Röddin á Bessastöðum | The voice of a president

MSTogASM©AslaugJ

♦ Forsetaframboð – Röddin á Bessastöðum: Á morgun velja Íslendingar nýjan forseta og er það löngu tímabært. Undanfarnar vikur hafa ýmsir góðir frambjóðendur háð skemmtilega og áhugaverða kosningabaráttu og þar hefur fáa skugga borið á, ef undan er skilinn lokadans fráfarandi forseta. Útspil hans var hneisa sem lengi verður minnst, ekki síst furðuleg tilraun til að útnefna ólíklegan erfðakóng og þar með forsmá lýðræðið. Vítin eru til varnaðar og það er kominn tími til kveðja gamla pólitíska klækjarefi og velja forseta framtíðar: nýja rödd á Bessastaði. 

Það gladdi mig innilega þegar Andri Snær Magnason tók stökkið og bauð sig fram til forseta. Ég heyrði á sumum að þeir efuðust um þessa rödd: já, var hann ekki hálf óskýrmæltur, þessi rithöfundur? Enn aðrir sögðust ekki botna í skáldinu. Fáir hafa þó talað skýrar en Andri Snær Magnason. Hér er rödd sem talar fyrir menningu og vísindum, mannúð, sjálfbærni og náttúruvernd.

Ekki hafa allir snúið daufum eyrum við málflutningi Andra Snæs í gegnum tíðina en á hinn bóginn eru þeir til sem líta á viðleitni fólks til þess að vernda náttúruna sem hinn versta löst. Er það raunin, eru virkilega til hreinræktaðir andstæðingar náttúruverndar á Íslandi? Hvaðan kemur þessi ótti? Er það þetta óttaslegna fólk sem við viljum að ráði för og ákvarði næstu skref okkar inn í framtíðina? 

Ég kynntist Andra Snæ fyrir um átján árum, ungu ljóðskáldi sem var að skrifa sína fyrstu barnabók. Við áttum gott og gjöfult samstarf um bókverkið Söguna af bláa hnettinum. Ég þekki líka hans góðu og greindu spúsu, Margréti Sjöfn Torp, en bæði hafa þau hjónin haft fingurinn á púlsi þjóðarinnar, hjúkrunarfræðingurinn Margrét í bókstaflegri merkingu, en Andri Snær hefur greint þjóðarsálina og samtíma okkar af meiri skarpsýni en flestir.

Ég veit ekki til þess að Andri hafi neina dulræna hæfileika eða sæki leiðarljós sín til æðri máttarvalda, en hann er engu að síður einn af þessum sjaldgæfu mönnum sem sjá inn í framtíðina, um leið og hann hefur sterkar taugar til fortíðar, sögu okkar og menningar. Hann er í eðli sínu brauðryðjandi hugmynda og skapandi vísindamaður, með víðtæka reynslu af samskiptum við fólk úr öllum heimshornum og fjölbreyttum kimum samfélagsins. Og það sem mest er um vert: fáa þekki ég sem eru fúsari til þess að hlusta og meðtaka ólíkar skoðanir með opnum huga, greina og fanga nýjar hugmyndir og fersk sjónarhorn.

Margir stuðningsmenn Andra Snæs hafa valið slagorðið „að kjósa með hjartanu“. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á sumum sem telja aðra frambjóðendur vænni kost. Með þessu er þó ekki verið að saka aðra kjósendur um kaldlyndi. Undir slagorðinu hafa viðkomandi einfaldlega hafnað því vali að kjósa af kænsku eða láta útreikninga líkinda ráða atkvæði sínu. Valkostir eru vissulega allmargir og atkvæði kunna að dreifast, en það er að minnsta kosti óhæft að kjósa með „merarhjartanu“, af ótta við gamla forpokaða drauga. Þess háttar ráðstöfun yrði að kallast heldur dapurleg þátttaka í lýðræðinu. 

Á ögurstundu í Sögunni af bláa hnettinum býðst söguhetjunni að bjarga börnunum hinum megin á hnettinum en þarf þess í stað að velja á milli stálhjarta eða steinhjarta. Það fer þó ekki svo, söguhetjan nær sínu fram og heldur hjartanu. Á morgun þurfum við heldur ekki að velja stál eða stein, sem oftar eru það heilindin og kraftur hugmyndanna sem skipta sköpum.

Ég skora á Íslendinga að sýna kjark og kjósa af sannfæringu hugsjónamanninn, náttúruverndarsinnann og mannvininn Andra Snæ Magnason. 

á Jónsmessu 2016,
Áslaug Jónsdóttir

Steinhjarta-stalhjarta-©AslaugJ

♦ President election in Iceland: Above written is my statement of support for a fellow writer and a friend: Andri Snær Magnason, who is running for President of Iceland. I think Andri Snær would be a great president, a new fresh voice in that office, a voice that not only Iceland needs but the world community as well. Iceland may not be a powerful country but we sure can have a strong voice, a passionate and a spirited one. Andri Snær Magnason has such a voice.

 

 

Steinshús | Honoring poet Steinn Steinarr

Steinshús-1

♦ FöstudagsmyndirÉg var þeirrar ánægju aðnjótandi að gista í Steinshúsi við Nauteyri fyrir skemmstu. Í nýuppgerðu fyrrum samkomuhúsi sveitarinnar hefur verið sett á laggirnar menningar- og fræðasetur, til minningar um Aðalstein Kristmundsson frá Laugalandi í Skjaldfannardal, ljóðskáldinu sem kallaði sig Stein Steinarr. Steinshús verður formlega opnað 15. ágúst næstkomandi, en þar má kynna sér ævi og verk skáldsins í fróðlegri sýningu. Í húsinu er einnig notaleg íbúð fyrir skáld og fræðimenn. Samkvæmt heimsíðu Steinshúss fer setrið þó ekki í fullan rekstur fyrr en sumarið 2016.

♦ Photo FridayIn July I had the opportunity to visit the remote Snæfjallaströnd in the Westfjords region in Iceland. I also had the pleasure to stay at Steinshús – a small culture house at Nauteyri where poet Steinn Steinarr (1908-1958) is honored with an exhibition about his life and works. Steinshús Culture House is officially to be opened on August 15th, next week, but first fully to operate in the summer 2016. Steinshús and Snæfjallaströnd are definitely worth a visit!

Stundum hafa ljóð Steins Steinarr verið kölluð torskilin. Á sínum tíma hefur þá byltingarkennt form sumra ljóðanna ef til vill ýtt undir þær hugmyndir, en flest eru ljóð hans þó auðskilin og hefðbundin. Lífsskoðanir Steins voru sterkar og hann var gagnrýninn á auð og yfirvald. Dálítið svartur húmorinn hefur kannski ekki verið allra, en það er t.d. gaman að rifja upp þetta ljóð:

HLJÓÐ STREYMIR LINDIN Í HAGA
eftir Stein Steinarr

Hljóð streymir lindin í haga
og hjarta mitt sefur í ró.
Tveir gulbrúnir fuglar fljúga
í fagurgrænan skóg.

Og allt sem ég forðum unni,
og allt sem ég týndi á glæ,
er orðið að ungu blómi,
sem angar í kvöldsins blæ.

Hljóð streymir lindin í haga.
Ó, hjarta mitt, leiðist þér?
Guð gefi nú að við náum
í næsta bíl, sem fer!

við-Steinshús-1

 Ljósmyndir teknar | Photo date: 26.07.2015  © Áslaug Jónsdóttir & Kristjana Vilhjálmsdóttir

Tove Jansson 100 | Jansson’s Anniversary

TJSimmarPOJ

♦ Tove JanssonÍ dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Tove Jansson. Bækurnar hennar um múmínálfana hittu mig strax í hjartastað og list hennar hefur alla tíð höfðað sterkt til mín. Auðvitað komst ég fyrst að því á fullorðinsárum hve fjölhæfur og margslunginn listamaður hún var.

Fyrir allmörgum árum þýddi ég að gamni nokkra kafla af Sumarbókinni sem mér vitanlega hefur aldrei komið út á íslensku. Ég hef þó komist að því síðar að bókin hefur í reynd verið þýdd og lesin í útvarpi: sumarið 1979 var þýðing og upplestur Kristins Jóhannessonar flutt í Ríkisútvarpinu. Hvers vegna var/er hún ekki gefin út? Ég bið þýðendur velvirðingar á þessu gamni mínu, en birti hér fyrir neðan fyrsta kaflann til heiðurs afmælisbarni dagsins. Takk Tove!

♦ Tove JanssonToday is Tove Jansson’s 100th anniversary – a truly wonderful artist that I have admired ever since I first got to know her mumintrolls as a kid. If you don’t know her work I reccomend two nice websites: Anniversary website and Tove Jansson – Virtual museum and life story.

Some years ago I translated few chapters from Jansson’s marvelous book The Summer Book. Just for fun and perhaps a little bit out of frustration over that this beautiful book was not yet published in Icelandic. I have later found out that it has in fact been translated into Icelandic (and read in the radio in the summer 1979) by a fine translator, Kristinn Jóhannesson. Please publish! Below is my humble translation of the first chapter into Icelandic. Thank you Tove!

Morgunsund

Það var snemma morguns mjög heitan dag í júlí og það hafði rignt um nóttina. Hitamistur steig upp frá berum klöppunum en vætan sat í sprungunum og mosanum og allir litir voru orðnir skýrari og dýpri. Fyrir neðan veröndina var gróðurinn enn í skugga, rakur eins og í regnskógi, þétt, krangaleg blöð og blóm sem hún reyndi að brjóta ekki á meðan hún leitaði með höndina fyrir munninum og allan tímann hrædd um að missa jafnvægið.

– Hvað ertu að gera?“ spurði Sophia litla.
– Ekkert, svaraði amma hennar. Eða öllu heldur: hreytti hún í hana. – Ég er að leita að fölsku tönnunum mínum.
Barnið kom niður af veröndinni og spurði rólega: – Hvar týndirðu þeim?
– Hér, sagði hún. – Ég stóð einmitt hér og þá duttu þær einhvers staðar niður í bóndarósirnar.
Þær leituðu saman.
– Ég skal, sagði Sophia. – Þú getur varla staðið í fæturna. Færðu þig.
Hún stakk sér undir laufþak blómanna og skreið á milli grænna stilkanna. Þarna niðri var notalegt og forboðið, svörðurinn svartur og mjúkur og þar lágu tennurnar, hvítar og skínandi, heil munnfylli af gömlum tönnum.
– Ég fann þær! æpti barnið og stóð upp. – Settu þær í þig.
– En þú færð ekki að horfa á, sagði amman. – Svona nokkuð er prívat.
Sophia hélt tönnunum fyrir aftan bak. – Ég vil fá að horfa á, sagði hún. Þá skellti amma hennar tönnunum upp í sig í einum hvelli. Það var auðvelt og eiginlega ekki neitt merkilegt.
– Hvenær deyrðu? spurði barnið.
Og hún svaraði: – Bráðlega. En það kemur þér ekki nokkurn skapaðan hlut við.
– Afhverju? spurði barnið þá.
Hún svaraði ekki, hún gekk út á klappirnar og áfram í átt að nesinu.
– Þetta er bannað! gargaði Sophia.
Sú gamla svaraði með fyrirlitningu: – Ég veit. Hvorki þú eða ég megum ganga út á klettana en nú gerum við það samt því pabbi þinn sefur og veit ekkert um það.
Þær gengu út á klappirnar. Mosinn var sleipur en sólin hafið risið dálítið upp á himininn og nú gufaði upp af öllu, eyjan var sveipuð sól og þokuslæðu og var ægifögur.
– Grafa þeir gröf? spurði barnið vingjarnlega.
– Já, svaraði hún. Stóra gröf. Og bætti svo lymskulega við: Svo stóra að það er pláss fyrir okkur öll.
– Afhverju það? spurði barnið.
Þær gengu áfram út á nesið.
– Svona langt hef ég aldrei farið, sagði Sophia. – En þú?
– Nei, sagði amma hennar.

Þær gengu alla leið út á ystu nöf þar sem klettarnir féllu fram í æ myrkari syllum, hver og ein prýdd grænu kögri af þangi, sem bylgjaðist fram og aftur með hreyfingum vatnsins.
– Ég vil synda, sagði barnið. Hún beið eftir mótbárum en þær létu á sér standa. Þá byrjaði hún að klæða sig úr, hægt og uggandi. Maður getur ekki treyst þeim sem bara leyfa öllu að gerast. Hún stakk fæti í sjóinn og sagði: – Hann er kaldur.
– Auðvitað er hann kaldur, sagði gamla konan annars hugar. – Á hverju áttirðu von?
Barnið óð áfram út í upp að mitti og beið í ofvæni.
– Syntu, sagði amma hennar. – Þú kannt að synda.
Hér er djúpt, hugsaði Sophia. Hún er búin að gleyma að ég hef aldrei synt í djúpu vatni án þess að hafa einhvern með mér. Og þess vegna óð hún aftur í land, settist á klettana og útskýrði: – Það verður greinilega gott veður í dag.
Sólin hafði risið hærra. Öll eyjan sindraði eins og hafið og blærinn var ferskur.
– Ég kann að kafa, sagði Sophia. – Veistu hvernig maður kafar?
Amma hennar svaraði: – Það veit ég vel. Maður bara sleppir taki á öllu, tekur stöðu og bara kafar. Maður finnur með fótunum fyrir þangbrúskunum, þeir eru brúnir og vatnið er tært, bjartara fyrir ofan, með loftbólum. Maður smýgur vatnið. Maður heldur niðri í sér andanum og smýgur og snýr sér og stígur upp, lætur sig stíga upp á við og andar út. Og svo flýtur maður. Bara flýtur.
– Og allan tímann með opin augun, sagði Sophia.
– Auðvitað. Enginn manneskja kafar án þess að hafa augun opin.
– Trúirðu að ég geti gert það án þess að ég sýni þér? spurði barnið.
– Já, já, sagði amman. – Klæddu þig nú, þá verðum við komnar heim áður en hann vaknar.

Fyrstu þreytumerkin gerðu vart við sig. Þegar við komum heim, hugsaði hún, þegar við erum komnar inn aftur, þá held ég að ég fái mér blund. Og ég verð að muna að segja honum að barnið sé ennþá hrætt við djúpt vatn.

Þýtt úr Sommarboken eftir Tove Jansson.
Ljósmynd | Photo: http://www.tove100.com/presskit/images/TJ_Simmar_POJ.jpg

Tilnefning til ALMA verðlaunanna | Nominated to the ALMA Award 2015!

163x163♦ Tilnefning: Góðar fréttir! Á vef Forlagsins hefur nú verið greint frá tilnefningum til ALMA-verðlaunanna 2015, Astrid Lindgren Memorial Award, stærstu barnabókmenntaverðlauna heims. Í þetta sinn fellur sá heiður okkur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í skaut. Gaman!

♦ NominationGreat news! I have been nominated to the ALMA-award 2015, the Astrid Lindgren Memorial Award, the world’s largest children’s literature award. Two authors from Iceland are nominated: also Kristín Helga Gunnarsdóttir. Nice!

 

 

 

Heima – bókverkasýning | Home – book art exhibition

Bodskort-HEIMA-web

♦ Bókverk. Ég er ein af ÖRKUNUM, hópi listakvenna sem stunda bókverkagerð af ýmsum toga. ARKIR taka þátt í norrænni farandsýningu sem nú er komin til Íslands og verður opnuð í Norræna húsinu á morgun, laugardag kl. 16. Sýningin ber titillinn HEIMA eða hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik, og var fyrst sett upp í Silkeborg á Jótlandi á síðasta ári en fór þaðan til Nuuk á Grænlandi. Hún verður aftur sett upp á Jótlandi og síðar í Kaupmannahöfn. Hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók fyrir bloggvef ARKANNA.

♦ Book art. I have been busy working on graphics and exhibition design for the book art exhibition HOME, which opens in the Nordic house in Reykjavík tomorrow at 16. pm. This is a touring exhibition: It opened last year in Silkeborg in Denmark, for later to travel all the way to Nuuk in Greenland. Now in Iceland until February 23rd. It will travel back to Denmark and be on display in Copenhagen later this year. Below are some photos I took for my book arts group: ARKIR and our blog.

Böðvar Guðmundsson 75 ára | Birthday and finger counting

Ef-Krakkakvaedi-BG-AslaugJweb

♦ Afmæli! Böðvar Guðmundsson rithöfundur er 75 ára í dag. Böðvar er fjölhæfur höfundur og ég hef haft dálæti á mörgum verka hans, skáldsögum og ljóðum, en af þeim stafar gjarnan ljúf hlýja og lunkinn húmor. Ég skemmti mér því vel við að myndlýsa ljóðin hans í bókinni Krakkakvæði sem kom út árið 2002 og er sennilega löngu uppseld. Bókin var útnefnd á Heiðurslista IBBY árið 2004 fyrir myndlýsingar. Myndin hér að ofan er við kvæðið „Ef“ eftir Böðvar Guðmundsson, og ekki úr vegi að rifja það upp fyrst við erum að telja árin hans Böðvars:

Ef asl_krakkakv

Ef tærnar á mér væru 29
og tungurnar 7,
ef eyrun á mér væru 80
og augun 32
og fingurnir væru 22
þá teldi ég bæði fljótar og meir. 

En ósköp væri þá
erfitt að prjóna
og enginn leikur
að komast í skóna
og ferleg gleraugu
þyrfti ég þá
og þvílíkan hlustarverk
mundi ég fá,
og ekki mundi það
öllum hlíta
sig í tungurnar
7 að bíta. 

♦ Birthday! Author and poet, dramatist and translator Böðvar Guðmundsson is 75 today! Congratulations Böðvar! I enjoyed doing the artwork for his book of poems for children: Krakkakvæði, published in 2002 by Mál og menning, imprint of Forlagið. The illustration above was made for his imaginative rhymed verse: “If”. The book was selected for the IBBY Honour List 2004 for its illustrations. For more about Böðvar and his works see this link. Some of his works are available in Danish, English, French and German.

Thingv2002AslaugJweb

Böðvar Guðmundsson og rithöfundarnir Guðrún Hannesdóttir
og Kristín Steinsdóttir á Þingvöllum árið 2006

Til hamingju Rakel! | Congratulations Rakel!

Rakel2011

♦ Viðburðir. Í gær var samstarfskonu minni Rakel Helmsdal veitt góð viðurkenning. Hún hlaut Barnamenningarverðlaun Þórshafnar í Færeyjum: Barnamentanarheiðursløn Tórshavnar býráðs 2013, fyrir fjölbreytta listsköpun og störf á sviði barnamenningar. Í umsögn valnefndarinnar er m.a. minnst á samstarf okkar norrænu höfundanna þriggja um skrímslabækurnar. Þar segir:

“Rakel dugir hendinga væl at samantvinna ymisku listagreinirnar, og hetta ber tónleikaævintýrið Veiða vind, ið hon skrivaði fantasifullu og fabulerandi søguna til, boð um. Verkið kom út í bók við stásiligum og litføgrum myndum hjá Janusi á Húsagarði og tónleiki hjá Kára Bæk. Verkið er eisini útsett fyri symfoniorkestur og, eins og Skrímslini, framført sum marionett-teatur. Myndabøkurnar um Skrímslini spretta úr fruktagóðum norðurlendskum samarbeiði, ið hevur vunnið viðurkenning uttanlands. Søgurnar møta børnunum í eygnahædd og viðgera viðkomandi tilveruspurningar. Søgurnar sampakka serliga væl við stóru, dramatisku myndirnar og serstøku grafisku uppsetingina.”

Til hamingju Rakel!

♦ Events. Great news from Faroe Islands: My co-author of the Monster Series, Rakel Helmsdal, received a Faroese cultural prize yesterday: Barnamentanarheiðursløn Tórshavnar býráðs 2013, given by the City Council of Tórshavn, for her artistic work for children and with children.

Congratulations Rakel!

25. ágúst 1943 | Bill Holm

♦ Skáldið Bill Holm dúkkaði ítrekað upp í hugann í vikunni, en einkum í dag, svo ég ákvað að fletta upp fæðingardeginum. 25. ágúst 1943. Hann hefði sem sagt orðið 70 ára í dag. Bill Holm var ógleymanlegur maður í alla staði, en leiðir okkar lágu saman í því magnaða plássi Hofsósi og ég teiknaði kort fyrir síðustu bók hans, Windows of Brimnes: An American in Iceland, sem kom út árið 2007. Bill Holm lést árið 2009.

♦ Poet Bill Holm, whom I met several times in the magical village of Hofsós, would have turned seventy today – if I’m right. His singing voice kept coming to my mind last week, but particularly today, so I looked up his birthday: August 25th 1943. An unforgettable man. I played a very small part in his last book when I drew maps for Windows of Brimnes: An American in Iceland (2007). Sadly, Bill Holm died in 2009.

Here is one of his poems, a short one, with a long title:

Some countries, by virtue of harsh geography and the absence of trees, are deprived of their company

In Iceland
No boxelder bugs

Hungry birds
Lonesome houses

No frogs
Either

Silent water
All night

– Bill Holm (1943 – 2009)

And here is a nice video: Bill Holm – Through The Windows Of Brimnes by Wayne Gudmundson:

Kalle og Rakel | My co-authors

FiveMonsters2web

♦ Skrímslahöfundar. Fyrir áhugasama um skrímslabækurnar sjö um skrímslin tvö má benda á að meðhöfundar mínir Kalle Güettler í Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum sitja ekki auðum höndum á milli þess sem þau skapa með mér skrímslasögur. Kíkið endilega á heimasíðurnar þeirra!

Kalle er nýbúinn að gefa út myndaskáldsögu fyrir unglinga sem heitir Hämnd (myndir: Viktor Engholm, útgefandi Argasso förlag) sem hefur fengið glimrandi dóma eins og lesa má hér og hér. Kalle skrifar svo hér á sænsku um samstarf okkar höfundanna: En trehövdad författare med fötterna i varsitt land.

Meira um Kalle: Kalle Güettler hemsida  |  Författarcentrum  |  Wikipedia  |  Barnens Bibliotek –  (á sænsku)

Rakel er á kafi í brúðuleikhúsinu sínu: Karavella Marionett Teatur og undirbýr töfrasýningu með strengjabrúðum út frá færeyska tónlistarævintýrinu Veiða vind sem flutt var í Hörpu í vor við frábærar undirtektir og kom út á bók hjá Forlaginu. Rakel birtir myndir af vinnuferlinu við brúðurnar sem er mjög gaman að fylgjast með. Rakel er líka með bók í smíðum sem væntanlega kemur út á árinu.

Meira um Rakel: Rakel Helmsdal Listakvinna  |  Rakel Helmsdal  |  Karavella Marionett Teatur |  Wikipedia (Faroese, English)

♦ Monster authors! My co-authors of the monsterseries are busy in their homelands: Kalle Güettler in Sweden and Rakel Helmdal in Faroe Islands. Check out what they are up to!

Kalle‘s graphic novel Hämnd (Revenge – publisher Argasso förlag, illustrations: Viktor Engholm) has just been released and has already received very fine reviews. (In Swedish here and here.) Kalle also wrote a fine piece about our collaboration. In Swedish here:  En trehövdad författare med fötterna i varsitt land.

More about Kalle Güettler:
Kalle Güettler hemsida  |  Författarcentrum  |  Wikipedia  |  Barnens Bibliotek –  (Swedish)

Rakel is preparing a new play at her puppet theater: Karavella Marionett Teatur. The play is based on her own story for a piece of music by Kári Bæk, the fairytale:Veiða vind (Hunting Wind). It was played at Harpa by the Iceland Symphony Orchestra, earlier this spring, and the Icelandic translation of the book with illustrations by Janus á Húsagarði was also published by Forlagið Publishing. Rakel has a lot of great photos from her working process on her website. She is also working on a new book, hopefully soon to be published.

More about Rakel Helmsdal:
Rakel Helmsdal Listakvinna  |  Rakel Helmsdal  |  Karavella Marionett Teatur |  Wikipedia (Faroese, English)

Þrír höfundar | Three authors

TheMonsterTeamWeb

♦ Tilnefning. Í tilefni af fréttum gærdagsins um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ætla ég að birta mynd sem við höfundar skrímslabókanna höfum stundum notað í skólaheimsóknum og þá með texta á viðeigandi tungumáli. Börn allt niður í leikskólaaldur skilja hvernig við vinnum: semjum sögurnar saman öll þrjú, ég til dæmis teikna myndir OG sem sögur jöfnum höndum. Þetta gera þau nefnilega oft sjálf, ein eða með öðrum. Það þarf ekki að velja að gera aðeins annað tveggja. Stundum má meira að segja gera tvennt í einu. Þetta vita þeir sem geta hjólað OG sungið um leið. Byggt sandkastala, brýr og vegi OG um leið sagt söguna af drekanum sem býr í kastalanum.

Ég skrifaði um sama efni fyrir stuttu, sjá: Skrifandi teiknari. Nánar um samvinnu og verkaskiptingu okkar höfundanna hér: Skrímslabækurnar. Enn frekari upplýsingar á heimasíðum höfundanna:
Áslaug Jónsdóttir – höfundur texta, mynda og bókahönnunar
Kalle Güettler – höfundur texta
Rakel Helmsdal – höfundur texta

♦ Nomination. The nomination of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize has brought up questions about us three authors of the Monster series. “How do you work together? Who makes what – since you are three?” There tends to be some confusion about the collaborative authorship. Two authors of a short picture book text seems to be already over the top, three therefore unthinkable. Well, think again: the illustrator also writes the stories! Or, if you like: one of the authors also illustrates!
We often bring this illustrative picture along with us when we visit schools or give talks about our books. Kids have no trouble understanding that you can both draw and tell or write a story. They do it all the time.

I wrote about the same issue only few weeks ago: The writing illustrator. For more information about the collaboration and the books about the Little Monster and the Big Monster click here: The Monster series. For more information about the authors visit our websites:
Áslaug Jónsdóttir – author of text, illustrations and book design
Kalle Güettler – author of text
Rakel Helmsdal – author of text

Þorvaldur Þorsteinsson 1960 – 2013

 Listamaður kvaddur. Sá góði drengur og fjölhæfi listamaður Þorvaldur Þorsteinsson var jarðsunginn í dag. Hann var afkastamikill á svo undramörgum sviðum listanna og ógleymanleg persóna.
Haustið 2001 héldu bókateiknarar sýningu á myndlýsingum í tengslum við fyrstu Mýrarhátíðina: Köttur úti í mýri. Við báðum Þorvald um að skrifa inngang í sýningarskrá sem hann taldi ekki eftir sér. Pistillinn var í senn upplífgandi hvatning og brýn gagnrýni, eins og vænta mátti frá Þorvaldi. Greinin er enn í dag holl lesning sem á erindi til teiknara, rithöfunda og bókaútgefenda:

„Í upphafi var … 

Hér á árum áður, þegar ég vildi láta taka mig alvarlega í fínni lummuboðum, viðraði ég gjarnan áhyggjur mínar af minnkandi bóklestri meðal þjóðarinnar. Nefndi til sögunnar aukið flæði myndefnis á kostnað texta og varaði við þeirri óheillaþróun sem birtist í forheimskandi, gagnrýnislausri myndmötun í stað hins þroskandi samneytis við Orðið. Þessi einstrengingslega afstaða átti sér upptök í pólitískum rétttrúnaði áttunda áratugarins, sem varaði við öllu sem litríkt gat talist og bannaði Strumpana. Allt sem hróflaði við hinni helgu bók, gerði hana aðgengilegri eða ummyndaði á einhvern hátt, var til þess fallið að gera okkur og börnin okkar að þrælum afþreyingariðnaðar og peningaplokks. Það sannaðist hins vegar nokkrum árum síðar á undirrituðum að „þetta, sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann …“ En það er önnur saga.

Við höfum fengið að lifa merkilegar breytingar hin síðari ár. Við vitum núna að eitt þarf ekki að útiloka annað. Við vitum að það er hægt að glæða áhuga á því stóra með því smáa. Að með einföldum lyklum getum við uppgötvað dýrmæta sjóði. Að læsi okkar á einu sviði lífsins getur hjálpað okkur á öðru, hvort sem það felst í þekkingu á teiknimyndasögum eða viðurkenndum bókmenntaverkum. Þannig er okkur smám saman að lærast að njóta þess ríka myndmáls sem heimur okkar býr yfir fremur en líta á það sem ógn við önnur form. Gott ef það hefur ekki jafnframt rifjast upp hvernig myndmálið var í árdaga forsenda frásagnarinnar og ritmálsins. Hvorki meira né minna.

Teikning í bók getur opnað leið inn í textann og út úr honum aftur. Hún getur vakið grun, strítt og truflað, kveikt hugmyndir og kenndir sem enginn texti þekkir og á góðum degi jafnvel orðið textinn sjálfur. Hún getur sagt minna en ekkert og meira en orð fá lýst. Allt þetta hafa íslenskir teiknarar á valdi sínu, sem betur fer, því hlutverk þeirra í íslenskum bókmenntum hefur aldrei verið öflugra en núna.

Hafi nefndur skilningur á mikilvægi myndmálsins skilað sér í raðir íslenskra útgefenda hljóta þeir að hvetja til nánari samvinnu teiknara og höfunda á komandi árum. Við hljótum öll að vilja sjá ný verk þar sem sköpunarkraftur teiknarans nýtist bókverki í frjóu samspili frá fyrsta degi. Ekki eingöngu eftir að handriti er skilað. þetta er nefnilega svo einfalt: Um leið og við hættum að hugsa um framlag teiknarans sem misgóða „skreytingu“ við fyrirfram gefinn texta „höfundarins“, eins og gert var til skamms tíma, þá rifjast upp jafn augljós sannindi og þau að teikningin getur ekki aðeins sótt forsendur sínar í textann, hún getur líka orðið til jafnhliða textanum í innra samspili tveggja höfunda og síðast en ekki síst getur hún verið sjálfur útgangspunkturinn. Uppspretta frásagnarinnar. Rétt eins og var í upphafi.“

Þorvaldur Þorsteinsson

Artist Þorvaldur Þorsteinsson was buried today. He will be greatly missed.