♦ Grafísk hönnun. Ég hannaði útlit á minningarskildi um Björnsbúð á Ísafirði í sumar. Hellan var afhjúpuð í síðasta mánuði af afkomendum Björns, stofnanda verslunarinnar. Um viðburðinn og sögu Björnsbúðar má lesa hér á visir.is og bb.is.
Ég féll fyrir hugmyndinni um „fasta punktinn“, en slagorð kaupmannanna í Björnsbúð var: „Fastur punktur í tilverunni.“ Hver vill ekki finna hann og standa þar um hríð á meðan veröldin hringsnýst? Ég stefni á fasta punktinn næst þegar leiðin liggur á Ísafjörð …
♦ Graphic design. You may not know, but the fixed point in life is in Ísafjörður. I had no idea until I was asked to design a memorial to Björnsbúð, a small grocery store that once existed at Silfurgata in Ísafjörður. The store was said to be “a fixed point in life” (Fastur punktur í tilverunni) and that it may have been for many in Ísafjörður in those days. The very same spot was also the street corner in the village where the night-watchman was stationed. So next time you visit Ísafjörður: go and place your self on that fixed point while the earth keeps spinning. I have to try that out myself …