Gott kvöld – bókin | Good Evening – the book

GOTTKapaAslaugJonsWeb

Gott kvöld | Good Evening

Texti, myndir og hönnun: | Text, illustrations and design: Áslaug Jónsdóttir

♦ Myndabókin Gott kvöld kom út árið 2005 hjá Máli og menningu. Hún hlaut Íslensku myndskreytiverðlaunin 2005 og Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sama ár. Bóksalar völdu hana sem bestu barnabók ársins og hún var tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna árið 2006. Leikrit byggt á bókinni var frumsýnt í Kúlunni, barnaleiksviði Þjóðleikhússins árið 2007. Leiksýningin Gott kvöld hlaut Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin 2008 sem barnaleiksýning ársins og fyrir verkið hlaut leikritshöfundur tilnefningu til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 2010. Nánar um leikritið hér.

The picture book Good Evening was published in 2005 by Mál og menning, Forlagið. It received several honors: The Icelandic Illustrators Award 2005; The Bookseller’s Prize as the Best Icelandic children’s book 2005; and Reykjavík Children’s Literature Prize 2005 and it was nominated to the Nordic Children’s Book Prize 2006. A play based on the book was premiered in 2007 in The National Theater of Iceland. The production received Gríman 2008 – The Icelandic Theater Award as the best children’s production of the year. Author and script were nominated to The Nordic Drama Award 2010. More about the play here.

Þýðingar | Translations:
• Swedish translation available. Contact Forlagid Rights Agency. Publishers information:
GottKvoldForlagidweb

Umsagnir | Reviews – in Icelandic:
„Þetta er fallega gerð sögubók með snjöllum lausnum á gömlu hugarefni ungra og eldri barna: Hvað býr í myrkrinu? Teikningar eru útfærðar af miklu hugarflugi og grunnhugmynd sögunnar er unnin áfram á snjallan hátt. Þessi bók er því glæsilegur áfangi fyrir Áslaugu og má allra hluta vegna lenda í mörgum, mörgum pökkum næstu árin fyrir yngstu áhugamenn góðra bókmennta. Hinir læsu renna í gegnum hana sér til skemmtunar, því hugmyndin um gestlistann er svo snjöll og fyndin i sjálfu sér, en þeir yngri sitja bergnumdir yfir öllum þeim kynjaverum sem Áslaug galdrar fram og klæðir upp á sinn hátt. Fín bók.“ – Páll Baldvin Baldvinsson, DV 9. desember 2006

„Gott kvöld á Dimmalimm verðlaunin svo sannarlega skilið. Hér koma margir þættir saman tl að skapa frábærlega skemmtilega og hlýja bók. Texti Áslaugar er einfaldur og markviss. Orðaleikir hennar varpa ljósi á hversu mikið og skemmtilegt líf býr í íslenskri tungu, algerlega án þess að reynt sé að kenna neinum neitt, hér er hrein sköpunargleði á ferð og ríkur húmor. Myndskreytingar eru listilega unnar og áhrifamiklar og texti og mynd skapa heild á hverri síðu. […] Gott kvöld er frumleg og fyndin bók, myndir og texti vinna frábærlega saman, pottþétt lestrarstund fyrir svona þriggja ára og upp úr. Áslaug Jónsdóttir er ein okkar bestu myndskreyta og nú slær hún einnig í gegn sem höfundur.“  – Ragna Sigurðardóttir, Mbl 19. desember 2006

„Hér er einmitt verið að fjalla um ímyndunaraflið, sem í þessu tilviki þjónar svona líka hentugu hlutverki. Efni og myndir haldast fullkomlega í hendur, myndirnar lífga textann og textinn leikur við myndirnar.“ – Úlfhildur Dagsdóttir, http://www.bokmenntir.is, desember 2005 

Viðurkenningar | Honors:
 Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin 2005 |  The Icelandic Illustrators Award 2005. 
 Bókaverðlaun bóksala: Besta íslenska barnabókin 2005 |  The Bookseller’s Prize: Best Icelandic children’s book 2005.
Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 2005 | Reykjavík Children’s Literature Prize 2005, Iceland.
 Tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2006 |  Nominated to the Nordic Children’s Book Prize 2006.

Leikverk | Stage adaption:
2007: leikrit frumsýnt í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu. | The National Theater of Iceland, 2007.
Meira um leikritið Gott kvöld hér | Good Evening – the play – More info
★ Gríman – Íslensku leiklistarverðlaunin 2008 – Barnasýning ársins.  |   Gríman 2008 – The Icelandic Theater Award as the best children’s production of the year.
Tilnefning til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 2010.  |   Nomination to The Nordic Drama Award 2010.

Gottkvold-frimerki

Frímerki | Stamp:
♦ Evrópufrímerki 2010, tileinkað barnabókum. Mynd af síðu úr bókinni. Hönnuður: Örn Smári Gíslason.
 Europa Stamp 2010.
Theme: Children’s books. Picture of a page from the book. Designer: Örn Smári Gíslason.

Greinar | Articles:
• Kennsluvefur um myndlestur: Ótti og langanir – um Gott kvöld Áslaugar Jónsdóttur – Inga Ósk Ásgeirsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir
 Gott kvöld. Brot úr grein. Margrét Tryggvadóttir: Strákar í krísu. Börn og menning 1. tbl. 2006 21. árg: Bornogmenning-Gottkvold2006
 Ég skrifa af því ég teikna“ Um samspil mynda og texta í nokkrum verkum Áslaugar Jónsdóttur – Íris Dögg Jónsdóttir. Ritgerð til B.A.-prófs í Háskóla Íslands. Janúar 2010. http://www.skemman.is

Tvær opnumyndir úr bókinni | Two spreads from the book:

Gott1011AslaugJons

Gott2021AslaugJons

3 thoughts on “Gott kvöld – bókin | Good Evening – the book

  1. Pingback: Når idéen banker på (~ och lite om känslor) | KABLOGGEN

  2. Pingback: Sögulestur | Story time | Áslaug Jónsdóttir

  3. Pingback: Dagur íslenskrar tungu 2021 | Icelandic Language Day | Áslaug Jónsdóttir

Comments are closed.