Sitthvað hjá sænskum | Links to Sweden …

Monsterforfattare Stockholm 2015

Áslaug, Kalle, Rakel – Författarnas hus, Stockholm, 2015 – photo©Rakel

Endurlit og umfjöllun. Árið 2015 leið undrafljótt. Ég hef ekki annað því að skrá jafnóðum inn ýmsar greinar og umfjöllun sem tengjast starfinu, en það hefur verið eitt af markmiðunum með heimasíðunni, að halda saman upplýsingum af þeim toga. Þessi póstur er því safn af „gömlum fréttum“ og myndum frá því í september eftir þátttöku í ýmsum viðburðum í Svíþjóð í september 2015.

♦ Last September in Sweden. Warning: Old news! I am just catching up on some old reports in my attempt to collect information about my work on this site. In brief: September 22. – 25. 2015, I visited Stockholm and Göteborg in Sweden.

RumförBarn2015©RakelHelmsdal

Áslaug , Kalle Güettler, Helena Gomér – Rum för barn, Stockholm. photo © Rakel Helmsdal

Skrímslaþing: Þann 22. september 2015 hittumst við skrímslahöfundarnir: Kalle, Rakel og Áslaug í bókaspjalli í Stokkhólmi sem bar heitið: Nordiska monsterböcker för barn och vuxna. Dagskráin var í boði Föreningen Natur och Samhälle i Norden, Föreningen Nordens Stockholmsavdelning, Samfundet Sverige-Island og Samfundet Sverige-Färöarna og fór fram í húsi sænska rithöfundasambandsins, Författarnas hus, á Drottninggatan. Fyrir heimsókninni stóð Nanna Hermansson formaður í Samfundet Sverige-Island og við nutum sannarlega gestrisni hennar í Stokkhólmi. Hér má lesa grein eftir Nönnu á vef samtakanna: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“ um heimsókn okkar í Författarnas hus.

Monsters in Stockholm: On Sept. 22., along with my co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal, we had a book talk at Författarnas hus, the house of The Writers’ Union of Sweden in Drottninggatan. We were invited by the The Society Sweden-Iceland and The Society Sweden-Faroe Islands, arranged by our wonderful host Nanna Hermansson chief of the Society. Her article (in Swedish) about our visit is available here: „Monsterböcker för barn och vuxna i nordisk samverkan“.

Rum för barn: Í Stokkhólmi 23. september áttum við fund í Rum för barn, barnabókasafn og menningarmiðstöð barna í Kulturhuset við Sergels torg, en stefnt er að því upplifunarsýningin „Skrímslin bjóða heim“ fari í ferðalag og verði m.a. sett þar upp. Helena Gomér bústýra í Rum för barn tók á móti okkur.

Rum för barn: We visited the fabulous Children’s Library and Culture House, Rum för barn, in Stockholm and met with the chief librarian Helena Gomér. Hopefully will the exhibition „Visit to the Monsters“  find its way to this ideal home of books and creativity for children.

Hirðsiðir: Við vorum einnig þeirrar ánægju aðnjótandi að vera vitni að hátíðlegum hirðsiðum þegar konungur sendi hestvagn sinn með fereyki eftir nýjum sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan, svo hún mætti afhenda honum trúnaðarbréf sitt. Að því loknu var okkur boðið í sendiherrabústaðinn og þar gátum óskað góðum fulltrúa Íslands til hamingju með nýja embættið.

Royal etiquetts: In Stockholm we witnessed parts of the ceremonial occasion when a new Icelandic Ambassador presented her credentials to the King of Sweden. A parade coupé drawn by four horses brought our new ambassador to the Palace. After the ceremony we were invited to Ambassador Estrid Brekkan residency to celebrate.

Bokmassan©IceLitCenterTwitter

Rakel, Áslaug, Kalle, Sigurður Ólafsson moderator – photo ©IceLitCenter

Bókamessa: Á bókamessunni í Gautaborg 2015, 24. september, bar fundum okkar skrímslahöfundanna svo aftur saman á Ung Scen. Sigurður Ólafsson umsjónamaður skrifstofu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs stýrði spjallinu.

Og undir þessum metnaðarfulla titli: „Stor litteratur för de små“  sögðum við Þórarinn Leifsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir frá bókunum okkar og ræddum örlítið um fullyrðingar og spurningar á borð við þessar: „Barnlitteraturen blomstrar på Island! Vilken betydelse har böcker för barn och unga i ett litet språkområde som det isländska?“ Umræðum stýrði Katti Hoflin, höfundur og aðalborgarbókavörður í Stockholms stadsbibliotek. Tenglar: Frétt á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta um þátt íslenskra höfunda í Gautaborg. Á vef bókamessunnar í Gautaborg: Stor litteratur för de små.

Smil, du er på! Bergrún, Áslaug, Katti Hofliin, Stadsbibliotekarie

Smil, du er på! Bergrún, Áslaug, Katti Hoflin, moderator – photo © Rakel Helmsdal

Book Fair: September 24.th at Göteborg Book Fair was a busy day. I had a book talk with my co-authors Kalle and Rakel at Ung Scen – and a longer session along with Icelandic authors Bergrún Íris Sævarsdóttir and Þórarinn Leifsson.
Links – in English: IceLit: a Great Success at Göteborg Book Fair 2015. Book talk at Göteborg Book Fair: Stor litteratur för de små.

Biskops Arnö: Á vef Biskops Arnö er fjallað um skrímslabækurnar og tengingu þeirra við norrænu rithöfundanámskeiðin á Biskops Arnö. Á bókamessunni í Gautaborg var kynnt ritverk Ingvars Lemhagen: Eftertankens Följetong, sem segir sögu námskeiðanna og þar er fyrsta skrímslabókin og samstarf okkar Kalle og Rakel kynnt rækilega.

Biskops Arnö: The seminars at Biskops Arnö are well known in amongst authors in the Nordic countries. And this is the place where the monster series had their start. A piece about this fact is here on Biskops Arnö’s website, also linking to news about Ingvars Lemhagen’s book release at Göteborg Book Fair in September 2015 where is book, Eftertankens Följetong, was introduced. A chapter in the book is dedicated to the collaboration between me, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal resulting in a series of eight books and perhaps more to come …

 

Gægjugat | Through the peephole

myrin2014-©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Á morgun opnar í Norræna húsinu sýningin Páfugl úti í mýri – Orðaævintýri. Sýningin er hluti af Mýrinni, alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni sem haldin er á tveggja ára fresti í Norræna húsinu, – og Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2014. Sýningarstjórar eru þau Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Davíð Stefánsson. Ég kíkti í Norræna húsið um daginn, þegar undirbúningur stóð sem hæst, stóð hreinlega á gægjum! Fleiri myndir má sjá hér. Ég mæli eindregið með skemmtilegri sýningu fyrir alla fjölskylduna!

Mýrin Festival Program

Dagskrá – Mýrin Festival Program

♦ Photo Friday: Tomorrow there will be an opening of an exhibition in the Nordic house in Reykjavík, called: A Peacock in the Moor – A Fairy-tale of Words. The exhibition is inspired by a selection of new Nordic children’s books and is dedicated to the joy of reading and playing with words. It is a part of the International Children’s Literature Festival Mýrin, a biennial hold in the Nordic House in Reykjavík, – and Reykjavík Reads Festival 2014. The exhibition is designed by graphic artist Kristín Ragna Gunnarsdóttir and author Davíð Stefánsson. I went to the Nordic house last week and and took a peek through a magic hole in the wall! More photos here. Check out the links in this post if you want to know more!

UKLA-verðlaunin 2014 | The Story of the Blue Planet wins UKLA Book Award

CoverTheStory-Pushkin-web

♦ Verðlaun: Bresku UKLA-barnabókaverðlaunin 2014 voru veitt 4. júlí síðastliðinn. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, í þýðingu Julian Meldon D’Arcy hlaut þessi virtu verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 7-11 ára. Bókin var í vor tilnefnd á fimm bóka úrtökulista, en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum af The United Kingdom Literacy Association. Sagan af bláa hnettinum er fyrsta þýdda bókin sem hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sagan af bláa hnettinum er frumlegt ævintýri sem mun höfða til aðdáenda Maurice Sendak, Dr. Seuss og Hans Christian Andersen.“  Í frétt á vef Forlagsins má lesa fleiri umsagnir.

NowIsTheTimeThisIsNotVerðlaunin voru veitt á fimmtugasta þingi UKLA-samtakanna, í Háskólanum í Sussex í Brighton. Þangað mættum við Andri Snær ásamt þýðandanum Julian Meldon D’Arcy og fleiri tilnefndum texta- og myndhöfundum. Verðlaun í flokki bóka fyrir yngstu lesendurna hlaut kanadíski teiknarinn og rithöfundurinn Jon Klassen, fyrir margverðlaunaða bók sína This is not my hat. Verðlaun í flokki bóka fyrir lesendur á aldrinum 12-16+ hlaut Michael Williams, rithöfundur og óperustjóri Cape Town Opera, með meiru, fyrir bókina Now is the Time for Running.

♦ Book award:The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason, translated by Julian Meldon D’Arcy, received UKLA Book Award 2014 at a reception in The University of Sussex in Brighton on the 4th of July. Earlier this year The Story of the Blue Planet was shortlisted for the age 7-11, the first book in translation to be nominated and to win the award. Alayne Öztürk, President of UKLA said “UKLA is committed to the importance of a diverse range of literature for children and young people. We know that literature broadens the reader’s experience of the world and sense of the possible and thus should have a central place in classrooms and educational contexts. The exceptional quality of the shortlists this year and the truly outstanding winners shows that there are many gems to be found amongst the smaller presses and we are proud to be celebrating international authors and illustrators at our 50th International Conference”. Read more about the all on Andri Snær Magnason’s homepage!

I put the list of the shortlisted books below – I for one am looking forward to read a stack of them!

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Looking for more information? See Forlagið publishing Children’s book catalog. And author Andri Snær Magnason’s homepage. Publishers homepage: Pushkin Press, London. UKLA Book Award shortlists 2014More about The Story of the Blue Planet on www.aslaugjonsdottir.com

Tilnefndar bækur 7-11 | The shortlist 7 – 11:

  • The Story of the Blue Planet by Andri Snӕr Magnason, illustrated by Áslaug Jónsdóttir; translation by Julian Meldon D’Arcy.
  • The Terrible Thing That Happened to Barnaby Brocket by John Boyne, illustrated by Oliver Jeffers.
  • The Naming of Tishkin Silk by Glenda Millard, illustrated by Caroline Magerl.
  • Rooftoppers by Katherine Rundell.
  • Liar and Spy by Rebecca Stead.
  • The Last Wild by Piers Torday.

BookAwardsShortlist2014

 

Á tali í Tallinn | Seminar and Nordic forum in Tallinn

♦ Bókaþing! Ég verð í Tallinn á bókaþingum í vikunni, með spjall um skrímsli og fleiri kvikindi.
2. apríl: Seminar “Lasteraamatu sünd ja teekond” – Eesti Lastekirjanduse Keskuses.
3. apríl: II Põhja- ja Baltimaade kirjandusfoorum “Kas laps loeb?” – Nordic – Baltic Forum.

Og svo er 31. mars! Svona líður tíminn hratt.

♦ Book talk!  I will be in Tallinn later this week, talking about my books, the fellowship of monsters and such.
April 2.: Seminar “Lasteraamatu sünd ja teekond” – Eesti Lastekirjanduse Keskuses.
April 3.: II Põhja- ja Baltimaade kirjandusfoorum “Kas laps loeb?” – Nordic – Baltic Forum.

Already March 31! Time flies.

31marsAslaugJ

 

Bókamessa Alþjóðaskólans | Children’s Book Fair at ISI

♦ Bókamessur. Þessa helgi snýst allt um bækur! Bókamessa í bókmenntaborg er haldin í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, en í Garðabænum verður Barnabókamessa Alþjóðaskólans á Íslandi haldin í annað sinn. Alþjóðaskólinn er til húsa í Sjálandsskóla og þar verður bókamessan á laugardag, 23. nóvember, á milli kl. 11:00 – 15:00. Nokkrir höfundar eru boðnir til messunnar og ég mun þar m.a. segja frá vinnu bókateiknarans og lesa og árita bækur frá kl. 12:00-13:00.

♦ Bookfairs. This weekend is just all about books! Reykjavík Book Fair is held at the City Hall Friday to Sunday and in Garðabær, at The International School of Iceland, a special Children’s Book Fair is held for a second time. The International School of Iceland is based in Sjálandsskóli where the book fair is held on Saturday, 23. November from 11:00 – 15:00. I will be there among the invited authors, talking about my work as an illustrator, reading, signing books. As it says in the press release:

The event will include specially priced books in English, Icelandic and other languages. A large variety of books including award-winning titles, children’s classics, and books of Icelandic authors will be featured among the other well-known international authors. A bake sale offering a variety of homemade cakes, a children’s handmade Christmas craft sale, and raffle for prizes will also be a part of the family festivities again this year.

BookFairISI2013

Verðlaunahátíð | Award ceremony in Oslo

vuorelaKarikko

♦ Hátíð! Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs var haldin með lúðraþyt og söng í norska óperuhúsinu í Ósló í síðustu viku. Þar var sannarlega gert vel við okkur tilnefnda höfunda og annað gott fólk. Skrímslaerjur voru tilnefndar fyrir hönd Íslands ásamt bókinni Ólíver eftir Birgittu Sif. Barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs 2013 hlutu finnski rithöfundurinn Seite Vourela og samlandi hennar, myndhöfundurinn Jani Ikonen, fyrir verkið Karikko eða „Blindsker“. Bókin hefur enn einvörðungu verið gefin út á finnsku en verður vonandi þýdd á fleiri tungmál hið fyrsta því allt bendir til þess að verkið sé vandað og frumlegt. Myndlýsingarnar Jani Ikonen eru sannarlega heillandi: myrkar og dularfullar. Fyrir áhugasama um bókina og höfundana bendi ég á tenglana hér í færslunni og fyrir neðan.

|  Um Karikko á vef Norðurlandaráðs  |  Kynningarefni útgefenda í Finnlandi – á ensku  |  Myndlýsingarnar Jani Ikonen  |  Heimasíða Jani Ikonen  |  Um Seita Vuorela hjá WSOY  |  Historisk prisvinner – Umfjöllun á vefritinu Barnebokkritikk.no  |  Bókadómur á barnebokkritikk.no  |  Bókarkynning á FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – Grein á SvD  |

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hlaut Kim Leine fyrir Profeterne i Evighedsfjorden, en margar gríðarlega fínar bækur voru tilnefndar svo sem Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason og Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson. Þá voru afar áhugaverðar tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem og kvikmynda- og tónlistarverðlaunanna. Verðlaunahafar eru allir vel að heiðrinum komnir.

„Gala-verðlaunahátíð“ Norðurlandaráðs var nokkuð umdeild meðal bókmenntafólks, bæði fyrir og eftir hátíðina. Viðburðurinn var í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva í Skandinavíu og formið í stíl Óskarsverðlaunahátíðanna eða eins og tíðkast við afhendingu Grímu- og Eddu-verðlauna. Þar er auðvitað þaulvant fólk í sviðsetningum í sínu rétta umhverfi. Ekki gefið að það sama gildi um alla listamenn. Það má líka velta fyrir sér hvort formið henti kynningu á hinum ýmsu listgreinum, eða vísindagreinum, án þess að ítarlegri umfjöllun eigi sér stað.
Hér fyrir neðan eru tenglar á tvær danskar greinar með gagnrýni á sjálfa hátíðina:

Politiken: Anders Hjort – Kritik af Nordisk Råds prisfest: Der er gået for meget Oscar i den. 
Weekendavisen: Klaus Rothstein – “And the Nordisk Råds Litteraturpris 2013 goes to…”

Fyrir utan það að hitta stórskemmtilegt fólk úr röðum barnabókahöfunda, þá var það tónlistin sem átti stóran þátt í því að gera hátíðina eftirminnilega. Það voru einu „heilu“ verkin sem gestir hátíðarinnar fengu að njóta, en örkynningar á tilnefndum verkum og listamönnum gerðu lítið fyrir listina. Gaman væri ef hægt væri að koma á fót tveggja til þriggja daga listahátíð, sem færi á undan verðlaunaafhendingunni, með þátttöku listamanna og almennings. Það ku hafa verið reynt, en tæplega til fullnustu. Undirbúningur og form hátíðarinnar var langt í frá hnökralaus ef marka má það sem að snéri að barnabókahöfundunum, en fráleitt að það skyggi á gleðina yfir nýjum og glæsilegum verðlaunum. Það er óhætt að óska aðstandendum og öllum norrænum barnabókahöfundum til hamingju með verðlaunin! Vel mætti skrá 50 barnabókahöfunda á sérstakan heiðurslista, lista norræna barnabókahöfunda sem hefðu átt að hljóta þessa viðurkenningu fyrir bækur sínar, en rúmlega fimmtíu rithöfundar hafa hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

♦ Award ceremony! Did I mention the nomination of Skrímslaerjur (Monster Row) to The Nordic Council Children’s and Young People’s Literature Prize 2013 …? I guess I did … All went well at the award ceremony in Oslo last week. The prize went to the Finnish author Seite Vourela and illustrator Jani Ikonen for Karikko (The Reef). The book is still only available in Finnish (rights sold to Hungary and Germany) but it will hopefully be translated to many languages before too long. Jani Ikonen’s illustrations are fascinating: dark and mysterious.
Se links to more information below.

|  About Karikko at The Nordic Council’s website  |  Publisher’s info about the book  |  Illustrations by Jani Ikonen  |  Jani Ikonen’s homepage  |  About Seita Vuorela – Publisher WSOY  |  Historisk prisvinner – in Norwegian: article at Barnebokkritikk.no  |  in Norwegian: Review at Barnebokkritikk.no  |  Info at FILI  |  Författaren hyllas i hemlandet – in Swedish: article in SvD  |

The Nordic Council Literature Prize went to Kim Leine and his book Profeterne i Evighedsfjorden. See more about the winners of all The Nordic Council’s prizes 2013 here.

It was great fun to meet all the artists in Oslo, but a Nordic Art Festival prior til the award ceremony would sure be in its right place, so everyone could enjoy and learn more about all the interesting nominated books, music, films and science projects. The new children’s book prize was awarded for the first time, giving every Nordic children’s books author a reason to rejoice. But my biggest congratulation goes to Seite Vourela and Jani Ikonen! Onneksi olkoon!

Matur úti í mýri | Food in the Moor

 Mýrin 2012. Það er að bresta á með listfengri og lystaukandi barnabókmenntahátíð! Mýrarhátíðin er að þessu sinni tileinkuð mat og áti af öllu tagi og ber heitið Matur úti í mýri. Rithöfundar, myndhöfundar og fræðimenn taka þátt í hátíðinni með sögustundum, vinnustofum, fyrirlestrum, málþingum og myndlistarsýningum. Allir velkomnir! Kynnið ykkur dagskrá hátíðarinnar á vef Mýrarinnar.

Ég teikna veggspjald og fleira fyrir hátíðina.

 Mýrin-festival 2012. The International Children’s Book Festival: In the Moorland is about to begin. This year’s theme is food and eating. Visiting authors, illustrators and scholars give lectures, readings, workshops, seminars – and exhibit their art. Read more about the Moor-festival at Mýrin homepage. A delicious festival for the hungry book devourer!

Yah, I did the poster and stuff.