Vinir tveir | Two friends

Litla skrímslið og stóra skrímslið var frumsýnt í Hofi hjá Leikfélagi Akureyrar þann 13. janúar síðastliðinn. Það var gaman að taka þátt í gleðinni í Hofi og fagna með þessum listagóða sýningarhópi sem Jenný Lára Anórsdóttir stýrði af mikilli fagmennsku. Sýningar verða þéttar næstu helgar, til 11. febrúar. Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Little Monster and Big Monster had premiere at Akureyri Theater, in the Black Box at Hof Culture Center, on January 13th. It was great fun to be in the audience and to celebrate a very good work of gifted group of artists, directed by Jenný Lára Arnórsdóttir. Shows will run all next weekends, ending on february 11th. Tickets at mak.is.


Skrímslasöngurinn: Góð tónlist er auðvitað ómissandi í öllum sviðsverkum. Að þessu sinni var það Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem samdi nýtt og grípandi lag við vísur skrímslanna: Vinir tveir. Sönginn má finna hér á Spotify og með hlekknum hér neðar, á Youtube.

The Monster song: Good music is, of course, essential in all stage works. This time it was Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson who composed a lovely new song to the verses of the monsters: Two Friends. The song can be found here on Spotify and by the link above on Youtube.

Myndir hér neðar og efst | photos, top and below: © Unnar Anna Árnadóttir / Leikfélag Akureyrar / MAK.

Hér má lesa efnisskrá sýningarinnar. Og meira um sýninguna á vef Menningarfélags Akureyrar. 
Hér má svo lesa meira um leikritið um skrímslin á þessari heimasíðu.   

More info (in Icelandic):
The playbill online. And more about the production at the site of Akureyri Culture Company.
And a bit more about the play on this site.  


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli að leik! | Monsters at play!

Skrímsli í leikhúsinu! Það hefur verið hreint dásamlegt að fylgjast með skrímslunum holdgerast í hæfileikaríkum leikurum hjá Leikfélagi Akureyrar síðustu daga, en LA hefur tekið til sýninga leikritið um svörtu skrímslin tvö. Hér má sjá Margréti Sverrisdóttur í hlutverki litla skrímslisins og Hjalta Rúnar Jónsson í hlutverki stóra skrímslisins. 

Búningana hannaði Björg Marta Gunnarsdóttir og gervi Harpa Birgisdóttir. Leikstjóri verksins er Jenný Lára Arnórsdóttir og grípandi tónlist samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Um hljóðmynd og ljós sjá Árni F. Sigurðsson og Benni Sveinsson. Sýningarstjóri er Unnur Anna Árnadóttir.

Frumsýning er næstkomandi laugardag, 13. janúar, í Svarta kassanum í Hofi og þá verður sko dúndurgaman! Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Monster theater! It has been an absolut pleasure to watch rehearsals at Akureyri Theater this week and to see the two monsters come alive in the two talented actors: Margrét Sverrisdóttir as Little Monster and Hjalti Rúnar Jónsson as Big Monster. This is a new production of my play “Little Monster and Big Monster in the Theater” by Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar).

Costumes are designed by Björg Marta Gunnarsdóttir and make-up artist is Harpa Birgisdóttir. Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and the catchy music is composed by Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Sound and lighting designers are Árni F. Sigurðsson and Benni Sveinsson. Stage manager is Unnur Anna Árnadóttir.

The premiere is next Saturday, January 13th, in the Black Box at Hof Culture Center in Akureyri and I am surely looking forward to it! Tickets at mak.is.

Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslin á svið á ný | Monster Act in Akureyri

Skrímslafréttir! Leikfélag Akureyrar tekur til sýninga verkið Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu í byrjun næsta árs. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir og miðasala hefst á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is, áður en langt um líður. Fylgist með fréttum frá menningarbænum Akureyri! 
Hér má lesa örlítið um leikritið og frumsýninguna í Þjóðleikhúsinu leikárið 2011-2012. 

Monsternews! In the new year Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar) will do a new production of my play “Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu” (Little Monster and Big Monster in the Theater). Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and tickets will be available soon at mak.is, the website of Akureyri Culture Company (ACC). So stay tuned for more news!
Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli í vanda í Helsinki | Monsters in Trouble – in Helsinki

Skrímslafréttir! Í dag, 11. apríl 2023, opnaði sýning með myndum úr Skrímsli í vanda í norræna bókasafninu í Helsinki, Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. Í tengslum við sýninguna verða upplestrar og skapandi vinnustofur fyrir börn á leikskólaaldri, unnar í samstarfi við nemendur í kennslufræðum við háskólann í Helsinki.

Áhugasamir geta haft samband við Mikaelu Wickström, sem hefur veg og vanda af verkefninu, en vinnustofurnar eru í boði daglega frá kl. 9.30-10.15. Sýningin stendur til 9. maí.

Hjá Norræna bókagleypirnum má einnig finna margvísleg verkefni og umfjöllun um Skrímsli í vanda á öllum norðurlandamálunum. 

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki

Monsternews! Today, 11 April 2023, an exhibition featuring illustrations from Monsters in Trouble opened at the Nordic Library in Helsinki: Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. In conjunction with the exhibition, readings and creative workshops for preschool children will be conducted in collaboration with students in pedagogy at the University of Helsinki.

All interested can contact Mikaela Wickström for further information. The workshops run daily from 9.30-10.15. The exhibition runs until May 9.

Also available at the children’s book site the “Nordic Book Devourer” are projects for children, study and support material on Monsters in Trouble, available in all the Nordic and Scandinavian languages.

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Bókverk á RABF | Reykjavík Art Book Fair 2023

BÓKVERK: Bókverkamessan í Reykjavík, RABF – Reykjavík Art Book Fair, verður haldin dagana 30. mars til 2. apríl í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Við ARKIR verðum þar og kynnum verk okkar. Meðal annars verðum við með nýja sameiginlega bókverka-möppu, í 20 árituðum eintökum. Allt ólík verk sem þó tengjast að innihaldi. Þar verður heftið mitt „höpp (af handahófi)“ meðal verka, en fjögurra laufa smárar spila þar rullu.

BOOK ART: RABF – Reykjavík Art Book Fair will be held at Reykjavík Art Museum Hafnarhús from March 30 to April 2. My art group ARKIR will be exhibiting and selling works at the fair, amongst them a new collective work: a folder of small books and booklets, in 20 signed copies. The works vary in content and medium, but are connected by a theme. My piece in the collection is the booklet „höpp (af handahófi) – my random luck“, a collection of photos of my findings of four (and five!) leaf clovers, documented in photos and dried items.

Bókverk hjá Handverki og hönnun | Book art exhibition

BÓKVERK: Minn góði listahópur ARKIR opnaði á dögunum sýningu á bókverkum, textílbókverkasýninguna SPOR EFTIR SPOR, en þar teflum við saman verkum sem tengjast á einhvern hátt þráðlistinni. Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES.

Sýningin opnaði 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi. Hún er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október. Lokadagur 31. október.

 

BOOK ART: My art group ARKIR opened a new exhibition earlier this month, the textile book art exhibition SPOR EFTIR SPOR or “STICH BY STICH”. The exhibition is a continuation of the international project SPOR | TRACES that lead to a two year exhibition at the Textile Museum in Blönduós in 2020-2022. Read more about that project here: SPOR | TRACES. 

The exhibition opened October 6, 2022, in the exhibition space of Handverk og hönnun / Crafts and Design, located at Eidistorg, Seltjarnarnes. The exhibition is open from 12 noon to 4 pm Monday to Saturday, throughout October.

Nokkrar nærmyndir ef verkum á sýningunni. Smellið á myndirnar til að stækka
Book details. Click on the images to enlarge.

Bókverk á kynningarmynd: | Book art by Bryndís Bragadóttir – Veggspjald hönnun: | Poster design: Áslaug Jónsdóttir.

Bókverk á listamessu | Book art at Chart 2021 Copenhagen

BÓKVERK: Stundum leiðir þátttaka í fjölþjóðlegum listaverkefnum til þess að verkin fara vítt um heiminn. Nú rata tvö lítil bókverk á sömu listamessuna: Chart 2021 í Kaupmannahöfn, sem fer fram dagana 27.-29. ágúst.

Annars vegar eru það forkólfarnir í Northing Space og Kinakaal Forlag í Bergen, sem sýna norræn örbókverkasöfn. Nokkrir íslenskir teiknarar eiga verk í safninu og þar hef ég verkið Deadline. Norrænu smáritin eru m.a. kynnt hér og hér en Northing hefur staðið fyrir sýningum á smáritunum í bæði Oslo og Bergen og víðar.

Hins vegar verða þær stöllur í Codex Polaris á ferð með Bibliotek Nordica en þar er ég með „Kartöflugarðinn“ (Still growing potatoes).

Mæli með heimsókn í Charlottenborg um helgina fyrir þá sem tök hafa á.

Nordic minizines – Iceland. © https://www.northing.no/scandinavian-minizine


BOOK ART FAIR: Participating in multinational art projects often leads to participation in exhibitions around the world. Now two of my small artist books from two different art projects will be displayed at the same art fair: Chart 2021 in Kunsthal Charlottenborg, Copenhagen, from 27 – 29 August.

Northing Space and Kinakaal Forlag in Bergen will exhibit Nordic mini-zines. Several Icelandic illustrators have works in the collection: I have the tiny book Deadline. Northing and Kinakaal Forlag have been invited to the fair and have decided to launch the Nordic Minizine Boxes as one of Northing’s major projects at the fair.

Another work of mine: Still growing potatoes is a part of Bibliotek Nordica, introduced by the project leaders in Codex Polaris at Chart 2021.

If in Copenhagen, don’t miss the fair which has become one of the major art events in Scandinavia.

 

Bibliotek Nordica – photo © Codex Nordica

 

Skrímslin í Hróarskeldu | Little Monster and Big Monster in Roskilde Library

Skrímslin bjóða heim – í Danmörku: Danska farandútgáfan af upplifunarsýningunni „Skrímslin bjóða heim“ er nú í Roskilde. Það er auðvitað gleðilegt að geta sagt frá því að enn sé óhætt að bjóða börnum að koma í heimsókn á bókasafn, þó farsótt herji á heiminn. Auðvitað eru sóttvarnir og brúsi af handspritti nú partur af prógramminu. Sýningin heitir á dönsku Store Monster Lille Monster“ og er hluti af sýningarröðinni Fang fortællingen. Sýningin stendur til 15. nóvember 2020 í aðalbókasafni Roskilde.

Útgefandi bókaflokksins í Danmörku er Forlaget Torgard en alls hafa sex bækur komið út á dönsku.

A Visit to the Monsters – in Denmark: A small version of the exhibition A Visit to the Monsters, that was handed over to the Libraries of Gentofte, is now in Roskilde city. I am so happy to see that libraries are still trying to keep up the good work and invite young readers to come for a visit despite the difficulties with the pandemic. Of course the standard hand sanitizer is now a part of the exhibition. 

The exhibition, called Store Monster Lille Monster (‘Big Monster Little Monster’), is a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster will be at the main library of Roskilde City until 15 November, 2020.

The book series about the two monsters is published in Denmark by Forlaget Torgard

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about the authors and the collaboration of the authors here.

Ljósmynd efst | Photo at top: © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne
Sjáskot / screenshot: https://www.roskildebib.dk

Bókverk á Listahátíð | ARKIR’s book art exhibitions 2020

BÓKVERK: Í sumar opnuðum við samstarfskonur í Bókverkafélaginu ÖRKUM tvær sýningar, ásamt erlendum boðsgestum. Fyrri sýningin var SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, en hún verður þar uppi í vetur. Síðari sýningin, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, var haldin í sýningarsal Landsbókasafni Íslands, í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar, en sýningin var hluti af Listahátíð 2020.

Listahátíð sem venjulega hefur aðeins varað nokkrar vikur að vori mun vegna heimsfaraldursins taka yfir heilt ár, – á 50 afmælisári hátíðarinnar. Sýningin okkar Jaðarlönd var einn þeirra viðburða sem frestað var um nokkrar vikur. Báðar sýningarnar máttu gjalda samkomubanns og samskiptafjarlægðar: ekkert varð úr venjulegum opnunum, ekki þótti óhætt hópa fólki saman og gæta þurfti margra varúðarráðstafanna.

Við erum þakklátar samstarfsfólki okkar hjá Listahátíð og Landsbókasafni og auðvitað öllum gestunum sem lögðu leið sína í Þjóðarbókhlöðu.

Rafrænar sýningarskrár fyrir báðar sýningarnar með ljósmyndum og upplýsingum um listamennina og verk þeirra má finna á vef ARKA, www.arkir.art– eða með því að smella á slóðirnar: 

SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
JAÐARLÖND | TRACES í Þjóðarbókhlöðu í Reykjavík.


BOOK ART: This summer my colleagues and I in ARKIR Book Arts Group opened two book art exhibitions, both also with invited guest artists from abroad. The first one we arranged was SPOR | TRACES, a textile book art exhibition in the Textile Museum, Blönduós (there until next spring); and the second one, JAÐARLÖND | TRACES, was in the National Library of Iceland, Reykjavík, as a part of Reykjavík Arts Festival 2020. 

Reykjavik Arts Festival was not postponed but many events were and have been rescheduled so that the festival, celebrating 50 years, may take a year to deliver the whole program. Our exhibition in Reykjavík was delayed for few weeks and for both exhibitions the customary openings were out of question. It has been an odd experience to work on events depending on social interactions in the times of the pandemic. But we are grateful to our hosts to help us make it all happen, as we are for the guests who visited and responded so positively to our art.

2020: six members of ARKIR at a vernissage – without guests…

Online exhibition catalogs with information on the artists and their works, photos, etc, can be found here on ARKIR’s website, www.arkir.art – see direct links below:

SPOR | TRACES in the Textile Museum, Blönduós.
JAÐARLÖND | TRACES in the National Library of Iceland, Reykjavík.

At the end of the exhibition Jaðarlönd | Borderlands 2020, in the National Library of Iceland.

Ljósmyndir | Photos: Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Ólafur Engilbetsson.

 

Skilafrestur | Deadline

BÓKVERK: Í byrjun sumars bauðst mér að taka þátt í norrænu bóklistaverkefni með örbókverki eða smáriti (mini-zine). Fyrir verkefninu stendur Northing Space í Bergen, en það er rekið af hönnuðinum Yilei Wang og Ben Wenhou Yu arkitekt. Þau vinna prentverk m.a. í samvinnu við bókverkabúðina Bananafish, sem stendur á bak við bókverkamessuna í Shanghai (Unfold Shanghai Art Book Fair), auk þess að reka riso-prentstofuna Pausebread. Northing hefur staðið fyrir bókverkasýningum, útgáfu bókverka, þýðingarverkefnum og margvíslegum menningartengslum. Ef farsóttir hamla ekki verða smáritin sýnd á bókverkamessunni í Shanghai og víðar.

Efni örbókanna var frjálst en formið ákveðin stærð og brot. Átta litlar síður (síðustærðin aðeins 42 x 56 mm) skyldu rúma myndir/texta, en örkina þurfti að að vera hægt að brjóta eftir settum reglum. Bókverkin eru prentuð í riso-prenti í einum lit.

Í öllum önnunum valdi ég nærtækt efni: skilafrestinn, eða öllu heldur leik með orðið Deadline. Eftir því sem ég eldist og er hótað af hinum ýmsu sjúkdómum (eða heimsfaraldri) finn ég að eina leiðin til að lifa lífinu er að hugsa ekkert sérstaklega um dauðann. Elska lífið. Halda áfram að vinna – enda alltaf einhver skilafrestur framundan …

Norrænu smáritin eru m.a. kynnt hér og hér og Northing hefur einnig staðið fyrir sýningum á smáritunum í bæði Oslo og Bergen. Mæli eindregið með því fyrir áhugafólk um bókverk að kíkja á tenglana hjá Northing!


BOOK ART: Earlier this summer I was invited to take part in a Nordic book art project by submitting a mini-book or mini-zine. The project is run by Northing Space in Bergen owned by designer Yilei Wang and architect Ben Wenhou Yu. Northing is a multi-functional space with a focus on publication, design, music, cultural events and cross-cultural communication. They work in print, e.g. in collaboration with Bananafish, an independent bookstore in Shanghai, that organizes Unfold Shanghai Art Book Fair in Shanghai and they also run the riso printing studio Pausebread, that prints the mini-zines. The mini-book collection will hopefully be exhibited at the Shanghai Art Book Fair when time comes.

The theme of the mini-zine was all open, but a certain size and format was required. Eight small pages (page size only 42 x 56 mm) were to accommodate images / text, but the sheet had to be foldable according to set rules, accordion or foldy zine. The zines are printed in riso print in one color.

Running late with all my projects I chose a relevant topic: the deadline and had a play with the idea and the word. As I grow older and especially in times of a deadly pandemic, I find that the only way to live life is to NOT think about death. Love life. Keep on working. There is always a deadline ahead …

The Nordic collections is presented here and here. Northing has also been responsible for very nice exhibitions of the mini-books in both Oslo and Bergen. Highly recommend for book art enthusiasts to check out the links at Northing site!

Sporganga | Textile book art

BÓKVERK: Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES er sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi í sumar og þar sýni ég bókverk ásamt samstarfskonum í Bókverkafélaginu ÖRKUM en hópurinn hefur staðið fyrir og tekið þátt í margvíslegum bókverkasýningum hérlendis og erlendis. Gestir okkar á sýningunni á Blönduósi eru fimm erlendar textíllistakonur sem allar hafa dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi. Verkin vísa í íslenskar textílhefðir, vefnað, útsaum, jurtalitun og fleira, auk þess að vera innblásin af náttúru Íslands, menningu kvenna og sögu.

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi er falin perla í safnaflórunni, en það er ákveðin opinberun að kynna sér handverk og listiðnað fyrri tíma og margt sem vekur aðdáun og kemur á óvart í safninu. Sýningin mun standa fram til vors 2021. Rafræna sýningarskrá má finna hér á vef ARKA, http://www.arkir.art. 

Um SPORGÖNGU: Í bókverkinu er texti saumaður í þykkan handgerðan pappír, ljóð sem ég tileinka formæðrunum. Þar hugsa ég til þeirra sem á undan mér hafa gengið, um sporaslóðina sem er löngu horfin og yfirgróin. Engu að síður er auðvelt að skynja sporgöngu áa sinna þegar gengið er um í náttúru og landslagi sem lítið kann að hafa breyst í tímans rás. Ljóðið er í senn óður til landsins og forfeðranna, ekki síst formæðra sem unnu og spunnu alla þræði lífsins.


BOOK ART: Along with my colleagues in ARKIR Book Arts Group I planned and prepared the textile book art exhibition SPOR | TRACES in the Textile Museum in the village Blönduós in North-west Iceland. ARKIR exhibit a collection of artists books all related to the themes of textiles and traditions – referring to knitting, sowing, weaving, embroidery, herbal dyeing and more, as well as the landscape and the history and culture of women in Iceland. We also invited a group of textile artists from abroad, who have all stayed in the guest studio of the Icelandic Textile Center in Blönduós.

The Textile museum in Blönduós is somewhat a hidden gem. It is a revelation to get to learn about the handicrafts and art industry of the past that can be found there, many things that come as a surprise.The exhibition will run until the spring of 2021. An online exhibition catalog can be found here on ARKIR’s website, http://www.arkir.art

About my book: I am not used to work with textiles so I chose to stick to paper as the base for this piece. The text, stitched in the thick handmade paper in the color of faded grass, is a poem dedicated to my ancestors, the women who have walked before me, about trails and traces that are long gone and overgrown. Nevertheless, it is easy to sense the old paths when walking in nature and terrain that may have changed little over centuries as in the Icelandic landscape. The poem is at the same time in honor of the land and my ancestress, who worked for the life of their descendants, spinning all threads of life.

Bókverkasýningar | Book art exhibitions 2020

Bókverk: Í byrjun júní opna tvær bókverkasýningar sem ég hef verið að skipuleggja og undirbúa ásamt listahópnum mínum, ÖRKUNUM. Sýningarnar eiga sér langan aðdraganda en í báðum tilvikum bjóðum við erlendu listafólki að taka þátt. Áhugasamir geta kynnt sér starf ARKA á vefnum www.arkir.art.

Ég var svo að fá í hendur sýningarskrá áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringsins í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius, sem bar yfirskriftina „Memento Mori“ og hefur farið vítt og breitt um heiminn. Bókverkið mitt In Memoriam (t.v.) var valið á þríæringinn og hefur því verið á flakki. Sýningarskrá þríæringsins er ævinlega mikil gersemi, prentuð í litlu upplagi, hand-innbundin eins og bókverk.

Book art: Here are some news from my artist’s book department! I have been busy for a long time now preparing and organizing several book art exhibitions along with my artist group ARKIR. Two of them open in the beginning of June 2020.

I have also just received my copy of the exhibition catalogue from the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius, entitled „Memento Mori“. The exhibition has travelled the world and has now come to an end. The catalogue from the triennial is always a gem: printed in a small edition, hand-bound like an artist’s book.

Sýningarskrá | Exhibition catalogue – Memento Mori – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius


SPOR – Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES verður sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi næstkomandi sumar. Að sýningunni standa nær tveir tugir listakvenna, íslenskra og erlendra, ellefu meðlimir ARKA ásamt gestum: sjö erlendum listakonum frá sex löndum. Gestir ARKA á sýningunni hafa allir dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og þekkja því vel til Heimilisiðnaðarsafnsins. Sýningin mun standa fram til vors 2021 en halda þá vestur um haf.

Spor | Traces – The Textile Museum 

The exhibition SPOR | TRACES is an international collaborative project of nearly two dozen female artists, opening June 1 in the Textile Museum in Blönduós. North Iceland. The eleven members of ARKIR have teamed up with seven artists from six countries and are preparing an exhibition of textile artist’s books. All seven artists from abroad have stayed at the artist residency in the Icelandic Textile Center, also in Blönduós. The exhibition will be available in Blönduós until spring 2021 and then travel to the US. 


Jaðarlönd – Listahátíð í Reykjavík 2020

ARKIR undirbúa sýninguna JAÐARLÖND í Veröld – húsi Vigdísar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og í samvinnu við Vigdísarstofnun. JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn. Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin opnar laugardaginn 6. júní og stendur til 4. júlí. 

Borderlands – Reykjavík Arts Festival

ARKIR will open an artist’s book exhibition in Reykjavík in June. The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS will be held in Veröld – House of Vigdís at Reykjavík Arts Festival 2020, opening on Saturday 6 June, closing 4 July. Full program for Reykjavík Arts Festival will be revealed in April. The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. The exhibition is in collaboration with Vigdís International Center.

Nánari upplýsingar: | Further information: www.arkir.art

hingað | near (new edited version 2017)

Skrímslin í Álaborg | Little Monster and Big Monster in Aalborg Library

Skrímslin bjóða heim – í Danmörku: Danska farandútgáfan af upplifunarsýningunni „Skrímslin bjóða heim“ er nú komin til Álaborgar, sem er fimmti sýningarstaðurinn í Danmörku. Sýningin heitir Store Monster Lille Monster“ og er hluti af sýningarröðinni Fang fortællingen. Sýningin opnar á mánudag, 3. febrúar, og stendur til 28. mars 2020 í aðalbókasafni Álaborgar.

Útgefandi bókaflokksins í Danmörku er Forlaget Torgard en von er á fleiri nýjum dönskum þýðingum. 

A Visit to the Monsters – traveling around Denmark: A small version of the exhibition A Visit to the Monsters, that was handed over to the Libraries of Gentofte, a municipality close to Copenhagen, has now traveled to Aalborg city. The exhibition, called Store Monster Lille Monster (‘Big Monster Little Monster’), is a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster will be at the main library of Aalborg City from February 3 to March 28, 2020. The Aalborg City Library is the fifth exhibitor to set up the monster-exhibition.

The book series about the two monsters is published in Denmark by Forlaget Torgard. More new translations are expected to be published in Denmark soon. 

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about the authors and the collaboration of the authors here.

Ljósmyndir | Photos: © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne

Bókverk í Tallahassee | Elemental Iceland

BÓKVERK: Sýningin ELEMENTAL ICELAND opnaði nú á dögunum í MOFA: Florida State University Museum of Fine Arts í Tallahassee, Florída, í Bandaríkjunum. Þar sýni ég bókverk ásamt samstarfskonum í Bókverkafélaginu ÖRKUM. ARKIR sýna valin bókverk úr sýningunni BORDERLAND sem meðal annars var sett upp í tveimur sýningarsölum í Bandaríkjunum á árinu 2018. Sýningin í MOFA nefnist Elemental Iceland og stendur frá 14. október til 7. desember 2019. Á sýningunni Elemental Iceland eru einnig verk eftir Valgerði Hauksdóttur, Elvu Hreiðarsdóttur, Soffíu Sæmundsdóttur, Rósu Sigrúnu, Önnu Gunnarsdóttur, Önnu Þóru, Nicole Pietrantoni og Jóhann Eyfells. Formleg opnun og móttaka verður 24. október n.k. frá18:00 til 20:00, sjá Fb-viðburð

Fleiri sýningar eru framundan hjá ÖRKUM og ég bendi áhugasömum á heimasíðu og fréttablogg ARKA: http://www.arkir.art

BOOK ART: The art exhibition “ELEMENTAL ICELAND opened in MOFA, Florida State University Museum of Fine Arts, Tallahassee, Florida, on October 14th. I take part as a member of ARKIR Book Arts Group and exhibit selected works from our exhibition BORDERLAND that travelled in the US in 2018. The exhibition is open from October 14 to December 7, 2019. The exhibition is introduced by the museum thus: “Contemporary graphic, textile, and sculptural works from Iceland addressing the island nation’s unique landscapes, geology, and cultural history rooted in materials derived from the earth and sea. Featured artists: Valgerdur Hauksdóttir, Elva Hreidarsdottir, Soffia Sæmundsdóttir, Rosa Sigrun, Anna Gunnarsdottir, Anna Thóra, Nicole Pietrantoni, Johann Eyfells, and members of the ARKIR Book Arts Group.” Welcome to an evening reception, held on Thursday, October 24, 2019 from 6:00 to 8:00 p.m. celebrating the exhibition, see Fb-event.

ARKIR are preparing several exhibition projects with artists from around the world – for more news follow ARKIR’s book arts blog at: http://www.arkir.art

Myndefni | images / photos: © MOFA

Bókverk á sýningum | Book art exhibitions

BókverkHér fyrir neðan eru tíðindi af ýmsum bókverkasýningum sem ég hef tekið þátt nýverið. Ég er ein af „Örkunum“, bókverkakonum í listahópi sem kalla sig ARKIR, en við höfum unnið saman allt frá árinu 1998. Síðasta ævintýri okkar var þátttaka í CODEX bókverkastefnunni í Bandaríkunum núna í byrjun febrúar 2019.

Book art: Below are notes on the book art exhibitions I have participated in recently. As a member of ARKIR artist group I have exhibited artist’s books and book objects at venues both in Iceland and abroad. Our last adventure was visiting the CODEX book art fair in the US.

At ARKIR’s stand at Codex VII in February 2019

Bókverkamessan Codex VII í Kaliforníu

ARKIR þáðu boð á CODEX-bókaverkamessuna sem haldin var í sjöunda sinn í gömlu Ford-verksmiðjunni í Craneway-skálanum í Richmond við San Fransisco flóa dagana 3.-6. febrúar. Við vorum þar hluti af sýningarverkefninu Codex Nordica og fylktum liði með listamönnum frá öðrum Norðurlöndum. Ásamt fleiri í hópnum átti ég einnig hlutdeild í Bibliotek Nordica – safni um 80 bókverka í 10 eintökum, eftir 85 listamenn. Safnið var sýnt sérstaklega á CODEX og í San Fransisco Center for the Book. Safnskrá Bibliotek Nordica má lesa hér. Verkefnin má kynna sér með því að smella á tenglana í textanum og einnig birtum við myndir frá messunni á bloggi ARKANNA.

Codex VII – Book art fair in California

ARKIR took part in the CODEX VII book fair held at the Craneway Pavilion in Richmond at San Fransisco Bay. There we joined in the exhibition concept Codex Nordica along with fellow artists from the Nordic countries. I also had my small part in Bibliotek Nordica, contributing to a collection of around 80 books by 85 artists who made an edition of books for the 10 libraries produced. See catalogue of all the books contained in the library here. Learn more about the project by clicking the links and check out ARKIR’s blog where we post photos from the fair. 

Fyrir ofan: Bibliotek Nordica. Fyrir neðan: e. endurtekið efni – repeats, myndahefti, ritröð – sýnt á CODEX VII.
Above: Bibliotek Nordica. Below: e. endurtekið efni – repeats, series of pamphlets – exhibited at CODEX VII.


Jörð í vasa

Fyrir neðan: jörð | earth – safn mynda af yfirborði jarðarinnar, foldu og moldu, veðruðum völlum, jarðveginum undir fótum okkar: öllu því sem líf okkar byggist á og ber að gefa gaum og veita umhyggju. Verk af sýningunni Jaðarland – Borderland. Lítil útgáfa með sömu myndum: vasajörð | pocket earth frá 2019. Sýnt á CODEX VII.

Earth – pocket earth

Below: jörð | earth (2017) – a collection of round shaped images, photographs of the surface of the land, of the ground: the earth. The seasons and the soil, the dirt under our feet, all what deserves to be valued and cherished and given time to observe. From the exhibition Borderland. A small version with same images (no-glue, no sewing, one-piece folding): vasajörð | pocket earth made in 2019. Exhibited at CODEX VII.

vasajörð | pocket earth (2019)


Kartöflugarðurinn

Það fylgir því sérstök ánægja að gera handgerðar bækur og bókverk. Að mega stjórna öllu ferli og úrvinnslu er svo gjörólíkt því að senda tölvuskjal í prentsmiðju, oftast til útlanda og langt utan seilingar, – og fá svo í hendur prentaða bók nokkrum mánuðum síðar. Gallar og lýti á hinu handgerða verki geta auðvitað verið til vansa, en stundum leiða brotalamir og mistök verkið á aðrar og betri brautir eða eru einfaldlega merki um þróunarferli sem óþarfi er að fela.

Kartöflugarðurinn (Still growing potatoes) var framlag mitt til Bibliotek Nordica og heftinu fylgir þessi umsögn: Bókin inniheldur og lýsir bernskuminningum, frá lífi og vinnu í sveit um haust og vottar virðingu þeirri vanmetnu list að fjalla óbeint um mikilvæg málefni: að ræða kartöfluuppskeru í stað þess að tala um missi, líf og dauða.

Efni: pappír, lím, saumþráður. Tækni: pappírsbrot, pappírsskurður, kartöflustimplar/þrykk, akrýllitur, stafrænt prentaður texti. Bókabrot: harmonikubrot með brotum og skurði; 8 síðna textahluti saumaður inn.

Still growing potatoes

Making a book by hand is always a joy, although I have never really been keen on making editions by hand. Yet, this was the case for my piece for Bibliotek Nordica. All the process with the handmade book brings such a different satisfaction compared to sending a digital print file to the commercial printers, usually abroad and far away, and then receiving the product months later. In my case, various flaws and mistakes are surely made along the way when working by hand, but either they lead to new and better solutions or they are simply a part of the process that is unnecessary to hide. 

My book Still growing potatoes illustrates memories from my childhood farm and potato picking. It honors the underrated art of addressing subjects indirectly, discussing the potato harvest instead of loss, life and death.

Material: Paper, glue, sewing thread. Technique: Paper folding, paper cuts, potato stamp prints, acrylic color, inkjet printed text section. Book format: Concertina with folds and cuts; and sewn in section of 8 pages  .


Vilniusar-þríæringurinn í Museo Leone á Ítalíu 

Bókverkið mitt In Memoriam hefur verið til sýnis á áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018, en sextíu og fimm verk voru valin á sýninguna, þar á meðal verk fleiri listamanna úr hópi ARKA. Sýningin er þematengd og ber yfirskriftina „Memento Mori“. Næst verða valin verk af sýningunni sett upp í “Museo Leone” í Vercelli á Ítalíu, þar á meðal In Memoriam. Sýningin opnar 23. febrúar og stendur til 10. mars 2019. Frá Vercelli heldur sýningin til Feneyja og verður sett upp í Gallery SG, “Scuola Internazionale di Grafica”, frá 15. mars til 13. apríl 2019. Síðar á árinu heldur sýningin til Bandaríkjanna. Lista yfir sýningarstaði 2018-2019 má finna hér.

Memento Mori travels to Vercelli in Italy

Exhibition with selected works from the 8th International Artist’s Books Triennial Vilnius 2018 is soon to open in Museo Leone in Vercelli, Italy, – among them will be my book In Memoriam, as well as couple of works by my fellow artists in the artist group ARKIR. The triennial exhibition will travel both as a whole and or as a selection of works. The theme this time was ‘Memento mori’. The exhibition in Vercelli opens on February 23, closes March 10, 2019. From there the exhibition travels to Gallery SG, Scuola Internazionale di Grafica, in Venice, Italy – from March 15 to April 13, 2019. Later this year the exhibition will travel to the USA. Schedule 2018-2019 of the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius will be updated here.


hingað | near (2008 | new edited version 2017)

Jaðarland – sýningarlok

Sýning á verkum listahópsins ARKA, JAÐARLAND / BORDERLAND, lauk nú í lok janúar 2019 en sýningin var sett upp á tveimur stöðum í Bandaríkjunum: í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland í Maine-fylki og svo síðar í Sherry Grover Gallery í BIMA, Bainbridge Island Museum of Art, í Washington-fylki við miklar vinsældir að sögn sýningarstjóra þar vestra. Á sýningunni átti ég nokkur verk, þ.á.m. verkið hingað | near – sem inniheldur grafískar ljósmyndir og ljóð.

Borderland in BIMA

After a successful turnout, ARKIR’s book art exhibition, BORDERLAND, ended last January 2019. The BORDERLAND exhibition was traveling the US, starting in Portland, Maine, in January 30, 2018 at í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine. It then was on display at Sherry Grover Gallery at BIMA, Bainbridge Island Museum of Art, WI USA. I exhibited several works, among them hingað | near – a book containing graphic photos and a poem in Icelandic and English. 

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on images for larger view.

Skrímslin í Danmörku | Little Monster and Big Monster in Denmark

Skrímslin bjóða heim – í Danmörku: Hluti sýningarinnar Skrímslin bjóða heim hefur verið settur upp aðalbókasafni Gentofte, Gentofte Hovedbibliotek, undir heitinu Store Monster Lille Monster, og eru þessar myndir þaðan. Sýningin var löguð að verkefninu Fang fortællingen, – sýningaröð 10 mismunandi farandsýninga sem byggja allar á vinsælum barnabókmenntum. Þessi litla útgáfa sýningarinnar opnaði í september s.l. og mun eftir það ferðast um Danmörku til bókasafna sem panta sýningarnar og setja upp. Sýningin um skrímslin tvö er nú þegar bókuð til ársins 2020. Von er á fleiri nýjum dönskum þýðingum á skrímslabókunum frá Forlaget Torgard í Danmörku.

Auk sýningarinnar um litla skrímslið og stóra skrímslið eru settar upp sýningar byggðar á eftirfarandi bókum: Vikingesagn eftir Josefine Ottesen, Hr. Struganoff eftir Kim Fupz Aakeson, Min Mormors Gebis eftir Jakob Martin Strid, Mørkebarnet eftir Cecilie Eken, Garmanns Hemmelighed eftir Stian Hole, Kaskelotternes sang eftir Bent Haller, Lille Virgil eftir Ole Lund Kirkegaard, Nord eftir Camilla Hübbe og Den store djævlekrig eftir Kenneth Bøg Andersen.

A Visit the Monsters – in Denmark! A new version of the exhibition A Visit to the Monsters, that was handed over to the Libraries of Gentofte, a municipality close to Copenhagen, was opened in September in Gentofte, and will run until December 1st. This smaller version of the exhibition, called Store Monster Lille Monster (‘Big Monster Little Monster’), is now a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The exhibition about Little Monster and Big Monster is now already booked until 2020, next traveling to Ballerup, also a township close to Copenhagen, opening in January, 2019. New books from the Monster series will be available soon in Denmark from the publishing house Forlaget Torgard.

Besides the exhibition about Little Monster and Big Monster there are exhibitions based on books by Josefine Ottesen: Vikingesagn, Kim Fupz Aakeson: Hr. Struganoff, Jakob Martin Strid: Min Mormors Gebis, Cecilie Eken: Mørkebarnet, Stian Hole:Garmanns Hemmelighed, Bent Haller: Kaskelotternes sang, Ole Lund Kirkegaard: Lille Virgil, Camilla Hübbe: Nord and Kenneth Bøg Andersen: Den store djævlekrig. For more information see: Fang fortællingen (’Catch the Story’).

Birt með leyfi | with permission: 🔗 Ljósmyndir | Photos © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne.

Ljósmyndir | Photos: © Christoffer Askman Photography for FANG FORTÆLLINGEN / Gentofte Bibliotekerne

Vinnuferðir sumarsins | Two working trips

SumarflakkSumarið 2018. Sumarið sem kom ekki, sumarið sem fuðraði upp … Það fer nú varla fram hjá nokkrum manni að boðaðar loftslagsbreytingar eru ekki lengur hugmynd um ógn heldur áþreifanlegar staðreyndir. Hingað til höfum við á norðurslóðum verið svolítið stikkfrí. En ótíð og öfgafull veður, miklir hitar eða þá endalausar kalsarigningar hafa til dæmis ríkt á Norðurlöndum í sumar. Um alla Suður-Skandinavíu hafa þurrkar leikið lönd grátt svo ekki sér fyrir endann á afleiðingunum. Á meðan hefur ekki stytt upp á stórum svæðum á Íslandi svo mánuðum skiptir. Eftir tvær vinnuferðir í sumar, annars vegar til Svíþjóðar og hins vegar Danmerkur, er það þetta ástand og veðurbrigðin sem eru mér hvað minnisstæðust. Svo ekki sé minnst á sótsporið. En víða er fagurt og það var sjónarhornið sem hafði leitað í linsuopið, þegar að var gáð. Enda er fátt eftir ef við gefum fegurðina upp á bátinn. 

Summer travels: This has been a summer to remember. It will probably mark the time when climate changes have become more evident in many parts of the world, amongst them Scandinavia and the Nordic countries. Unusual draughts and heat vs heavy rainfall and cold winds in other areas have set their mark past months. Traveling the short flights from Iceland, where it had rained for months, to Sweden and Denmark where the hot sun turned the grass fields to useless patches of dust and the woods to dangerous zones of wildfires – was like traveling between different planets. Although I had my work to take care of during my trips, this is what troubled my mind. Still, when I went through my photos I could see it was blue skies and beautiful land- and cityscapes I had my eyes on. 


Á bókmenntahátíð í Åmål 

The gathering of monsters at Mobacken, Sweden.

Við skrímslahöfundarnir þrír, Áslaug, Kalle og Rakel, hittumst í Svíþjóð í júlí, en okkur var boðið á bókmenntahátíðina Bokdagar i Dalsland í sem haldin er í bænum Åmål í Vestur-Gautlandi. Þar tókum við þátt í „Barnens bokdagar“ og töldum það nokkra hetjudáð að koma fram í tjaldi á einum heitasta degi sumarsins. Gestrisni og móttökur í Åmål voru framúrskarandi og dagskráin fjölbreytt og áhugaverð. Áður en við héldum af stað saman til Åmål hittumst við hjá Kalle og Gitte konu hans í aðsetri þeirra á Móbakka í Upplöndum Svíþjóðar og þar í sveit er ekki síður tekið vel á móti gestum. Það var líka gaman að njóta verunnar í Stokkhólmi og hitta þar gott fólk og höfðingja heim að sækja, m.a. Nönnu Hermansson og þýðandann John Swedenmark. 

Literary festival in Sweden

An invitation to a literary festival, Bokdagar i Dalsland, was a good reason for us three authors of the Monster series: Áslaug, Kalle and Rakel, to meet in Åmål, Sweden, in July. And what a fine reception we had in Åmål! The festival had a varied and interesting program where we had a part in the childrens program: Barnens bokdagar. We first met at Kalle’s and his wife Gitte’s wonderful residence in Mobacken in Häverö in Uppland and then travelled by car to Åmål. Altogether enjoyable meeting with authors and the literary society of Åmål although the heat made performing in a tent quite a trial! I also had fine days in Stockholm and much valued and appreciated meetings with Nanna Hermansson as well as translator John Swedenmark. 


Með skrímslum í Danmörku

Í júní hélt ég til Kaupmannahafnar ásamt Högna Sigurþórssyni og kvaddi þar sýninguna Skrímslin bjóða heim. Við sýningunni tók bókasafnið í Gentofte en starfsfólk þar lagar hluta sýningarinnar að stóru verkefni sem nefnist Fang fortællingen – sýningaröð 10 mismunandi farandsýninga sem byggja allar á vinsælum barnabókmenntum. Þessi litla útgáfa sýningarinnar um skrímslin opnar í Gentofte Hovedbibliotek í september og mun eftir það ferðast um Danmörku til bókasafna sem panta sýningarnar og setja upp. Sýningin um skrímslin tvö er nú þegar bókuð til ársins 2020.

A Visit to the Monsters – in Denmark

In early June I made a short trip to Copenhagen, along with artist and designer Högni Sigurþórsson, to see off and say goodbye to the exhibition A Visit to the Monsters that has now been handed over to the Libraries of Gentofte, a municipality close to Copenhagen. The staff of the library is responsible for a new version of the exhibition, now a part of the exhibition series Fang fortællingen (’Catch the Story’) – 10 traveling exhibitions for public libraries in Denmark, based on popular children’s books. The new exhibition about Little Monster and Big Monster will open in the main library in Gentofte in September and is now already booked until 2020.

Flying from Denmark…

… to Iceland in June.

Bókverkaþríæringur 2018 | Memento mori

Bókverk á sýninguNýverið var tilkynnt var um val dómnefndar á verkum sem verða til sýnis á Áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018. Sextíu og fimm verk voru valin á sýninguna, þar á meðal bókverkið mitt In Memoriam, ásamt fleiri verkum listamanna úr hópi ARKA. Sýningin er þematengd og ber yfirskriftina „Memento Mori“. Sex manna dómnefnd valdi verk á sýninguna sem fer víðsvegar um heiminn, bæði í heild sinni og sem úrval verka af heildarsýningunni. Listi yfir sýningarstaði 2018-2019 má sjá neðar í póstinum.

Book art exhibitionSelected artists for the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018 have now been announced. My artist’s book In Memoriam is one of the selected works as well as couple of works by my fellow artists in the artist group ARKIR. The triennial exhibition will travel both as a whole and or as a selection of works. The theme this time was ‘Memento mori’. See list of scheduled exhibitions below.


Listi yfir sýningarstaði 2018-2019 | Schedule of the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018,
further information and dates to be updated:

2018: March 15–18, “Leipzig Book Fair”, Germany.
2018: May 14–20, “Data”, Urbino, Italy. The 8th Triennial will be the part of the “Urbino e le Citta del Libro” Festival (“Urbino – the Town of Book”).
2018: August-September – “The Martynas Mazvydas National Library of Lithuania”, Vilnius, Lithuania.
2019: Spring – “Museo Leone”, Vercelli, Italy.
2019: “Complesso Monumentale Guglielmo II”, Monreale, Sicilia, Italy.
2019: 8 March – 13 April, “Scuola Internazionale di Grafica”, Venice, Italy.
2019: Gallery “Tryk2”, Bornholm, Denmark.
2019: Summer, “Evanston Art Center”, Evanston, IL, USA.
2019: November, Fredonia State University, USA.

Jaðarland | Borderland: Book art exhibition

Bókverkasýning: Þriðjudaginn 30. janúar n.k. opnar sýningin JAÐARLAND / BORDERLAND í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland í Bandaríkjunum. Ellefu listakonur sem skipa hópinn ARKIR sýna þar bókverk auk tveggja bókbindara frá handbókbands-verkstæðinu Bóklist. Sýningin stendur til 30. apríl og er öllum opin og ókeypis. Verkin á sýningunni hverfast flest með einum eða öðrum hætti um það margslungna hugtak „land“ og ég sýni þar m.a. verkið Jörð | Earth sem er á myndinni hér fyrir neðan. Til vinstri er verkið í vinnslu, til hægri fullgert.

Book art exhibitionOn Tuesday, January 30, the book art exhibition BORDERLAND will open in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, USA. Exhibitors are all 11 members of ARKIR book arts group, and two bookbinders from the bookbinding studio Bóklist. The exhibition is curated by Rebecca Goodale. Open until April 30, 2018. I participate with several works, all related to the theme: „land“. Below is one of my works: Jörð | Earth based on a collection of my photographs. On the left is work in progress, on the right: the finished item. See ARKIR’s homepage for further information.

Þetta vilja börnin sjá! | Icelandic children’s book illustration 2017

MyndlýsingarÁ sunnudag, 21. janúar 2018 opnar í Menningarhúsinu Gerðubergi sýningin Þetta vilja börnin sjá! með myndlýsingum úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2017. Myndhöfundarnir sem sýna fjölbreytt verk eru 14 talsins. Á sýningunni má meðal annars sjá myndir úr nýjustu bókinni um litla skrímslið og stóra skrímslið: Skrímsli í vanda. Venju samkvæmt verður sýningin svo sett upp í sýningarsölum víðsvegar um landið, svo sem flest börn megi njóta myndlistarinnar.

Myndir á sýningunni eiga: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson,  Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring og Sigrún Eldjárn.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar sunnudaginn 21. janúar kl. 14. Sýningin verður opin mánudaga – föstudaga frá 9-18 og um helgar frá 13-16.

IllustrationThe yearly exhibition of Icelandic children’s book illustrations will open in Gerðuberg Culture House next Sunday, 21 January. The illustrations are all from children’s books published in 2017, and as with previous exhibitions of the kind, they will later on be put on display in various museums and libraries around Iceland.

Fourteen illustrators exhibit their works: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson,  Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring and Sigrún Eldjárn.

All welcome to the opening on Sunday 21 January at 2 pm! The exhibition is open Mon-Fri from 9 am to 6 pm and Sat-Sun from 1 pm to 4 pm.

Skrímslin í Norðurlandahúsinu | Travelling exhibition – opening in Tórshavn

Skrímslin í Færeyjum: Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Þá hófst einnig barnamenningarhátíð Norðurlandahússins, Barnafestivalurin 2017, sem stóð til 9. apríl með metnaðarfullri dagskrá og viðburðum: tónleikum, list- og leiksýningum.

Sýningin um skrímslin tvö er farandsýning og var upphaflega sköpuð fyrir Gerðuberg menningarhús. Við hönnuðir sýningarinnar fylgdum henni til Þórshafnar og unnum að uppsetningunni ásamt starfsfólki Norðurlandahússins. Þar var sannarlega tekið vel á móti okkur og skrímslaheimurinn sómdi sér vel í bjartri og opinni Forhøll og hlýlegri Dansistovu.

Myndirnar sem hér fylgja eru frá opnunardeginum í Norðurlandahúsinu, en börn og fullorðnir virtust una sér afar vel í skrímslaheiminum og nutu samvista við lestur og leik. Það gladdi að sjá því meginmarkmiði sýningarinnar náð.

Sýningin verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánari upplýsingar og myndir frá fyrstu uppsetningu sýningarinnar í Gerðubergi menningarhúsi má sjá á síðunni hér. Um skrímslabækurnar má fræðast hér og um höfunda bókanna og samstarfið má lesa hér.

Travelling Exhibition: On April 1st the interactive exhibition for children: a Visit to the Monsters, opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as one of the events at the annual Children’s Festival, Barnafestivalurin 2017.

The exhibition is based on the books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. It was originally designed and on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. Art direction and exhibition design was executed by Áslaug Jónsdóttir and Högni Sigurþórsson – and we two, Högni and I, travelled to Tórshavn to work on this version for the Faroese friends of the monster series. Our good hosts and co-workers truly made us and the two monsters feel at home in The Nordic House in Tórshavn and we certainly enjoyed working in the beautiful elements of the Nordic House.

The following photos are mostly from the opening earlier this month. I was delighted to see that both children and grown-ups found pleasure in what the exhibition is all about: reading and playing together.

The exhibition is open until May 4th. Further information in Faroese here. See also photos from the first version in Gerðuberg Culture House and read more about the exhibition on the page here. Click on the links to read more about the monster series or the three authors and their collaboration.

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson

Við Högni þökkum fyrir okkur! | Happy exhibition designers give thanks for a delightful stay in Tórshavn!

 

 

Dagur barnabókarinnar | Happy International Children’s Book Day 2017

Skrímslafundur: Gleðilegur dagur barnabókarinnar er að kveldi komin. Það var vel við hæfi að ég eyddi deginum á ströngum vinnufundi með góðum vinum og samstarfsfólki: Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Við hittumst í þetta sinni í Þórshöfn í Færeyjum og fórum yfir nýjar sögur og handrit að bókum um litla og stóra skrímslið.

Við gátum líka fagnað opnun upplifunarsýningarinnar um skrímslin tvö, Skrímslin bjóða heim, sem opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Færeyjum, en ég birti án efa bráðlega myndir frá opnuninni og vinnunni við sýninguna.

Monster meeting! April 2nd 2017: I hope you all had a happy International Children’s Book Day! I spent the day accordingly, working on new stories and manuscripts for the series about Little Monster and Big Monster, collaborating with my friends and colleagues Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. This time we met in Tórshavn in the Faroe Islands where the interactive exhibition: a Visit to the Monsters opened in the Nordic House in Tórshavn on April 1st 2017. I will most definitely post information and photos from the opening very soon!

Skrímslin í Færeyjum | Travelling exhibition

Skrímsli á ferð: Brátt líður að því að litla skrímslið og stóra skrímslið bjóði færeyskum börnum heim og hreinlega inn á gafl til sín. Upplifunarsýningin um skrímslin tvö verður sett upp í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum á barnmenningarhátíðinni Barnafestivalurinn 2017 og verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánar er sagt frá sýningunni og hátíðinni hér á heimasíðu Norðurlandahússins, en margar myndir og fleira um farandsýninguna „Skrímslin bjóða heim“ má kynna sér á síðunni hér.

Einn þriggja höfunda skrímslabókanna er færeyska skáldkonan Rakel Helmsdal. Hún rekur líka eigið sitt brúðuleikhús: Karavella Marionett-Teatur og hefur sett upp brúðuleik um skrímslin tvö. Rakel undirbýr nú líka pappírsbrúðuleik þar sem hún nýtir myndlýsingarnar mínar úr skrímslabókunum sem efnivið og sprettibókarformið (pop-up) sem leiksviðið. Fyrstu drög má sjá á ljósmyndunum hér fyrir neðan.

Travelling Exhibition: The interactive exhibition Visit to the Monsters is soon to be opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as on of the events on the annual Children’s Festival. The exhibition will open on April 1st 2017 and is open until May 4th. Further information in Faroese here. The exhibition was originally on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. See photos and read more about the exhibition on the page here.

One of the three authors of the Monster series is the Faroese writer Rakel Helmsdal. She also runs her one-woman puppet-theater: the Karavella Marionett-Teatur and has played a puppet show with Little Monster and Big Monster. She is now preparing a show with paper puppets, basing her images and figures on my illustrations from the books, using the pop-up book art form as stage. The photos below show her first drafts. So, our Faroese friends of the two monsters may look forward to some exciting shows in Tórshavn in the coming months! See you in Tórshavn!

 

 

Gjugg í borg | Peek-a-boo

Myndskreytingar: HönnunarMars, hin árlega hátíð hönnunar og lista í Reykjavík, verður haldin dagana 23. – 26. mars með fjölbreyttri dagskrá og viðburðum. Ég tek þátt í sýningu á myndlýsingum pólskra og íslenskra bókateiknara, á sýningunni „Gjugg í borg“ í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin opnar 21. mars og stendur til 3. apríl.

Þátttakendur á sýningunni eru: Marta Ignerska, Monika Hanulak, Małgorzata Gurowska, Agata Dudek, Paweł Pawlak, Iwona Chmielewska, Marianna Oklejak, Piotr Socha, Katarzyna Bogucka, Ola Płocińska, Dawid Ryski, Robert Czajka, Edgar Bąk, Aleksandra and Daniel Mizielińscy, Emilia Dziubak, Marianna Sztyma, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Halldór Baldursson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Áslaug Jónsdóttir. Sýningarstjóri er Ewa Solarz.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér á heimasíðu Hönnunarmars og viðburðasíðu á Facebook.


IllustrationThe annual design festival DesignMarch in Reykjavík will be held from March 23. to 26. I will take a small part as one of the exhibitors of children’s books illustrations in the exhibition “Peekaboo” at the Culture House in Reykjavik.

The exhibition will tell the story of Polish and Icelandic illustrated children’s books by presenting the best works of illustrators from both countries. 16 Polish and 6 Icelandic authors will be featured. The event will be divided into two parts: an exhibition of illustrations and books, and a programme of workshops for children and illustrators.

The last decade has seen a revival of books for children in Poland. New publishing houses are constantly popping up and taking the risk of publishing contemporary and innovative books. And the world has taken note. Polish books regularly receive the Bologna Ragazzi Award – the most important international children’s book award. A similar development can be observed in Iceland’s children’s literature, where illustrated children’s books play a very important part. Iceland is fortunate to have committed, young illustrators, who are succeeding at recreating Icelandic children’s literature, which is the foundation of Icelandic literature as a whole. The Peekaboo Exhibition at the Culture House in Reykjavik showcases the most interesting children’s’ books illustrated by 16 Polish and 6 Icelandic artists. The books show the artists’ diversity and wit – the exhibition’s design allows children to explore the books’ characters. The exhibition will be accompanied by a lecture about contemporary Polish illustration, a meeting with some of the illustrators and a workshop programme for both Polish children living in Iceland and Icelandic children.

Participating artists: Marta Ignerska, Monika Hanulak, Małgorzata Gurowska, Agata Dudek, Paweł Pawlak, Iwona Chmielewska, Marianna Oklejak, Piotr Socha, Katarzyna Bogucka, Ola Płocińska, Dawid Ryski, Robert Czajka, Edgar Bąk, Aleksandra and Daniel Mizielińscy, Emilia Dziubak, Marianna Sztyma, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Halldór Baldursson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir and Áslaug Jónsdóttir.

Ewa Solarz is the curating the exhibition. The exhibition will run until 2nd of April.

– http://honnunarmars.is/work/peekaboo/

Links:
Peek-a-boo / DesignMarch
Facebook event
article in Polish: Iceland News.

Göngum í barndóm! | Be young at heart!

AslaugJ-VJ-KH1967

♦ Barnamenningarhátíð 2016: Í dag er síðast vetrardagur og í gær hófst Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Á Facebook hafa margir tekið þátt í því að kynna hátíðina með því því birta af sér bernskumyndir og því birti ég þessa mynd hér fyrir ofan. Ég er ljóshærða barnið til vinstri á myndinni, alsæl í ilmandi skógarkjarri, áningarstað á einhverjum sunnudagsbíltúr fjölskyldunnar. Ég er þarna líklega rúmlega fjögurra ára, með yngstu systur minni, Védísi (2 ára), og móður minni Kristjönu. Aldurinn 2-6 ára er einfaldlega dásamlegur. Lífið er tími stóruppgötvana, einn samfelldur magnaður könnunarleiðangur og kúgun skipulagðrar skólagöngu hefur enn ekki dunið yfir. Og svo klæddist maður svona fínu prjónadressi, jogging-galla þess tíma, einkar þægilegum fatnaði, en mun fágaðri.

Ég held að það hljóti að vera gaman að vera barn á Barnamenningarhátíð í Reykjavík og fyrir fullorðna er upplífgandi að ganga í barndóm á listviðburðum á hátíðarinnar. Á heimasíðu hátíðarinnar segir: „Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 19.- 24. apríl 2016. Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar. Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu.“ Dagskrána í heild má finna hér og fésbókarsíðu hátíðarinnar hér. Viðburðirnir eru ótalmargir.

Skrímslin láta sig ekki vanta á Barnamenningarhátíð og koma víða við sögu:
22. apríl – Skrímslaleikrit: Á föstudag kl. 10.30-11.30 í Gerðubergi – Menningarhúsi, munu 13 börn úr 1. bekk Hólabrekkuskóla sýna leikrit unnið upp úr skrímslabókunum undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur. Sjá meira um viðburðinn hér.
23. apríl – Upplestur í Hannesarholti: Á laugardag ætla ég að lesa fyrir börn í Hannesarholti, kl. 14-14:30 og kl. 16-16:30. Ekki ólíklegt að bækurnar um skrímslin verði með í för.
24. apríl – Kveðjuhóf skrímslanna í Gerðubergi: Á sunnudag er lokadagur upplifunarsýningarinnar Skrímslin bjóða heim í menningarhúsinu Gerðubergi. Dagskráin þar hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Sjá nánar hér.

♦ Children’s Culture Festival 2016Today is the last day of winter, and yesterday Children’s Culture Festival in Reykjavík started. On Facebook many Icelanders have promoted and supported the festival by changing their profile photo or posting a photo from their childhood. My take on this trend is the photo above. I am the blond girl on the right, in the middle is my youngest sister, Védís, and then my mother, Kristjana. I am about four years old, thoroughly happy with a picnic stop in a birch „wood“ clearing on a Sunday drive. In my mind this is the most wonderful age of childhood: 2-6 years old. Life is an exciting journey of exploration and enormous discoveries, still free from oppressive schooling of any kind. And you dress up really stylish: in a comfy two piece knitted tracksuit. Made by my mother, of course.

Children and anyone young at heart should be able to have a great time in Reykjavík during the festival. The introduction says: „The festival was launched in 2010 and is already a huge success. Dedicated exclusively to children and young people in Reykjavik up to the age of sixteen, this annual festival strives to introduce youth to a wide range of arts disciplines through the medium of workshops and performances. The unique aspect of this festival, and that which sets it apart, is that it places emphasis on participation, focusing particularly on the child as an artist. During the festival there will be a variety of activities for children, including theatre workshops, circus, visual arts, storytelling, music, film, puppetry and dance activities, with many nursery schools, primary schools, music and art schools, libraries, museums, theatres, and other cultural institutions taking part.“ See complete program here and Facebook for the festival here.

I will take a small part in the festival, as will the two monsters, Little Monster and Big Monster.
April 22. A Monster Play: On Friday at 10.30-11.30 in Gerðuberg – Culturehouse, 13 children, 1st graders from Hólabrekkuskóli will show a play inspired by the monsterbooks. It’s a play they have made during an acting course led by Ólöf Sverrisdóttir. More here.
April 23. Reading for children in Hannesarholt: On Saturday I will be reading for children in Hannesarholt, Grundarstígur10, 2-2:30 pm and 4-4:30 pm. Monsterbooks and more!
April 24. Farewell to the Monsters: Sunday is the last day the exhibition of A visit to the Monsters. The program starts at 1 pm – ends at 4 pm. More here.
Happy festival!

 

Bjargvættur | Vættir – Poster exhibition

Bjargvaettur©AslaugJons2016

♦ VeggspjaldÞrjátíu og fimm teiknarar sýna veggspjöld á HönnunarMars 2016 í Sjávarklasanum Grandagarði 16. Myndefnið er „Vættir“ sem hver teiknari túlkar á sinn hátt. Ég ákvað að skoða hug minn til bjargvætta, fremur en þjóðsagna eða yfirnáttúrulegra fyrirbrigða. Hér fyrir ofan: Bjargvættur 2016, gjörið svo vel.

Í húsi Sjávarklasans á Granda eru fleiri grafískar sýningar teiknara og hönnuða sem vert er að sjá. Borgin öll er svo kraumandi af áhugaverðum viðburðum og sýningum hönnuða fram á sunnudag.

♦ PosterThirty-five illustrators exhibit posters on the theme “Vættir” / Wights – or Supernatural Spirits on DesignMarch 2016. Place: Sjávarklasinn, Ocean Cluster House, Grandagarður 16. Rather than working on monsters and creatures from folklore and mythology I decided to take a closer look at the spirit of helpfulness: “bjargvættur” – meaning rescuer or savior, as I see it in the year 2016.

If in Reykjavík don’t to miss the many interesting events on DesignMarch 2016 – ends on Sunday!

Opnunartími í Sjávarklasanum á HönnunarMars | Opening hours in the Ocean Cluster House for the weekend:
11.03. Föstudagur | Friday 12-18
12.03. Laugardagur | Saturday 12-17
13.03 Sunnudagur | Sunday 13-17
Meira um sýninguna: Vættir á Fb. See also more from the exhibition Vættir on Fb.

Bókverk | Book art in Hannesarholt

Handbók-í-lýðræði©ÁslaugJónsdóttir

Handbók í lýðræði (meirihlutinn ræður)

♦ BókverkÉg minni á sýningu ARKA: Undir súðinni í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. Á sýningunni eru ýmis eldri verk úr safni Arkanna og nokkur ný verk sem tileinkuð eru Hannesi Hafstein, ljóðum hans og sögu hússins. Starfsemi ARKA má kynna sér hér: ARKIR bókverkablogg. Sýningin stendur til 6. mars. Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar. Það er óhætt að mæla með margvíslegum menningarviðburðum í húsinu og ekki síður veitingastofunni, bæði í hádegi og kaffi, – það verður enginn svikinn af hnallþórum Hannesarholts!

♦ Book ArtThis is a reminder: Don’t miss ARKIR’s  book art exhibition in Hannesarholt Cultural house, Grundarstígur 10, Reykjavík! We exhibit older works along with new works dedicated to poet and politician Hannes Hafstein (1861-1922). The exhibition: “UNDIR SÚÐINNI”, (IN THE ATTIC), is open until March 6th. See more about ARKIR: Book Arts Group. Hannesarholt opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm. Hannesarholt restaurant is highly recommended!

Photos: my book art in Hannesarholt.

Bókverk í Hannesarholti | ARKIR book art exhibition

Hholt-ARKIR-2016-Poster-web

Artwork: Sigurborg Stefánsdóttir. Poster design: Áslaug Jónsdóttir

♦ BókverkListahópurinn ARKIR hefur undanfarna daga unnið að undirbúningi sýningar á bókverkum í Hannesarholti. Á sýningunni „UNDIR SÚÐINNI“ eru nokkur ný verk sem tileinkuð eru Hannesi Hafstein, ljóðum hans og sögu hússins. Eldri verk á sýningunni voru einnig valin með tilliti til sögunnar: sum eru þjóðleg og fróðleg, önnur vísa í stjórnmál og landsmál, enn önnur byggja á sígildri fagurfræði hannyrða og handverks, landslags, veðra og vinda. Við erum tíu í hópnum og höldum úti vefsíðu sem má kynna sér hér: ARKIR bókverkablogg. Ég verð með nokkur eldri verk á sýningunni og setti einnig upp í lítið handgert kver með ljóði Hannesar: Logndrífa, sjá myndir neðar.

Sýningin í Hannesarholti opnar á laugardag, 6. febrúar kl 15. Verið velkomin á opnun!
Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar.

♦ Book artAs a member of ARKIR Book Arts Group I have been arranging next ARKIR book art exhibition: “UNDIR SÚÐINNI”, – IN THE ATTIC, referring to the exhibition room: a cosy loft in Hannesarholt Cultural house. A small selection of new works is dedicated to Hannes Hafstein (1861-1922), a poet – and Iceland’s first Minister of State and his house at Grundarstígur. Older selected works may have reference to the spirit of the olden days: being political, ethnological and as so much of Hannes Hafstein’s poetry, referring to the land and nature of Iceland.

Welcome to the opening at 3 pm in Hannesarholt on Saturday, February 6th.
Opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm.

 

 

 

 

Jól hjá skrímslum | Merry monsters

Jolafondur8©AslaugJ

♦ Skrímslin bjóða heimSýningin Skrímslin bjóða heim í Gerðubergi – menningarhúsi var vel sótt s.l. helgi en þá var skreytt hjá skrímslunum fyrir jólin. Þar var föndrað af kappi og í lokin var sungið og gengið í kringum ljósum prýdd skrímslajólatré. Skrímslin þakka öllum þátttakendum hjartanlega fyrir komuna. Skrímslakisi er alsæll svo nú mega jólin koma!

♦ A Visit to the MonstersLast Saturday was a festive day for Little Monster and Big Monster when they got their homes in Gerðuberg Culture House decorated. This was of course only possible because of great help from exhibition guests of all ages. Now the merry monsters enjoy the Yuletide just as the rest of us. Monster Kitty is as happy as a cat can be. Thank you all!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Sýningin Skrímslin bjóða heim er ætluð yngri börnum í fylgd með fullorðnum og stendur allt til 24. apríl 2016. Aðgangur er ókeypis.

The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House in Reykjavík. It will run through April 24th 2016. Free admission.

Skrímslaskraut | Christmas decorations

SkrimslaJolaseria

♦ ViðburðurÁ morgun, laugardaginn 12. desember, verður skreytt heima hjá skrímslunum í Gerðubergi menningarhúsi. Þar verður hægt að spreyta sig á alls konar jólaföndri að hætti litla skrímslisins. Stóra skrímslið gat ekki beðið og er búið að hengja upp jólaseríurnar (án þess að flækja þær saman!). En auðvitað þurfa skrímslin hjálp við að punta svona mörg hús og tré. Við skrímslavinir hlökkum því til að sjá sem flesta á morgun, kl 13:30-15:30. Nánari upplýsingar: Gerðuberg menningarhús og hér er viðburðurinn á FB. Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim stendur yfir í Gerðubergi.

♦ EventLittle Monster and Big Monster are preparing for the holidays and will be decorating their homes at Gerðuberg Culture House tomorrow, 12. Dec., from 1:30 pm to 3:30 pm. Big Monster could not wait and has already put up some fairy lights and Little Monster has been busy with the scissors. But they will sure need some help decorating all the trees and all the houses, windows and doors. We welcome all monster-friends to this event! Further information: Gerðuberg Culture House and a FB-event. The exhibition A Visit to the Monsters, based on the Monster series by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is on display in Gerðuberg Culture House.

LSklippJolweb