Bókverk á RABF | Reykjavík Art Book Fair 2023

BÓKVERK: Bókverkamessan í Reykjavík, RABF – Reykjavík Art Book Fair, verður haldin dagana 30. mars til 2. apríl í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Við ARKIR verðum þar og kynnum verk okkar. Meðal annars verðum við með nýja sameiginlega bókverka-möppu, í 20 árituðum eintökum. Allt ólík verk sem þó tengjast að innihaldi. Þar verður heftið mitt „höpp (af handahófi)“ meðal verka, en fjögurra laufa smárar spila þar rullu.

BOOK ART: RABF – Reykjavík Art Book Fair will be held at Reykjavík Art Museum Hafnarhús from March 30 to April 2. My art group ARKIR will be exhibiting and selling works at the fair, amongst them a new collective work: a folder of small books and booklets, in 20 signed copies. The works vary in content and medium, but are connected by a theme. My piece in the collection is the booklet „höpp (af handahófi) – my random luck“, a collection of photos of my findings of four (and five!) leaf clovers, documented in photos and dried items.

TMM – kápa og ljóð | Cover illustration and poetry

Ljóð og mynd: Nú á dögunum kom út fyrsta hefti Tímarits Máls á menningar á árinu 2023. Ég á kápumyndina og þrjú ljóð í heftinu. Ég ætla að leyfa mér að mæla með ritinu sem birtir margvíslegt efni: smásögur, ljóð, gagnrýni og pistla. Á tímum athyglisbrests, eða til dæmis á ferðalögum, hefur TMM oft reynst mér góður félagi því þar er að finna eitthvað fyrir allra stunda hæfi: mínútuljóð og kortérskvæði, hálftíma greinar og lengri lestur, – umfram allt gott efni og fjölbreytt.

Kápumyndin er klippimynd / myndblendi með þeirri tækni sem ég hef oft notað: efniviðurinn er endurunnið prentefni, glanstímarit og þess háttar, klippt með skærum, límt. Kolkrabbinn sem spáir í framtíðina er svo ekkert slor, en til alls vís.

Collage and poetry: The first issue 2023 of the Icelandic culture magazine TMM was published recently. I did the cover image and I also have three poems published in this issue. I would like to recommend the magazine for readers of the Icelandic language. It presents a variety of content: short stories, poetry, reviews and articles. In times of constant attention disorders and e.g. during travels, TMM has often proved to be a good companion, because there is something for every occasion and time slot: minute poems and quarter-hour poetry, half-hour chapters and longer articles, – and above all, good content and varied.

The cover illustration is a collage / montage, recycling printed material and magazines. One of my favorite art techniques. The octopus that predicts the future is a clever creature, both all-knowing and ominous …

Skrímsli í myrkrinu – í Japan | Monsters in the Dark – in Japanese

Skrímslafréttir! Myndabókin „Skrímsli í myrkrinu“ hefur verið seld til Japans. Forlagið Yugi Shobou gefur út og væntir þess að titillinn, まっくらやみのかいぶつ, komi út 1. desember. „Skrímsli í myrkrinu“ er önnur bókin úr bókaflokknum um skrímslin sem kemur út í Tokyo, en „Stór skrímsli gráta ekki“ kom út fyrr á árinu undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou. Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.

Monsternews! Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) has been sold to Japan. The title in Japanese, まっくらやみのかいぶつ, is expected out on December 1st. For more information see the Tokyo based publishers homepage: Yugi Shobou.

This is the second book from the book series about Little Monster and Big Monster that is published in Japan, as Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) came out earlier this year at Yugi Shobou by the title おおきいかいぶつは なかないぞ!Books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Bókverk hjá Handverki og hönnun | Book art exhibition

BÓKVERK: Minn góði listahópur ARKIR opnaði á dögunum sýningu á bókverkum, textílbókverkasýninguna SPOR EFTIR SPOR, en þar teflum við saman verkum sem tengjast á einhvern hátt þráðlistinni. Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES.

Sýningin opnaði 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi. Hún er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október. Lokadagur 31. október.

 

BOOK ART: My art group ARKIR opened a new exhibition earlier this month, the textile book art exhibition SPOR EFTIR SPOR or “STICH BY STICH”. The exhibition is a continuation of the international project SPOR | TRACES that lead to a two year exhibition at the Textile Museum in Blönduós in 2020-2022. Read more about that project here: SPOR | TRACES. 

The exhibition opened October 6, 2022, in the exhibition space of Handverk og hönnun / Crafts and Design, located at Eidistorg, Seltjarnarnes. The exhibition is open from 12 noon to 4 pm Monday to Saturday, throughout October.

Nokkrar nærmyndir ef verkum á sýningunni. Smellið á myndirnar til að stækka
Book details. Click on the images to enlarge.

Bókverk á kynningarmynd: | Book art by Bryndís Bragadóttir – Veggspjald hönnun: | Poster design: Áslaug Jónsdóttir.

Skrímsli í bókagleði | Poster monsters!

Skrímslin í Danmörku: Litla skrímslið og stóra skrímslið hafa víða um veröld ratað og nú inn á veggspjald með ýmsum karakterum og fígúrum úr klassískum barnabókmenntum. Veggspjaldið á rætur að rekja til danska verkefnisins „BOGglad“ sem var sett á fót til að ýta undir endurnýjun á barnabókakosti í bókasöfnum, á leikskólum, frístundaheimilum og félagsheimilum, – og vera um leið hvatning til þess að nýta bókmenntir í daglegu lífi barna. Þetta danska verkefni stuðlar sem sagt að því að koma bókunum til barnanna, auðvelda aðgengi og auka úrval. Það er vel og við skrímslahöfundar erum stolt af þátttöku skrímslanna. Veggspjaldið má t.d. nálgast hér

Það fer enginn í grafgötur um mikilvægi lestrar og áhrif bókmennta á andlegan þroska barna. Eitt og annað er gert til þess að hvetja börn til bóklestrar og oft fær keppnisfólkið þar útrás, því það má mæla magn, fjölda bóka og blaðsíðna, lestrarhraða, o.s.frv. Skólabókasöfnin kvarta undan fjárskorti og bókaskorti og þegar nýju bækurnar loks berast eru lestrarhestarnir fljótir að afgreiða þær og naga tómar hillurnar. Lesa auðvitað allt.

Hvað er svo gert hér til þess að koma íslenskum bókum út til barnanna? Ekki hefur mátt nefna það að afnema virðisaukaskatt af bókum sem hefði þó gert innkaup bæði bókasafna og einstaklinga léttari fyrir pyngjuna. Ekki hef ég orðið vör við átak á borð við hina dönsku bókagleði, BOGglad, sem styrkir innkaup og eykur dreifingu. Ekki heldur neitt sem minnir á hið ágætu innkaupakerfi Menningarráðsins norska – sem tryggir norskum útgefendum sölu og, ekki síst, dreifingu á barnabókum í norsk bókasöfn. Þessi verkefni stuðla einmitt að því að koma bókunum til barnanna.

Á Íslandi eyða barnabókahöfundar, rit- og myndhöfundar, löngum stundum í að skrifa vandaðar umsóknir í sjóði fyrir listamenn. Oftar en ekki enda þær umsóknir í pappírstætaranum, – laun og styrkir engir eða brotabrot af því sem til þarf að lifa af þeirri list að skapa bókmenntir fyrir börn. Helst af öllu vildum við lifa af sölulaunum bóka okkar, en markaðurinn er lítill og flesta menningarstarfsemi okkar þarf á einhvern hátt að styrkja úr sameiginlegum sjóðum. En það mætti líka reyna að stækka ögn markaðinn, til dæmis með styrkjum til bókakaupa, auka þannig bókakost barna í skólum, á söfnum og á heimilum. 

Stofnaður var sjóðurinn AUÐUR sem styrkir útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Styrkirnir eru veittir útgefendum. Skaparar bókanna sjá ekkert af þessum styrkjum og ekkert tryggir dreifingu bókanna til lesendahópsins. Menningarráðherra hefur ennfremur ýjað að því að sjóðnum verði breytt á þann hátt að eingöngu verði veittir styrkir til að miðla fornbókmenntum og norrænni goðafræði til barna, þ.e. sértækir styrkir til útgefenda, – styrkir sem stýra útgáfum efnislega. Það er all sérstök hugmynd, svo ekki sé meira sagt. Nokkrir styrkir eru veittir til þýðinga, enn og aftur veittir útgefendum. 

Þeir sem kaupa inn barnabækur verða auðvitað og augljóslega að sýna hagsýni en það er hörmulegt ef innkaupin litast svo mjög af sparnaði að allt sé það í stíl við kakósúpu og kex. Rétt eins og þegar við ræðum um að matarræði í skólamötuneytum megi ekki snúast eingöngu um ódýra, næringarlitla fyllingu í maga, þá þarf að þora að ræða þá andlegu nagga sem börnum er boðið upp á, það er að segja: gæðin skipta máli. Vandaðar bækur eru til ótal margar, íslenskar og þýddar, en illa samið samið efni, hroðvirknislega þýtt og skaðlega illa myndlýst er svo greinilega á borðum líka. Fyrr eða síðar kemur í ljós að það er ekki nóg að telja titla og blaðsíður, næringin skiptir máli. 


Find the Monsters! Little Monster and Big Monster have found their way around the world and now onto a Danish poster with various characters and figures from classic children’s literature. The poster is made in connection with the project “BOGglad”, which was set up to promote book reading, renew the collections of children’s books in libraries, kindergartens, leisure centers and clubs, – and at the same time be an incentive to help activate literature in children’s daily lives. This Danish project helps bring the books to the children, make more children’s books accessible and increase the collections in libraries, schools and kindergartens. A wonderful initiative! We monster-authors are proud of Little Monster’s and Big Monster’s participation! The poster is available for download here.


Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út á dögunum í Danmörku hjá forlaginu Vild Maskine. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases in Denmark: Four books from The Monster series were released in June by our new publishing house, Vild Maskine.  Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

Skrímslin í Japan | Big Monsters Don’t Cry in Japanese

Skrímslafréttir! Fyrir um ári var undirritaður samningur við lítið útgáfufyrirtæki í Tokyo um útgáfu á bókinni „Stór skrímsli gráta ekki“. Nú hefur forlagið Yugi Shobou kunngjört um útgáfudag, en þann 15. júlí kemur bókin út í Japan undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Við skrímslahöfundar fögnum því að hinar ýmsu bækur úr bókaflokknum um skrímslin svörtu hafa nú brátt komið út á alls 19 tungumálum! Sjá upplýsingar á japönsku á síðu bókarinnar hjá Yugi Shobou.

Monsternews! We proudly announce a book release in Japan on July 15. Almost a year ago a contract was made with Yugi Shobou Publishing in Tokyo for the rights to publish Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) in Japanese. The Japanese title is おおきいかいぶつは なかないぞ!We the authors celebrate that books from the Nordic Monster series will now soon have been released in 19 languages! More information in Japanese for the book here


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

 


 

 


 

 

Skrímslin í Danmörku | New releases in Denmark

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin koma út í Danmörku 13. júní næstkomandi. Í Danmörku höfum við nú nýjan útgefanda: Vild Maskine, sem er lítið en framsækið forlag staðsett í Vordingborg, en fyrri útgefandi var Torgard.  

Mads Heinesen útgefandi hjá Vild Maskine var kampakátur með nýju bækurnar, brakandi fínar og volgar úr prentvélunum. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases: We are happy to announce that four books from the monster series will be released in Denmark on June13th. Our new publishing house, Vild Maskine, (e: Wild Machine) is a small but progressive publishing house located in Vordingborg.

Mads Heinesen, publisher at Vild Maskine, was happy with the new books, warm from the printing presses. Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 


 

 


 

 

Skrímslaleikur – dómur í Lestrarklefanum | Monster Act – review

Bókadómur: Nýjasta bókin í bókaflokknum um skrímslin, Skrímslaleikur, kom út hjá Máli og menningu / Forlaginu á dögunum og í Lestrarklefanum birtist hér þessi fíni dómur um bókina. Katrín Lilja Jónsdóttir er sagnfræðingur og blaðakona og skrifar þar meðal annars:

„Ég veit ekki hvað það er við skrímslabækurnar sem nær okkur mæðginum fullkomlega. Við skoðum myndlýsingar Áslaugar í þaula, dáumst að þeim og dýrkum. Hún hefur einstakan stíl klippimynda sem okkur finnst einfaldlega frábær. Myndirnar eru litríkar, lifandi og fullar af tilfinningum. Við ræðum saman um söguþráðinn, pælum í gjörðum sögupersónanna og framhaldi. Við gjörsamlega týnum okkur í bókinni og svo er hún skyndilega búin! Tilfinningar skrímslanna eru hráar og barnslegar svo börn eiga auðvelt með að sjá sjálf sig í þeim. Þau hafa upplifað aðstæður þeirra, gert það sem þau gera, leikið með sömu leikföng. Því gefa bækurnar gott tækifæri til að ræða um daginn og veginn, þær gefa foreldrum og forráðamönnum rými til að ræða um erfiða hluti.
Öll börn á leikskólaaldri ættu að kynnast litla skrímsli, stóra skrímsli og loðna skrímsli. Og í nýjustu bókinni, fara með þeim í leikhús!“
Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021

Það gleður okkur höfundana ósegjanlega þegar bækurnar okkar virðast rata til sinna! 

Skrímslaleikur á sænsku, Teatermonster, er nú þegar komin út hjá Argasso forlaginu, og Skrímslaleikur kemur út á færeysku hjá BFL – Bókadeildinni, ásamt fleiri endurútgáfum. 

Skrímslaleikur er tíunda bókin um skrímslin. Hér má sjá myndir og lesa brot úr dómum um allar fyrri skrímslabækurnar. Bækunar hafa verið endurprentaðar síðustu ár, en þrír titlar eru uppseldir:

Nei! sagði litla skrímslið
Stór skrímsli gráta ekki 
Skrímsli í myrkrinu
Skrímslapest
Skrímsli í heimsókn
Skrímsli á toppnum – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslaerjur – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslakisi – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímsli í vanda
Skrímslaleikur


Book review: Skrímslaleikur (2021) received a very nice review in Lestrarklefinn, (The Reading Chamber) – a website with book reviews and articles on literature and reading. Katrín Lilja Jónsdóttir is a historian and journalist and she writes: 

“I do not know what it is about the monster books that completely captures us, me and my son. We study Áslaug’s illustrations closely, admire them and worship them. She has a unique style of collage that we simply find spectacular. The pictures are colorful, vibrant and full of emotion. We talk about the plot, delve into the actions of the characters and the consequences. We completely get lost in the book and then it’s suddenly finished! The monsters’ emotions are raw and juvenile, so children can easily see themselves in them. They have experienced their situation, done what they do, played with the same toys. Therefore, the book series provide a good opportunity to talk about their daily life, they give parents and caretakers opportunity to talk about difficult things.
All preschoolers should be familiar with Little Monster, Bing Monster and Furry Monster. And in this latest book, go along to the theater!”
 Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021

Thanks to Lestrarklefinn! We, the authors, are truly grateful and happy when we see that our books make their way to their readers! 

Skrímslaleikur is the tenth book in the series. Most of the books have repetitively been republished, but three titles are sold out at the moment. See list above. Skrímslaleikur is the book of the month in September at Forlagid’s Bookstore. 

The Swedish version, Teatermonster, has already been published by Argasso publishing house, and the Faroese version, Skrímslaleikur,  and more reprints in Faroese are published by Bókadeildin.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímslaleikur, pest og heimsókn! | Monster Act, – Monster Flu and Monster visit!

Nýjar bækur og endurprentanir! Nýjasta bókin í skrímslabókaflokknum, Skrímslaleikur, er komin út hjá Máli og menningu / Forlaginu og út í allar betri bókabúðir. Skrímslaleikur er bók mánaðarins hjá bókabúð Forlagisins og fæst þar á kostakjörum. Tvær fyrri bækur, sem lengi hafa verið ófáanlegar, voru líka endurprentaðar í þetta sinn: Skrímslapest og Skrímsli í heimsókn. Í Skrímslapest segir frá bráðsmitandi sjúkdómi og í Skrímsli í heimsókn er loðna skrímsli í fyrsta sinn kynnt til sögunnar. Hér má sjá myndir og lesa brot úr dómum um allar fyrri skrímslabækurnar. 

Skrímslaleikur á sænsku, Teatermonster, er nú þegar komin út hjá Argasso forlaginu, en von er á færeysku útgáfunni og fleiri endurútgáfum á færeysku með haustinu. 

Skrímslin 2021: Nýir titlar og endurprentanir | The Monster series: New titles and reprints in 2021.

A new book and reprints! The latest book in the monster book series: Skrímslaleikur (Monster Act), published by Mál og menning / Forlagið, is out and in all bookstores. Skrímslaleikur is the book of the month at Forlagid’s Bookstore. Two previous books, which have been sold out for a long time, were also reprinted: Skrímslapest (Monster Flu) and Skrímsli í heimsókn (Monster Visit). In Monster Flu the two monsters, Big Monster and Little Monster, learn about a highly contagious disease and in Monster Visit they meet Furry Monster for the first time. See images and read excerpts from reviews about all the previous monster books here.

The Swedish version, Teatermonster, has already been published by Argasso publishing house, and the Faroese version and more reprints in Faroese are expected in the autumn.

A spread from Skrímslaleikur (2021).

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímslaleikur á sænsku | Teatermonster – Monster Act

Bókaútgáfa: Þessi eintök voru að koma með hraðpóstinum! Skrímslaleikur eða Teatermonster er komin út hjá Argasso forlaginu, Von er á íslensku útgáfunni í lok mánaðar. Hér má lesa um fyrsta sænska bókadóminn:

„Teatermonster er tíunda sænsk-íslenska-færeyska myndabókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, sem er eins og hin fyrri spennandi árangur af norrænu samstarfi, sameiginlegum hugmyndum, ósviknum húmor og mikilli sköpunargleði.“ …  „Textinn flæðir með hrynjandi, tilfinningu og  smá innskotum af rími. Útlit og umbrot er úthugsað og fjölbreytt og verður hluti af myndskreytingunum þar sem textinn miðlar á grafískan hátt tilfinningunum á bak við það sem sagt er. Listrænar myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og klippimyndum og þær bera söguna áfram með því að miðla öllum þeim sterku tilfinningum sem persónurnar upplifa. Sögurnar um skrímslavinina eru orðnar eftirlætislestur margra barna síðan fyrsta bókin kom út árið 2004 og það er ánægjulegt að út komi enn ein bók af jafn háum gæðum og þær fyrri. … Heildarstigagjöf: 5“
– Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

“Teatermonster är den tionde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av nordiskt samarbete, gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet.”  …  “Texten flyter med rytm, känsla och inslag av rim. Layouten är genomarbetad och varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. De konstnärliga bilderna är i blandteknik med inslag av collage och de bär berättelsen framåt genom att förmedla alla de starka känslor som karaktärerna känner. Berättelserna om monsterkompisarna har blivit många barns favoritläsning sedan den första boken kom ut 2004, och det är glädjande att det kommer ännu enbok av lika hög kvalitet som de tidigare.” … “Helhetsbetyg: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

Book release: Happy author/illustrator/book designer! Our new book in the Monster series Skrímslaleikur / Teatermonster / Monster Act is out in Sweden, published Argasso. It has already received a fine review in Sweden. Swedish quotation above, translation below: 

“Monster Act is the tenth Swedish-Icelandic-Faroese picture book about Little Monster and Big Monster, which, like the previous ones, is an exciting result of Nordic collaboration, joint ideas, genuine humor and a great deal of creativity.” … “The text flows with rhythm, flair and elements of rhyme. The layout is well thought-through and varied and becomes part of the illustrations as the text also graphically conveys the emotions behind what is said. The artistic images are in mixed media and collage and they carry the story forward by conveying all the strong emotions that the characters feel. The stories about the monster friends have become many children’s favorite reading since the first book was published in 2004, and it is gratifying that there is now yet another book of the same high quality as the previous ones.”
“Overall rating: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Bókverk á listamessu | Book art at Chart 2021 Copenhagen

BÓKVERK: Stundum leiðir þátttaka í fjölþjóðlegum listaverkefnum til þess að verkin fara vítt um heiminn. Nú rata tvö lítil bókverk á sömu listamessuna: Chart 2021 í Kaupmannahöfn, sem fer fram dagana 27.-29. ágúst.

Annars vegar eru það forkólfarnir í Northing Space og Kinakaal Forlag í Bergen, sem sýna norræn örbókverkasöfn. Nokkrir íslenskir teiknarar eiga verk í safninu og þar hef ég verkið Deadline. Norrænu smáritin eru m.a. kynnt hér og hér en Northing hefur staðið fyrir sýningum á smáritunum í bæði Oslo og Bergen og víðar.

Hins vegar verða þær stöllur í Codex Polaris á ferð með Bibliotek Nordica en þar er ég með „Kartöflugarðinn“ (Still growing potatoes).

Mæli með heimsókn í Charlottenborg um helgina fyrir þá sem tök hafa á.

Nordic minizines – Iceland. © https://www.northing.no/scandinavian-minizine


BOOK ART FAIR: Participating in multinational art projects often leads to participation in exhibitions around the world. Now two of my small artist books from two different art projects will be displayed at the same art fair: Chart 2021 in Kunsthal Charlottenborg, Copenhagen, from 27 – 29 August.

Northing Space and Kinakaal Forlag in Bergen will exhibit Nordic mini-zines. Several Icelandic illustrators have works in the collection: I have the tiny book Deadline. Northing and Kinakaal Forlag have been invited to the fair and have decided to launch the Nordic Minizine Boxes as one of Northing’s major projects at the fair.

Another work of mine: Still growing potatoes is a part of Bibliotek Nordica, introduced by the project leaders in Codex Polaris at Chart 2021.

If in Copenhagen, don’t miss the fair which has become one of the major art events in Scandinavia.

 

Bibliotek Nordica – photo © Codex Nordica

 

Skrímslaleikur: bókadómur í Svíþjóð | Teatermonster – review

Bókadómur: Það er ekki beðið með bókadómana í Svíþjóð, þó bókin okkar Skrímslaleikur sé reyndar ekki komin út. BTJ, Bibliotekstjänst í Svíþjóð, gefur reglubundið út rit með umsögnum um valdar bækur og gefur einkunn frá 1 upp í 5. Teatermonster, sem kemur út í haustbyrjun hjá Argasso forlaginu, fékk fínan dóm hjá Helene Ehriander í nýútgefnu BTJ-hefti nr 16, 2021, – og fullt hús stiga: fimm af fimm mögulegum. Þar segir til dæmis, í laufléttri þýðingu (sjá frumtexta neðar): 

„Teatermonster er tíunda sænsk-íslenska-færeyska myndabókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, sem er eins og hinar fyrri spennandi árangur af norrænu samstarfi, sameiginlegum hugmyndum, ósviknum húmor og mikilli sköpunargleði.“ …  „Textinn flæðir með hrynjandi, tilfinningu og smá innskotum af rími. Útlit og umbrot er úthugsað og fjölbreytt og verður hluti af myndskreytingunum þar sem textinn miðlar á grafískan hátt tilfinningunum á bak við það sem sagt er. Listrænar myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og klippimyndum og þær bera söguna áfram með því að miðla öllum þeim sterku tilfinningum sem persónurnar upplifa. Sögurnar um skrímslavinina eru orðnar eftirlætislestur margra barna síðan fyrsta bókin kom út árið 2004 og það er ánægjulegt að út komi enn ein bók af jafn háum gæðum og þær fyrri. … Heildarstigagjöf: 5“ – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

“Teatermonster är den tionde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av nordiskt samarbete, gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet.”  …  “Texten flyter med rytm, känsla och inslag av rim. Layouten är genomarbetad och varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. De konstnärliga bilderna är i blandteknik med inslag av collage och de bär berättelsen framåt genom att förmedla alla de starka känslor som karaktärerna känner. Berättelserna om monsterkompisarna har blivit många barns favoritläsning sedan den första boken kom ut 2004, och det är glädjande att det kommer ännu enbok av lika hög kvalitet som de tidigare.” … “Helhetsbetyg: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

Book review: Although our new book in the Monster series: Monster Act is not out yet, the first book review has already been published in Sweden. The Swedish Library Magazine, BTJ, Bibliotekstjänst publishes reviews on selected books, giving grades from 1 to í 5. Monster Act is published by Argasso and received a fine review from lecturer Helene Ehriander in the last magazine, rating Monster Act with with 5 points. Swedish quotation above, translation below: 

“Monster Act is the tenth Swedish-Icelandic-Faroese picture book about Little Monster and Big Monster, which, like the previous ones, is an exciting result of Nordic collaboration, joint ideas, genuine humor and a great deal of creativity.” … “The text flows with rhythm, flair and elements of rhyme. The layout is well thought-through and varied and becomes part of the illustrations as the text also graphically conveys the emotions behind what is said. The artistic images are in mixed media and collage and they carry the story forward by conveying all the strong emotions that the characters feel. The stories about the monster friends have become many children’s favorite reading since the first book was published in 2004, and it is gratifying that there is now yet another book of the same high quality as the previous ones.”
“Overall rating: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímsli á leiðinni | Monsters on the way

Nýjar bækur og endurprentanir: Það er komið að því að kynna nýja bók eftir okkur félagana í skrímsla-þríeykinu! Bókin Teatermonster er nú þegar komin í kynningu hjá forlaginu okkar í Svíþjóð, Argasso, en Skrímslaleikur kemur út hjá Máli og menningu / Forlaginu í haust sem og Bókadeildinni í Færeyjum. 

Að auki koma út tvær endurútgáfur á íslensku: Skrímslapest og Skrímsli í heimsókn og heilar fimm endurútgáfur á færeysku: Nei! segði lítla skrímsl, Myrkaskrímsl, Skrímslasótt, Skrímslahæddir, og Skrímslavitjan. Það var því í mörgu að snúast á skrifstofu skrímslanna á Melhaganum. Höfundar og ritstjórar í þremur löndum sendu inn breytingar og viðbætur og þegar gömul og glötuð skjöl finnast ekki verður að gera sumt upp á nýtt. Allt skiptir máli á síðustu metrunum: kommurnar, bilin, millimetrarnir. Svo ekki sé minnst á villur sem hafa slæðst inn! Við höfum verið lánsöm með góða ritstjóra í öllum löndum og ég get vottað að röntgenaugu Sigþrúðar á Forlaginu eru ómetanleg. 

Þegar listrænni angist yfir myndum og texta loks sleppir er ég ævinlega á nálum yfir því að koma prentskjölum frá mér þannig að úr verði sómasamleg bók. Til dæmis eru prentprófílar merkilegar skepnur. Útkoman á prentverki er á endanum einhverskonar sáttargerð milli hugmynda og hæfni og milli tækni og þess áþreifanlega. Þegar ný bók kemur út er ég svo gjörn á að stara á möguleg mistök að mér þykir best að henda bókinni út í horn og líta ekki á hana. Eina ráðið er þó að halda áfram og trúa því að gera megi betur næst. 

Litið um öxl … Ég hef oftast unnið að bókunum mínum á fleiri en einum stað: á vinnustofu á Grensás hjá Sigurborgu Stefáns og í Melaleiti. En vegna smitfaraldursins og ýmissa utanaðkomandi aðstæðna varð vinnuhornið heima að taka við skrímslafárinu. Því til viðbótar mátti ég heita múruð inni, en framkvæmdir við húsið hafa staðið yfir í nær hálft ár með drynjandi múrbroti og vélanna söng. Ógleymanlegur tími í mörgu tilliti. Áfram herjar veirupestin á okkur, sem aldrei fyrr. Sannkölluð skrímslapest!

New books and reprints: It’s time to introduce a new book about Little Monster and Big Monster, by us three co-authors Áslaug, Kalle and Rakel! Our new book in the Monster series, Monster Act, has already been presented by our publishing house in Sweden, Argasso, where the title is Teatermonster. Skrímslaleikur  in Icelandic will be published by Mál og menning / Forlagið this autumn, as well as by Bókadeildin in the Faroe Islands, under the same title. 

In addition, two titles in Icelandic will be reprinted: Skrímslapest (Monster Flu) and Skrímsli í heimsókn (Monster Visit) and a total of five titles in Faroese will be reprinted: Nei! segði lítla skrímsl, Myrkaskrímsl, Skrímslasótt, Skrímslahæddir, and Skrímslavitjan. There was therefore a lot going on at the monsters’ office in Melhagi, as authors and editors in three countries sent and submitted changes and additions, and when old and lost documents are not found, some have to be reconstructed. Every tiny thing matters at the last meters: the commas, the spaces, the millimeters. Not to mention errors that have crept in! We have been fortunate to have good editors in all countries and I my editor Sigþrúður’s x-ray eyes are invaluable.

When I finally (try to) let go of the artistic anguish over text and illustrations and turn to work on the book design and layout, I am always anxious about if the printing documents on my screen will ever come out as a decent book. The result, a printed book, is ultimately a kind of reconciliation between ideas and skills and between technology and the tangible. When a new book is published, I tend to stare at possible mistakes and prefer to throw the book into a corner and not look at it at all. (Bad PR!) Still, there is only one thing to do: keep going and believe that one can do a little bit better next time.

Looking back … I have usually worked on my books in more than one place: in my friend Sigurborg Stefans’ spacious studio and at our farm Melaleiti. But due to the pandemic and various other external circumstances, my work corner at home had to do for this monster session. In addition, I was somewhat locked up inside with windows and balcony closed as construction work on the house has been going on for almost half a year, with machines singing. An unforgettable time in many ways. The plague of covid-19 continues in Iceland, with rising numbers of infections – mostly in fully vaccinated people. Truly a Monster Flu!

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Sjáðu! á Bókmenntavefnum | Book review

Umfjöllun: Bókmenntavefurinn birti nú í desember umfjöllun um þrjár nýjar myndabækur, ætluðum ungum lesendum. Þar er meðal annars fjallað um Sjáðu!.

Um textann segir: „Hann er stuttur en hnitmiðaður og er bæði hljómfagur og áhugaverður. […] Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. […] Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“

– María Bjarkadóttir / Bókmenntavefurinn

🔗 Umfjöllunin á Bókmenntavefnum.


Book review: Sjáðu! received a fine review at Bókmenntavefurinn, – the Icelandic Literature Web, a website under the supervision of the Reykjavík City Library in cooperation with the Reykjavík UNESCO City of Literature.

“The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also extremely beautiful.”
– María Bjarkadóttir / The Literature Web


Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Bókadómur – Sjáðu! | Book review

Bókadómur: Lestrarklefinn er vefsíða með umfjallanir um bókmenntir og lestur og þar fékk Sjáðu! fínasta fimm-stjörnu dóm undir fyrirsögninni „Harðspjalda gullmoli“.

„Saman skapa textinn og myndirnar skemmtileg hugrif sem hafa nær dáleiðandi áhrif á bæði þann sem les og þann sem hlustar. Teikningarnar eru barnslegar og fjörugar og draga augu lesandans út í öll horn á hverri opnu.“ ★★★★★ – Katrín Lilja Jónsdóttir / Lestrarklefinn

Book review: Sjáðu! received a nice five-star review at Lestrarklefinn, a website with book reviews and articles on literature and reading. The headline read: „A gold nugget of a board book“, followed by five stars.  Link to the review here at Lestrarklefinn. ★★★★★


Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Sjáðu! kynningarmyndband | Book presentation

Sjáðu! Útgefendur mínir á Forlaginu gerðu röð myndbanda þar sem höfundar kynna nýútkomin verk sín. Það var ekki annað að gera en vippa af sér sóttvarnargrímunni og setjast fyrir framan upptökuvélina. Veskú!

Myndabókin Sjáðu! – myndavers fyrir börn er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin, en bókin ætti einnig að höfða til eldri barna sem skilja myndirnar og textann á sinn hátt. Oft eru myndbækur lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri og hér ættu allir að geta notið. Hugmyndin var líka að ungur lesandi gæti séð eitthvað nýtt eftir því sem bætist við þroska og skilning, þannig myndi bókin „vaxa með barninu“.
Útgefandi Mál og menning. Texti útgefenda á baksíðu kápu:

„Sjáðu! er myndaævintýri fyrir allra yngstu börnin þar sem upplagt er að benda, skoða og undrast. Stutt vers leiða lesendur í gegnum furðuheim sem vekur spurningar og vangaveltur. Þetta er enn ein listasmíð Áslaugar Jónsdóttur en bækur hennar hafa komið út um víða veröld við góðan orðstír. Sjáðu! er bók sem vex með barninu.“

Bókin fæst í helstu bókabúðum og vefverslunum þeirra, til dæmis hér:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta


See! My publishers at Forlagið have made a series of short video presentations where authors introduce their new books. (Did you know you can play videos on YouTube faster or slower? Much funnier that way…)

My new picturebook, “Sjáðu!” – is a board book for the youngest children, but I hope it appeals to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age and I wanted all to enjoy. My aim was also that this could be a book that “lasted” for a bit longer than the few first months of the child, – as the child grows and develops it would discover more and more things to ponder about. The publisher is Forlagið – Mál og menning. The back cover text reads something like:

„See! is an adventure in pictures for the youngest children, where it is ideal to show and point, look and marvel. The short verses lead the readers through a strange world that sparks off questions and reflections.
This is yet another work of art by Áslaug Jónsdóttir whose books have been published in many languages with splendid reception. See! is a book that grows with the child.“

Sjáðu! can be bought in bookstores and online bookshops like:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Sjáðu! – myndavers fyrir börn | Book release!

Ný bók: Myndabókin Sjáðu! – myndavers fyrir börn er komin út og í verslanir. Þetta er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin, en bókin ætti einnig að höfða til eldri barna sem skilja myndirnar og textann á sinn hátt. Oft eru myndbækur lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri og hér ættu allir að geta notið. Hugmyndin var líka að ungur lesandi gæti séð eitthvað nýtt eftir því sem bætist við þroska og skilning, þannig myndi bókin „vaxa með barninu“. Útgefandi er Mál og menning. Texti útgefenda á baksíðu kápu:

„Sjáðu! er myndaævintýri fyrir allra yngstu börnin þar sem upplagt er að benda, skoða og undrast. Stutt vers leiða lesendur í gegnum furðuheim sem vekur spurningar og vangaveltur. Þetta er enn ein listasmíð Áslaugar Jónsdóttur en bækur hennar hafa komið út um víða veröld við góðan orðstír. Sjáðu! er bók sem vex með barninu.“

Bókin fæst í helstu bókabúðum og vefverslunum þeirra, til dæmis hér:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Heimkaup  |  Bóksala stúdenta


See! Take a look! Here is my new picturebook, “Sjáðu!” – now in the stores! It’s a board book for the youngest children, but I hope it appeals to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age and I wanted all to enjoy. My aim was also that this could be a book that “lasted” for a bit longer than the few first months of the child, – as the child grows and develops it would discover more and more things to ponder about. The publisher is Forlagið – Mál og menning. The back cover text reads something like:

„See is an adventure in pictures for the youngest children, where it is ideal to show and point, look and marvel. The short verses lead the readers through a strange world that sparks off questions and reflections.
This is yet another work of art by Áslaug Jónsdóttir whose books have been published in many languages with splendid reception. See! is a book that grows with the child.“

Sjáðu! can be bought in bookstores and online bookshops like:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  HeimkaupBóksala stúdenta

Skilafrestur | Deadline

BÓKVERK: Í byrjun sumars bauðst mér að taka þátt í norrænu bóklistaverkefni með örbókverki eða smáriti (mini-zine). Fyrir verkefninu stendur Northing Space í Bergen, en það er rekið af hönnuðinum Yilei Wang og Ben Wenhou Yu arkitekt. Þau vinna prentverk m.a. í samvinnu við bókverkabúðina Bananafish, sem stendur á bak við bókverkamessuna í Shanghai (Unfold Shanghai Art Book Fair), auk þess að reka riso-prentstofuna Pausebread. Northing hefur staðið fyrir bókverkasýningum, útgáfu bókverka, þýðingarverkefnum og margvíslegum menningartengslum. Ef farsóttir hamla ekki verða smáritin sýnd á bókverkamessunni í Shanghai og víðar.

Efni örbókanna var frjálst en formið ákveðin stærð og brot. Átta litlar síður (síðustærðin aðeins 42 x 56 mm) skyldu rúma myndir/texta, en örkina þurfti að að vera hægt að brjóta eftir settum reglum. Bókverkin eru prentuð í riso-prenti í einum lit.

Í öllum önnunum valdi ég nærtækt efni: skilafrestinn, eða öllu heldur leik með orðið Deadline. Eftir því sem ég eldist og er hótað af hinum ýmsu sjúkdómum (eða heimsfaraldri) finn ég að eina leiðin til að lifa lífinu er að hugsa ekkert sérstaklega um dauðann. Elska lífið. Halda áfram að vinna – enda alltaf einhver skilafrestur framundan …

Norrænu smáritin eru m.a. kynnt hér og hér og Northing hefur einnig staðið fyrir sýningum á smáritunum í bæði Oslo og Bergen. Mæli eindregið með því fyrir áhugafólk um bókverk að kíkja á tenglana hjá Northing!


BOOK ART: Earlier this summer I was invited to take part in a Nordic book art project by submitting a mini-book or mini-zine. The project is run by Northing Space in Bergen owned by designer Yilei Wang and architect Ben Wenhou Yu. Northing is a multi-functional space with a focus on publication, design, music, cultural events and cross-cultural communication. They work in print, e.g. in collaboration with Bananafish, an independent bookstore in Shanghai, that organizes Unfold Shanghai Art Book Fair in Shanghai and they also run the riso printing studio Pausebread, that prints the mini-zines. The mini-book collection will hopefully be exhibited at the Shanghai Art Book Fair when time comes.

The theme of the mini-zine was all open, but a certain size and format was required. Eight small pages (page size only 42 x 56 mm) were to accommodate images / text, but the sheet had to be foldable according to set rules, accordion or foldy zine. The zines are printed in riso print in one color.

Running late with all my projects I chose a relevant topic: the deadline and had a play with the idea and the word. As I grow older and especially in times of a deadly pandemic, I find that the only way to live life is to NOT think about death. Love life. Keep on working. There is always a deadline ahead …

The Nordic collections is presented here and here. Northing has also been responsible for very nice exhibitions of the mini-books in both Oslo and Bergen. Highly recommend for book art enthusiasts to check out the links at Northing site!

Blái hnötturinn í Grikklandi | The Story of the Blue Planet in Greek

Á grísku: Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, með upprunalegum myndlýsingum Áslaugar Jónsdóttur kom út nú í mars hjá forlaginu Patakis í Aþenu undir titlinum: Τα παιδιά του γαλάζιου πλανήτη. Sagan af bláa hnettinum hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og verið þýdd á yfir 30 tungumál.

Book release in Greece: The Story of the Blue Planet – Τα παιδιά του γαλάζιου πλανήτη by Andri Snær Magnason, with original illustrations by Áslaug Jónsdóttir, has just been released by Patakis in Athens. The Story of the Blue Planet has received numerous prices and honors and has been translated to more than 30 languages.
For more information see: Forlagið Foreign Rights.


Best í Kína: Það má líka segja frá því að á síðasta ári bárust fregnir af því að börn í Kína hefðu valið Söguna af bláa hnettinum sem uppáhalds bókina sína.
Á vefsíðunni „Chinese books for young readers“ má lesa um þetta og fleiri bækur sem börnin í Kína kunna að meta.

Children’s favorite in China: In November last year we learned that theThe Story of the Blue Planet (蓝色星星的孩子国) was chosen the most popular book by children in China. Read more about the top 30 children’s books in China in 2019 on the webpage: „Chinese books for young readers“.

Skrímslaerjur á dönsku | Book release in Denmark!

Ný þýðing og útgáfa: Nú á dögunum kom út hjá forlaginu Torgard í Danmörku ný þýðing á Skrímslaerjum – eða Monsterklammeri upp á dönsku. Þýðandi er Hugin Eide, en bókin var kynnt á dönsku bókamessunni Bogforum í Bella Center í Kaupmannahöfn 15.-17. október. Áður hafa fimm bækur um skrímslin komið út á dönsku og væntanleg innan tíðar er útgáfa á Skrímsli á toppnum eða Monsterhøjder.

Skrímslin birtast einnig á danskri farandútgáfu af upplifunarsýningunni „Skrímslin bjóða heim·“, – sýningunni „Store Monster Lille Monster“ sem er hluti af sýningarröðinni Fang fortællingen. Sýninguna um skrímslin er nú að finna í aðalsafninu í Lyngby frá 2. nóvember til 12. janúar 2020.

New translation – book releaseA new translation of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) has just been released in Denmark by the title Monsterklammeri, translated by Hugin Eide at Torgard publishing. This is the sixth book from the monster series that has been translated and published in Danish.

In Denmark the monsters series can also be experienced through a small version of the exhibition A Visit to the Monsters, called “Store Monster Lille Monster’ (‘Big Monster Little Monster’), now a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster is now at the city library of Lyngby, a township close to Copenhagen, from 2nd of November to 12th of January 2020.
🔗 More about the monster series here: and about the authors and the collaboration here.

Birt með leyfi | with permission: 🔗 Ljósmyndir | Photos © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne.

Sígild skrímsli – ný prentun! | New reprints of two books from the Monster series

Útgáfufréttir! Skrímslabækurnar voru flestar uppseldar á síðasta ári en nú eru fjórar bækur fáanlegar eftir að fyrsta bókin: Nei! sagði litla skrímslið og sú nýjasta: Skrímsli í vanda, voru endurprentaðar. Fyrstu þrjár bækurnar hafa allar verið endurprentaðar en Skrímslapest, Skrímsli á toppnum, Skrímsli í heimsókn, Skrímslaerjur og Skrímslakisi eru uppseldar. Þær verða vonandi einnig endurútgefnar áður en langt um líður.

Nei! sagði litla skrímslið kom fyrst út árið 2004. Hún hlaut Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin og Bókaverðlaun bóksala sem besta íslenska barnabókin 2004. Skrímsli í vanda, kom fyrst út árið 2017. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka og var tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku. Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum. 

Þó margar bækur séu uppseldar er hægt að panta heimsókn höfundar í skóla og leikskóla og þá eru sögurnar lesnar, myndir sýndar á skjá eða tjaldi og spjallað um bækur. Myndlistarvinnustofur henta einnig smærri hópum.

Monster news! New reprints of two books from the monster series are now in the stores. The first book Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster) and the newest Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble) were long sold out, as well as most of the books from the series. The first three books have already been through the press more than once and twice and the five missing titles will hopefully soon be reprinted.

Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster), first published in 2004, received Dimmalimm – The Icelandic Illustrators Award and The Bookseller’s Prize: Best Icelandic children’s book 2004. Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble), first published in 2017, received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction and was nominated to The Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.

Books from the monster series, written in Icelandic, Swedish and Faroese (more about the authorship here) have been translated to Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech, Latvian and Arabic. For illustrations from the books and quotes from reviews: click here. For school visits and workshops see information here.

Skrímsli í vanda og Skrímsli í heimsókn á norsku | New titles in Norwegian

Útgáfutíðindi frá Noregi: Norska bókaforlagið Skald heldur áfram útgáfu á bókaflokknum um skrímslin og nú eru nýkomnar úr prentsmiðju Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda undir titlunum Monsterbesøk og Monsterknipe. Áður hafa verið gefnar út á norsku bækurnar: Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest og MonsterbråkHér má lesa kynningar og nokkrar síður úr Monsterbesøk og Monsterknipe á vef forlagsins Skald. Hér er líka skemmtileg frétt um útgáfuna.

Translations – Book release in NorwayTwo new books from the monster series have just been released in Norway: Skrímsli í heimsókn (Monstervisit) and Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) by the titles Monsterbesøk and Monsterknipe. Our publisher in Norway, Skald, has published introductions and few pages online from the books, see the publishers website: Monsterbesøk and Monsterknipe. Previous titles in Norwegian are Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest and Monsterbråk.

Mynd | Image: screenshot © http://www.skald.no

Bækurnar um skrímslin hafa verið þýddar á fjölda tungumála og þær hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.
The monster series have been translated into many languages and they have received several awards and honors. Click here to read more about the authors and their collaboration, and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

 

Ég vil fisk! komin út í Galisíu | Quero peixe!

Útgáfutíðindi: Ég vil fisk! kom út á galisísku nú fyrir skemmstu. Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel. Í viðtalsgrein á netmiðlinum WORDS without BORDERS fjalla nokkir þýðendur um verkefnin sín, þar á meðal Lawrence Schimel um þýðinguna á Ég vil fisk!, sjá hér: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Book release in Galicia, Spain: Quero peixe! is out! Happy to announce that Ég vil fisk! (I Want Fish!) is now available in Galician, fresh from the printers, published by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Quero peixe! is translated by Lawrence Schimel, who in an article and interview at the site WORDS without BORDERS talks about this task. Further reading: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.

Quero peixe! is the seventh language for Ég vil fisk! has also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician.

Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.

Ljósmyndir: | Photos: © Alvarellos – Facebook –  Verdemar – Facebook

Skrímsli í sænskri lestrarbók | Läsresan – Monsters on a reading journey

Stór skrímsli gráta ekki – og allra síst þegar þau koma út í lestrarbók á sænsku. Pósturinn bankaði upp á og færði mér þessi höfundareintök á Degi barnabókarinnar fyrr í vikunni, sem var auðvitað skemmtilegt. Läsresan er metnaðarfull bók fyrir byrjendur í lestri, gefin út af skólabókaforlaginu Majema í Svíþjóð. Leyfi var veitt fyrir endurútgáfu á Stora monster gråter inte í heild sinni, en í dálítið breyttri uppsetningu í þessu safnriti sem inniheldur margar vinsælar bækur og bókarkafla, ásamt ítarefni.

Þess má geta að allar níu skrímslabækurnar eru fáanlegar á sænsku, því flestar hafa þær selst upp og verið endurútgefnar, nú síðast Skrímsli í heimsókn, Monsterbesök, sem var endurútgefin á síðasta ári, 2018.


Big Monsters Don’t Cry – and certainly not when they appear in a Swedish book for young readers and students, called LäsresanThe Reading Journey, published by Majema scholastic publishing in Sweden. The postman brought me these copies fresh from the press on the International Children’s Book Day, April 2nd. It’s a nice book full of carefully selected stories, and among them ‘Stora monster gråter inte‘. It is published in the anthology as a whole, although it had to be arranged a bit differently for this format.

For monster interested readers of the Swedish language it can also be pointed out that all the nine books from the Monster series are available in Swedish, since nearly all of them have been sold out and reprinted, most recently Monster Visit, Monsterbesök, in 2018.

Ég vil fisk! – á galisísku | I Want Fish! – in Galician

Quero Peixe! Ég vil fisk! er væntanleg á galisísku áður en langt um líður. Það er forlagið Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu sem gefur bókina út í þýðingu ljóðskáldsins og þýðandans óþreytandi: Lawrence Schimel. Ég vil fisk! hefur þá komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Á myndinni hér til hliðar fagna Valgerður Benediktsdóttir hjá Réttindastofu Forlagsins og útgefandi hjá Alvarellos nýjum og væntanlegum bókum forlagsins, en þýddar bókmenntir fyrir börn koma út undir merkinu Verdemar.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Coming soon in Galician: Quero Peixe! The publishing house Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain is soon to publish my book Ég vil fisk! (I Want Fish!) in Galician, translated by the wonderful writer and poet and energetic translator Lawrence Schimel. This will be the seventh language for Ég vil fisk!, that a part from Icelandic also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician. English, French and Spanish translations are available.

Photo above: At the Bologna Book Fair 2019 – Valgerður Benediktsdóttir from Forlagid Publishing and Henrique Alvarellos, celebrating new releases published by Alvarellos Editora by the label Verdemar. 

Ljósmynd  | Photo © Alvarellos / Facebook screenshot.

Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.

Ljósmynd  | Photo ©Alvarellos – Facebook screenshot.

Litla skrímslið í Lettlandi | No! Said Little Monster – in Latvian

Nē! segir litla skrímslið! Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, er nú komin út á lettnesku hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Fréttir um útgáfuna má lesa í lettneskum vefmiðlum, svo sem ríkisfréttamiðlinum Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) og vefritinu Satori.

Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurnar.
lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

Book release! The first book in the series about Little Monster and Big Monster: No! Said Little Monster, is now out in the Latvian language, published by Liels un mazs in Riga. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš. News in Latvian about the release can be read on the news site of the Latvian public broadcasting: Latvijas Sabiedriskais medijs (LSM) and the culture journal Satori.

Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read all the latest news on the series.

Sagan af bláa hnettinum á fleiri tungumálum | The Story of the Blue Planet in Romanian and Macedonian

Myndlýsingar: Það er orðið langt síðan ég hef sagt fréttir af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andri Snær Magnason, en fyrir 20 árum vann ég við að myndlýsa fyrstu útgáfuna sem svo kom út hjá Máli og menningu árið 1999. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og nú síðast m.a. á rúmensku og makedónsku. Povestea planetei albastre kom út í Rúmeníu hjá Paralela 45; en hér á vefnum Delicatese Literare má lesa umfjöllun um bókina og fyrir neðan er skemmtilegt kynningarmyndband. Prikaznata za sibnata planeta kom einnig út í Makedóníu árið 2017, hjá bókaútgáfunni Antolog sem valdi sama brot og bandaríska og breska útgáfa bókarinnar.


Illustrations: Sagan af bláa hnettinum – The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, may now have reached more than 30 countries, and I am proud see that the illustrations and designs I worked on 20 years ago are still doing their bit. Amongst the latest translations are Rumenian and Macedonian. Povestea planetei albastre was published last year in Rumenia by Paralela 45 – see review here on the site ‘Delicatese Literare’ and the nice book trailer below. The Macedonian version, Prikaznata za sibnata planeta, was also published in 2017 by Antolog Publishing house, in the same format as the English US/UK versions.

Blái hnötturinn USA ISL UK

For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

Monster i knipa | Book release in Sweden!

Skrímsli í vanda – á sænskuÞá er komið að útgáfudegi í Svíþjóð á sænsku útgáfunni af Skrímsli í vanda. Þar sér annar meðhöfunda minna, Kalle Güettler, um að kynna nýju bókina: Monster i knipa sem kemur út hjá bókaútgáfunni Opal. Um útgáfuboðið má lesa hér á heimasíðu Kalle, en það fer fram n.k. laugardag, 27. janúar kl. 13, í Bokslukaren við Maríutorg í Stokkhólmi. Bókin um skrímslin þrjú í vanda verður þá komin út á frumtungumálunum þremur: íslensku, færeysku og sænsku.

Monsters in Trouble – in SwedenThe Swedish version of Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble by Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler) is soon to be released. My co-author Kalle Güettler will introduce the new book: Monster i knipa, published by Opal, on Saturday 27 January at 1 pm at Bokslukaren, Mariatorget 2, in Stockholm. Read more about the event on Kalle’s website here or the book store’s homepage: here – in Swedish.

To read more about the Monster series click here.
For illustrations from the books and quotes from reviews: click here.
For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

Skrímslin á rússnesku | Little Monster and Big Monster go to Russia!

Skrímslin til RússlandsÞau tíðindi eru nú að kvisast út að litla og stóra skrímslið séu á leið til Rússlands. Það er útgáfufyrirtækið Meshcheryakov Publishing House, sem í nóvember tryggði sér réttinn á þremur bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið: Nei! sagði litla skrímslið, Stór skrímsli gráta ekki og Skrímsli í myrkrinu. Fyrir nokkrum árum höfðu sömu útgefendur sýnt bókunum áhuga á Bologna bókastefnunni, en talsverð gleði virðist ríkja um samninginn við Forlagið og höfundana. Tíðindi á rússnesku má lesa hér og hér og á FBsíðu útgáfunnar hér.

Bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler eru nú orðnar níu talsins. Þær hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku og nýnorsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku – og nú innan tíðar eru titlar úr bókaflokknum væntanlegir á lettnesku og rússnesku.

Bækurnar um skrímslin hafa hlotið ýmsar viðurkenningar:
Skrímsli í vanda: Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 sem besta barna- og ungmennabókin.
Skrímslakisi: Valin á Heiðurslista IBBY 2016 fyrir myndlýsingar.
★ Skrímslakisi: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3.-4. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
★ Skrímslaerjur: Valin til upplestrar á Norrænu bókasafnsvikunni 2014.
★ Skrímslaerjur: Tilnefning til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013.
★ Skrímslakisi:  Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, 3. sæti í flokki íslenskra barnabóka 2014.
Stór skrímsli gráta ekki: Tilnefning til Le prix des Incorruptibles 2012 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Frakklandi.
Úrslit: 3. sæti í flokki bóka fyrir yngstu lesendurnar (maternelle).
Skrímsli á toppnum: Bokjuryen 2010 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 3. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Skrímsli á toppnum: Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2011.
Skrímslapest: Bokjuryen 2008 – Bókaverðlaun barna og unglinga í Svíþjóð. 2. sæti í flokki myndabóka 0+.
★ Stór skrímsli gráta ekki: Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2007.
Nei! sagði litla skrímslið: Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana, „Besta barnabókin 2004“.
★ Nei! sagði litla skrímslið: Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin 2004.

Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum og lesið meira um samstarf höfundanna hér.


Little Monster and Big Monster in Russian: The publishing rights to three books from the monsterseries have been sold to Meshcheryakov Publishing House in Russia. See news in Russian here and here and at Meshcheryakov’s FB-page here.

There are now a total of nine picture books about the Little Monster and the Big Monster by the collaborative authorship of Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. They have all been published in the authors’ home countries: Iceland, Faroe Islands and Sweden, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian and Neo-Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech and Arabic, and titles now soon to be available in Latvian and Russian. See also illustrations from the books and quotes from reviews here. Read more about the series and the authors here. For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

The books about Little Monster and Big Monster have received several awards and honors:
 Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble): Nomination to The Icelandic Literature Prize 2017 – best children’s / YA book. 
★  Skrímslakisi
 (Monster Kitty): Selected for IBBY Honour List 2016 for illustrations in
★ Skrímslakisi (Monster Kitty): The Bookseller’s Prize, Iceland: 3.-4. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2014.
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Selected for the Nordic Literary Week 2014: 
★ Skrímslaerjur 
(Monster Squabbles): Nomination to Nordic Council’s Children and Young People’s Literature Prize 2013.
★ Skrímslaerjur (Monster Squabbles):The Bookseller’s Prize, Iceland: 3. place on the list of The best Icelandic Children’s Books 2013.
 Un grand Monstre ne pleure pas (Big Monsters Don’t Cry): Shortlisted for Le prix des Incorruptibles 2012 – Children’s Book Jury, France: In final: 3rd prize in selection of books for the youngest readers (maternelle).
 Monster i höjden (Monster at the Top): Bokjuryen 2010 – Children’s Book Jury, Sweden. 3rd prize in the category: picturebooks 0+.
 Skrímsli á toppnum (Monster at the Top): Nomination to Fjöruverðlaunin 2011– Women’s Literature Prize, Iceland.
 Monsterpest (Monster Flue): Bokjuryen 2008 – Children’s Book Jury, Sweden. 2nd prize in the category: picture books 0+.
 Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry)Reykjavík Children’s Literature Prize 2007.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster): The Bookseller’s Prize, Iceland: „Best Icelandic Children’s Book 2004“.
 Nei! sagði litla skrímslið (No! Said the Little Monster)Dimmalimm – The Icelandic Illustrators’ Award 2004.

Neyðars skrímsl | Monsters in Trouble – in the Faroe Islands

Skrímslin á færeyskuÞá er hún komin út hjá Bókadeildinni í Færeyjum, Skrímsli í vanda, eftir okkur skrímslin þrjú: Rakel, Kalle og Áslaugu. Færeyska útgáfan ber titilinn: Neyðars skrímsl. Í frétt á vef Bókadeild Føroya Lærarafelags segir:

„Nú er níggjunda bókin um skrímslini komin! 

Hetta samstarvið og hesar myndabøkurnar um tey smáu skrímslini, sum, hóast navnið, eru sera fitt, eru væl umtóktar í mongum londum. Fyrst og fremst í teimum londum, har rithøvundarnir eru frá, men tær eru eisini týddar til nógv mál; í løtuni eru tær í hvussu er á 17 ymiskum málum.

Neyðars skrímslið í hesari bókini er Loðskrímslið, sum ongastaðni hevur at búgva og er illa fyri. Og sjálvandi má lítla skrímsl taka sær av tí, sjálvt um tað kanska fer at hava við sær, at Loðskrímslið ongantíð fer av stað aftur!

Hetta broytir alt tað, sum Stóra Skrímsl og lítla skrímsl høvdu ætlað sær at gera, men skrímslunum so líkt verður alt loyst í sátt og semju, tí vit eiga at hjálpa einum vini í neyð.

Bókin er 30 bls. og innbundin. Rakel Helmsdal, Kalle Güettler og Áslaug Jónsdóttir hava skrivað, og Áslaug hevur myndprýtt.“

Skrímsli í vanda er væntanleg á sænsku í byrjun ársins 2018. Útgefandinn er Opal í Stokkhólmi.

Book releaseThe new book in the Monster series, Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) by Áslaug, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler, is now out in Faroese, published by BFL, Bókadeild Føroya Lærarafelags.

Read more about the three authors collaboration here. More information and illustrations from the previous books in the series here.