Ofbeldi í nánum samböndum | Domestic Violence

Pælt í janúar. Það er bæði áhugavert og hrollvekjandi að fylgjast með heimsmálunum. Nærtækust eru mál nágranna okkar í Grænlandi. Bandaríkjaforseti hótar yfirtöku og reynir hvað hann getur til að sprengja Atlantshafsbandalagið, ugglaust til að þóknast vini sínum í Rússlandi sem hvíslar að honum góðum hugmyndum. Því annars verður ormafyllt haughúsið undir forsetanum opnað. Báðir eiga svo valdagræðgina og drambið sameiginlegt. Pissukeppnin gengur yfir okkur öll. 

Ofbeldismaðurinn, kynferðisglæpamaðurinn Trump heldur sínum karakter þrátt fyrir elliglöpin: hann fer fram með hótunum, mútum þegar best lætur. Hann er mögulega til í að borga fyrir það að koma vilja sínum fram – en þá áttu líka að halda kjafti. „Viltu að ég þurfi að berja þig?“ heyrði ég einu sinni nágrannann garga á konuna sína. Því auðvitað var ofbeldið henni að kenna! Hún náði þó að lokum í Kvennaathvarfið. Hvar er okkar athvarf? Þetta er það sem Trump segir við Grænland, Danmörku og okkur hin: Ef þið makkið ekki rétt, þá kem ég með ofbeldi. Og það er allt ykkur að kenna.  

Eins og í vondu hjónabandi reynum við að láta lítið á okkur bera, uss-suss, það má ekki styggja ofbeldismanninn! Við ætlum að lúffa, svona barnanna vegna… halda sambandinu gangandi, reyna að halda sjó, það er ekki hægt að skilja eftir svona mörg ár saman í baslinu, framtíðin óviss, óöryggið verra en ofbeldið. Framkoma Bandaríkjastjórnar gagnvart Grænlandi er ekkert minna en viðbjóðsleg. Lágkúruleg, heimskuleg og ill. 

Lýðræðisþenkjandi bandaríkjamenn eiga sömuleiðis samúð mína alla, það hlýtur að vera skelfilegt að horfa á land og þjóð hverfa inn í svartnætti alræðis og fasisma þar sem ofbeldisflokkar fara um og myrða fólk án þess að nokkur svari fyrir glæpina. 

En hver eru rétt viðbrögð við kúgun og ofbeldi? (Og ef einhver efast um að við séum ekki öll fórnarlömb ofbeldis Bandaríkjastjórnar er rétt að benda til dæmis á skilgreiningu Kvennaathvarfsins á andlegu ofbeldi hér). Félagslegur stuðningur skiptir miklu máli. Við eigum að sýna stuðning okkar í orði og verki, hafna ofbeldinu, tala skýrt og kalla hlutina sínum réttu nöfnum.  

Áfram Grænland! Við stöndum með ykkur!


Thoughts in January. It is both interesting and hair-raising to follow world affairs. The thing closest to heart is the case of our neighbor Greenland. The US president is threatening Greenland and trying his best to destroy NATO, thereby pleasing his friend in Russia who whispers good ideas to his ear. Otherwise, the worm-filled tank of filth under the president will be opened. Both also equally arrogant and share the same lust for power. The pissing contest stinks.

This criminal abuser Trump, maintains his character despite the dementia: he proceeds with threats, or bribes when it suits him. He may be willing to pay to get his way – but then you should also keep your mouth shut. “Do you want me having to beat you?” I once heard my neighbor yell at his wife. (Yes, she was to blame for the coming beating). She eventually made it to the Women’s Shelter. Where is our shelter? This is what Trump is saying to Greenland, Denmark and the rest of us: If you don’t obey, I’ll come with force. And it’s all your fault.

Like in a bad marriage, we try to lay low, shhh-shhh, we can’t upset the abuser! We’re going to try to make it all work, for the sake of the children … keep the relationship going, try to hold bay, we can’t break up after so many years in the hassle, the future is uncertain, the insecurity worse than the violence. The US government’s behavior towards Greenland is nothing less than disgusting. Vulgar, stupid and evil.

All democracy-minded citizens of USA also have my sympathy, it must be terrifying to watch your country and  your nation disappear into the black night of totalitarianism and fascism where violent groups of thugs go around murdering people without anyone answering for their crimes.

But what is the right response to oppression and violence? (And if anyone doubts that we are not all victims of US government violence, it is worth pointing out, for example, the definition of psychological violence by the Women’s Shelter here). Social support is very important. We should show our support in words and deeds, reject the violence, speak clearly and call things by their right names.

Go Greenland! We stand with you!