Skrímslin í Norðurlandahúsinu | Travelling exhibition – opening in Tórshavn

Skrímslin í Færeyjum: Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Þá hófst einnig barnamenningarhátíð Norðurlandahússins, Barnafestivalurin 2017, sem stóð til 9. apríl með metnaðarfullri dagskrá og viðburðum: tónleikum, list- og leiksýningum.

Sýningin um skrímslin tvö er farandsýning og var upphaflega sköpuð fyrir Gerðuberg menningarhús. Við hönnuðir sýningarinnar fylgdum henni til Þórshafnar og unnum að uppsetningunni ásamt starfsfólki Norðurlandahússins. Þar var sannarlega tekið vel á móti okkur og skrímslaheimurinn sómdi sér vel í bjartri og opinni Forhøll og hlýlegri Dansistovu.

Myndirnar sem hér fylgja eru frá opnunardeginum í Norðurlandahúsinu, en börn og fullorðnir virtust una sér afar vel í skrímslaheiminum og nutu samvista við lestur og leik. Það gladdi að sjá því meginmarkmiði sýningarinnar náð.

Sýningin verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánari upplýsingar og myndir frá fyrstu uppsetningu sýningarinnar í Gerðubergi menningarhúsi má sjá á síðunni hér. Um skrímslabækurnar má fræðast hér og um höfunda bókanna og samstarfið má lesa hér.

Travelling Exhibition: On April 1st the interactive exhibition for children: a Visit to the Monsters, opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as one of the events at the annual Children’s Festival, Barnafestivalurin 2017.

The exhibition is based on the books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. It was originally designed and on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. Art direction and exhibition design was executed by Áslaug Jónsdóttir and Högni Sigurþórsson – and we two, Högni and I, travelled to Tórshavn to work on this version for the Faroese friends of the monster series. Our good hosts and co-workers truly made us and the two monsters feel at home in The Nordic House in Tórshavn and we certainly enjoyed working in the beautiful elements of the Nordic House.

The following photos are mostly from the opening earlier this month. I was delighted to see that both children and grown-ups found pleasure in what the exhibition is all about: reading and playing together.

The exhibition is open until May 4th. Further information in Faroese here. See also photos from the first version in Gerðuberg Culture House and read more about the exhibition on the page here. Click on the links to read more about the monster series or the three authors and their collaboration.

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson

Við Högni þökkum fyrir okkur! | Happy exhibition designers give thanks for a delightful stay in Tórshavn!

 

 

Sagan af bláa hnettinum á tyrknesku | The Story of the Blue Planet in Turkish

Sagan af bláa Tyrkneska

♦ ÚtgáfufréttirÉg má ekki gleyma því að tíunda fregnir af sporbraut bláa hnattarins: Sögunnar um bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason – með myndum og útliti eftir ofanritaða. Bókin kom út á tyrknesku í byrjun apríl hjá Pegasus forlaginu í Istanbul. Brot bókarinnar er það sama og á bresku og bandarísku útgáfunni. Titillinn er Mavi Gezegenin Hikâyesi og má kaupa víða í netverslunum þegar leitað er eftir.

Tyrkneska forlagið notar í auglýsinguna hér fyrir ofan myndina af börnunum að kjósa: naglann úr sólinni eða áfram flug og stuð. Og það er nú eins og Gleði-Glaumur sagði: „Ykkar er valið, börnin mín“. Senn líður að forsetakosningum. Frambærilegir valkostir eru nokkrir, en gott ef það glittir ekki orðræðu Gleði-Glaums hjá öðrum. Í aðdraganda kosninga hjá börnunum á bláa hnettinum reitti Gleði-Glaumur af sér ósmekklega aulabrandara, var með hræðsluáróður um að allt yrði fúlt og leiðinlegt ef hann yrði ekki fyrir valinu og gaf auðvitað loforð um „meira stuð“. Hulda og Brimir áttu ekki miklu fylgi að fagna – en þau höfðu sannarlega siðferðilega yfirburði og fengu sitt fram að lokum. Gleði-Glaumur fékk vissulega að kalla sig kóng – því Hulda og Brimir voru glögg að greina valdasýkina og græðgina sem þau svo héldu frá raunverulegum yfirráðum.

Það þarf engan kóng á Bessastaði en þjóðinni getur gagnast forseti sem hugar að framtíðinni og mennskunni og minnir okkur á mikilvæg gildi. Andri Snær Magnason er ekki bara frjór og skemmtilegur hugsuður og snilldargóður rithöfundur heldur ákjósanlegur forseti fyrir þjóð sem er dálítið hart leikin af því að fljúga hátt, eins og börnin á bláa hnettinum. Andra Snæ er lagið að benda á fersk sjónarhorn og að beina athygli okkar að málum sem skipta sköpum fyrir þjóðina og stöðu okkar í veröldinni. Ég styð Andra Snæ til embættis forseta Íslands og treysti honum til þess að nýta embættið til góðra verka í anda Huldu og Brimis, villibörnunum á hnettinum bláa.

♦ Translation – book releaseI try not to forget to point out new translations of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason with illustrations by yours truly. So: this Turkish edition was out in April, published by Pegasus Publishing house in Istanbul. The title is Mavi Gezegenin Hikâyesi, available in many online stores.

Author Andri Snær Magnason is now running for the position as president of Iceland. I wholeheartedly support his candidacy! Vote for Andri Snær!

Bjargvættur | Vættir – Poster exhibition

Bjargvaettur©AslaugJons2016

♦ VeggspjaldÞrjátíu og fimm teiknarar sýna veggspjöld á HönnunarMars 2016 í Sjávarklasanum Grandagarði 16. Myndefnið er „Vættir“ sem hver teiknari túlkar á sinn hátt. Ég ákvað að skoða hug minn til bjargvætta, fremur en þjóðsagna eða yfirnáttúrulegra fyrirbrigða. Hér fyrir ofan: Bjargvættur 2016, gjörið svo vel.

Í húsi Sjávarklasans á Granda eru fleiri grafískar sýningar teiknara og hönnuða sem vert er að sjá. Borgin öll er svo kraumandi af áhugaverðum viðburðum og sýningum hönnuða fram á sunnudag.

♦ PosterThirty-five illustrators exhibit posters on the theme “Vættir” / Wights – or Supernatural Spirits on DesignMarch 2016. Place: Sjávarklasinn, Ocean Cluster House, Grandagarður 16. Rather than working on monsters and creatures from folklore and mythology I decided to take a closer look at the spirit of helpfulness: “bjargvættur” – meaning rescuer or savior, as I see it in the year 2016.

If in Reykjavík don’t to miss the many interesting events on DesignMarch 2016 – ends on Sunday!

Opnunartími í Sjávarklasanum á HönnunarMars | Opening hours in the Ocean Cluster House for the weekend:
11.03. Föstudagur | Friday 12-18
12.03. Laugardagur | Saturday 12-17
13.03 Sunnudagur | Sunday 13-17
Meira um sýninguna: Vættir á Fb. See also more from the exhibition Vættir on Fb.

Skrímslapoki | Monster backpack

PokiSundMynd-BackPweb

♦ Hönnun: Eins og þeir vita sem til þekkja þá stundar stóra skrímslið sund af miklu kappi og litla skrímslið tók einnig þá ákvörðum að læra íþróttina. Þessi fíni sundpoki eða bakpoki var að bætast við hönnunarlínu sem ég gerði í samvinnu við Safnbúðir Reykjavíkur. Dagana 25.-28. febrúar fæst skrímsla-sundpokinn (að verðmæti 1990 kr.) á sérstöku tilboði með Menningarkorti Reykjavíkur. Það er líka alveg kjörið að heimsækja söfnin í vetrarfríi skólanna. Í safnbúðum lista- og menningarsafna Reykjavíkurborgar fást fleiri vörur sem tengjst bókaröðinni um litla skrímslið og stóra skrímslið. Góða skemmtun í söfnunum og sundlaugnum í vetrarfríinu!

♦ DesignA new product is out in the shops! Everybody knows we love swimming in Iceland. Big Monster does too! And Little Monster is getting the hang of it. Reykjavík Museum Shops have this great offer for the school winter break, Feb. 25.-28. Buy The Reykjavík Culture Pass and get a free monster backpack! See more products inspired by The Monster Series – all available in Reykjavík Museum Shops. Happy swimming and merry museum visits!

MenningarkortRvk

See more here: The Reykjavík Culture Pass offers great value for money and gives you access to some of the city’s most significant and historic cultural attractions. The card, which is valid for one year, gives free entry to the following museums: The Reykjavík Art Museum (Hafnarhús, Kjarvalsstaðir and Ásmundarsafn) and The Reykjavik City Museum (Árbær Open Air Museum and the Settlement Exhibition). The pass also entitles you to a City Library Card worth 1,700 ISK.”

Listakonur | IBBY Honour List 2016

Skrimslakisi-Og-Aslaug2015♦ ViðurkenningÍ október á síðasta ári tilkynnti IBBY á Íslandi að við Skrímslakisi værum útnefnd á heiðurslista IBBY árið 2016 fyrir myndlýsingar, en þrjár bækur voru tilnefndar frá Íslandi: ein fyrir myndlýsingar, önnur fyrir texta og þriðja fyrir þýðingar – eins og lesa má um hér. Valið er á heiðurslistann annað hvert ár og nýlega var allur listinn birtur á heimasíðu alþjóðlegu IBBY samtakanna. Þá kom í ljós að samverkakona mín, Rakel Helmsdal er einnig á listanum fyrir bókina „Hon, sum róði eftir ælaboganum“, en frá Danmörku er tilnefndur einn textahöfundur fyrir hvert höfuðtungumálanna í danska ríkissambandinu: dönsku, færeysku og grænlensku. Kápu þeirrar bókar gerði ég útgáfuárið 2014. Rakel Helmsdal er svo ein þriggja höfunda bókanna um skrímslin, ásamt okkur Kalle Güettler. Við Rakel fögnum því margfalt að vera listakonur á Heiðurslista IBBY árið 2016!
M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWebHonsumrodiweb
♦ Honour: Already in October last year IBBY Iceland announced their selection of books to The IBBY Honour List 2016: one for text, one for illustration and one for translation. I was very happy to see Skrímslakisi (Monster Kitty) by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal on the list for illustration as reported here. The IBBY Honour List is a biennial selection of “outstanding, recently published books”, honouring writers, illustrators and translators – one for each of the three categories from all IBBY sections around the globe.

Rakel Helmsdal

Rakel Helmsdal

The full list from all the IBBY sections was published in February, revealing the name of my Faroese co-author Rakel Helmsdal, honoured for her book: „Hon, sum róði eftir ælaboganum“ (The girl who rowed after the rainbow). I did the cover design for her book, the year of publishing, in 2014. So we two have more than one good reason to celebrate the IBBY Honour List 2016!

Visit Rakel Helmsdal’s blog for more information in Faroese.

HonSumRodi-CoverWeb

Skrímslaföndur | Monster crafts

kramarhus6web©AslaugJ

♦ Föndurdund: Föndur er alls ekki allra, einkum ef það er eftir ákveðinni forskrift. Allt um það finnst flestum gaman að gera eitthvað í höndum, klippa, líma, smíða, sauma, prjóna … Ég hvet alla til þess að dunda við handíðir af hjartans lyst – og list. Það er hollt fyrir huga og hönd. Skrímslakramarhúsin voru hönnuð í tengslum við sýninguna í Gerðubergi – menningarhúsi: Skrímslin bjóða heim. Arkir með kramarhúsunum eru fáanlegar í safnbúð Borgarbókasafnsins í Gerðubergi á meðan birgðir endast. En skrímslavinir sem kíkja hingað á vefsíðuna geta hlaðið niður örk með útlínuteikningum fyrir klippimyndirnar hér fyrir neðan. Stóra skrímslið, litla skrímslið og skrímslakisi óska gleðilegra jóla! Njótið vel!

Jolafondur-kramarhus♦ Monster craftsThese paper cones and paper cuts were designed in connection with the exhibition A Visit to the Monsters in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. Templates for the cones are available for a short term in the library shop in Gerðuberg, but all monster friends who visit this site can download a template for the paper cuts with a click on the link below. Enjoy! Little Monster, Big Monster and Monster Kitty wish you all happy holidays!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Skrimslaklipp | Monster Paper Cut 2015 – Smellið á tengilinn til að hlaða niður skjalinu. | Click on the link to download the pdf.

 

Skrímsli í myrkrinu! | Monster in the Dark!

Litla-skrimsli-Endurskin-1

♦ Hönnun: Litla skrímslið lætur skammdegið ekki buga sig og berst gegn þeim ógnum sem felast í myrkrinu. Það er reiðubúið að slást í för með öllum sem hætta sér út í náttmyrkrið. Það kann líka skínandi vel við sig á jólatrénu, finnst bara skemmtilegt að hanga svona …

Endurskinsmerkið er hannað í samvinnu við Safnbúðir Reykjavíkur og Funshine og á rætur að rekja í bókaröðina um litla skrímslið og stóra skrímslið.  Fæst í safnbúðunum í lista- og menningarsöfnum Reykjavíkurborgar.

♦ DesignAngry Little Monster says “No!” to murky shadows and is ready to fight the darkness with its sparky attitude. Little Monster would really like to hang out with anyone who dares seek adventures and go for a walk in the dark. It also likes to just hang around and practically shines if it’s allowed to decorate the Christmas tree.

This Monster-reflector was designed in collaboration with Reykjavík Museum Shops and Funshine, inspired by the Monster series. Available in Reykjavík library-shops, art and culture museums.

Litla-skrimsli-Endurskin-2

 

Skapað með skrímslum | Monster merchandise

SkrimslaVorur1

♦ HönnunÍ tengslum við sýninguna Skrímslin bjóða heim og í samstarfi við Safnbúðir Reykjavíkur hannaði ég litla vörulínu með gjafakortum, skissubókum o.fl. með myndum sem tengjst bókaröðinni um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þessar vörur fást nú í safnbúðum lista- og menningarsafna Reykjavíkurborgar. Á Fb-síðu safnbúðanna er að finna myndir og upplýsingar um verð. Fleiri vörur eru væntanlegar síðar!

♦ DesignIn collaboration with Reykjavík Museum Shops I have designed a small line of products inspired by The Monster Series. Cards, wrapping paper that can also serve as posters, box of colors, sketchbooks and more – all available in Reykjavík library-shops, art and culture museums. Prices and more photos and information here on Reykjavík Museum Shops’ FB-page. More monster-merchandise to be introduced later!

Trélitir, skissubækur og blokkir. Með þessum trélitum er hægt að lita ENDAlaust – frá báðum endum. Og nei, þetta eru ekki litabækur og þess vegna má lita útfyrir, skrifa texta, minnislista, sögur, ljóð, hugmyndir; og teikna myndir, krassa og krota. Allskonar! Skapaðu með skrímslunum!

SkrimslaTeiknibok