fara á síðuna Bókmenntaumfjöllun

„Myndir Áslaugar Jónsdóttur eru, eins og hinum bókunum, litríkar og skemmtilegar. Persónueinkenni hverrar persónu kjarnast vel í myndunum og litlir lesendur, sem þekkja persónurnar nú þegar, eiga ekki í neinum vandræðum með að þekkja stóra skrímslið og litla skrímslið þó þau séu í búningum og loðna skrímslið þekki þau ekki.“ … „Skrímslaleikur er skemmtileg viðbót við bækurnar um skrímslavinina sem takast alltaf á við vandamálin sem við þeim blasa og hjálpast að, hvert með sína styrkleika að vopni.“
– Kristín Lilja / Bókmenntavefurinn, nóvember 2021

Skrímsli og skúffuskáld: Í nýlegum hlaðvarpsþætti Skúffuskálda er líka fjallað um nokkrar nýútkomnar bækur. Gyða og Anna Margrét spjalla þar m.a. um Skrímslaleik. Hér má hlusta á þáttinn, en umræðan um skrímslin hefst á 52. mín. Til umfjöllunar eru Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur, Skrímslaleikur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Guettler og Rakel Helmsdal, Drottningin sem kunni allt nema… eftir Gunnar Helgason og Rán Flyering, Olía eftir Svikaskáld, Merking eftir Fríðu Ísberg og Myrkrið á milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur. 


Book review: Skrímslaleikur (Monster Act) was reviewed at the LiteratureWeb – run by Reykjavík UNESCO City of Literature, along with picturebooks by Ulf Stark, Anna Höglund and Carson Ellis. The whole review is here – in Icelandic. Skrímslaleikur is the tenth book in the series, published in 2021 by Forlagið, in Reykjavík, Iceland, Bókadeildin in the Faroe Islands and Argasso publishing house in Sweden. 

Monsters behind masks. “Áslaug Jónsdóttir’s pictures are, like in the other books, colorful and funny. The traits of each character are well embodied in the illustrations and young readers, who already know the characters, have no problem recognizing Big Monster and Little Monster even though they are in costumes and Furry Monster does not know them again. “…” Monster Act is a fun addition to the book series about the monster friends who always find a way to deal with the problems they face by helping each other out, using their different strength and skills.”
– Kristín Lilja / The LiteratureWeb, Nov 2021

The Drawer Poets Podcast: Skrímslaleikur (Monster Act) has also been reviewed at the podcast Skúffuskáld (Drawer poets) along with several new books for both children and adults. The episode where Gyða and Anna Margrét chat about books is here – in Icelandic. Discussion about the Monster series starts at 52nd min.


Fyrri póstar um umfjöllun og bókadóma um Skrímslaleik:
Previously posted reviews for Skrímslaleikur (Monster Act):


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 



 

Skrímslaleikur – bókadómur í Morgunblaði | Monster Act – a four star review

Bókadómur: Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu dómur um Skrímslaleik, nýjustu bókina í bókaflokknum um skrímslin. Þar fer Sólrún Lilja Ragnarsdóttir lofsamlegum orðum um efni og innihald:

Dularfull skrímsli. … Líkt og fyrri bækur um skrímslin er Skrímslaleikur skemmtilega myndlýst af Áslaugu Jónsdóttur. Myndirnar fanga vel augu yngstu lesendanna sem sjá alltaf eitthvað nýtt og spennandi í hvert skipti sem bókin er lesin. Benda, spyrja og túlka með sínum eigin orðum. Skrímslaleikur sló strax í gegn hjá yngstu fjölskyldumeðlimunum á mínu heimili og gerð krafa um að hún sé lesin aftur og aftur. Og aftur. Það er sannarlega auðsótt mál því hér [er] um að ræða skemmtilega barnabók með fallegan boðskap, sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af.“ ★★★★
– Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Morgunblaðið 8. nóvember 2021


Book review: Skrímslaleikur (Monster Act) received a fine four-star review in Morgunblaðið newspaper earlier this month. Critic Sólrún Lilja Ragnarsdóttir writes: 

“”Mysterious monsters … Like previous books about the monsters, Skrímslaleikur is humorously illustrated by Áslaug Jónsdóttir. The pictures capture the attention of the youngest readers who always see something new and exciting every time the book is read. They point, they ask and interpret in their own words. Skrímslaleikur was an immediate success with the youngest family members in my home and demands were made to read it over and over again. And again. Which is certainly an easy matter as this is a fun children’s book with a beautiful message that both children and adults enjoy. “” – Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Morgunbladid newspaper, 8 November 2021

Skrímslaleikur is the tenth book in the series, published in 2021 by Forlagið, in Reykjavík, Iceland, Bókadeildin in the Faroe Islands and Argasso publishing house in Sweden.

 

 

 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.



 

Viðtal við Kalle Güettler | Interview with co-author Kalle Güettler

Blaðagrein: Í héraðsblaðinu Norrtelje Tidning birtist á dögunum fínt viðtal við Kalle Güettler, sænska meðhöfundinn að skrímslabókaflokknum, um samstarf okkar höfundanna þriggja. Þar var líka fjallað um nýjustu bókina, Skrímslaleik, sem á sænsku heitir Teatermonster. Hér segir Kalle frá á heimasíðunni sinni. Skrímslin eru auðvitað kát yfir því að komast á dagblaðaprent, sem er ekki endilega gefið mál á stafrænum tímum. Teatermonster er kemur út hjá forlaginu Argasso.

Newspaper article: The local newspaper Norrtelje Tidning recently published a very nice interview with Kalle Güettler, our Swedish co-author of the monster book series, which also covered our latest book: Teatermonster / Skrímslaleik or Monster Act. Read more on Kalle’s website here. Of course, the monsters are happy to get a review in a real newspaper print!

🔗 Fleiri fréttir og dómar um Skrímslaleik / Teatermonster á heimsíðunni
🔗 More reviews and news on this site about Monster Act / Skrímslaleikur / Teatermonster. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗 Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


 

Skrímslaleikur – dómur í Lestrarklefanum | Monster Act – review

Bókadómur: Nýjasta bókin í bókaflokknum um skrímslin, Skrímslaleikur, kom út hjá Máli og menningu / Forlaginu á dögunum og í Lestrarklefanum birtist hér þessi fíni dómur um bókina. Katrín Lilja Jónsdóttir er sagnfræðingur og blaðakona og skrifar þar meðal annars:

„Ég veit ekki hvað það er við skrímslabækurnar sem nær okkur mæðginum fullkomlega. Við skoðum myndlýsingar Áslaugar í þaula, dáumst að þeim og dýrkum. Hún hefur einstakan stíl klippimynda sem okkur finnst einfaldlega frábær. Myndirnar eru litríkar, lifandi og fullar af tilfinningum. Við ræðum saman um söguþráðinn, pælum í gjörðum sögupersónanna og framhaldi. Við gjörsamlega týnum okkur í bókinni og svo er hún skyndilega búin! Tilfinningar skrímslanna eru hráar og barnslegar svo börn eiga auðvelt með að sjá sjálf sig í þeim. Þau hafa upplifað aðstæður þeirra, gert það sem þau gera, leikið með sömu leikföng. Því gefa bækurnar gott tækifæri til að ræða um daginn og veginn, þær gefa foreldrum og forráðamönnum rými til að ræða um erfiða hluti.
Öll börn á leikskólaaldri ættu að kynnast litla skrímsli, stóra skrímsli og loðna skrímsli. Og í nýjustu bókinni, fara með þeim í leikhús!“
Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021

Það gleður okkur höfundana ósegjanlega þegar bækurnar okkar virðast rata til sinna! 

Skrímslaleikur á sænsku, Teatermonster, er nú þegar komin út hjá Argasso forlaginu, og Skrímslaleikur kemur út á færeysku hjá BFL – Bókadeildinni, ásamt fleiri endurútgáfum. 

Skrímslaleikur er tíunda bókin um skrímslin. Hér má sjá myndir og lesa brot úr dómum um allar fyrri skrímslabækurnar. Bækunar hafa verið endurprentaðar síðustu ár, en þrír titlar eru uppseldir:

Nei! sagði litla skrímslið
Stór skrímsli gráta ekki 
Skrímsli í myrkrinu
Skrímslapest
Skrímsli í heimsókn
Skrímsli á toppnum – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslaerjur – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslakisi – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímsli í vanda
Skrímslaleikur


Book review: Skrímslaleikur (2021) received a very nice review in Lestrarklefinn, (The Reading Chamber) – a website with book reviews and articles on literature and reading. Katrín Lilja Jónsdóttir is a historian and journalist and she writes: 

“I do not know what it is about the monster books that completely captures us, me and my son. We study Áslaug’s illustrations closely, admire them and worship them. She has a unique style of collage that we simply find spectacular. The pictures are colorful, vibrant and full of emotion. We talk about the plot, delve into the actions of the characters and the consequences. We completely get lost in the book and then it’s suddenly finished! The monsters’ emotions are raw and juvenile, so children can easily see themselves in them. They have experienced their situation, done what they do, played with the same toys. Therefore, the book series provide a good opportunity to talk about their daily life, they give parents and caretakers opportunity to talk about difficult things.
All preschoolers should be familiar with Little Monster, Bing Monster and Furry Monster. And in this latest book, go along to the theater!”
 Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021

Thanks to Lestrarklefinn! We, the authors, are truly grateful and happy when we see that our books make their way to their readers! 

Skrímslaleikur is the tenth book in the series. Most of the books have repetitively been republished, but three titles are sold out at the moment. See list above. Skrímslaleikur is the book of the month in September at Forlagid’s Bookstore. 

The Swedish version, Teatermonster, has already been published by Argasso publishing house, and the Faroese version, Skrímslaleikur,  and more reprints in Faroese are published by Bókadeildin.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímslaleikur á sænsku | Teatermonster – Monster Act

Bókaútgáfa: Þessi eintök voru að koma með hraðpóstinum! Skrímslaleikur eða Teatermonster er komin út hjá Argasso forlaginu, Von er á íslensku útgáfunni í lok mánaðar. Hér má lesa um fyrsta sænska bókadóminn:

„Teatermonster er tíunda sænsk-íslenska-færeyska myndabókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, sem er eins og hin fyrri spennandi árangur af norrænu samstarfi, sameiginlegum hugmyndum, ósviknum húmor og mikilli sköpunargleði.“ …  „Textinn flæðir með hrynjandi, tilfinningu og  smá innskotum af rími. Útlit og umbrot er úthugsað og fjölbreytt og verður hluti af myndskreytingunum þar sem textinn miðlar á grafískan hátt tilfinningunum á bak við það sem sagt er. Listrænar myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og klippimyndum og þær bera söguna áfram með því að miðla öllum þeim sterku tilfinningum sem persónurnar upplifa. Sögurnar um skrímslavinina eru orðnar eftirlætislestur margra barna síðan fyrsta bókin kom út árið 2004 og það er ánægjulegt að út komi enn ein bók af jafn háum gæðum og þær fyrri. … Heildarstigagjöf: 5“
– Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

“Teatermonster är den tionde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av nordiskt samarbete, gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet.”  …  “Texten flyter med rytm, känsla och inslag av rim. Layouten är genomarbetad och varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. De konstnärliga bilderna är i blandteknik med inslag av collage och de bär berättelsen framåt genom att förmedla alla de starka känslor som karaktärerna känner. Berättelserna om monsterkompisarna har blivit många barns favoritläsning sedan den första boken kom ut 2004, och det är glädjande att det kommer ännu enbok av lika hög kvalitet som de tidigare.” … “Helhetsbetyg: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

Book release: Happy author/illustrator/book designer! Our new book in the Monster series Skrímslaleikur / Teatermonster / Monster Act is out in Sweden, published Argasso. It has already received a fine review in Sweden. Swedish quotation above, translation below: 

“Monster Act is the tenth Swedish-Icelandic-Faroese picture book about Little Monster and Big Monster, which, like the previous ones, is an exciting result of Nordic collaboration, joint ideas, genuine humor and a great deal of creativity.” … “The text flows with rhythm, flair and elements of rhyme. The layout is well thought-through and varied and becomes part of the illustrations as the text also graphically conveys the emotions behind what is said. The artistic images are in mixed media and collage and they carry the story forward by conveying all the strong emotions that the characters feel. The stories about the monster friends have become many children’s favorite reading since the first book was published in 2004, and it is gratifying that there is now yet another book of the same high quality as the previous ones.”
“Overall rating: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímslaleikur: bókadómur í Svíþjóð | Teatermonster – review

Bókadómur: Það er ekki beðið með bókadómana í Svíþjóð, þó bókin okkar Skrímslaleikur sé reyndar ekki komin út. BTJ, Bibliotekstjänst í Svíþjóð, gefur reglubundið út rit með umsögnum um valdar bækur og gefur einkunn frá 1 upp í 5. Teatermonster, sem kemur út í haustbyrjun hjá Argasso forlaginu, fékk fínan dóm hjá Helene Ehriander í nýútgefnu BTJ-hefti nr 16, 2021, – og fullt hús stiga: fimm af fimm mögulegum. Þar segir til dæmis, í laufléttri þýðingu (sjá frumtexta neðar): 

„Teatermonster er tíunda sænsk-íslenska-færeyska myndabókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, sem er eins og hinar fyrri spennandi árangur af norrænu samstarfi, sameiginlegum hugmyndum, ósviknum húmor og mikilli sköpunargleði.“ …  „Textinn flæðir með hrynjandi, tilfinningu og smá innskotum af rími. Útlit og umbrot er úthugsað og fjölbreytt og verður hluti af myndskreytingunum þar sem textinn miðlar á grafískan hátt tilfinningunum á bak við það sem sagt er. Listrænar myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og klippimyndum og þær bera söguna áfram með því að miðla öllum þeim sterku tilfinningum sem persónurnar upplifa. Sögurnar um skrímslavinina eru orðnar eftirlætislestur margra barna síðan fyrsta bókin kom út árið 2004 og það er ánægjulegt að út komi enn ein bók af jafn háum gæðum og þær fyrri. … Heildarstigagjöf: 5“ – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

“Teatermonster är den tionde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av nordiskt samarbete, gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet.”  …  “Texten flyter med rytm, känsla och inslag av rim. Layouten är genomarbetad och varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. De konstnärliga bilderna är i blandteknik med inslag av collage och de bär berättelsen framåt genom att förmedla alla de starka känslor som karaktärerna känner. Berättelserna om monsterkompisarna har blivit många barns favoritläsning sedan den första boken kom ut 2004, och det är glädjande att det kommer ännu enbok av lika hög kvalitet som de tidigare.” … “Helhetsbetyg: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

Book review: Although our new book in the Monster series: Monster Act is not out yet, the first book review has already been published in Sweden. The Swedish Library Magazine, BTJ, Bibliotekstjänst publishes reviews on selected books, giving grades from 1 to í 5. Monster Act is published by Argasso and received a fine review from lecturer Helene Ehriander in the last magazine, rating Monster Act with with 5 points. Swedish quotation above, translation below: 

“Monster Act is the tenth Swedish-Icelandic-Faroese picture book about Little Monster and Big Monster, which, like the previous ones, is an exciting result of Nordic collaboration, joint ideas, genuine humor and a great deal of creativity.” … “The text flows with rhythm, flair and elements of rhyme. The layout is well thought-through and varied and becomes part of the illustrations as the text also graphically conveys the emotions behind what is said. The artistic images are in mixed media and collage and they carry the story forward by conveying all the strong emotions that the characters feel. The stories about the monster friends have become many children’s favorite reading since the first book was published in 2004, and it is gratifying that there is now yet another book of the same high quality as the previous ones.”
“Overall rating: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Sjáðu! á Bókmenntavefnum | Book review

Umfjöllun: Bókmenntavefurinn birti nú í desember umfjöllun um þrjár nýjar myndabækur, ætluðum ungum lesendum. Þar er meðal annars fjallað um Sjáðu!.

Um textann segir: „Hann er stuttur en hnitmiðaður og er bæði hljómfagur og áhugaverður. […] Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. […] Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“

– María Bjarkadóttir / Bókmenntavefurinn

🔗 Umfjöllunin á Bókmenntavefnum.


Book review: Sjáðu! received a fine review at Bókmenntavefurinn, – the Icelandic Literature Web, a website under the supervision of the Reykjavík City Library in cooperation with the Reykjavík UNESCO City of Literature.

“The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also extremely beautiful.”
– María Bjarkadóttir / The Literature Web


Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Bókadómur – Sjáðu! | Book review

Bókadómur: Lestrarklefinn er vefsíða með umfjallanir um bókmenntir og lestur og þar fékk Sjáðu! fínasta fimm-stjörnu dóm undir fyrirsögninni „Harðspjalda gullmoli“.

„Saman skapa textinn og myndirnar skemmtileg hugrif sem hafa nær dáleiðandi áhrif á bæði þann sem les og þann sem hlustar. Teikningarnar eru barnslegar og fjörugar og draga augu lesandans út í öll horn á hverri opnu.“ ★★★★★ – Katrín Lilja Jónsdóttir / Lestrarklefinn

Book review: Sjáðu! received a nice five-star review at Lestrarklefinn, a website with book reviews and articles on literature and reading. The headline read: „A gold nugget of a board book“, followed by five stars.  Link to the review here at Lestrarklefinn. ★★★★★


Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Bókadómur í Galisíu | ‘Quero peixe!’ in El Correo Gallego

Bókadómur: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og fékk nú í byrjun mars umfjöllun í einu stærsta dagblaðinu þar í landi, El Correo Gallego. Ég hef það fyrir satt að dómurinn hafi verið all góður. Ég reyni að tíunda alla umfjöllun hér á vefnum en auðvitað verður hver að dæma fyrir sig.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Book review in Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), has just received a fine (or so I’m told!) review in the newspaper El Correo Gallego:

O álbum Quero peixe (Alvarellos, 2019), da escritora e ilustradora islandesa Áslaug Jónsdóttir, traducido ao galego por Lawrence Schimel, ofrece unha historia sobre as dificultades comunicativas entre nenos e adultos que vai in crescendo. A trama sinxela usa, mais non abusa, da repetición como chave argumental, variándoa con imaxinación para o gusto do lector, quen pasa dunha escena á seguinte preguntándose como conseguirá a autora presentar outra vez o mesmo motivo baixo un novo enfoque que xustifique a súa prolongación ata o final feliz, de rigor neste xénero.
O protagonismo corresponde a unha nena, caracterizada polo modo en que afirma os seus desexos e remata por impoñelos fronte á superficial atención que lle prestan seus pais. A presenza dun malentendido, primeiro como desencadenante e logo leitmotiv, resulta moi suxestivo, xa que serve para iniciar o lector, cun exemplo cotiá e accesible, nas dificultades da linguaxe -neste caso a anfiboloxía- que apenas comezou a dominar. Nada impide, en efecto, que a literatura infantil chegue a cuestionar implicitamente a comunicabilidade do seu propio vehículo, mentres en cambio o concilia coas prestacións da imaxe que o ilustra.
Respecto ás ilustracións, o seu estilo mostra unha factura enérxica de marcado contorno, dominada polos trazos e que ao representar a protagonista gritando con lóxica exasperación roza o expresionismo. A falta de entendemento cos seus pais reflíctese en que aparecen mostrados só parcialmente, a miúdo só as súas mans e nunca as súas faces. Un modo hábil de indicar a súa incapacidade para comprender o que desexa a súa filla, quen en cambio domina cada páxina coa súa presenza.
E, por certo, a última ilustración, que a mostra sumida nun feliz soño, carece de texto, como poñendo un selo de mudez sobre a superación das súas dificultades. – El Correo Gallego 10/03/2020

Ég vil fisk! is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

„Vildt charmerende“ | More reviews in Denmark

Skrímslaerjur: Bókasafnsfræðingar hjá Dansk Bibliotekscenter gefa út umsagnir um nýjar bækur og Skrímslaerjur, Monsterklammeri, fær fínan dóm og skrímslin þykja hreinlega mikil sjarmatröll. Í úttekt DBC: segir:

„Bøgerne om Lille Monster og Store Monster er vildt charmerende, og denne bog er ingen undtagelse. Der er store følelser på spil mellem de to gode venner, der oplever en dag, hvor det hele ikke går, som det plejer. Noget, børn kan relatere til. Man kan snakke om uenighed, vrede, dårlig samvittighed og tilgivelse og få en følelse af, at selvom man skændes en enkelt dag, er man stadig gode venner. Både billedsiden og teksten spiller på følelserne med vilde tegninger og store, fede bogstaver, når noget tydeliggøres.“

Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn og eru þýddar af Hugin Eide. Hér má lesa fleiri dóma.


Book review in DenmarkThe Danish Library Central, DBC, publishes reviews of new books and recommendations for the Danish libraries. Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) received a good review:

“The books on Little Monster and Big Monster are extremely charming, and this book is no exception. There are big feelings at stake between the two good friends who are experiencing a day when things are not going all too well. Something kids can relate to. It invites discussion about disagreement, anger, bad conscience and forgiveness and the feeling that even if you quarrel a single day, you are still good friends. Both the pictures and the text play on the emotions with wild drawings and big, bold letters when something is of special importance.”

The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. Read more reviews here.

Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: @DBC 2020

Ein af tíu bestu í Galisíu | Honor for ‘Quero peixe!’

Viðurkenning í Galisíu: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og var nýverið valin ein af tíu bestu þýddu barnabókunum það ár, af bókmenntaritinu Fervenzas Literarias. Listann má skoða hér.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


‘I Want Fish!’ in Galicia, Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), translated by Lawrence Schimel, was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. The book has now been selected by the Galician Literature Magazine Fervenzas Literarias as one of the 10 best children’s books 2019, translated to Galician. See full list here.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available. Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Hrós í Politiken | Four hearts for Monster Squabbles

Nýr bókadómur um Skrímslaerjur: Sjöunda bókin í bókaröðinni um litla skrímslið og stóra skrímslið kom út á dönsku í lok síðasta árs undir titlinum Monsterklammeri. „Monster-dejlig!“ er fyrirsögnin á bókadómi Steffen Larsen um þrjár barnabækur í Politiken. Stóra skrímslið rólar sér yfir síðuna, en Steffen les myndlýsingar af fagmennsku og skenkir skrímslunum fjögur hjörtu:

„Bøgerne om de to venner er høj klasse. Den underfundige handling fortælles i enkle, markante billeder, klare kulører og grove figurer. Det er utroligt, så meget de massive kroppe kan udtrykke med små enkle vrid af hænder, munde og næser. De danser igennem historien med letbenede tonstunge trin.“ ♥♥♥♥

Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn, þýddar af Hugin Eide. Skrímslin þakka góðan dóm og láta það ekki á sig fá þó þjóðerni okkar höfundanna og fjölþjóðlegur og norrænn uppruni sagnanna hafi eitthvað skolast til hjá dómaranum. 🇮🇸🇫🇴🇸🇪!

Book review in DenmarkThe Danish newspaper Politiken published a fine review of Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) this week. The heading reads “Monstrously wonderful!”, as Big Monster swings across the page. Critic Steffen Larsen reads illustrations with somewhat exceptional attention and passes 4 hearts to the two monsters with a nice note:

“The books about the two friends are first class. The subtle action is told in simple, striking images, bright colors and coarse figures. It is incredible how much the massive bodies can express with small simple twists of hands, mouths and noses. They dance through the story with light-footed, clunky steps.” ♥♥♥♥

The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. For the record: the original series are created and published in three languages, the mother tongues of the three authors: Icelandic, Faroese and Swedish.

Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: © Steffen Larsen – Politiken, 13.01.2020

Umfjöllun um skrímslin á nýnorsku | New reviews in Norway

Bókadómar: Tvær bækur um skrímslin: Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda komu út hjá forlaginu Skald í sumarbyrjun, í norskri þýðingu Tove Bakke. Á nýnorskum vefmiðlum hefur birst dálítil umfjöllun um Monsterbesøk og Monsterknipe.

Á bókmenntavef Nynorsksenteret, Nynorskbok.no, er fjallað um báðar bækurnar og þar segir m.a.:

„Dette er stramt komponerte bøker, med gjentaket som viktigaste verkemiddel, men teksten er likevel underhaldande og lettbeint. Illustrasjonane er leikne og uttrykksfulle, og dei støttar opp om og utfyller teksten. Slik er dette bøker som eignar seg fantastisk godt til lesetrening, samtidig som dei er gode samtalebøker.“ – Guro Kristin Gjøsdal, Nynorskbok.no / Nynorsksenteret.

Á bókmenntavefnum Svidal Skriveri er skrifað um Monsterknipe:

„Uttrykket er energisk og kraftfullt. Både i tekst og illustrasjonar er kontrastane ei drivkraft. Mellom det svarte og kvite, mellom det store og det vesle, ispedd klare fargar og organiske former. I teksten er replikkane ofte er sette opp med «monsteraktige» fontar med ulik skriftstorleik alt etter styrken i utropet.
Trass i, eller kanskje fordi at monster ikkje finst, er det lett å identifisere seg med kjenslene dei viser og lære noko av løysingane dei finn når to gode vener skal gje plass til ein tredje.“ – Janne Karin Støylen, Svidal Skriveri: Ny sprett.

Book reviews: Newly published translations of two books from the monster series, released earlier this summer by Skald in Norway, have received couple of nice reviews in online media. For reviews in Norwegian of Monsterbesøk (Monstervisit) and Monsterknipe (Monsters in Trouble) see following links: Nynorskbok.no / Nynorsksenteret and Svidal Skriveri: Ny sprett, 2019.


Fréttir og greinar vegna útgáfunnar: | Articles about the release:
• Sogn Avis: Monstersatsing på barnebøker: – Veldig stas å ta over stafettpinnen.
• Sunnmørsposten: Bles nytt liv i nynorsk barnelitteratur.
• Porten.no: Lokalt forlag satsar på dei yngste, har tilsett barnebokredaktør.

Skrímsli í vanda – umfjöllun | Monsters in Trouble – new reviews

BókadómarVegna tilnefninga til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 birtust bókadómar í nokkrum frétta- og netmiðlum skömmu fyrir verðlaunaafhendinguna í Ósló þann 30. október, um bækur sem tilnefndar voru til verðlaunanna. Eins og áður hefur komið fram var Skrímsli í vanda tilnefnd og hér neðar eru brot úr umsögnum.

Book reviewsPrior the Nordic Council Award ceremony, new book reviews were published in several news and web media. Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) was nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, and below are few clips from these articles. 


„Hér er tekist á við stórar siðferðilegar spurningar í samræmi við þroska þeirra sem lesa eða lesið er fyrir en bækurnar eru ætlaðar yngstu bókormunum.“
– Jórunn Sigurðardóttir, Orð um bækur – RÚV 28.10.2018 🔗

„Historien illustreres med sterke virkemidler, både i tegningene av monstrene, som kan se truende ut med pels og skarpe tenner, men som ikke er for farlige når det kommer til stykket, og i selve tekstens typografi, der enkelte ord står med tjukke typer.
Det er ikke unaturlig å assosiere til flyktninger eller andre nødstilte som trenger hjelp. Det finnes mange måter å vise omsorg på, uten at det skal gå på din egen integritet løs.“
– Anne Cathrine Straume, Med tro på fremtiden – NRK 26.10.2018 🔗

„Stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar bera söguna áfram og velta upp ýmsum möguleikum um hvað geti hafa komið fyrir loðna skrímslið án þess að veita nákvæm svör. Lesendur vita því ekki hvort loðna skrímslið missti hús sitt í eldgosi eða sprengjuregni. Þetta veitir foreldrum kærkomið tækifæri til að ræða við börn sín hlutskipti fólks sem lendir í náttúruhamförum eða stríðsátökum. Á endanum er það heldur ekki aðalatriðið hvers vegna sumir eiga engan tryggan samastað í tilverunni, það sem skiptir máli eru viðbrögð okkar og samhugur því með samkenndina að leiðarljósi getum við gert heiminn að betri stað.“
– Silja Björk Huldudóttir, Mbl 26.10.2018

Umfjöllun á Barnebokkritikk.no er einnig hér – en þar er talsvert um rangfærslur/misskilning í endursögn o.fl. sem ber að taka tillit til.

Fyrri umsagnir má lesa hér. | More reviews (in Icelandic / English / Swedish) here.


Svolítið um öfund og samkeppni milli þjóðaÉg má til með að minnast á þessa fyrirsögn í frétt hjá Danmarks Radio – sem birtist rétt eftir að tillkynnt var að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs yrðu veitt Auði Övu fyrir bók hennar Ör. „Danir sniðgengnir… “ segir þar. „Danskere forbigået til stor nordisk litteraturpris.“ Auðvitað glöddumst við landar hennar Auðar. Það er gaman að vera með Íslendingum í útlöndum þegar vel gengur, við fögnum með vinum sem hljóta verðskuldaða viðurkenningu – en var þetta virkilega keppni milli þjóða? Áfram Ísland? Eru allir bara alltaf í boltanum? Nei, listaverkið vann. Listin og skapandi hugsun vann til verðlauna þetta kvöld. Verk og verkefni sem eru gagnrýnin, örvandi, stuðandi, hvetjandi, lýsandi, skarpskyggn og djúp. Þessi verk sem hreyfa við okkur.

Íslendingum er fullljóst að fámennið gerir margvíslega listsköpun, svo ekki sé minnst á varðveislu þjóðtungunnar, að kraftaverki. Bara það að vera til sem sjálfstæð þjóð með eigin tungu og menningu er afrek. Að vera listamaður á Íslandi er undur. Við erum í sigurliðinu á degi hverjum. Allt umfram það er fáránleg lukka. En einkum virðist öfund og brengluð samkeppni hrjá stærri Norðurlandaþjóðirnar, ég man a.m.k. ekki eftir því að vér fá og smá höfum tekið það nærri okkur að vinna ekki til verðlauna. Því hér tapar enginn.

Umfjöllun á Barnebokkritikk.no kemur einnig inn á þessa skringilegu hugsun. Hér er það nefnt að við höfundar Skrímsli í vanda séum frá þremur löndum – tilnefnd frá Íslandi (þ.e. Skrímsli í vanda var tilnefnd, en ekki sænskar/færeyskar hliðstæður). „Det kan også være interessant å spørre seg hvilket nordisk land som bør få prisen, hvis boken skulle vinne? Siden bøkene er resultat av et nordisk samarbeid, bør vel da prisen deles.“

Þetta er aldeilis frumleg tillaga! Kannski hefði Ísland bara stolið öllu saman!? Ég veit ekki í hvað er vitnað, Smugudeiluna kannski? Ef einhver er í vafa, þá deilum við höfundarnir smáum ritlaunum okkar réttlátlega, og það höfum við ávallt og einnig gert þegar verðlaun eiga í hlut. En ef við hefðum unnið til verðlauna í síðustu viku, þá við hefðum aldrei deilt verðlaunafénu með neinu þjóðríki sérstaklega, öðruvísi en í gegnum lögbundna skatta. En við hefðum sannarlega deilt gleði okkar með vinum og vandamönnum, samverkafólki og listamönnum og hverjum þeim sem hefðu samglaðst okkur: vinum skrímsla, íslenskrar tungu og bókalistar – hvar á hnettinum sem þeir búa!

A thought on jealousy and the rivalry of brotherly nationsFor an Icelander it somewhat hard to understand the really tough competition other (bigger) nations are dealing with. Coming from a thin populated island with a nation of around 350.000 people speaking/writing in a language no one else understands, just about everything we do is a win. Artistic existence is a miracle. Every artist on our island is important and necessary and already just by existing we have won. Anything beyond that is an amazing fun. Or just: hah! We never expected that. Well done!

So when the Danish Public Radio writes: „Danes [Danish authors] shunned…“ – and: „The Nordic Council Literature Prize went to Icelandic Auður Ava Ólafsdóttir – you know there is something wrong with how some people think about literary and artistic awards. Here’s the surprise: It’s the ART that is awarded! All the works that got awarded were inspiring, creative, sharp, critical, encouraging, brave and deep. This year the awards went to artists and project leaders from Iceland, Faroe Islands, Greenland and Norway.

Also: a critic at the Norwegian website Barnebokkritikk.no wrote about our picture book Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) – written by us three co-authors from Iceland, Sweden and Faroe Islands, published in the three countries, but only the Icelandic version (in Icelandic) was nominated by Iceland:
It might also be interesting to ask which Nordic country should receive the prize if the book should win? Since the books are the result of a Nordic cooperation, then the price should be shared.”

Really!? Shared? Wow… fancy that idea! If someone wonders, we, the three authors of the Monster series, share our small royalties fairly, – just as we have shared the prizes we have won so far (yes, we have won prizes) – and if we had won this time, we would NOT have shared the prize particularly with the three states or countries. We would surely have shared the joy with all our friends and family and colleagues and artists and whoever is happy for us and for our art, – and perhaps that weird Icelandic language – where ever they live!

Mikilvæg og falleg bók | Book review from Sweden

BókadómurStuttir lektorsdómar Bibliotekstjänst, BTJ, hafa löngum verið mikilvægir fyrir bækur í Svíþjóð og framgang þeirra í bókasöfnum landsins. Bækurnar um skrímslin hafa jafnan verið teknar til umfjöllunar í ritum BTJ og fengið ljómandi dóma. Skrímsli í vanda, Monster i knipa, fékk umsögn hjá Mariu Christensen. Þar segir meðal annars:

„Mergjaðar myndlýsingar Áslaugar Jónsdóttur, í dempuðum, dökkum litum, eru allsráðandi og leiða textann. Með einföldum tjáningarleiðum og stundum hjartanístandi túlkun sýna myndirnar á látlausan hátt hvernig brugðist er við þeim sem glatað hafa öllu. […] Skrímslin eru viðfeldin og geðug, þó stóra skrímslið eigi til bæði ólund og ónærgætni. Það er ógerlegt annað en að draga hliðstæður við þjóðfélagsmyndir dagsins í dag og bókin ætti að vera góður grundvöllur fyrir margháttaðar samræður með börnum. Skrímsli í vanda er mikilvæg og falleg bók.“  – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Book reviewReviews in the Swedish Library Magazine, BTJ, are always important for the books and their distribution to the libraries in Sweden. Monsters in Trouble, – Monster i knipa, the Swedish version of Skrímsli í vanda, got a nice review by Maria Christensen:

Áslaug Jónsdóttir’s powerful illustrations in restrained and dark colors dominate and lead the text. With simple ways of expression and sometimes heartbreaking interpretations, the images show in an uncomplicated way reactions to someone who has lost everything. The text is a collaboration between Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and Áslaug Jónsdóttir. All the monsters are sympathetically depicted, even though Big Monster gets both grumpy and thoughtless at times. It is impossible not to draw parallels to today’s societies and this book can be a good starting point for many discussions with young children. Monsters in Trouble is an important and fine book.“ – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Útgefandi í Svíþjóð | Publisher in Sweden: Opal förlag.
Monster i knipa er bók mánaðarins í vefverslun Opal. | Book of the month at Opal’s webstore, see 🔗.

Beint í hjartastað | Monster i knipa – Swedish reviews

Bókadómur – Norrtelje TidningSænska útgáfan af Skrímsli í vanda, Monster i knipa, kom út hjá bókaútgáfunni Opal í lok janúar og nú eru fyrstu dómarnir að birtast á vefmiðlum þar í landi. Margaretha Levin Blekastad skrifar afar jákvæðan ritdóm í Norrtelje Tidning: Prisbelönta Monster i knipa: “En berättelse med ett stort, varmt hjärta”‘ og segir þar meðal annars eitthvað á þessa lund, í grófri þýðingu:

Skrímsli í vanda er saga með hjartað á réttum stað, þar sem mannúð og mennska birtast í gervi úfinna skrímsla. Það er hreinn unaður að njóta mynda Áslaugar Jónsdóttur, fullum af drepfyndnum húmor, áhrifamikilli togstreitu og beittum tönnum. Það gildir ekki síst hjá litla skrímslinu sem fær að tjá gnægð tilfinninga með dapurlegu og dimmu augnaráði eða sagtenntum skellihlátri. […] Og, sem sagt, með drjúgum skammti af hlýju sem hittir beint í hjartastað.“

Monster i knipa är en berättelse med ett stort, varmt hjärta, där medmänsklighet ryms i en lurvig monsterkostym. Det är en fröjd att ta del av Áslaug Jónsdóttirs bilder, som är fyllda av dråplig humor, dramatik och spetsiga tänder. Inte minst hos lilla monster, som får uttrycka en uppsjö av känslor via en sorgset sotig blick eller ett sågtandat leende.
Arbetet med monsterböckerna startade vid en workshop för 17 år sedan, där utgångspunkten var att väva en berättelse från meningen “Plötsligt knackade någon på dörren”. Sedan dess har Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir fortsatt berätta om de båda kompisarna i historier som bjuder på mycket igenkänning. Och, som sagt, stora doser värme, som går rakt in i hjärtat.“

Bókadómur – Romeoandjuliet.blogg.se: Á bókablogginu Romeo and Juliet fjallar Carolina Edwinzon um Monster i knipa og gefur bókinni 4 stig af 5.

„Det jag nog gillar mest med böckerna om Stora Monster och Lilla Monster är hur känslorna porträtteras, att det känns ärligt och igenkännande. … Boken vann nyligen den isländska motsvarigheten till svenska Augustprisets kategori för bästa barn- och ungdomslitteratur och jag kan absolut förstå varför.“


Book review – Norrtelje TidningThe Swedish version of Monsters in Trouble, Monster i knipa, was released in the end of January, published Opal Publishing House. Now we are receiving the first reviews in Sweden. Margaretha Levin Blekastad writes a nice book review in the Norrtelje Tidning newspaper: “Award winning Monsters in Trouble: ‘A story with a big, warm heart’. Following is a quote from the review – in Swedish!

Monster i knipa är en berättelse med ett stort, varmt hjärta, där medmänsklighet ryms i en lurvig monsterkostym. Det är en fröjd att ta del av Áslaug Jónsdóttirs bilder, som är fyllda av dråplig humor, dramatik och spetsiga tänder. Inte minst hos lilla monster, som får uttrycka en uppsjö av känslor via en sorgset sotig blick eller ett sågtandat leende.
Arbetet med monsterböckerna startade vid en workshop för 17 år sedan, där utgångspunkten var att väva en berättelse från meningen “Plötsligt knackade någon på dörren”. Sedan dess har Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir fortsatt berätta om de båda kompisarna i historier som bjuder på mycket igenkänning. Och, som sagt, stora doser värme, som går rakt in i hjärtat.“

Book review – Romeoandjuliet.blogg.seA Swedish book blogger Carolina Edwinzon reviewed Monsters in Trouble (Monster i knipa) with overall rate: 4 out of 5. See link.

 

 

Með samkennd að leiðarljósi | Another four star review!

Bókadómur: Á Þorláksmessu, 23. desember, birtist bókadómur um Skrímsli í vanda í Morgunblaðinu. Silja Björk Huldudóttir útdeildi fjórum stjörnum og sagði meðal annars:
„Sem fyrr bera stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar söguna áfram og sumt það mikilvægasta er ekki sagt berum orðum, sem er snjallt.

Margir deila vafalítið þörf skrímslanna til að láta gott af sér leiða og komast, líkt og skrímslin, að því að ef allir leggja sitt lóð á vogarskálarnar er ekkert óyfirstíganlegt. Með samkenndina að leiðarljósi verður heimurinn að betri stað og það eru mikilvæg skilaboð til ungra lesenda.“

Book reviewOn 23. December there was a fine book review in Morgunblaðið newspaper for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble. Critic Silja Björk Huldudóttir decorated the review with four stars and wrote:

“As before, the story is carried on by Áslaug’s colorful, clear-cut style and expressive illustrations, and some of the most important things are not written out plainly, which is clever.

There is no doubt that many share the two monster’s need to do good and find, like the monsters, that if everyone pulls their weight, nothing is unachievable. Guided by sympathy and solidarity, the world becomes a better place and that is an important message for young readers.”

Fyndin og sorgleg í senn | Four star review!

Bókadómur: Í Fréttablaðinu í dag, föstudaginn 27. október, birtist ljómandi góður bókadómur um Skrímsli í vanda. Helga Birgisdóttir fjallar um texta, myndir, umbrot og hönnun og segir í niðurstöðu:
„Dásamleg viðbót við frábæran bókaflokk, fyndin og sorgleg í senn með skírskotun til vandamála sem heimurinn allur glímir við og þarf að leysa“.

Book reviewFréttablaðið newspaper brought a fine book review for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble  this morning. Critic Helga Birgisdóttir writes about text, illustrations, layout and design and concludes:
“A wonderful addition to a great book series, funny and sad at the same time, with reference to problems the whole world is dealing with and needs to solve.”

 

Bókadómur í Tékklandi | Yes. No means No!

NeTekk♦ BókadómarÍ vor komu fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið út á tékknesku hjá forlaginu Argo í Prag, í þýðingu Mörtu Bartošková. Í viðskiptadagblaðinu Hospodářské noviny, sem gefið er út í Prag, var á dögunum bent á þrjár bækur eftir íslenska og norræna höfunda með stuttum bókadómum: það er Hálendið eftir Steinar Braga, Argóarflísin eftir Sjón og Nei! sagði litla skrímslið eftir okkur norræna tríóið, höfunda skrímslabókanna. Umfjöllun Petr Matoušek má lesa hér: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič.

Á heimasíðu bókmenntaverkefnisins Rosteme s knihou er einnig mælt með fyrstu skrímslabókinni eins og lesa má hér: Ne! Řeklo strašidýlko

Nánar um tékknesku útgáfuna hjá Argo: Ne! Řeklo strašidýlko (Nei! sagði litla skrímslið) og Strašidláci nebrečí (Stór skrímsli gráta ekki). Bækurnar fást víða í netverslunum og lesa má brot úr bókunum hér og hér.

♦ Book reviewThe first two books in the series about Little Monster and Big Monster in Czech were released in May, published by Argo Publishing house in Prague, translated by Marta Bartošková. The daily newspaper Hospodářské noviny, published in Prague, reviewed three Icelandic/Nordic books last week, among them No! Said Little Monster or Ne! Řeklo strašidýlko by us three authors in the Nordic monster-team. The review and the book tips by Petr Matoušek can be read online: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič – as well as in the clip below.

Little monster’s outcry is also recommended by Rosteme s knihou – a literary project encouraging reading, see: Ne! Řeklo strašidýlko

To read more about the Czech publications click here: Ne! Řeklo strašidýlko, and here: Strašidláci nebrečí. The books can be bought in many online bookstores. To read a sample, click here and here.

Screen Shot Ne! Czech

Hospodářské noviny – Petr Matoušek: Knižní tipy: Island chápe slovo jako životabudič. 19.08.2016

Tilfinningaskrímsli | Emotional monsters

NeiSagdiLitlaSkrimslid ISFrontCoverlwr♦ BókadómurTímaritið Förskolan í Svíþjóð birti á dögunum bókadóm um Nei! sagði litla skrímslið, undir yfirskriftinni „Tilfinningaskrímsli“. Þar segir Marie Eriksson m.a.: „Söguþráður bókarinnar er afar skýr, en innihald bókarinnar vex að mikilvægi og merkingu við hvern lestur og í samtali við börnin.“

„Bokens handling är ganska tydlig, men vad boken egentligen handlar om växer i betydelse för varje läsning och i mötet med barnen. Just nu tänker jag att den handlar om vänskapens vindlande vägar om hur viktigt det är med relationer och hur svårt det kan vara med känslor och att uttrycka dem.“ – Marie Eriksson, Förskolan 22.06.2016

♦ Book reviewA short but nice review about No! Said Little Monster by Marie Eriksson was published just recently in Förskolan, a magazine for preschool teachers in Sweden, in an article called “Emotional monsters” (Känslomonster): “The plot is clear and simple but the book’s real subject grows in importance with every reading and meeting with the children.”  

 

 

Skrímsladómar hér og þar | Reviews on book blogs

Bókadómar: Bókadómar um skrímslabækurnar birtast alltaf af og til á vefnum, á hinum ýmsu tungumálum. Hér fyrir neðan eru vísanir í umfjöllun á spænsku, litháísku og úkraínsku, en það skal tekið fram að síðastnefnda greinin fjallar um Monsterbråk, sænsku Skrímslaerjur.
Book reviewsThe books from the monster series are reviewed now and again on various websites and in webzines. Below are links to reviews in Spanish, Lithuanian and Ukrainian.


ES_Los_monstruos_grandes_no Spænska: Canal Lector – er vefur fyrir kennara og bókasafnsfræðinga sem vinna með bækur á spænsku. Stór skrímsli gráta ekki fær þar fimm stjörnur. Sjá: Los monstruos grandes no lloran.
Spanish: Canal Lector, is a service for teachers, parents and librarians working with books in Spanish, and provides articles, interviews and reviews on their website. See five star review here: Los monstruos grandes no lloran.

★ „El monstruo grande no quiere jugar con el pequeño porque cree que éste hace todo mejor que él. Todo le sale genial: sus dibujos son más bonitos, recorta figuras perfectas e incluso sabe utilizar el mando de la televisión. El grande piensa que es patoso, que todo lo hace mal, y como ya es mayor no debe llorar. Pero hay algo que el monstruo pequeño no sabe hacer… ¡nadar! Por fin puede enseñarle algo. Libro sencillo y directo, de ilustraciones coloristas y divertidas, y en el que se resaltan los valores que acompañan a la amistad.“ http://www.canallector.com


Litháíska: Í vefritinu NE!-LitDideli-pab-LitSkaitome vaikams eru myndbækur fyrir börn gagnrýndar. Þar er birt grein um skrímslabækurnar tvær: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Greinin birtist áður í ritinu Artuma, 2015 Nr. 6. Sjá nánar hér
LithuanianThe book blog Skaitome vaikams  reviews picture books for children. The two titles in Lithuanian: No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry are reviewed on the site. The article was also published in the magazine Artuma, 2015 Nr. 6. Read more here.

„Apie iliustracijas dera pakalbėti atskirai. Jos tipiškai minimalistinio skandinaviško dizaino (atliktos mišria aplikacijos technika, papildomai kai kurias detales išpiešiant ant viršaus), labai stambios, ekspresyvios. Objektyviai vertinant Lietuvos knygų rinkos kontekste – tai disonuojanti stilistika, mūsų akiai neįprastas net jų koloritas (dera nuraminti, kad antroji knygelė – gerokai spalvingesnė), tad ne visus tėvus knygos „įtikins“ savo vizualumu. Ir visgi – surizikuoti verta.“ – Rūta Lazauskaitė – Skaitome vaikams.

Meira um útgáfuna á litháíska leikskóla-vefnum ikimokyklinis.lt | More on: Mažasis Pabaisiukas sako NE! and Dideli pabaisiukai neverkia.


NorskMonsterbrakweb Úkraínska: Vefurinn Букмоль, er bókmenntaverkefni og barnabókmenntavefur sem m.a. er haldið úti af úkraínsku fræðafólki í Svíþjóð. Þar er fjallað um Skrímslaerjur eða Monsterbråk á sænsku og lesa má hér: Монстри посварилися.

UkrainianThis Ukrainian book project and book blog: Букмоль, is founded by Ukrainian speaking scholars in Sweden. The Swedish version of Monster Squabbles gets its review here: Монстри посварилися.

„На це натякає фінал книжки, лишаючи читача втішеним і впевненим у тому, що він має право помилятися, пробачати і бути пробаченим.“  – Букмоль – http://www.bokmal.com.ua

Bókadómar á Spáni | New book reviews in Spain

ES_DICE NO   ES_Los_monstruos_grandes_no

♦ BókadómarÁ spænsku barnabókmenntasíðunni Pekeleke má lesa tvo nýlega dóma um útgáfur Sushi books á fyrstu skrímslabókunum tveimur: Monstruo pequeño dice ¡NO! (Nei! sagði litla skrímslið) og Los monstruos grandes no lloran (Stór skrímsli gráta ekki). Eftir því sem ég kemst næst er góður rómur gerður að bókunum. Umfjöllunina má finna með með því að smella á tenglana í bókatitlunum hér fyrir ofan.

“Son dos álbumes ilustrados sensibles, con los que los niños se sentirán fácilmente identificados, y que nos hablan de empatía y de la necesidad de expresar nuestros sentimientos.” – Pekeleke.

♦ Book reviewsThe children’s literature site Pekeleke in Spain reviews the two first books in the Monster series, published by Sushi booksMonstruo pequeño dice ¡NO! (No! Said Little Monster) og Los monstruos grandes no lloran (Big Monsters Don’t Cry). Click on links in the book titles to read the very nice reviews by Pekeleke.

Sushi book published the books in four languages: Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte.
English translation of all eight books in the series are available. For further information, contact Forlagid Rights Agency.

Bókadómur: Sagan af bláa hnettinum | Book review in The Guardian

TheGuardianBlPlanet♦ BókadómurThe Guardian birti á dögunum samantekt af bókadómum úr sunnudagsblaðinu The Observer, hvar Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason fær góðan dóm hjá Kitty Empire. Með fylgdi myndlýsing úr bókinni, sjá hér til hliðar.

Tengill á netútgáfuThe GuardianKitty Empire: Fiction for older children reviews – delight in wordplay, disrespect for authority and a touch of evil. Birt 26. júlí 2015.

♦ Book reviewThe Guardian published a children’s book reviews round-up from The Observer where The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason receives a nice review by Kitty Empire. See here on the left. Illustration by yours truly!

Link to the article in The Guardian online: Kitty Empire: Fiction for older children reviews – delight in wordplay, disrespect for authority and a touch of evil. Published 26 July 2015.

Skrímslakisi: Bókadómar í Svíþjóð | Book reviews in Sweden

monsterkatten3dhu♦ Bókadómar. Skrímslakisi, sem í sænskri útgáfu heitir Monsterkatten og gefinn er út hjá Kabusa Böcker, fékk nokkrar ljómandi fínar umsagnir á árinu sem leið. Helene Ehriander, lektor í bókmenntum við Linnéháskólann í Svíþjóð, skrifaði ritdóm um Skrímslakisa í BTJ-häftet, tímarit þjónustumiðstöðvar bókasafna í Svíþjóð. Þar segir meðal annars um Monsterkatten: „… sem er, eins og fyrri bækurnar, spennandi afrakstur samstilltra hugmynda, ósvikins húmors og sköpunargáfu í ríkum mæli. … Það sem gerir skrímslabækurnar svo áhugaverðar er að þær segja frá andstyggilegum og erfiðum tilfinningum með hlýju og húmor. Ekkert er einfaldað og enginn vísifingur er á lofti. … Umbrotið er fjölskrúðugt og verður hluti af myndlýsingunum þar sem letrið miðlar einnig á grafískan hátt því sem liggur að baki orðunum. Myndirnar eru listrænar og aðgengilegar og tjá ríkar tilfinningar. Sögurnar um þessa tvo skrímslavini eru í uppáhaldi hjá mörgum börnum og það er ánægjulegt að sjá að Skrímslakisi er af jafn miklum gæðum og fyrri bækurnar.“

BTJ-dómurinn í heild sinni:
„Detta är den åttonde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet. Konflikten är lätt igenkännbar. Lilla Monster har fått en kattunge och Stora Monster känner sig svartstjuk för att den får så mycket tid och kärlek samtidigt som han är avundsjuk för att han inte har nagon egen kattunge. Stora monster gömmer kattungen och spelar ovetande när Lilla monster letar efter den, men på sista sidan har problemet lösts på att fint sätt. Det som er så interessant med monster-böckerna är att de skildrar fula och elake känslor med värme och humor. Inget förenklas och inga pekpinnar viftar. Läsaren kan prove de olika rollerna och känna de olika känslorna utan att de finns något fördömande i bakgrunden. Texten flyter med rytm och känsla. Layouten är varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. Bilderna är konstnärliga och lättilgängliga med många starka känslouttryck. Berättelserna om dessa två monsterkompisar har blivit många barns favoritläsning och det er glädjande att Monsterkatten är av lika hög kvalitet som de tidigare.“
– Helene Ehriander, BTJ-häftet, október 2014

Eva Emmelin skrifar um þrjár barnabækur í Skånska Dagbladet, þar á meðal um Monsterkatten og bendir á sögurnar tvær í bókinni: „Í myndrænu frásögninni er hægt að fylgjast með samviskubitinu sem greinilega hleðst smám saman upp hjá stóra skrímlinu. Börnin fá tvær sögur í bókinni, eina spennandi (hvar er skrímslakisi?), og aðra sem læðist óþægilega að lesandanum (kemst einhver að því hvað stóra skrímslið hefur gert?).“

„Den som inte är uppmärksam kanske missar håven som dyker upp i bild och tror att Stora monster är genuint orolig när Monsterkatten inte dyker upp en kväll. Att bildvägen följa det dåliga samvete som så tydligt kryper över Stora monsters är en upplevelse. För barnen får boken två historier, den första nervkittlande (var kan monsterkatten vara?), den andra krypande obehaglig (när ska någon komma på vad Stora monster gjort?).“  – Eva Emmelin, Skånskan 18. október 2014

Í bókabloggum má líka finna ummæli um Skrímslakisa. Marika er umsvifamikill bloggari og skrifar færslu í Marikas bokdagbok um Monsterkatten. Hún gefur þessa einkunn: „Fin berättelse om starka känslor.“ Í bloggfærslu í janúar 2015 taldi Marika svo upp bestu barnabækur ársins 2014 að hennar mati: „Den allra bästa barnboken var nog “Monsterkatten” av Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir.“

Í Hemmets Vedotidning voru taldar upp sjö bækur sem ver kynnu bestu kostirnir í jólapakkana. Þar var mælt með Skrímslakisa: „Dásamleg bókaröð … skemmtilegar myndir og mátulega hræðileg skrímsli.“

„Monster till minstingen. Monsterkatten är det senaste tillskottet i den populära och prisbelönta Monsterserien. En underbar serie för 3-6-åringar om Stora monster och lilla monster som hamnar i olika situationer som barnen känner igen. Roliga bilder och lagom läskiga monster.“  – Hemmets Vekotidning, 19. desember 2014.

♦ Book reviews. Book reviews on Skrímslakisi – Monsterkatten (The Monster Cat) were few but splendid in Sweden in 2014. An important review was in the Swedish Library Magazine: BTJ-häftet, by Helene Ehriander, where it read: “What is so fascinating about the monster-books is that they portray ugly and difficult feelings with warmth and humor. Nothing is simplified and there are no fingers pointed. The reader may try out different roles and emotions, without any condemnation hovering overhead. The text flows with rhythm and flair. The layout is varied and becomes part of the illustrations where type and text also graphically express the emotions behind what is being said. The pictures are artistic and accessible with many strong emotional expressions. The stories of the two monsters friends have become many children’s favorite reading, and it is gratifying to learn that The Monster Cat is of the same quality as the previous books.”

The Monster Cat was highly recommended in Hemmets Vedotidning and in Marikas bokdagbok here and here; as well as review by Eva Emmelin in Skånska Dagbladet; where she points out the two stories in the book, one in the text and then the second in the illustrations: “To experience through the illustrations the bad conscience that so clearly creeps over the Big Monster is an adventure. For children, the book has two stories, the first a thrilling one (where can the monster cat be?), and then the other unpleasantly creeping in (will someone find out what Big Monster has done?).”

Góðar umsagnir á Spáni | Good reviews in Spain

monstro-Sushi-Books

Skrímslabækurnar í góðum félagsskap í Galisíu. | Monsters in good company in Galicia.

♦ BókadómarKatalónska vefritið Direct!Cat valdi og birti í desember s.l. lista yfir 10 bestu bækur ársins 2014 sem gefnar voru út á katalónsku og ritrýndar höfðu verið hjá blaðinu. Þar voru taldar upp ýmsar bækur, svo sem Mother Night eftir Kurt Vonnegut, Der große Fall eftir Peter Handke og Stór skrímsli gráta ekki eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Hér má lesa dóma í blaðinu um Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki.

♦ Book reviewDirect!Cat, an online Catalonian newspaper, presented in last December a list of 10 books that had been reviewed in 2014 and could be highly recommended. Among them is Big Monsters Don’t Cry / Els monstres grans no ploren. See list here. Below are the reviews in Direct!Cat of our two books published in Catalan.

CAT_DIU NOLa sèrie del Monstre Petit i Gran, escrits i dibuixats a sis mans per aquest trio d’escriptors i il·lustradors nòrdics, es publica ara en català de la mà de l’editorial gallega Sushi Books, després de la gran popularitat que han aconseguit aquests llibres al món infantil dels països nòrdics (amb edicions a les Illes Feroe, Noruega, Islàndia, Suècia i Finlàndia) i també a França i Espanya.
Les difícils relaciones personals entre el Monstre Gran i el Petit es manifesten a cada aventura. En aquest llibre, el Monstre Petit se sent avassallat per l’actitud manaire del Monstre Gran, que tot ho controla i tot ho vol fer a la seva manera. Fins que el Monstre Petit es decideix a plantar-li cara i manifestar-li que, tot i que és un bon amic, ha de canviar per a mantenir la seva amistat.
Aquest és un llibre divertit, que parla de l’amistat, de com relacionar-se, de la bona educació i de la petita paraula No!, que de vegades s’ha de saber utilitzar amb fermesa. Els dibuixos són alhora tendres i divertits, que ens apropen uns monstres simpàtics, i amb un format de llibre allargat que permet gaudir plenament de les il·lustracions.” – Direct!Cat, 30. apríl 2014  Tengill | Link: El monstre petit diu No! 

CAT_Els_monstres_grans“Segueixen les aventures del Monstre Gran i el Monstre Petit. Aquest cop són eventures marítimes. La taranquil·la jornada de pesca a la riba del llac del Monstre Gran es veu conculcada per la presència sempre destralera del Monstre Petit. To el que fa el Petit li surt bé, mentre que al Gran tot li surt malament i té un fort sentiment de culpa: el Petit pinta bé, no fa faltes d’ortigrafia, sap mirar la programació de la tele… Però sí que hi ha una cosa que sap fer molt bé. Sap nedar!!! I ensenya el Petit a capbussar-se a l’aigua.
Aquestes aventures de la parella de monstres de creació nòrdica són d’aquelles que agraden a grans i petits. Tenen un repunt de senzillesa i tendresa que les fan aptes per a tots els públics. El seu format allargat contribueix a gaudir dels dibuixos.” – Direct!Cat, 25. júlí 2014  Tengill | Link: Els monstres grans no ploren.

GoiIrakuragaienMunstro2015♦ BókadómarStór skrímsli gráta ekki  marsera með á árlegum úrvalslista bókasafna í Navarra á Spáni „DESFILE DE ALTA LECTURA“ 2015. Þar fær bókin ljómandi umsögn á spænsku (kastilísku) og basknesku sem ef til vill mætti þýða svo: „Vinalegu skrímslin, sem eru sköpun þessara norrænu höfunda, leyfa sér að fjalla um tilfinningar og líðan án nokkurs ótta. Áhrifaríkar myndlýsingar í framúrskarandi bók.“  Ritið má finna hér.

♦ Book reviewEach year, a team of librarians from the public libraries of Navarra in Spain present a selection of outstanding titles with recommendations of books in different genres for readers of all ages. Parading along with other books in the catalog „DESFILE DE ALTA LECTURA“ 2015 is Big Monsters Don’t Cry, – in Basque: Munstro handiek ez dute negarrik egiten. The catalog is available here. The review says: “The friendly monsters, created by these Nordic authors, deal with emotions and feelings without any fear. Expressive illustrations in a great book.”

Faro da Cultura

♦ BókadómarÍ einu elsta dagblaði Spánar, Faro de Vigo, birtust ritdómar eftir Maríu Navarro um galisísku útgáfurnar á Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki: sem á galisísku heita Monstro Pequeno di non! og Os monstros grandes non choran – Greinarnar má lesa í úrklippunum hér fyrir ofan og neðan. Um bækurnar segir m.a. eitthvað á þessa lund: „Myndskreytingar Áslaugar Jónsdóttur endurspegla fullkomlega hugarástand sögupersónanna og hæfilegur skammtur af húmor fær lesendann til að skynja í sögunni ósviknar heimspekilegar vangaveltur um lífið.“

♦ Book reviewBoth No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry  were reviewed in one of the oldest newspapers in Spain, the Galician Faro de Vigo. In the article on Os monstros grandes non choran, titled: “The self-esteem – Simple and soulful story”, it says: “The illustrations by Áslaug Jónsdóttir reflect perfectly the mood of the characters, with a touch of hilarity that makes us perceive the story as a genuine philosophical reflection of life.” – María Navarro

Aperender a dicir non – Familiares monstros. “Dende o punto de vista plástico, as ilustracións que realiza Áslaug Jónsdóttir fan dos monstros, Pequeno e Grande, as imaxes fundamentais da historia e converte o resto dos debuxos en elementos pouco relevantes o que confire máis forza, se cabe, aos protagonistas.” – María Navarro, Faro da Cultura 2014

Pola autoestima. Sinxelo e substancioso relato. “Pola súa banda, as ilustracións que realiza Áslaug Jónsdóttir refliten perfectamente o estado de ánimo dos personaxes e cunha pinga de hilaridade fai que percibamos a historia coma unha auténtica reflexión filosófica de vida.” – María Navarro, Faro de Vigo 2014

Faro de Vigo

Fleiri tenglar: Hér fyrir neðan eru tenglar á fleiri pósta um útgáfur Sushi Books á bókunum um skrímslin.
♦ More links: Previous posts on the Monster series in Spanish (Castilian), Galician, Catalan and Basque languages, published by Sushi Books:
Bókaumfjöllun á Spáni | Reviews in Spain
Skrímslin á útopnu | Book release in Spain

 

Skrímslaerjur: Norskur bókadómur | Book review in Norway

8_Pirion_2014-Forsida♦ BókadómurSkrímslaerjur eða Monsterbråk kom út á norsku síðastliðið haust hjá forlaginu Skald. Bókin var ritrýnd í tímaritinu Pirion eins og má lesa hér. Þar segir meðal annars:

„Höfundunum hefur tekist að skapa sérstakan heim þar sem góðhjörtuð skrímsli eiga í erjum og erfiðleikum. Og bestu vinir eru þau ævinlega, sama á hverju gengur og sama hvað þau segja við hvert annað. Bækurnar geta kennt okkur margt um vináttuna og hvernig leysa má deilur á farsælan hátt, án þess að beita yfirgangi eða ofbeldi.
Myndlýsingar Áslaugar er hæfilega myrkar og spennandi, en allsstaðar má þó finna litrík atriði … Teikningarnar leggja líka mikið til söguþráðarins: þegar erjurnar eru yfirstaðnar og skrímslin orðin vinir aftur, þá skín sólin og litríkur regnboginn brýst fram á myndinni.“ – Judith Sørhus Litlehamar / Pirion 8/2014

Meira á norsku um Monsterbråk: hjá Skald ; á Bokstaver.no. ; á Barnebokkritikk.no (2013); á NRK (2013) ; og hér má lesa brot úr norsku útgáfunni.

8-Pirion-2014-Monsterbråk♦ Book reviewSkrímslaerjur (Monster Squabbles) were published in Norway last fall by Skald. It was reviewed in the magazine Pirion, by Judith Sørhus Litlehamar:

“The authors have created a unique world where kindhearted monsters have their squabbles and troubles. And they are best friends, no matter how they quarrel and what ever they may throw at each other. The books can teach us a lot about friendship and how to solve conflicts without feud or force.
Jónsdóttir’s illustrations are suitably dark and dangerous, yet colorful elements pop up everywhere … The images also contribute a great deal to the story: when the brawl is over and the two monsters are friends again, the sun shines and a colorful rainbow burst out in the illustration. 
– Judith Sørhus Litlehamar / Pirion 8/2014

Read more on the web, in Norwegian, about Monster SquabblesMonsterbråk: at Skald Publishing; at Bokstaver.no ; at Barnebokkritikk.no (2013); at NRK (2013) ; or read few pages from the book.