Bókverkasýningar | Book art exhibitions 2020

Bókverk: Í byrjun júní opna tvær bókverkasýningar sem ég hef verið að skipuleggja og undirbúa ásamt listahópnum mínum, ÖRKUNUM. Sýningarnar eiga sér langan aðdraganda en í báðum tilvikum bjóðum við erlendu listafólki að taka þátt. Áhugasamir geta kynnt sér starf ARKA á vefnum www.arkir.art.

Ég var svo að fá í hendur sýningarskrá áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringsins í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius, sem bar yfirskriftina „Memento Mori“ og hefur farið vítt og breitt um heiminn. Bókverkið mitt In Memoriam (t.v.) var valið á þríæringinn og hefur því verið á flakki. Sýningarskrá þríæringsins er ævinlega mikil gersemi, prentuð í litlu upplagi, hand-innbundin eins og bókverk.

Book art: Here are some news from my artist’s book department! I have been busy for a long time now preparing and organizing several book art exhibitions along with my artist group ARKIR. Two of them open in the beginning of June 2020.

I have also just received my copy of the exhibition catalogue from the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius, entitled „Memento Mori“. The exhibition has travelled the world and has now come to an end. The catalogue from the triennial is always a gem: printed in a small edition, hand-bound like an artist’s book.

Sýningarskrá | Exhibition catalogue – Memento Mori – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius


SPOR – Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES verður sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi næstkomandi sumar. Að sýningunni standa nær tveir tugir listakvenna, íslenskra og erlendra, ellefu meðlimir ARKA ásamt gestum: sjö erlendum listakonum frá sex löndum. Gestir ARKA á sýningunni hafa allir dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og þekkja því vel til Heimilisiðnaðarsafnsins. Sýningin mun standa fram til vors 2021 en halda þá vestur um haf.

Spor | Traces – The Textile Museum 

The exhibition SPOR | TRACES is an international collaborative project of nearly two dozen female artists, opening June 1 in the Textile Museum in Blönduós. North Iceland. The eleven members of ARKIR have teamed up with seven artists from six countries and are preparing an exhibition of textile artist’s books. All seven artists from abroad have stayed at the artist residency in the Icelandic Textile Center, also in Blönduós. The exhibition will be available in Blönduós until spring 2021 and then travel to the US. 


Jaðarlönd – Listahátíð í Reykjavík 2020

ARKIR undirbúa sýninguna JAÐARLÖND í Veröld – húsi Vigdísar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og í samvinnu við Vigdísarstofnun. JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn. Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin opnar laugardaginn 6. júní og stendur til 4. júlí. 

Borderlands – Reykjavík Arts Festival

ARKIR will open an artist’s book exhibition in Reykjavík in June. The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS will be held in Veröld – House of Vigdís at Reykjavík Arts Festival 2020, opening on Saturday 6 June, closing 4 July. Full program for Reykjavík Arts Festival will be revealed in April. The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. The exhibition is in collaboration with Vigdís International Center.

Nánari upplýsingar: | Further information: www.arkir.art

hingað | near (new edited version 2017)

Dagur íslenskrar tungu í Ósló | Author visit to Oslo

Bókaspjall: Nú um miðjan nóvember var mér var boðið að taka þátt í árlegri dagskrá Íslenska sendiráðsins í Ósló í tilefni af degi íslenskrar tungu og naut þar gestrisni Ingibjargar Davíðsdóttur sendiherra og hennar fólks í fallegum sendiherrabústað Íslands í Bygdøy. Það var ánægjulegt að hitta norska og íslenska gesti og rithöfundinn Mette Karlsvik sem einnig hélt erindi.

Eins og alltaf var gaman að heimsækja Óslóarborg, söfn og sýningarsali, en uppbygging menningarhúsa sem þar er í gangi er reyndar með fádæmum. Nýfallinn snjó tók upp í þýðu og skammdegið var kunnulegt þó borgin sjálf væri að komast í hátíðarbúning.

Book talk: Last week I was invited to speak at an event in connection with the Icelandic Language Day, at the Icelandic ambassador‘s residency in Oslo. I enjoyed the meeting with Norwegian and Icelandic guests, ambassador Ingibjörg Davíðsdóttir and her staff, as well as the other speaker: writer Mette Karlsvik, who has a long time creative relation with Iceland.

In Oslo the daylight was short and winter was surely there although the newly fallen snow had melted again. The city was getting ready for the festive season and fun to visit as always.

Ljósmyndir | photos: © Sendiráð Íslands í Ósló | Embassy of Iceland in Oslo / and  top: Áslaug Jónsdóttir 13./14./15.11.2019

Sumri hallar | Late summer, early fall

Vatnshorn, Skorradalur

Föstudagsmyndir: Eftir sólríkt og þurrt sumar sölna grös snemma og það er eins og haustinu liggi á. Snæfellsnesið var vindblásið í gær og í Skorradal fyrir rúmri viku voru haustlitir komnir á blöð og lyng. Bæjarlækurinn við Vatnshorn var nær þurr, en krækiberin safarík.

Photo Friday: After a dry and warm summer it feels as if autumn arrives early. The photos are from two trips, one I made yesterday to Snæfellsnes peninsula (photos below), the other to Skorradalur valley (photos above) the week before. In Skorradalur the grass had turned yellow and autumn colors were showing everywhere. The creek at the old farm Vatnshorn was almost dry, but the crowberries were sweet. The glacier Snæfellsjökull was hiding in the clouds, the wind was blowing the waterfalls upwards and the sea was rough. All pretty normal.

Svöðufoss, Snæfellsnes

Kirkjufell, Snæfellsnes

Ljósmyndir teknar | Photo date: Skorradalur 21.08.2019, Snæfellsnes 29.08.2019

Eyjar | Islands

Föstudagsmyndir: Ég heimsótti Vestmannaeyjar í júlí, í þriðja sinni um ævina. Tilefnið var gott, veðrið frábært og eyjarnar eins og ávallt: magnaður ævintýraheimur. Takk fyrir mig.

Photo Friday: I got an invitation to a birthday party in Vestmannaeyjar in July. My third visit to the Westman Islands and absolutely the best, a joyful occasion in wonderful weather. Always a beautiful place, a world of it’s own.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.-21.07.2019

Við flóann | San Francisco Bay

Kalifornía er þekktari fyrir sól og hita, og núorðið jafnvel skógarelda, frekar en rigningu og rok. En í ferðinni á Codex bókverkamessuna í febrúar upplifði ég þar meira að segja haglél og slabb og sjaldgæfur snjór sást í fjöllum. Það voru því ýmsar blikur á lofti, en annars er fallegt þarna við flóann.

California is more known for sunshine and heat – and nowadays even wildfires rather than hail and sleet as I experienced when attending the Codex Book Fair in Richmond. So there were both skies of blue and grey and rather cold weather, even for an Icelander. Yet, San Francisco Bay looked neat.

Craneway-skálinn í Richmond var áður hluti af verksmiðju í eigu Ford-framleiðenda, sem byggð var um 1930 og ber byggingarlist fyrri tíma fagurt vitni. Harla ólíklegt að rekast á „verksmiðju“ í dag sem hefði annað eins útsýni eða útlit. Arkitektinn, Albert Kahn, hannaði fjölda iðnaðarbygginga og háhýsa og sparaði ekki gáttir fyrir dagsbirtuna. Þarna fyrir utan glugga sveigir sig risavaxinn myrtusviður, eucalyptus-tré, en það stendur við innganginn að Rosie the Riveter/World War II Home Front-þjóðgarðssafninu. Ford-verksmiðjan var m.a. lögð undir framleiðslu skriðdreka og herskipa í seinni heimstyrjöldinni og um það og þátttöku kvenna og óbreyttra borgara í stríðsrekstrinum mátti kynna sér í safninu. Söguna af því hvernig flóasvæðið byggðist upp og fyrst og fremst magnaða sögu litaðra kvenna og manna á svæðinu sagði okkur þjóðgarðsvörðurinn Betty Reid Soskin, 97 ára gömul og ógleymanleg sögukona.

The Craneway Pavilion in Richmond at San Fransisco Bay is a former Ford Assembly Plant, a building dating back to around 1930. It is a beautiful architecture by Albert Kahn and you would of course never find any „factory“ or industrial plant today that would look anything like it or offer such a view and a room full of light. Out of the window you could see an old eucalyptus tree in front of the museum of Rosie the Riveter/World War II Home Front National Historical Park, but the the Ford plant switched to assembling jeeps and tanks and other military vehicles in the war. The museum tells the story of the efforts of women and civilians during the war. The story of how the Bay area grew at incredible rate, – and more important: the story of the African American experience from World War II, was told by a most wonderful park ranger: Betty Reid Soskin, 97 years old and an unforgettable storyteller.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 3.02.+6.02.2019

Bókverk á sýningum | Book art exhibitions

BókverkHér fyrir neðan eru tíðindi af ýmsum bókverkasýningum sem ég hef tekið þátt nýverið. Ég er ein af „Örkunum“, bókverkakonum í listahópi sem kalla sig ARKIR, en við höfum unnið saman allt frá árinu 1998. Síðasta ævintýri okkar var þátttaka í CODEX bókverkastefnunni í Bandaríkunum núna í byrjun febrúar 2019.

Book art: Below are notes on the book art exhibitions I have participated in recently. As a member of ARKIR artist group I have exhibited artist’s books and book objects at venues both in Iceland and abroad. Our last adventure was visiting the CODEX book art fair in the US.

At ARKIR’s stand at Codex VII in February 2019

Bókverkamessan Codex VII í Kaliforníu

ARKIR þáðu boð á CODEX-bókaverkamessuna sem haldin var í sjöunda sinn í gömlu Ford-verksmiðjunni í Craneway-skálanum í Richmond við San Fransisco flóa dagana 3.-6. febrúar. Við vorum þar hluti af sýningarverkefninu Codex Nordica og fylktum liði með listamönnum frá öðrum Norðurlöndum. Ásamt fleiri í hópnum átti ég einnig hlutdeild í Bibliotek Nordica – safni um 80 bókverka í 10 eintökum, eftir 85 listamenn. Safnið var sýnt sérstaklega á CODEX og í San Fransisco Center for the Book. Safnskrá Bibliotek Nordica má lesa hér. Verkefnin má kynna sér með því að smella á tenglana í textanum og einnig birtum við myndir frá messunni á bloggi ARKANNA.

Codex VII – Book art fair in California

ARKIR took part in the CODEX VII book fair held at the Craneway Pavilion in Richmond at San Fransisco Bay. There we joined in the exhibition concept Codex Nordica along with fellow artists from the Nordic countries. I also had my small part in Bibliotek Nordica, contributing to a collection of around 80 books by 85 artists who made an edition of books for the 10 libraries produced. See catalogue of all the books contained in the library here. Learn more about the project by clicking the links and check out ARKIR’s blog where we post photos from the fair. 

Fyrir ofan: Bibliotek Nordica. Fyrir neðan: e. endurtekið efni – repeats, myndahefti, ritröð – sýnt á CODEX VII.
Above: Bibliotek Nordica. Below: e. endurtekið efni – repeats, series of pamphlets – exhibited at CODEX VII.


Jörð í vasa

Fyrir neðan: jörð | earth – safn mynda af yfirborði jarðarinnar, foldu og moldu, veðruðum völlum, jarðveginum undir fótum okkar: öllu því sem líf okkar byggist á og ber að gefa gaum og veita umhyggju. Verk af sýningunni Jaðarland – Borderland. Lítil útgáfa með sömu myndum: vasajörð | pocket earth frá 2019. Sýnt á CODEX VII.

Earth – pocket earth

Below: jörð | earth (2017) – a collection of round shaped images, photographs of the surface of the land, of the ground: the earth. The seasons and the soil, the dirt under our feet, all what deserves to be valued and cherished and given time to observe. From the exhibition Borderland. A small version with same images (no-glue, no sewing, one-piece folding): vasajörð | pocket earth made in 2019. Exhibited at CODEX VII.

vasajörð | pocket earth (2019)


Kartöflugarðurinn

Það fylgir því sérstök ánægja að gera handgerðar bækur og bókverk. Að mega stjórna öllu ferli og úrvinnslu er svo gjörólíkt því að senda tölvuskjal í prentsmiðju, oftast til útlanda og langt utan seilingar, – og fá svo í hendur prentaða bók nokkrum mánuðum síðar. Gallar og lýti á hinu handgerða verki geta auðvitað verið til vansa, en stundum leiða brotalamir og mistök verkið á aðrar og betri brautir eða eru einfaldlega merki um þróunarferli sem óþarfi er að fela.

Kartöflugarðurinn (Still growing potatoes) var framlag mitt til Bibliotek Nordica og heftinu fylgir þessi umsögn: Bókin inniheldur og lýsir bernskuminningum, frá lífi og vinnu í sveit um haust og vottar virðingu þeirri vanmetnu list að fjalla óbeint um mikilvæg málefni: að ræða kartöfluuppskeru í stað þess að tala um missi, líf og dauða.

Efni: pappír, lím, saumþráður. Tækni: pappírsbrot, pappírsskurður, kartöflustimplar/þrykk, akrýllitur, stafrænt prentaður texti. Bókabrot: harmonikubrot með brotum og skurði; 8 síðna textahluti saumaður inn.

Still growing potatoes

Making a book by hand is always a joy, although I have never really been keen on making editions by hand. Yet, this was the case for my piece for Bibliotek Nordica. All the process with the handmade book brings such a different satisfaction compared to sending a digital print file to the commercial printers, usually abroad and far away, and then receiving the product months later. In my case, various flaws and mistakes are surely made along the way when working by hand, but either they lead to new and better solutions or they are simply a part of the process that is unnecessary to hide. 

My book Still growing potatoes illustrates memories from my childhood farm and potato picking. It honors the underrated art of addressing subjects indirectly, discussing the potato harvest instead of loss, life and death.

Material: Paper, glue, sewing thread. Technique: Paper folding, paper cuts, potato stamp prints, acrylic color, inkjet printed text section. Book format: Concertina with folds and cuts; and sewn in section of 8 pages  .


Vilniusar-þríæringurinn í Museo Leone á Ítalíu 

Bókverkið mitt In Memoriam hefur verið til sýnis á áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018, en sextíu og fimm verk voru valin á sýninguna, þar á meðal verk fleiri listamanna úr hópi ARKA. Sýningin er þematengd og ber yfirskriftina „Memento Mori“. Næst verða valin verk af sýningunni sett upp í “Museo Leone” í Vercelli á Ítalíu, þar á meðal In Memoriam. Sýningin opnar 23. febrúar og stendur til 10. mars 2019. Frá Vercelli heldur sýningin til Feneyja og verður sett upp í Gallery SG, “Scuola Internazionale di Grafica”, frá 15. mars til 13. apríl 2019. Síðar á árinu heldur sýningin til Bandaríkjanna. Lista yfir sýningarstaði 2018-2019 má finna hér.

Memento Mori travels to Vercelli in Italy

Exhibition with selected works from the 8th International Artist’s Books Triennial Vilnius 2018 is soon to open in Museo Leone in Vercelli, Italy, – among them will be my book In Memoriam, as well as couple of works by my fellow artists in the artist group ARKIR. The triennial exhibition will travel both as a whole and or as a selection of works. The theme this time was ‘Memento mori’. The exhibition in Vercelli opens on February 23, closes March 10, 2019. From there the exhibition travels to Gallery SG, Scuola Internazionale di Grafica, in Venice, Italy – from March 15 to April 13, 2019. Later this year the exhibition will travel to the USA. Schedule 2018-2019 of the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius will be updated here.


hingað | near (2008 | new edited version 2017)

Jaðarland – sýningarlok

Sýning á verkum listahópsins ARKA, JAÐARLAND / BORDERLAND, lauk nú í lok janúar 2019 en sýningin var sett upp á tveimur stöðum í Bandaríkjunum: í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland í Maine-fylki og svo síðar í Sherry Grover Gallery í BIMA, Bainbridge Island Museum of Art, í Washington-fylki við miklar vinsældir að sögn sýningarstjóra þar vestra. Á sýningunni átti ég nokkur verk, þ.á.m. verkið hingað | near – sem inniheldur grafískar ljósmyndir og ljóð.

Borderland in BIMA

After a successful turnout, ARKIR’s book art exhibition, BORDERLAND, ended last January 2019. The BORDERLAND exhibition was traveling the US, starting in Portland, Maine, in January 30, 2018 at í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine. It then was on display at Sherry Grover Gallery at BIMA, Bainbridge Island Museum of Art, WI USA. I exhibited several works, among them hingað | near – a book containing graphic photos and a poem in Icelandic and English. 

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on images for larger view.

Heimsókn til Lettlands | Visiting Latvia

Hjá góðum gestgjöfum: Í Norrænu bókasafnsvikunni 2018, sem var 12.-18. nóvember, átti ég því láni að fagna að vera boðin til Lettlands. Leiðin lá til Rīga, Sigulda og Júrmala en heimsóknin var í boði skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi og bókaútgáfunnar “Liels un mazs”, sem síðsumars gaf út fyrstu bókina um skrímslin: Nei! sagði litla skrímslið eða Briesmonītis teica Nē!Hvarvetna var mér tekið með kostum og kynjum og ég naut leiðsagnar heimamanna um borgir og bæi. Lesendur hitti ég í skólum, leikskólum og bókasöfnum og var ævinlega leyst út með fallegum gjöfum, bókum og blómum. Hjartans þakkir fyrir móttökurnar! Paldies!

With marvelous hosts: In The Nordic Literary Week 2018, I had the honor of visiting Latvia for the first time. I did workshops and school visits that were planned by the Nordic Council of Ministers’ Office in Latvia and the excellent publishing house Liels un mazs, who released the first book in the Monster series earlier this year, titled Briesmonītis teica Nē!I went to Rīga, Sigulda and Jūrmala where I met young readers in schools, kindergartens and libraries. I was treated with such generosity by all my hosts, invited to guided tours of the townships, receiving lovely presents, books, flowers and good food. A truly warm welcome and wonderful reception everywhere! Paldies!

Paldies!


Skrímslavinnustofur: Hér fyrir neðan eru myndir frá vinnustofu barnanna í Domdaris-skólanum íRīga. Krakkarnir sköpuðu og fjölbreytt skrímsli og gátu unnið áfram með sköpunarverkin sem einfaldar leikbrúður.

Monster workshops: Photos from workshop and visit to Domdaris primary school in Rīga. The children created all sorts of monsters they could then use as simple puppets.


Frá vinstri | From left: Iveta Hamčanovska, Áslaug, Ligita Zīverte, Ieva Hermansone, Sanita Muizniece.

S! fyrir Sigöldu! Í bókasafninu í Sigulda hitti ég fleiri hópa barna úr nálægum leikskólum og skólum og þar skorti heldur ekkert á sköpunargleðina. Að þeirri vinnu lokinni fengum við góða leiðsögn um Sigulda kastala og innlit á vinnustofur handverksfólks. Við svifum með kláfferju yfir dalinn og þó að það rigndi daginn langan var fegurð svæðisins augljós, hvar skógur þekur ása og áin Gauja liðast um dalbotninn.

S! for Sigulda! I experienced a very nice visit to Sigulda where I held workshops for children from kindergartens and schools. Afterwards I had the chance to see a bit of the sights: the ruins of medieval Sigulda Castle, a peek into designer’s and craftmen’s studios and a fun ride in the cable car across the valley, running from Sigulda to Krimulda, offering a perfect bird’s-eye-view over the woods and the valley and the Gauja river. Although it rained that day the beauty of the scenery and the charm of the area was unmissable.

Hér fyrir neðan: Handagangur í öskjunni á bókasafninu í Sigulda. Skjáskot af myndasafni bókasafnsins í Sigulda. Hér á Apriņķis.lv má sjá ljósmyndir frá heimsókninni.

Below: At Sigulda County Library. For more photographs from the workshop and the visit see photos and text in Latvian here at Apriņķis.lv (or click on the screenshot below).

By the ruins of the medieval Sigulda Castle, where an opera festival is held in June every year. | Við rústir Sigulda kastala en þar er meðal annars haldin óperuhátíð í júní, ár hvert.


Monster friends in Jūrmala. | Skrímslavinir í Jūrmalas Alternatīvā skola.

Júrmala: Skrímslavini hittum við líka í Jūrmalas Alternatīvā skola og í nýju og glæsilegu bókasafni bæjarins (sjá fleiri myndir hér á Fb). Bærinn Júrmala liggur á þröngu eiði milli Rīgaflóa og árinnar Lielupe. Um ár og aldir hafa langar hvítar sandstrendur laðað þangað sumarleyfisgesti og bæinn allan prýða gömul og glæsileg timburhús. Þar blómstrar menningin líka, til dæmis í reisulegu tónlistarhúsinu, Dzintari tónleikahöllinni. Heimsókn í myndlistaskólann, Jūrmalas Mākslas skola, var sömuleiðis áhugaverð og fjölbreytni og fagmennska í listkennslunni aðdáunarverð. Skólabyggingin myndar ásamt bókasafninu og tónlistarskólanum miðstöð listmenntunar barnanna í Júrmala, sem er til mikillar fyrirmyndar.

JūrmalaWe also met energetic groups of monster friends at Jūrmalas Alternatīvā skola, as well as in the splendid new city library there. (See more photos here on FB). Jūrmala lies only about half an hours drive from Rīga, on a narrow strip of land between the Gulf of Rīga and the river Lielupe. It’s a popular seaside resort in the summertime but the long white and sandy beaches are also perfect for a relaxing stroll in wintertime. Just as in Sigulda and in Rīga, every spot breathes with a long history of culture. We were invited for a tour in the Dzintari Concert Hall, and visited the art school, Jūrmalas Mākslas skola, that along with the library and the music school forms a center of art, culture and education of exceptionally high quality.

Á ströndinni | at the beach by Jūrmala.


Kristīne Jonuša, Alīse Nigale, Áslaug, Sanita Muizniece – and Briesmonītis teica Nē! 

BókaútgáfanVitanlega var heimsókn til útgefenda á dagskránni. Fyrsta bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, Nei! sagði litla skrímslið, kom út í sumar á lettneska hjá forlaginu Liels un mazs í Rīga, undir titlinum Briesmonītis teica Nē! Þýðandi er Dens Dimiņš. Útgáfa Lies un mazs er sérlega fáguð og metnaðarfull, svo eftir hefur verið tekið, en forlagið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verið tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna fyrir starfið. Meðal annars hlaut Liels un mazs tilnefningu á úrvalslista Bologna bókamessunnar sem „besti útgefandi barnabóka í Evrópu“. Frumútgáfur þeirra eru augnakonfekt og augljóslega er skýr listræn stefna sem ræður vali útgefenda. Sannarlega upplífgandi viðhorf að gæði frekar en væntingar um metsölu ráði för. Alīse Nigale útgefandi og hennar fólk tóku sérlega vel á móti gestinum! 

Ég verð líka að þakka skipuleggjendum og leiðsögumönnum mínum sérstaklega: Ieva Hermansone frá skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi og Sanita Muizniece, ritstjóra hjá Liels un mazs sem túlkaði fyrir mig og aðstoðaði í öllum vinnustofunum. Sanita er einnig ritstjóri hjá einni áhugaverðustu teiknimyndabókaútgáfu Evrópu og þó víðar væri leitað: kuš! komikss. Hér má lesa um útgáfuna.

PublishersVisiting my brilliant Latvian publishers in RīgaLiels un mazs, – was a thrill. Their original Latvian titles and projects are totally amazing. A fine artistic quality production. No wonder Liels un Mazs has received several recognitions for their work. Last year the publishing house was shortlisted for an award at the Bologna book fair as the “best children’s publisher of the year in Europe”. So I am very happy that the first book in the series about Little Monster and Big Monster, No! Said Little Monster, was published in Latvian by Liels un mazs earlier this year. Briesmonītis teica Nē! is translated by Dens Dimiņš.

I must mention the excellent organizers of my visit to Latvia: Ieva Hermansone from the Nordic Council of Ministers’ Office and my patient interpreter and helper in all the workshops: Sanita Muizniece, who is an editor at Liels un mazs, and also a editor and publisher of the remarkable comic-book production: kuš! comics, – an awesome and inspiring publication. See link!


Dagur í RīgaBorgin er bæði forn og fögur og eins og í fleiri borgum skapar vatn óviðjafnanlega stemningu og andrými. Rīga stendur við ósa fljótsins Daugava sem streymir lygnt til sjávar og endar þar sinn yfir 1000 km langan farveg. Að auki marka síkisskurðirnir, Pilsētas kanāls, elsta hluta borgarinnar. Ég hafði ekki mikinn tíma til að skoða borgina en eftir það stendur tvennt upp úr: matur og bókmenning. Fjórar byggingar mynda matarmiðstöðina Rīgas Centrāltirgus sem er dásamleg með öllu sínu ferskmeti: kjöti, fisk, mjólkurvörum, grænmeti og ávöxtum. Eins og aðrir Norður-Evrópubúar kunna Lettar þá list að salta, reykja, sulta og súrsa. Trönuber, sveppir, hunang, hnetur, epli og fleiri ávextir voru líka áberandi í haustuppskerunni. Þá var þjóðarbókhlaðan, Latvijas Nacionālā bibliotēka, ekki neitt augnagróm. Einfaldlega með glæsilegustu bókasöfnum heims. Þarna eru strax komnar tvær ástæður fyrir því að ég gæti hugsað mér að heimsækja Lettland aftur: matur og bækur …

A day in RīgaI had a lovely day in Rīga although I didn’t manage to see but a tiny portion of the city’s attractions. But what I saw made me want to visit Rīga again – as well as other parts of Latvia! Just as in many other cities, water shapes the mood. The wide river Daugava creates a serene atmosphere in the midst of this bustling city. As do the city canals, Pilsētas kanāls, the old moat of historic Rīga.

I fell for two sites in particular: One was the enormous and absolutely delightful food market, Rīgas Centrāltirgus, situated in four large halls, loaded with fresh meat, fish, dairy products, vegetables and fruit. And like many other nations of Northern Europe, Latvians know the art of preserving food by salting, smoking, conserving, pickling and fermenting. And of course making use of their many sorts of fresh native produce: berries, mushrooms, honey, nuts and fruits.

Another favorite was The National Library of Latvia, Latvijas Nacionālā bibliotēka, – simply breathtaking. Not only a grand piece of architecture but also a well-functioning establishment, with interesting exhibitions (like the traveling exhibition “To Be Banned” Baltic Books 1918-1940) and of course book collections of all sorts.

And now, I have already two very good reasons to visit Latvia again: food and literature…

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.-15.11.2018

Meira um skrímslinÞví er við að bæta að meðhöfundar mínir að skrímslabókunum hafa líka verið á faraldsfæti. Um það má lesa á heimasíðum þeirra, hér hjá Rakel Helmsdal og Kalle Güettler. Smellið á tenglana til að …
… lesa meira um skrímslabækurna og samstarf höfundanna.
lesa bókadóma og umfjöllun.
… lesa allar nýjustu fréttir um skrímslin.

More about the monstersI can add that my co-writers of the Monster series have also been traveling, see their blogs: Rakel Helmsdal and Kalle Güettler. Click on the links to …
… read more about the Monster series and the authors.
read reviews and lists of translations.
… read all the latest news on the series.

Norrænar bókaveislur | Celebrating literature in Helsinki and Oslo

Katrín Jakobsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Verðlaun Norðurlandaráðs 2018Fimm verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með pomp og pragt í óperuhúsinu í Ósló 30. október síðastliðinn. Verk íslenskra listamanna voru verðlaunuð í flokki kvikmynda og fagurbókmennta: Kvikmyndin Kona fer í stríð og skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur hlutu þar verðskuldaða viðurkenningu. Tónlistarverðlaunin féllu í skaut norska tónskáldsins Nils Henrik Asheim fyrir verkið Muohta. Í flokki barna- og unglingabókmennta varð myndabókin Træið eftir færeyska listamanninn Bárð Oskarsson fyrir valinu og umhverfisverðlaunin fékk Náttúruauðlindaráðið í Attu í Grænlandi. Allt glæsileg verk og verkefni og ærin ástæða til að fagna, en einkum gladdi að Ör Auðar Övu skyldi verða fyrir valinu.

The Nordic Council awards 2018The five Nordic Council prizes were awarded at a gala in the Opera House in Oslo last week, on October 30th. Two Icelandic works of art were awarded: the film prize went to Kona fer í stríð (Woman at War) and the literature prize to the novel Ör (Hotel Silence) by Auður Ava Ólafsdóttir. The Norwegian composer Nils Henrik Asheim was awarded for his piece Muohta and the picturebook Træið (The Tree) by Faroese artist Bárður Oskarsson was awarded the Children and Young People’s Literature Prize. The Nordic Council Environment Prize 2018 went to the Natural Resource Council of Attu, West Greenland. All wonderful projects and art creations. I was especially happy about Auður Ólafsdóttir’s prize and I recommend her books any time: they are timeless, universal, wonderfully quirky and clever.

From left: scriptwriter Ólafur Egilsson; Iceland’s Prime Minister: Katrín Jakobsdóttir; Iceland’s Minister of Education, Science and Culture: Lilja Alfreðsdóttir; film director and scriptwriter Benedikt Erlingsson; and the star of the evening: writer Auður Ava Ólafsdóttir.

Tilnefndir höfundar: Tólf barna- og unglingabækur voru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, þar á meðal Skrímsli í vanda. Ásamt öðrum tilnefndum höfundum héldum við skrímsla-teymið til bókamessunnar í Helsinki og svo áfram til Óslóar en í báðum borgum tókum þátt í kynningum og bókmenntaviðburðum. Eins og ævinlega standa upp úr svona ferðum góðar stundir í samheldnum hópi listmanna, sem og gleðin yfir áhugaverðri og vandaðri bókalist.

The Nordic nomineesTwelve children’s and YA-books were nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, amongst them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble). And so we traveled along with other nominees to Helsinki Book Fair in Finland and to Oslo in Norway to introduce our works as well as taking part in the nerve-wracking award ceremony. As always the best part was meeting the wonderful authors and illustrators and learning more about their works and art.

Í Helsinki: tilnefndir rit- og myndhöfundar til verðlauna Norðurlandaráðs | Nominees – © Kulturkontakt Nord Helsinki

Children’s book authors at Helsingfors Bokmässa. Moderator Karri Miettinen

Með „mömmu“ Einars ÁskelsÞað var sænska barnabókadrottningin Gunnilla Bergström sem afhenti barna- og unglingabókaverðlaunin á hátíðinni í óperuhúsinu í Ósló. Okkur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur þótti firnagaman að hitta hana á Gardemoen og ná að þakka henni fyrir hvetjandi og áhrifaríka ræðu.

With Alfie Atkins “mom“It was a Swedish queen of children’s books, Gunnilla Bergström, who handed out the prize for children’s literature at the gala in the Opera House in Oslo. Author Kristín Helga Gunnarsdóttir and I had the chance to greet her and express our thanks for a memorable and inspiring speech at the ceremony.

Kristín Helga Gunnarsdóttir was nominated for her book: Be invisible – the story of Ishmael’s escape – a dramatic and impressive book and highly recommended reading for both young and adult.

Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gunnilla Bergström, Áslaug Jónsdóttir

VeturveðurVið Kristín Helga létum ekki parraka okkur endalaust innandyra. Gönguferð í björtu veðri í Helsinki hressti eftir þaulsetur á bókamessu. Veðrið var síðra í Ósló: ofankoma við frostmark, dimmt í lofti. En þar ríkti gleðin sannarlega innandyra!

Winter citiesDespite busy days I had the chance to take a long walk in Helsinki with Kristín Helga Gunnarsdóttir. In Oslo a guided tour, sleet and snow awaited – and of course a highly fancy and fabulous gala party!

Myndir | photos © Áslaug Jónsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gitte Söderbäck, Kulturkontakt Nord Helsinki

Á bókamessunni í Gautaborg | Göteborg Book Fair 2018

Gunilla Kindstrand, Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir, Linda Bondestam – and monsters.

Ég þáði boð á Gautaborgarmessuna sem haldin var dagana 27.-30. september 2018. Hér koma nokkrir fréttapunktar þaðan.

Norrænir myndheimarEitt af meginþemum kaupstefnunnar voru myndlýsingar og frásagnir í myndum. „Nordiska bildvärldar“ var umfjöllunarefni ólíkra myndhöfunda búsettum á Íslandi, í Finnlandi og Svíþjóð. Við kynntum verk okkar og ræddum mál myndanna og möguleg norræn sérkenni. Það voru höfundarnir Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir og Linda Bondestam. Umræðum stjórnaði Gunilla Kindstrand. Ég mæli eindregið með því að lesendur kynni sér verk þessara listamanna, magnaðar myndlýsingar og bækur.

Nordic visual worldsI was invited to Göteborg Book Fair held September 27‐30, 2018. There I discussed “Nordic images” with Alex Howes, Linda Bondestam, Johan Egerkrans and our moderator Gunilla Kindstrand. Note: If you don’t know the works of these artists I highly recommend their work – check them out! If not their beautiful books then the ever art they have displayed online. Good stuff!


Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna, Kalle Güettler, Áslaug Jónsdóttir.

Plupp og skrímsli – á arabískuSíðari dagskráin sem ég tók þátt í á bókamessunni var tileinkuð arabískum þýðingum barnabóka, en arabíska er nú það tungumál sem er talað af flestum í Svíþjóð á eftir sænsku. Er finnska komin úr öðru sæti í það þriðja. Fimm skrímslabækur komu út árið 2016 hjá Al Hudhud Publishing í Dubai og Ég vil fisk! árið 2017 hjá Al Fulk í Abu Dhabi. Um þetta ræddi ég ásamt Kalle Güettler og Mona Henning, sem er stofnandi bókaútgáfunnar Dar Al-Muna og gefið hefur út fjöldann allan af sænskum barnabókmenntum á arabísku.

Nordic children’s books – in ArabicMy second discussion and introduction at the book fair regarded Arabic translations of Nordic picture- and children’s books. Five books from the Monster series were published by Al Hudhud Publishing í Dubai in 2016 and I Want Fish! in 2017 by Al Fulk í Abu Dhabi. Also, an important subject in Sweden: children’s access to books in their mother tongue, – the Arabic language being Sweden’s second most common language. This talk I did along with my co-author Kalle Güettler and Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna. Mona Henning founded her publishing house in 1984 and has published more than 130 titles of Swedish literature, mostly children’s books.


Íslenskir áheyrendurÞriðji dagskrárliðurinn í Gautaborg var líklega sá skemmtilegasti, en það var að heimsækja hóp Íslendinga: börn, foreldra þeirra og móðurmálskennara, lesa fyrir þau og segja frá í Språkcentrum, tungumálamiðstöðinni í Gautaborg. Dásamlegir áheyrendur sem tóku skrímslum og öðrum skrýtnum verum ákaflega vel.

Reading for Icelandic childrenLast but not the least I was invited to read for Icelandic children living in Göteborg, their parents and teacher of the Icelandic language at the Language Center of Göteborg. Absolutely wonderful audience!

Bækurnar frá ÍslandiBókamessan í Gautaborg er ævinlega gríðarlega vel sótt. Hátt í hundrað þúsund manns renna þar um sali, skoða bækur, selja bækur, kaupa bækur, hlusta á höfunda segja frá. Í básnum hjá OPAL-forlaginu stóð nýjasta bók okkar skrímslahöfundanna á sænsku: Monster i knipa. Vaktina fyrir Ísland stóðu fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Íslandsstofu og bókaútgefenda og sinntu mikilvægu kynningarstarfi, enda þurfa íslenskar bókmenntir á öllum sínum lesendum að halda, bæði nær og fjær.

Books from IcelandThe Göteborg Book Fair is the biggest book fair in Scandinavia, a busy, noisy market place for Nordic literature, but also a festival of books for readers and book lovers in Sweden. I met the splendid publishers at OPAL publishing house, where our Swedish title Monster i knipa was presented. The Icelandic stand at the fair is always popular – run by Icelandic Literature Center, in cooperation with Promote Iceland and Icelandic publishers. A small and energetic group of important advocates for Icelandic literature abroad did good work during hectic days at the bustling fair.

Ljósmyndir | photos: Hrefna Haraldsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir

Kastali og allt! | Cardiff

FöstudagsmyndirFyrir nokkrum vikum heimsótti ég í fyrsta sinn Cardiff í Wales. Ég var ekki með myndvélina, en snjallsímar gera sitt gagn. Legg leið mína þangað aftur!

Photo FridayCardiff! Some cities just have it all! A picturesque castle, a flag with a red dragon, roman ruins, beautiful gardens, mysterious language … I’ll be back!

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 23-26.09.2017

Vordagar í Róm | Spring days in Rome

Apríl í RómÉg var að leita í myndsafninu í vikunni og gat ekki slitið mig frá myndum sem ég hafði tekið í Róm. Hvað er hægt að segja um Róm? Eða hvað ekki? Svona hrikalega þrungna af sögu og menningu. Og ferðamönnum með selfístangir. Samt elskar maður allar klisjurnar og er ekkert betri en hinir – þó engin sé stöngin. Á myndinni fyrir ofan má sjá leifar af musterinu sem var tileinkað Kastor og Pollux. Ég hugsa alltaf dálítið hlýtt til þeirra bræðra eftir að ég notaði hugmyndina um samnefndar stjörnur í eina af fyrstu bókunum mínum: Stjörnusiglinguna. Fyrir neðan eru svo nokkur skot: Pantheon, Palatinohæð, Trevibrunnurinn hreinsaður, Spænsku tröppurnar. Borgin fagnaði 2770 ára afmæli þann 21. apríl. Til hamingju afmælið Róm!

April in RomeRome, you pretty thing … Romans celebrated the 2770th birthday of the city on April 21st. I was there just few days earlier. Madly interesting, carrying the heavy burdens of an ancient history and culture – and of course tourism that turns everything into clichés – old Rome is still forever fascinating. And I can’t help loving the clichés either! So here are few photos: Above the three columns remaining of the Temple of Castor and Pollux (to whom I have a special relationship to after writing/illustrating my book Voyage to the Stars). Below snaps from Pantheon, the Palatine Hill, cleaning of the Trevi Fountain, The Spanish Steps … Happy birthday Rome!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.04-18.04.2017

Skrímslin í Norðurlandahúsinu | Travelling exhibition – opening in Tórshavn

Skrímslin í Færeyjum: Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim opnaði 1. apríl í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Þá hófst einnig barnamenningarhátíð Norðurlandahússins, Barnafestivalurin 2017, sem stóð til 9. apríl með metnaðarfullri dagskrá og viðburðum: tónleikum, list- og leiksýningum.

Sýningin um skrímslin tvö er farandsýning og var upphaflega sköpuð fyrir Gerðuberg menningarhús. Við hönnuðir sýningarinnar fylgdum henni til Þórshafnar og unnum að uppsetningunni ásamt starfsfólki Norðurlandahússins. Þar var sannarlega tekið vel á móti okkur og skrímslaheimurinn sómdi sér vel í bjartri og opinni Forhøll og hlýlegri Dansistovu.

Myndirnar sem hér fylgja eru frá opnunardeginum í Norðurlandahúsinu, en börn og fullorðnir virtust una sér afar vel í skrímslaheiminum og nutu samvista við lestur og leik. Það gladdi að sjá því meginmarkmiði sýningarinnar náð.

Sýningin verður opin gestum frá 1. apríl til 4. maí. Nánari upplýsingar og myndir frá fyrstu uppsetningu sýningarinnar í Gerðubergi menningarhúsi má sjá á síðunni hér. Um skrímslabækurnar má fræðast hér og um höfunda bókanna og samstarfið má lesa hér.

Travelling Exhibition: On April 1st the interactive exhibition for children: a Visit to the Monsters, opened in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands, as one of the events at the annual Children’s Festival, Barnafestivalurin 2017.

The exhibition is based on the books about Little Monster and Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal. It was originally designed and on display in Gerðuberg Culture House in 2015-2016. Art direction and exhibition design was executed by Áslaug Jónsdóttir and Högni Sigurþórsson – and we two, Högni and I, travelled to Tórshavn to work on this version for the Faroese friends of the monster series. Our good hosts and co-workers truly made us and the two monsters feel at home in The Nordic House in Tórshavn and we certainly enjoyed working in the beautiful elements of the Nordic House.

The following photos are mostly from the opening earlier this month. I was delighted to see that both children and grown-ups found pleasure in what the exhibition is all about: reading and playing together.

The exhibition is open until May 4th. Further information in Faroese here. See also photos from the first version in Gerðuberg Culture House and read more about the exhibition on the page here. Click on the links to read more about the monster series or the three authors and their collaboration.

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Áslaug Jónsdóttir og Högni Sigurþórsson

Við Högni þökkum fyrir okkur! | Happy exhibition designers give thanks for a delightful stay in Tórshavn!

 

 

Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer

Rósir í RómGleðilegt sumar! Eins og vera ber hefur sumardagurinn fyrsti minnt bæði á vetur og sumarvon, með vorhret á glugga og bjartar sólarglennur til skiptis. Nýkomin heim úr ferðalagi til Rómarborgar fletti ég myndum og staldra við rósir í Farnesi-görðunum á Palatinohæð. Og græna litinn sem er hollur fyrir augun, eins og allir vita. Takk fyrir veturinn!

Roses in RomeHappy First Day of Summer! The first Thursday after the 18th of April is the first day of summer in Iceland, according to the Old Norse Calendar, dividing the year into two seasons, summer and winter. As so often before on this day, the weather has been cold and it even snowed a bit. But then again the sun came out, bright and warming … I’m just back from a trip to Rome and as I was flipping through my photos I found these roses in the Farnese Gardens on the Palatine Hill a nice pick. Farewell Winter!

Ljósmynd tekin | Photo date: 13.04.2017

Edinborg | Snapshots from Edinburgh

Edinburgh - ‘There Will Be No Miracles Here’ by Nathan Coley Photo © Áslaug Jónsdóttir

♦ Föstudagsmyndir: Ég dvaldi nokkra dásamlega daga í Edinborg og mundaði þar stundum símamyndavélina. Hér fyrir ofan er það verkið: „There Will Be No Miracles Here“ eftir Nathan Coley, sem stendur fyrir utan Scottish National Gallery Of Modern Art. En það þarf engin kraftaverk í Edinborg – borgin er dásamleg eins og hún er.

♦ Photo FridayI travelled to Edinburgh, Scotland, and spent a few days in that wonderful city. Hence these snapshots. Above is the artwork ‘There Will Be No Miracles Here‘ by Nathan Coley situated by the Scottish National Gallery Of Modern Art.

edinborgaslaugj-4

edinborgaslaugj-6

edinborgaslaugj-10

edinborgaslaugj-2

edinborgaslaugj-7

edinborgaslaugj-3

edinborgaslaugj-5

edinborgaslaugj-8

edinborgaslaugj-9

Ljósmyndir teknar | Photo date: 3.-8.02.2017

Haust í Berlín | Autumn in Berlin

berlin8-aslaugj

♦ Föstudagsmyndir – símamyndir frá Berlínarferð í síðustu viku. Þar átti ég góða daga með dóttur og systrum tveim. Fór á frábæra tónleika og sá magnaðar myndlistarsýningar. Og allt hitt …

♦ Photo FridayI had great days in Berlin last week, travelling with my daughter and my two sisters. Enjoyed art museums, exhibitions and concerts. My phone was my camera this time.

berlin6-aslaugj

berlin3-aslaugj

berlin2-aslaugj

berlin1-aslaugj

berlin4-aslaugj

berlin5-aslaugj

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 19-24.10.2016

Í meðbyr | Buenos Aires

BA-AslaugJ-harbour

♦ FöstudagsmyndirÍ byrjun apríl s.l. heimsótti ég Buenos Aires, borg hinna blíðu vinda, sem er margbrotin og mögnuð borg. Ljósmyndirnar segja ósköp einfaldar örsögur af því sem fyrir augu bar, þeim fylgja hvorki hljóð né lykt, og ys og þys stórborgarinnar er frystur í stillimynd. En þessi sjónarhorn verða að duga í bili.
♦ Photo FridayI visited Buenos Aires in early April, in the beginning of the autumn, when it both rained and shined. This wonderful city made an unforgettable impression. My photos are not even half way there when it comes to discribe the city’s tempo and atmosphere: the friendliness and the craziness, the noisy hurly-burly and the quiet sadness … But they will have to do for now.

BA-AslaugJ-Av9Julio

BA-AslaugJ-StreetTango

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

BA-AslaugJ-MadresdePldeMayo

BA-AslaugJ-market

BA-AslaugJ-tango

BA-AslaugJ-Recoleta2

BA-AslaugJ-Av9Julio2

Ljósmyndir teknar | Photo date: 01.-11.04.2016

Þar gala gaukar, þar spretta laukar | Visiting Bjarnarfjörður

Bjarnafjordur-M-erla-27juli2015

Máríuerla – Motacilla alba – White wagtail at Hótel Laugarhóll

♦ FöstudagsmyndirÞað er af svo firna mörgu að taka þegar lofa skal Strandirnar með ljósmyndum. Ég ætla að nefna Bjarnarfjörð í þetta sinn. Ég gisti á Hótel Laugarhóli, hvar sængurfötin ilma af sól og laugarvatnið er laust við eitur; þar gengur klukkan hægar og ferðamannastraumurinn er mátulegur, rétt eins og hitinn í Gvendarlaug hins góða; og maturinn (sem er ferskur og ljúffengur) og tónlistin í matsalnum (sem skiptir miklu máli!) gerir mann einfaldlega hamingjusamari. Takk fyrir mig.

Og svo fékk ég að sjá undrið: ávextina sem vaxa þar á Ströndum norður. Ef ég hef það rétt eftir, þá leiddist ungum bóndasyni í Bjarnarfirði að horfa á gamalt loðdýrabú grotna niður á býli í nágrenninu, en þess háttar skemmur hefur mátt finna víða um land eftir hörmulegar tilraunir til verksmiðjubúskapar. Bóndasonurinn fékk að rífa skemmuna. Hann sagaði niður steyptan grunninn og reif sundur grindina. Flutti allt til síns heima og raðaði upp á nýjan leik. Klæddi grindina gróðurhúsaplasti og hóf að gróðursetja og rækta matjurtir, ávaxtatré og -runna. Þar sem loðdýrin hefðu ella hringsnúist kveinandi, glóa nú aldin af ýmsum toga. Ja, hvað segið þið þá?

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Smyrill – Merlin – Falco columbarius

Smyrill – Merlin – Falco columbarius

♦ Photo FridayI spent a day in Bjarnarfjörður in July, staying at Laugarhóll Hotel, a place I highly recommend for lovers of bird life, hot baths, good food, relaxed atmosphere, beautiful nature, great hosts and service.

And then there was this extra surprise: I good friend gave us a tour to a neighbour farm where I found an oasis of fruit trees and berry bushes: a green house rebuilt from a former mink/fox house. What a pleasant sight! And how right this course of things seemed, from the saddest “farming” of all, to the most beguiling one!

Bjarnafjordur-Svh4-27juli2015

Plómurækt í Bjarnarfirði – Growing plums near The Arctic Circle

Bjarnafjordur-Svh527juli2015

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.07.2015

Steinshús | Honoring poet Steinn Steinarr

Steinshús-1

♦ FöstudagsmyndirÉg var þeirrar ánægju aðnjótandi að gista í Steinshúsi við Nauteyri fyrir skemmstu. Í nýuppgerðu fyrrum samkomuhúsi sveitarinnar hefur verið sett á laggirnar menningar- og fræðasetur, til minningar um Aðalstein Kristmundsson frá Laugalandi í Skjaldfannardal, ljóðskáldinu sem kallaði sig Stein Steinarr. Steinshús verður formlega opnað 15. ágúst næstkomandi, en þar má kynna sér ævi og verk skáldsins í fróðlegri sýningu. Í húsinu er einnig notaleg íbúð fyrir skáld og fræðimenn. Samkvæmt heimsíðu Steinshúss fer setrið þó ekki í fullan rekstur fyrr en sumarið 2016.

♦ Photo FridayIn July I had the opportunity to visit the remote Snæfjallaströnd in the Westfjords region in Iceland. I also had the pleasure to stay at Steinshús – a small culture house at Nauteyri where poet Steinn Steinarr (1908-1958) is honored with an exhibition about his life and works. Steinshús Culture House is officially to be opened on August 15th, next week, but first fully to operate in the summer 2016. Steinshús and Snæfjallaströnd are definitely worth a visit!

Stundum hafa ljóð Steins Steinarr verið kölluð torskilin. Á sínum tíma hefur þá byltingarkennt form sumra ljóðanna ef til vill ýtt undir þær hugmyndir, en flest eru ljóð hans þó auðskilin og hefðbundin. Lífsskoðanir Steins voru sterkar og hann var gagnrýninn á auð og yfirvald. Dálítið svartur húmorinn hefur kannski ekki verið allra, en það er t.d. gaman að rifja upp þetta ljóð:

HLJÓÐ STREYMIR LINDIN Í HAGA
eftir Stein Steinarr

Hljóð streymir lindin í haga
og hjarta mitt sefur í ró.
Tveir gulbrúnir fuglar fljúga
í fagurgrænan skóg.

Og allt sem ég forðum unni,
og allt sem ég týndi á glæ,
er orðið að ungu blómi,
sem angar í kvöldsins blæ.

Hljóð streymir lindin í haga.
Ó, hjarta mitt, leiðist þér?
Guð gefi nú að við náum
í næsta bíl, sem fer!

við-Steinshús-1

 Ljósmyndir teknar | Photo date: 26.07.2015  © Áslaug Jónsdóttir & Kristjana Vilhjálmsdóttir

Mávar og mannlíf | In Brighton

Brighton1AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirÉg var sumsé í Brighton á Englandi (út af þessu hér) og var með myndavélina, eins og sjá má. Brighton er dýrðlegur strandbær og þar má hafa fjölbreytt gaman í afslöppuðu andrúmslofti – og frískandi sjávarlofti. Allt er í göngufæri: ströndin, Brighton Bryggja, söfn og sögustaðir, verslanir og veitingastaðir, leikhús og grænir garðar.

Mávarnir eru einkennandi fyrir borgina og þeir eru býsna aðgangsharðir. Félagarnir hér fyrir ofan voru einmitt að leggja á ráðin. Nokkrum andartökum eftir að ég tók myndina tók annar þeirra dýfu og rændi lítinn snáða nestinu sínu. Ég hafði ekki hjarta í mér til að taka mynd af pilti. Hann hágrét, sár og svekktur. „Hvað ertu að skæla þetta?“ hlógu foreldrarnir og aðrir nærstaddir, með augljósri ádáun á ósvífnum varginum sem hafði nappað pylsunni úr höndunum á barninu.

♦ Photo FridayI was in Brighton, UK. (Because of this). To cut it short: I loved the relaxed atmosphere, the sea air, the beach, the light, the colors, the Pier, the gardens, The Royal Pavilion, the museums, the nice restaurants and the narrow lanes … all in easy walking distance.

The seagulls are everywhere, flying high and low, crying, laughing – and pretty aggressive in their “fishing” among tourists and outdoor restaurant guests. Just seconds after I took the photo above, one of the seagulls dived down and snatched a hot dog from the hands of a young boy. When meeting his eye, I didn’t have the heart to take his photo. The poor boy cried his heart out in disappointment. His parents and people around him laughed: “What are you crying for?” Pretty obvious if you are hungry and someone just stole your lunch!

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Litir | Colors:

Lífið í görðunum | In the gardens:

 

Ljósmyndir teknar | Photos date: 03/04/05/06.2014