Ljóslifandi leikhús! | Monster Visit in Norway

Monsters at play! Big Monster, Little Monster and Furry Monster met Norwegian families last weekend when Adele Duus premiered the play Monster Visit – Monsterbesøk in Norwegian, a play based on the book by same name, one of the creations by the author team Jónsdóttir, Güettler and Helmsdal. As an outdoor theater, performed in the midst of winter in Norway, one might say that the event involved some risks – but Adele and the monsters did great, despite heavy skies threatening with storm and hail.

Lys Levende Adele is a one-woman-theater run by Adele Duus, who has specialized in storytelling and adapting children’s books to theater. The project Monsterbesøk is made in collaboration with libraries and cultural institutions in Hordaland, Sogn- and Fjordane in west-Norway. The project aims to connect outdoor activities and culture, and the play is staged at public cabins that are within a walking distance for families with children. For example, by the cabin Sjöbua i Byngja, which does not merely offer a shelter to enjoy your packed meal but also has a small library, a small selection of books – among them books from the Monster series. Harsh winter weather does not hinder Norwegians from enjoying outdoors recreation and literature! An exemplary idea!

Publisher in Norway is Skald forlag.

Monsterbesøk – Sjöbua i Byngja © ljósmyndir | photos: Adele Lærum Duus / Elise Duus / Strilabiblioteket Alver kommune Norge.

Sýningar á Monsterbesøk í janúar, febrúar og mars 2022:
Performances January – March 2022: 

29.01.22 Øygarden – Larslihytta
30.01.22  Alver – Sjöbua i Byngja
17.02.22 Samnanger
18.02.22 Stord
18.02.22 Fitjar
19.02.22  Kvinnherad
20.02.22 Tysnes
11.02.22  Sogndal
10.03.22  Lærdal
12.03.22  Luster
13.03.22  Årdal


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

The Monster Series have been published in many languages.
English translations available. Contact Forlagid Rights Agency.

Skrímslin í sjónvarpinu í kvöld | The Monsters on TV tonight!

MonsterTheater3web♦ Leikhús. Í kvöld, sunnudaginn 8. janúar, er endursýnd upptaka RÚV á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu, leikritinu um skrímslin tvö. Leikritið sett var upp í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins og frumsýnt í desember 2011. Útsendingin hefst kl.18:00.

[Uppfært:] Upptakan er aðgengileg á KrakkaRÚV til 5. febrúar og má spila hér: Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu.

Smellið hér til að lesa meira um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu. Sjá einnig: Leikrit | Plays.

♦ TheaterThe Icelandic National Broadcasting Service RUV is rebroadcasting a recording of The Little Monster and the Big Monster in the Theater, which was performed in Kúlan, children’s stage in The National Theater of Iceland. The program starts at 6 pm tonight Sunday 8 January.

[Update:] The program is available in Iceland at RÚV children’s web: KrakkaRÚV until 5 February. Click here to watch: Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu.

Links to more information:
The Little Monster and the Big Monster in the Theater See also my webpage: Leikrit | Plays.
The play at The National Theater.
The program.

Ritgerð um leikrit | Thesis on Children’s Theater

GottKvPlweb           LitlaOgStoraPlakatweb

♦ Umfjöllun um leikritÍ nýútgefinni B.A. ritgerð í almennri bókmenntafræði í Háskóla Íslands, á Skemmunni.is, fjallar Rakel Brynjólfsdóttir um leikritin tvö: Gott kvöld og Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu, en þau eru bæði byggð á myndabókum. Ritgerðin nefnist „Greining á tveimur leikverkum Áslaugar Jónsdóttur“  og má lesa hér. Í útdrætti segir m.a.:

„Áslaug Jónsdóttir nær með leikverkum sínum að tvinna saman einstaka persónusköpun, fallegan texta og mikilvægan boðskap sem á erindi til allra barna. Val hennar á viðfangsefnum er metnaðarfullt og sýnir þá trú og þá virðingu sem hún ber fyrir ungum leikhúsáhorfendum. Samvinna hennar og Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra tók þessi stef og glæddi þau lífi með allri umgjörð sýninganna. Listræn framsetning þeirra á ótta, hugrekki og þeim skilaboðum að maður standi ekki einn í lífinu með vin sér við hlið tókst vel. Áslaug hefur næmt auga fyrir því hvernig best má ná til barna og nýtir sér einfalda söguframvindu, kímni og orðaleiki í listsköpun sinni. Leikrit hennar eru mikilvægt innlegg í barnaleikhúsmenningu á Íslandi og gefa tóninn fyrir metnaðarfulla listsköpun með boðskap fyrir börn í framtíðinni.“  – Rakel Brynjólfsdóttir – http://hdl.handle.net/1946/18136

♦ Theater reviewI have just read a freshly pressed BA thesis in Comparative Literature at the University of Iceland, by Rakel Brynjólfsdóttir, on two of my plays: Good evening and Little monster and Big Monster in the Theater, both based on my picture books. There are some very praising reviews in her text, – although only available in Icelandic. The thesis is called „Greining á tveimur leikverkum Áslaugar Jónsdóttur“  and is available at Skemman.is at this url: http://hdl.handle.net/1946/18136. 

Hnötturinn á flugi | Illustration

UsSaganAfBlaa

♦ BókadómurÞað er alltaf eitthvað skemmtilegt að frétta af Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér er umfjöllun eftir Gemma D. Alexander og þar segir m.a. um myndlýsingarnar:

“Educational kids’ books and allegories for any age group are so often tedious, but the playful illustrations by Áslaug Jónsdóttir and the sweet characterizations in Blue Planet make this story of environmental devastation and first world privilege go down easy.” – Gemma D. Alexander [link to blog]

♦ Book reviewThis quote above, about the illustrations in The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, is from a very nice review by Gemma D. Alexander. Read the full post and book report here.

♦ LeikhúsNæsta vetur hefjast sýningar á samnefndu leikriti Andra Snæs í Aalborg Theater. Hér má lesa meira um sýninguna. Í kynningarefni var valið að nota myndlýsingar úr bókinni, samsett í nýja mynd.

♦ TheaterNext winter Aalborg Theater in Denmark will run Magnason’s play by same name. If you read Danish there is more about it all here. Illustrations from the book are used for posters and PR material in a new and imaginative combination.

den-blaa-planet-presse-Aalborg-web

© Aalborg Teater | Illustrations by Áslaug Jónsdóttir | Design by Højland Art Direction | link to press photos

 

 

Brúður og ljóðlist | Puppets and poetry

SindriSilfurfiskur3

♦ Dagatalið: Nei, hættið nú alveg! Í gær var Dagur barnaleikhúsins. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur Dagur brúðuleikhússins og í Alþjóðadagur ljóðsins í þokkabót. Hvað skal segja? Ljóðskáldin eru svo mörg og góð að ég treysti mér ekki til að benda á neitt eitt í tilefni dagsins. Læt til dæmis Reykjavík bókmenntaborg um það. En mæli eindregið með ljóðalestri í dag! Það er alltaf tími fyrir eitt ljóð.

Í tilefni dagsins ætla ég samt að rifja upp eina hjartfólgna persónu: Sindra silfurfisk sem varð til í samvinnu við Þjóðleikhúsið og barnaleikhúsið Kúluna undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar. Hér má sjá fleiri myndir úr sýningunni. Eins og gengur eru textar margsinnis endurskrifaðir og ýmsu hent út í handritsgerðinni. Þar á meðal fengu að fjúka frekar ískyggileg vers um hætturnar í hafinu. Hér er hluti af því kvæði, sem ætlað var til söngs:

Á fiskimiðum liggja lóð
og launráð falin köld,
– þú heldur beint á hættuslóð 
og hefur engan skjöld!
Þig drauganetin draga að 
með dularfullum seið; 
þó brjótast viljir beint af stað
þú berst samt þvert af leið. 

Það hafa ýmsir á því grætt
að öngla lítinn fisk.
Já, þannig verður öll þín ætt
að enda færð á disk.
Þín bíður ugglaust voðinn vís,
þín vörn er tæp um sinn
sem plokkfiskur í paradís
þú pottþétt svífur inn.

Það er eins gott að þetta fór ekki með. Nóg hef ég grætt börn í leikhúsi.

♦ The CalendarYesterday it was The World Day for Theatre for Children. Today, 21. March, is The World Puppetry Day and The World Poetry Day!  There are so many good poets, I dare not point out one for the occasion. But I wholeheartedly recommend reading a poem today – preferably every day!

The photo above shows a scene from a black light puppet theater show I wrote for the National Theater. You may find more information about Shimmer the silverfish here. There are a few professional puppet theaters in Iceland where of I would especially mention two: Bernd Ogrodnik’s Brúðuloftið in the National Theater and Helga Arnalds’ Tíu fingur. For further information on Icelandic puppet theater see Unima Iceland.

I would also like to recommend my special friends in the Faroe Islands: Karavella Marionett Teatur – run by Rakel Helmsdal, who did a puppet play with Little Monster and Big Monster from the book series.

Skrímslin og Kúlan | The Monsters and Kúlan Children’s Theater

SkrimslinSkjaklipp

♦ Leikhús. Í lok ársins 2011 hélt ég mig drjúgum stundum í svartmáluðum kjallaranum á Lindargötu 7, í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Þar fylgdist ég með æfingum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu og vann að leikmyndinni. Við útsendingu RÚV s.l. laugardag rifjaðist upp fyrir mér hvað þessir dimmu mánuðir, nóvember og desember, voru óvanalega bjartir og fljótir að líða. Ég þakka það leikurum Friðriki Friðrikssyni og Baldri Trausta Hreinssyni sem skemmtu okkur Þórhalli Sigurðssyni leikstjóra með ógleymanlegum skrímslasenunum á æfingatímanum.

StoraSkrimslidSkjaklippKúlan hlaut á dögunum heiðursviðurkenningu IBBY á Íslandi: Vorvinda-viðurkenninguna ásamt fleira góðu fólki sem hefur skarað fram úr við störf að barnamenningu. Þórhallur Sigurðsson hefur verið listrænn stjórnandi Kúlunnar frá upphafi, eða frá árinu 2006. Lesið meira um viðurkenninguna hér á vef Þjóðleikhússins og hér á vef IBBY á Íslandi. Til hamingju Þórhallur og barnaleikhúsið Kúlan!

♦ Theater. The RÚV-broadcasting of my play Little Monster and Big Monster in the Theater last Saturday made me think back to rehearsal time at the end of the year 2011. The dark and gloomy months of winter went by fast, thanks to these two guys in the hairy costumes: Friðrik Friðriksson og Baldur Trausti Hreinsson. Their monstrously funny tryouts and variations of the play made me and director Þórhallur Sigurðsson roll in our seats. Thank you again!

LitlaSkrimslidSkjaklipp1Kúlan, The National Theater’s Children’s Stage, received an award of honor from IBBY Iceland this month: Vorvinda (Spring Winds) for a contribution to children’s culture in Iceland. Actor and director Þórhallur Sigurðsson has been the art director of Kúlan since the opening in 2006. Congratulations to Þórhallur and Kúlan Children’s Theater!
More about the award: in Icelandic at The National Theater – website and IBBY Iceland – website.

Meðfylgjandi myndir eru skjáskot frá útsendingu RÚV.
Photos: screenshots from RÚV broadcasting.

LitlaSkrimslidSkjaklipp2

Skrímslin í sjónvarpinu | Monsters on TV

MonsterTheater3web

♦ Leikhús. Á morgun verður endursýnd upptaka RÚV á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu, leikritinu um skrímslin tvö sem sett var upp í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Útsending RÚV hefst á morgun, laugardag 25. maí kl. 10:12.

Smellið hér til að lesa meira um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu. Sjá einnig: Leikrit | Plays.

♦ TheaterThe Icelandic National Broadcasting Service RUV is rebroadcasting a recording of The Little Monster and the Big Monster in the Theater, which was performed in Kúlan, children’s stage in The National Theater of Iceland. The program starts at 10:20 tomorrow, Saturday May 25th.

Links to more information:
The Little Monster and the Big Monster in the Theater See also my webpage: Leikrit | Plays.
The play at The National Theater.
The program.

Gott kvöld í kvöld | Good Evening

Gottkvoldweb

 Leikhús: Leikritið Gott kvöld verður sýnt í Félagsheimilinu á Hvammstanga núna í kvöld, föstudag 26. apríl kl. 18:00. Verkið sýnir Leikhópurinn á Hvammstanga í samstarfi við framhaldsdeild Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Önnur sýning er á sunnudag kl. 12:00. Lesa má frétt um þetta á Norðanáttinni og sjá myndir af æfingu.

Tenglar: Norðanáttin – frétt. Meira um Gott kvöld.

 Theater: Active and popular amateur theaters are run in almost every corner of Iceland. I am happy to inform that one of them, Hvammstangi Theater Group, is performing my play Good Evening tonight, April 26th.

Links: Norðanáttin news and photos. More about Gott kvöld | Good Evening.

Sindri silfurfiskur á Akureyri | Shimmer the Silverfish on stage again

SindriSilfurfiskur6

 Leiksýning. Brúðuleikritið Sindri silfurfiskur, í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar, verður sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar næstu tvær helgar. Sýningar verða laugardaginn 16. mars kl.14:00, sunnudaginn 17. mars kl. 14:00, laugardaginn 23. mars kl. 14:00 og sunnudaginn 24. mars kl. 14:00.

 Theater. The puppetry Shimmer the Silverfish, directed by Þórhallur Sigurðsson, will be performed at Akureyri Theater next two weekends.

Fleiri ljósmyndir og upplýsingar um verkið hér: Sindri silfurfiskur.
Photos and information about the play and production here: Shimmer the Silverfish.

Leikfélag Akureyrar sýnir hið hugljúfa brúðuleikrit Sindri Silfurfiskur næstu tvær helgar. Þessi sýning hefur fengið margróma lof hvarvetna enda sérstaklega töfrandi og falleg. Í sýningunni er sérstök ljósatækni notuð til þess að skapa undurfallegan neðansjávarheim. Töfrandi kynjadýr hafsins svífa um og hrífa áhorfendur á öllum aldri. Sýningartími er um 40 mínútur.
Ef maður leggur kuðung upp að eyranu heyrist í hafinu. Þannig segir kuðungurinn frá því hver hann var og hvar hann bjó. En það var eins og Sindri silfurfiskur vildi gleyma hver hann í raun og veru var. Hafdís í skrautfiskabúðinni Fjörfiskar er löngu hætt að selja fallegu fiskana sína. Þeir eru vinir hennar og hún vill miklu heldur segja af þeim sögur, eins og til dæmis söguna af Sindra silfurfiski og ævintýrum hans.

Litla skrímslið og stóra skrímslið í sjónvarpinu | Little Monster and Big Monster on TV

MonsterTheater1web

♦ Leikhús. Litla skrímslið og stóra skrímslið birtast á sjónvarpsskjánum á morgun, nýársdag, þegar sýnd verður upptaka RÚV frá sýningu Þjóðleikhússins á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu, sem gekk á fjölum Kúlunnar, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins, síðast liðið vor. Útsending RÚV hefst á nýársdag kl. 17:58 stundvíslega!

Smellið hér til að lesa meira um Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu. Sjá einnig: Leikrit | Plays.

 TSjónvarpsskrímsliheater. The Icelandic National Broadcasting Service: RUV will be broadcasting a recording of The Little Monster and the Big Monster in the Theater, which was performed in Kúlan, children’s stage in The National Theater of Iceland.

Links to more information: My page on The Little Monster and the Big Monster in the Theater ; the play at The National Theater ; the program. See also my webpage: Leikrit | Plays.

Skrímslastund í sjónvarpinu á nýársdag! | Monster time on television tomorrow!

Skrímsli í strengjum | Monster marionettes

 Brúðuleikhús. Á morgun frumsýnir Karavella Marionett Teatur í Færeyjum brúðuleikinn Skrimslini. Brúðusmiður, brúðustjórnandi og handritshöfundur er færeyski meðhöfundurinn að skrímslabókunum: Rakel Helmsdal. Lesið meira um ævintýri brúðuleiksins á heimasíðu Karavella Marionett Teatur!

 Puppet theater. Tomorrow is a big day for the two monsters in Faroe Islands. The marionette play Skrimslini will be premiered by Karavella Marionett Teatur. Scriptwriter, puppeteer and puppetmaker is Rakel Helmsdal, the Faroese co-author of the monster series. See more at: Karavella Marionett Teatur.
ljósmynd | photo: © Rakel Helmsdal

Skrímslin í leikhúsinu | The monsters in the theater

 Leikhús. Sýningum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu er að ljúka. Síðustu sýningar eru á morgun, sunnudag 6. maí, en sýnt hefur verið fyrir fullu húsi í Kúlunni, barnaleiksviði Þjóðleikhússins síðan í lok desember á síðasta ári. Nánari upplýsingar um leikritið hér og í leikskrá hér.

 Monster theater. Last chance to see The Little Monster and the Big Monster in the Theater during this season. The last shows are tomorrow, on Sunday 6. of May in Kúlan, The National Theater’s childrens theater. More information about the play here and in the program here.