Skrímslaerjur | Monster Squabbles

 Ný bók. Skrímslaerjurnar eru komnar úr prentun! Ég fékk fyrsta eintakið í hendur í dag. Skrímslaerjur er sjöunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið sem ég skrifa í samvinnu við Kalle Güettler í Svíþjóð og Rakel Helmsdal í Færeyjum. Bókin heitir á sænsku: Monsterbråk og Klandursskrímsl á færeysku.

Svona er bókin kynnt á baksíðu kápu: „Skrímslunum leiðist. Þeim kemur ekki saman um hvað þau eigi að taka sér fyrir hendur. Hvernig gengur skrímsli í stórum skóm að hoppa í parís? Í hita leiksins falla þung orð og þá fýkur í gæfustu skrímsli.“

 New book. Fresh from the printers! Got the first copy of Skrímslaerjur (Monster Squabbles) today. It’s the seventh book in the series about The Little Monster and The Big Monster, book series I write together with my co-authors Kalle Güettler in Sweden and Rakel Helmsdal in Faroe Islands.

The monsters are usually good friends despite their differences. But this time a quarrel gets out of hand …

Skrímslaerjur: Soon in the book stores!