Orð um bók | On the radio

Orð um bækurÍ vikulegum bókmenntaþætti er útvarpskonan Jórunn Sigurðardóttir óþreytandi í að kynna margvíslegar bókmennir, með viðtölum við höfunda, upplestri og umfjöllun. Í síðasta þætti, sunnudag 30. apríl, fjallaði Jórunn meðal annars um ljóðbókina til minnis: og fékk mig til að lesa nokkur ljóð. Þættir Jórunnar, Orð um bækur, eru á RÚV, Rás 1 og þá má nálgast hér. Þá er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum.

Uppfært 6. maí: grein á heimasíðu RÚV, Lífið er alls staðar í kring, byggt á viðtalinu í þætti Jórunnar.

Í dag, fyrsta maí, er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins og ég óska öllum heilla í baráttunni.

Words on books: In her weekly literary program, radio host Jórunn Sigurðardóttir is tireless in introducing and casting light on a variety of literature, with interviews, readings and reviews. Last episode, Sunday, April 30, included a piece on my new poetry book, til minnis:, and I read a few poems. The radio program “Orð um bækur” (Words on Books), is on the Icelandic Public Radio, RÚV, Channel 1 and can be accessed here. The radio program can also be found on all main podcast apps.

Update May 6: An article on RÚV website, Lífið er alls staðar í kring, based on the interview in the radio program.

Today, the first of May, is the International Labor Day and I wish every worker success in their fight for better life.

til minnis: í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi.
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun.
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.

Dagur jarðar | Earth Day 2023

Dagur jarðarÍ dag er Dagur jarðar, dagur umhverfis og náttúruverndar. Sólríkur sumardagurinn fyrsti nýliðinn og full ástæða til að fagna vorinu, lífinu í sverðinum, farfuglunum og öllu þar á milli. Gleðilegt sumar!

Earth DayToday is Earth Day. Last Thursday was the First Day of Summer in Iceland, the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar – a national holiday and an absolute favorite day for every Icelander. All in all time to celebrate spring, the awakening vegetation, birdsong and brighter days. Happy sping days!

Below: Álfabikar – Pixi Cup Lichen – Cladonia chlorophaea

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 04.03 – 19.04.2023

Skrímsli í vanda í Helsinki | Monsters in Trouble – in Helsinki

Skrímslafréttir! Í dag, 11. apríl 2023, opnaði sýning með myndum úr Skrímsli í vanda í norræna bókasafninu í Helsinki, Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. Í tengslum við sýninguna verða upplestrar og skapandi vinnustofur fyrir börn á leikskólaaldri, unnar í samstarfi við nemendur í kennslufræðum við háskólann í Helsinki.

Áhugasamir geta haft samband við Mikaelu Wickström, sem hefur veg og vanda af verkefninu, en vinnustofurnar eru í boði daglega frá kl. 9.30-10.15. Sýningin stendur til 9. maí.

Hjá Norræna bókagleypirnum má einnig finna margvísleg verkefni og umfjöllun um Skrímsli í vanda á öllum norðurlandamálunum. 

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki

Monsternews! Today, 11 April 2023, an exhibition featuring illustrations from Monsters in Trouble opened at the Nordic Library in Helsinki: Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. In conjunction with the exhibition, readings and creative workshops for preschool children will be conducted in collaboration with students in pedagogy at the University of Helsinki.

All interested can contact Mikaela Wickström for further information. The workshops run daily from 9.30-10.15. The exhibition runs until May 9.

Also available at the children’s book site the “Nordic Book Devourer” are projects for children, study and support material on Monsters in Trouble, available in all the Nordic and Scandinavian languages.

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Til minnis: ljóðabók! | Poetry book release!

LJÓÐ: Ljóðabókin „til minnis“ var að koma úr prentun og því skal fagnað! Kverið hefur verið lengi í pípunum en ljóðin eru þó flest frá síðustu tíu árum eða svo. Bókin skiptist í tvo kafla, 30 ljóð í hvorum kafla og nokkrar svart-hvítar ljósmyndir fylgja. Útgefandi er Mál og menning. 

Ljóðin í kaflanum útfiri tengjast náttúru og landi en í kaflanum næði er farið um borgina. Ljóðin eiga uppruna sinn í einskonar ljóðadagbók og fjalla því um hversdaglegar augnabliksmyndir úr náttúru og borg, litaðar af mismunandi árstíðum, veðrum og vindum. Ljósmyndirnar eru af sama meiði og ljóðin: mig langar að lesandinn staldri við svo ég megi spyrja: sérðu það sem ég sé?

POETRY: My new book of poems “til minnis:” is just out and it’s time to celebrate! The title could be translated as memo:” or to do:”or perhaps “don’t forget:”. The book has been in the pipeline for quite some time, but most of the poems are from the last ten years or so. Published by Forlagið – Mál og menning. 

The book is divided into two chapters, 30 poems in each chapter, followed by several black-and-white photos. The first half relates to nature and land, while in the second chapter is dedicated to the city. The poems originate from a poetry-diary of sorts, so they deal with everyday scenes in nature and city, always colored by the seasons, weathers and winds. The photographs are of the same nature as the poems: I would like the reader to pause so that I may ask: do you see what I see?

Bókverk á RABF | Reykjavík Art Book Fair 2023

BÓKVERK: Bókverkamessan í Reykjavík, RABF – Reykjavík Art Book Fair, verður haldin dagana 30. mars til 2. apríl í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Við ARKIR verðum þar og kynnum verk okkar. Meðal annars verðum við með nýja sameiginlega bókverka-möppu, í 20 árituðum eintökum. Allt ólík verk sem þó tengjast að innihaldi. Þar verður heftið mitt „höpp (af handahófi)“ meðal verka, en fjögurra laufa smárar spila þar rullu.

BOOK ART: RABF – Reykjavík Art Book Fair will be held at Reykjavík Art Museum Hafnarhús from March 30 to April 2. My art group ARKIR will be exhibiting and selling works at the fair, amongst them a new collective work: a folder of small books and booklets, in 20 signed copies. The works vary in content and medium, but are connected by a theme. My piece in the collection is the booklet „höpp (af handahófi) – my random luck“, a collection of photos of my findings of four (and five!) leaf clovers, documented in photos and dried items.

Vorið nálgast! | Winter withdraws

Föstudagsmyndin: Vetur hopar, dagurinn er orðinn lengri en nóttin. Á Ægisíðu skildu gárurnar eftir mynstur í fjörunni.
Friday photo: Spring equinox is here already, on March 20. The calm sea left icy patterns on Ægisíða beach.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.03.2023

Allt á hvolfi | Upside down

 

Föstudagsmyndin: Stundum þegar allt er á hvolfi er nauðsynlegt að horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni. Munið þið þann barnaleik að ganga um með spegil í láréttri stöðu og stara á það sem hann sýndi? Það var skrýtinn heimur en þó kunnuglegur: allt á hvolfi, húsgögn héngu í „loftinu“, ljósakrónurnar stóðu sperrtar upp og gardínur sveigðu upp á við, allt var öfugsnúið.

Og svona getur himininn yfir Reykjavík verið furðulegur. Eins og þungt teppi.

Friday photo: Sometimes when everything is upside down, it is necessary to look at things from a different perspective. Do you remember this children play and the genius act of walking around with a mirror in a horizontal position and enjoy that odd world it revealed? Everything was strange, yet familiar: the furniture hanging upside down from the “ceiling”, the chandeliers sticking out of the „floor“ and curtains swaying upwards.

And this is how the sky over Reykjavík can be strange. Like a heavy carpet.

Ljósmynd tekinr | Photo date: 18.06.2022

TMM – kápa og ljóð | Cover illustration and poetry

Ljóð og mynd: Nú á dögunum kom út fyrsta hefti Tímarits Máls á menningar á árinu 2023. Ég á kápumyndina og þrjú ljóð í heftinu. Ég ætla að leyfa mér að mæla með ritinu sem birtir margvíslegt efni: smásögur, ljóð, gagnrýni og pistla. Á tímum athyglisbrests, eða til dæmis á ferðalögum, hefur TMM oft reynst mér góður félagi því þar er að finna eitthvað fyrir allra stunda hæfi: mínútuljóð og kortérskvæði, hálftíma greinar og lengri lestur, – umfram allt gott efni og fjölbreytt.

Kápumyndin er klippimynd / myndblendi með þeirri tækni sem ég hef oft notað: efniviðurinn er endurunnið prentefni, glanstímarit og þess háttar, klippt með skærum, límt. Kolkrabbinn sem spáir í framtíðina er svo ekkert slor, en til alls vís.

Collage and poetry: The first issue 2023 of the Icelandic culture magazine TMM was published recently. I did the cover image and I also have three poems published in this issue. I would like to recommend the magazine for readers of the Icelandic language. It presents a variety of content: short stories, poetry, reviews and articles. In times of constant attention disorders and e.g. during travels, TMM has often proved to be a good companion, because there is something for every occasion and time slot: minute poems and quarter-hour poetry, half-hour chapters and longer articles, – and above all, good content and varied.

The cover illustration is a collage / montage, recycling printed material and magazines. One of my favorite art techniques. The octopus that predicts the future is a clever creature, both all-knowing and ominous …

Snjóskólfan | Hang in there!

Föstudagsmyndin: Það þarf að þreyja þorrann og góuna! Óveður reyna á þolinmæðina, það snjóar og rignir á víxl, stormar æða og kuldinn næðir. Stundum er mælirinn einfaldlega fullur og skiljanlegt að sumir gefist upp á endalausum snjómokstri.

Friday photo: These are the hardest months in Iceland: January, February … the storm and the bad weather is a test for our patience, it snows and rains repeatedly, the wind blows and the cold bites. Sometimes it’s just too much and it is understandable that some people give up on endless shoveling of snow.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.12.2022

Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, horfa lengra en í næsta vegg, anda að sér sjávarlofti. Stundum þarf hreint ekki að fara langt – bara rétt út á Seltjarnarnes! Myndirnar eru annars flestar frá Melaleiti – þar léku norðurljós í lofti um síðustu helgi, við sungum fyrir seli og ernir heilsuðu upp á okkur ítrekað. Því miður var ég ekki með aðdráttarlinsu og gæði mynda því slök. En ég læt þær fljóta fyrir stemminguna. Já, og sólin, hún var þarna, þrátt fyrir gaddinn.

Friday photo: Happy Bóndadagur! Today is the first day of the month of Þorri, the fourth winter month, – a day called Bóndadagur: „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good traditional food. This day may wisely be spent indoors: after the freezing cold of the past weeks, Þorri greets us with rain and strong wind. The tar-mixed ruts and snowdrifts turn into murderously slippery ice. Then it freezes again. These days, when the city shows its foulest and darkest side (Reykjavík, I still love you), what a joy it is to get out of town, bathe in the northern-lights, breathe the sea air and watch nature’s creatures, as we did last weekend. We sang to seals and the eagles greeted us repeatedly. And the sun, the sun was there! (Sometimes you don’t have to go far – just go to Seltjarnarnes!) Most of the photos are taken by Melaleiti farm – no quality photos but good mementos.


Landselur (Phoca vitulina) við Melabakka. Neðar: Haförn (Haliaeetus albicilla).
Harbor seal (Phoca vitulina) by Melabakkar cliffs. Below: White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.-19. jan.2023

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2023

 

Áramót – 2022 kvatt: Dálítið dapureygur snjókarl varð að ófleygum snæunga þegar ég tók teiknipennann og hugsaði um nýtt ár og áramótin 2022-2023. Það fellst í því bæði von og beygur að hugsa um nýtt ár sem nýtt upphaf, eins og eitthvað sem getur vaxið og dafnað en líka eitthvað sem er svo órætt og óþroskað. Nýtt ár er útnefnt og krýnt til afreka: við ætlum okkar aldrei lítið, vonum það besta. 

Og desember hefur einkennst af fannfergi og frosthörkum – eftir óvenju mildan nóvember. Halda mætti að svona veðurlýsingar séu þurrar staðreyndir, en það má draga jöfnumerki milli veðurs og sálarlífs: við bölvum meira í ófærð og setjum í herðarnar í kuldanum. Kannski hjálpar að leita að fleiri nýklöktum snæungum þarna úti í sköflunum?

Gleðilegt ár kæru lesendur, gleðilegt ár allir vinir og samstarfsfólk. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt góð og gagnleg samskipti við á árinu, góðum vinum nær og fjær. Ég óska ykkur öllum gæfu á árinu 2023. Hittumst heil!


Farewell 2022! A small, slightly sad-eyed snowman turned into a flightless snow-chick when I scribbled this card and thought about the new year 2023. There is both hope and unease to think of a new year as a new beginning, as something that can grow and prosper but also something that is so uncertain and unformed. A new year is crowned and we hope it will meet our expectations: and our ambitions and wishes are never small.

December has been snowy and cold – after an unusually mild November. You might think that these kinds of weather descriptions are dry facts, but you can draw a parallel between the weather and our inner life: we curse more than usual when we toil with shovels on impassable roads and mutter through scarfs in the cold. No hope for sun with the heavy storm clouds looming over. Maybe one should look for more newly hatched snowbirds out there?

Happy New Year 2023 to all! Happy New Year dear friends and co-workers: I thank you for inspiration and friendship through out the year. I wish you good luck in the year 2023 and I hope we all can make good changes come true. See you soon!

Undir himni | Follow the leader!

Föstudagsmyndin: Mildur nóvember er liðinn. Það er ekki alltaf logn og blíða þó engin séu harðindin og heldur birtusnautt þegar snjóinn vantar. Maður og hross hafa hraðan á.

Friday photo: One black and white photo from last November. My husband was leading a flock of horses from one grazing paddock to another. November has been unusually mild so the horses are still grazing without any extra fodder. Daylight is scarce without the snow, but clouds and sunrays from afar play in the sky.

Ljósmynd tekin | Photo date: 10.11.2022

Í höfn | At the harbour

Föstudagsmyndir: Það er auðvelt að stunda hið margrómaða þakklæti þegar náttúran strýkur okkur svona fallega með hárunum eins og þessa dagana. Logn og blíða! Þakkir, þakkir! Þakkir fyrir að lemja okkur ekki með hríð og og slyddu þó kominn sé nóvember! Við höfnina mætti svo hugleiða (sem einnig er í hávegum haft) hversu gott það er að hafa fast land undir fótum. Eiga sér sína heimahöfn, vera í öruggri höfn. Margir búa ekki svo vel, æ fleiri eru landflótta og leggja á haf út til að flýja hörmungar og stríð, stundum út í opinn dauðann. Öll viljum við rétta hjálparhönd en það er eins og okkur sé ekki sjálfrátt: göfuglyndið snýst upp í andhverfu sína, við sláum frá okkur og sláum til þeirra sem síst skyldi. Það er illa komið fyrir okkur.

Friday photos: It’s easy to practice the acclaimed gratitude when Nature caresses us so beautifully as these days. Calm and quiet! Thank you, thank you! Thank you for not beating us with storm and sleet although it’s November! At the harbour one could meditate (also highly praised) on how good it is to have solid ground under the feet. How good it is to have your own home port, and to be in a safe haven. Too many are not so lucky, more and more people are displaced in the world and flee to sea to escape war and disaster, sometimes only to face death. I want to believe that we all want to lend a helping hand, but it’s as if we’re not in control of ourselves: empathy and kindness turn into their grim opposites, we push people away and harm those who deserve it the least. We are in a bad state as humans.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.11.2022

Haustið 2022 | Autumn

Föstudagsmyndir: Fyrsta vetrardag bar upp á 22. október í ár. Þar með lauk Haustmánuði og við tók Gormánuður. Ég þakka fyrir blítt haust með myndum úr sveit og borg. Góða helgi!

Friday photos: The official First Day of Winter in Iceland was October 22 (always on a Saturday, late in October). Thus the “Month of Autumn” / Haustmánuður came to an end, and the month with the less attractive name: “Month of Gor” / Gormánuður started – all according to the old Norse calendar. The name is connected to the season of slaughtering and feasting in the early winter: gor meaning the half-digested forage from an animal’s innards. Yes, nice. 

I bid the mild autumn 2022 farewell with photos from both farm (above) and city (below). Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 07-27.10.2022

Skrímsli í myrkrinu – í Japan | Monsters in the Dark – in Japanese

Skrímslafréttir! Myndabókin „Skrímsli í myrkrinu“ hefur verið seld til Japans. Forlagið Yugi Shobou gefur út og væntir þess að titillinn, まっくらやみのかいぶつ, komi út 1. desember. „Skrímsli í myrkrinu“ er önnur bókin úr bókaflokknum um skrímslin sem kemur út í Tokyo, en „Stór skrímsli gráta ekki“ kom út fyrr á árinu undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou. Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.

Monsternews! Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) has been sold to Japan. The title in Japanese, まっくらやみのかいぶつ, is expected out on December 1st. For more information see the Tokyo based publishers homepage: Yugi Shobou.

This is the second book from the book series about Little Monster and Big Monster that is published in Japan, as Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) came out earlier this year at Yugi Shobou by the title おおきいかいぶつは なかないぞ!Books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Ég vil fisk! Upplestur á arabísku | I Want Fish! – “أريد سمكة!”

Upplestur á arabísku: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hér neðar má sjá myndband af upplestri jórdanska höfundarins og brúðuleikkonunnar Duha Khasawneh – og nú vona ég að ég hafi nafn hennar rétt eftir.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

Reading for children: My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. In the video above, the Jordanian writer and puppeteer Duha Khasawneh (I hope I get her name right!) reads the book in Arabic, accompanied by a lively puppet. Enjoy listening!

Ég vil fisk! has already been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Dutch, Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008

Bókverk hjá Handverki og hönnun | Book art exhibition

BÓKVERK: Minn góði listahópur ARKIR opnaði á dögunum sýningu á bókverkum, textílbókverkasýninguna SPOR EFTIR SPOR, en þar teflum við saman verkum sem tengjast á einhvern hátt þráðlistinni. Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES.

Sýningin opnaði 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi. Hún er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október. Lokadagur 31. október.

 

BOOK ART: My art group ARKIR opened a new exhibition earlier this month, the textile book art exhibition SPOR EFTIR SPOR or “STICH BY STICH”. The exhibition is a continuation of the international project SPOR | TRACES that lead to a two year exhibition at the Textile Museum in Blönduós in 2020-2022. Read more about that project here: SPOR | TRACES. 

The exhibition opened October 6, 2022, in the exhibition space of Handverk og hönnun / Crafts and Design, located at Eidistorg, Seltjarnarnes. The exhibition is open from 12 noon to 4 pm Monday to Saturday, throughout October.

Nokkrar nærmyndir ef verkum á sýningunni. Smellið á myndirnar til að stækka
Book details. Click on the images to enlarge.

Bókverk á kynningarmynd: | Book art by Bryndís Bragadóttir – Veggspjald hönnun: | Poster design: Áslaug Jónsdóttir.

Norðurljós í september | Aurora Borealis

Föstudagsmyndir: Strax í ágúst, þegar nætur lengjast, má fara að njóta norðurljósa. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland sem er ágætt að glöggva sig á fyrir norðurljósaveiðar. Þessar myndir voru teknar í Melasveit í byrjun september og þó þær séu ekki í neinum sérstökum gæðum þá má hafa gaman af. Það er nokkurt sport í því að reyna að ná skemmtilegum formum því hreyfingarnar eru miklar og hraðar. Góða helgi, njótið haustsins!

Friday photos: Nights are getting darker and longer, giving us chance to experience the northern lights. These are no quality photos but I still find them enjoyable and just trying to catch some of the movements is fun.
Wish you all a nice weekend! And if in Iceland, you might want to try your luck: see Aurora forecast here.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.09.2022

Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature 2022

Föstudagsmyndir: Íslensk náttúra er heiðruð 16. september. En hún á auðvitað alla daga ársins og stjórnar lífi okkar leynt og ljóst, í stóru og smáu. Í lok ágúst heimsótti ég Hvalvatnsfjörð í Fjörðum. Þar er fátt sem minnir á fyrri byggð: „Grær yfir allt sem eitt sinn var,“ eins og Böðvar Guðmundsson orti svo fallega í Næturljóði úr Fjörðum. En náttúran var þar sannarlega í allri sinni dýrð og ljósmyndir gera því reyndar á engan veg næg skil.

Ljóð og lag Böðvars, Næturljóð úr Fjörðum, er endalaust hægt að hlusta á, hér í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur.

Til hamingju með dag íslenskrar náttúru, góða helgi!

Friday photos: September 16th is the day we celebrate Icelandic Nature, or since 2010. Icelandic nature is all sorts: delicate, brutal and all between. But always worth celebrating, in big and small.

Late in August I visited for the first time the remote and deserted valleys of Fjörður – beautiful valleys in the mountain range between Eyjafjörður and Skjálfandi. A memorable trip in fabulous weather.

Poet and songwriter Böðvar Guðmundsson wrote a wonderful song, „Nocturne from Fjörður“ (Næturljóð úr Fjörðum), here performed by Kristjana Arngrímsdóttir. I recommend listening, even if the lyrics may be incomprehensible to you.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.08.2022

Sjáðu! á sýningu | Look! IBBY Honour List 2022: virtual exhibitions

Heiðurslisti IBBY 2022: Síðastliðið vor var tilkynnt að myndabókin mín Sjáðu! hefði verið valin á Heiðurslista IBBY samtakanna 2022 fyrir myndlýsingar. Nú er Heimsþing IBBY nýafstaðið en þar voru bækur á Heiðurslistum kynntar, m.a. í stafrænum sýningarsölum sem eru öllum opnir. Hér má sjá allar bækur sem voru útnefndar fyrir myndlýsingar, útnefndar bækur textahöfunda og bækur úrvals þýðenda. IBBY á Íslandi tilnefndi einnig Ævar Þór Benediktsson í flokk rithöfunda fyrir bókina Þín eigin undirdjúp og Ingunni Snædal í flokk þýðenda fyrir bókina Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin.

Fleiri áhugaverðar sýningar má sjá á vef IBBY í Malasíu, svo sem verðlaunamyndir á sýningunni Power of Stories – H.C.Andersen Award og Nami Concours; og myndlýsingar frá Bratislava tvíæringnum BIB 2021 – Bienále ilustrácií Bratislava.


IBBY Honour List 2022: Last spring it was announced that my picture book Sjáðu! (Look!) was selected for the IBBY Honor List 2022 for illustration. IBBY in Iceland also nominated Author Ævar Þór Benediktsson for his book Þín eigin undirdjúp and poet Ingunn Snædal for her translation of the Swedish: Handbok för Superhjältar. All books are now exhibited in the visual art galleries of IBBY Malaysia, organized in conjunction with the 38th IBBY International Congress.

See: Power of Stories Virtual Exhibition is a showcase of selected illustrations from:
– IBBY Honour Lists of illustration/artisttext/author – and translation/translator
– BIB 2021 Biennial of Illustrations Bratislava
– Nami Concours
– Hans Christian Andersen Awards

Enjoy!


Sjáðu! Viðurkenningar og bókadómar | LOOK! – Honours and reviews

♦ Útnefning á HEIÐURSLISTA IBBY 2022 fyrir myndlýsingar.
Selected for the IBBY HONOUR LIST 2022 for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web.
Bókadómur: „Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið.“ Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.
Book review: Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Bóksala stúdenta

Morgunfrúr í ágúst | Marigolds in August

Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og afi. Amma var í eðli sínu fagurkeri og kunni þá list að búa til veislu og hátíðlegt andrúmsloft af minnsta tilefni. Morgunfrú í vasa á dúklögðu borði, eitthvað fallegt og lystugt á fati…

Nú er ágúst brátt á enda og sumarblómin leggjast undan kaldri norðanáttinni svo það er eins gott að skera gullfíflana ofan í vasa. Kvöldhiminninn er endalaust sjónarspil, næturnar dimmari.

Góða helgi!

Friday photos: My paternal grandmother was born on this day, August 26, in 1893, thus 70 years between us. She was the connection to a different age, and lived through a century of great transition in Iceland. Her story is surely a material for a long essay, but we her granddaughters enjoyed living under the same roof as her and our grandfather. My grandmother was an aesthete by nature and knew the art of creating a festive atmosphere for even the smallest occasions. Marigolds in a small vase on a cloth-covered table, something beautiful and tasty on a plate…

Now August is coming to an end and the flowers are giving in under the cold northern wind, so one might as well bring a few in and put them in a vase. The evening sky is an endless spectacle, the nights are getting darker.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21./22./25./26.08.2022

Undir regnboganum | Over the rainbow – and under

Föstudagsmyndir: Skýin, himinninn og hafið – allt er þetta endurtekið myndefni, en það er einfaldlega ekki hægt annað en dást að dýrðinni sem veðrabrigðin skapa. Skarðsheiði og Melaleiti undir regnboganum í ágúst.
Góða helgi!

Friday photos: I know this is a repeated theme in my photography: the mountains, the sky, the sea … But I just can’t help myself, I am always enchanted, in awe, by nature’s spectacles.
Happy weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 15.-17.08.2022

Sumarský | Variations of grey

Föstudagsmyndir: Ef varla sést til sólar er altént hægt að spá í skýin. Hlusta á öldurnar. Finna góðan stein …
Njótið daganna, góða helgi!

Friday photos: When the sun barely shows itself, at least you can still study the clouds. Listen to the waves at the beach. Find an interesting stone …
Enjoy your days, have a nice weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.-06.08.2022

Og svo visnar allt … | After the party

Klippimynd dagsins: Það var kominn tími á klippimynd á blogginu. Ég er hvort eð er eitthvað strand í verkefnunum. Þá er gott að grípa pappír og skæri og hugsa sem minnst. Enda er undirmeðvitundin er ævinlega sístarfandi.

Sumri hallar og allt það. Það hefur verið dálítið veisluglatt, þrátt fyrir risjótt veður og vinda. Brúðkaup og afmæli hafa verið haldin eftir minnst tveggja ára margvíslegar fjarvistir og félagsforðun. Og eftir alla gleðina kemur svo tiltektin, frágangurinn, uppvaskið og uppgjörið. Síðust fara blómin sem visna loks í vösunum.

Collage of the day: It was time for a quick collage for the blog. My projects are a bit stuck anyway. It can be a relief just to grab some paper and scissors and think as little as possible … yet, the subconsciousness is always at work: I have got flowers on my mind.

This summer has been a bit festive, despite the dull, gloomy weather. It has been the time of happy weddings and birthday parties, after more than two long years of various social avoidance caused by the pandemic. And after all the joy and celebrations comes the tidying and cleaning up. Last to go are the flowers that finally wither in the vases.

Skissa/myndlýsing | Sketch/illustration 11.08.2022 ©Áslaug Jónsdóttir

Hvítt, hvítt, hvítt | Variations of white

Föstudagsblóm: Undrin eru alls staðar í grasinu, gleymd er óveðursbarinn sinan og éljagrá holtin. Veröldin er græn og þar eru faldar gersemar. Njótið sumarsins, góða helgi!

Blooming and bursting in July: Although we could use more hours of sun in Iceland these days, the flowers bloom and nature stays awake all the short nights and long days. Enjoy the blooming summer, come rain, come shine!

⬆︎ Mynd efst | photo at top: Mýrasóley (Parnassia palustris).
⬇︎ Mynd hér fyrir neðan | photo below: Hvítsmári (Trifolium repens).

 

⬇︎ Biðukolla, túnfífill (Taxacum officinale).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04.07.2022

Skrímsli í bókagleði | Poster monsters!

Skrímslin í Danmörku: Litla skrímslið og stóra skrímslið hafa víða um veröld ratað og nú inn á veggspjald með ýmsum karakterum og fígúrum úr klassískum barnabókmenntum. Veggspjaldið á rætur að rekja til danska verkefnisins „BOGglad“ sem var sett á fót til að ýta undir endurnýjun á barnabókakosti í bókasöfnum, á leikskólum, frístundaheimilum og félagsheimilum, – og vera um leið hvatning til þess að nýta bókmenntir í daglegu lífi barna. Þetta danska verkefni stuðlar sem sagt að því að koma bókunum til barnanna, auðvelda aðgengi og auka úrval. Það er vel og við skrímslahöfundar erum stolt af þátttöku skrímslanna. Veggspjaldið má t.d. nálgast hér

Það fer enginn í grafgötur um mikilvægi lestrar og áhrif bókmennta á andlegan þroska barna. Eitt og annað er gert til þess að hvetja börn til bóklestrar og oft fær keppnisfólkið þar útrás, því það má mæla magn, fjölda bóka og blaðsíðna, lestrarhraða, o.s.frv. Skólabókasöfnin kvarta undan fjárskorti og bókaskorti og þegar nýju bækurnar loks berast eru lestrarhestarnir fljótir að afgreiða þær og naga tómar hillurnar. Lesa auðvitað allt.

Hvað er svo gert hér til þess að koma íslenskum bókum út til barnanna? Ekki hefur mátt nefna það að afnema virðisaukaskatt af bókum sem hefði þó gert innkaup bæði bókasafna og einstaklinga léttari fyrir pyngjuna. Ekki hef ég orðið vör við átak á borð við hina dönsku bókagleði, BOGglad, sem styrkir innkaup og eykur dreifingu. Ekki heldur neitt sem minnir á hið ágætu innkaupakerfi Menningarráðsins norska – sem tryggir norskum útgefendum sölu og, ekki síst, dreifingu á barnabókum í norsk bókasöfn. Þessi verkefni stuðla einmitt að því að koma bókunum til barnanna.

Á Íslandi eyða barnabókahöfundar, rit- og myndhöfundar, löngum stundum í að skrifa vandaðar umsóknir í sjóði fyrir listamenn. Oftar en ekki enda þær umsóknir í pappírstætaranum, – laun og styrkir engir eða brotabrot af því sem til þarf að lifa af þeirri list að skapa bókmenntir fyrir börn. Helst af öllu vildum við lifa af sölulaunum bóka okkar, en markaðurinn er lítill og flesta menningarstarfsemi okkar þarf á einhvern hátt að styrkja úr sameiginlegum sjóðum. En það mætti líka reyna að stækka ögn markaðinn, til dæmis með styrkjum til bókakaupa, auka þannig bókakost barna í skólum, á söfnum og á heimilum. 

Stofnaður var sjóðurinn AUÐUR sem styrkir útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Styrkirnir eru veittir útgefendum. Skaparar bókanna sjá ekkert af þessum styrkjum og ekkert tryggir dreifingu bókanna til lesendahópsins. Menningarráðherra hefur ennfremur ýjað að því að sjóðnum verði breytt á þann hátt að eingöngu verði veittir styrkir til að miðla fornbókmenntum og norrænni goðafræði til barna, þ.e. sértækir styrkir til útgefenda, – styrkir sem stýra útgáfum efnislega. Það er all sérstök hugmynd, svo ekki sé meira sagt. Nokkrir styrkir eru veittir til þýðinga, enn og aftur veittir útgefendum. 

Þeir sem kaupa inn barnabækur verða auðvitað og augljóslega að sýna hagsýni en það er hörmulegt ef innkaupin litast svo mjög af sparnaði að allt sé það í stíl við kakósúpu og kex. Rétt eins og þegar við ræðum um að matarræði í skólamötuneytum megi ekki snúast eingöngu um ódýra, næringarlitla fyllingu í maga, þá þarf að þora að ræða þá andlegu nagga sem börnum er boðið upp á, það er að segja: gæðin skipta máli. Vandaðar bækur eru til ótal margar, íslenskar og þýddar, en illa samið samið efni, hroðvirknislega þýtt og skaðlega illa myndlýst er svo greinilega á borðum líka. Fyrr eða síðar kemur í ljós að það er ekki nóg að telja titla og blaðsíður, næringin skiptir máli. 


Find the Monsters! Little Monster and Big Monster have found their way around the world and now onto a Danish poster with various characters and figures from classic children’s literature. The poster is made in connection with the project “BOGglad”, which was set up to promote book reading, renew the collections of children’s books in libraries, kindergartens, leisure centers and clubs, – and at the same time be an incentive to help activate literature in children’s daily lives. This Danish project helps bring the books to the children, make more children’s books accessible and increase the collections in libraries, schools and kindergartens. A wonderful initiative! We monster-authors are proud of Little Monster’s and Big Monster’s participation! The poster is available for download here.


Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út á dögunum í Danmörku hjá forlaginu Vild Maskine. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases in Denmark: Four books from The Monster series were released in June by our new publishing house, Vild Maskine.  Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

Jónsmessa | Happy Midsummer!

Jónsmessa: Það er æði kalt á Jónsmessu 2022. Tindar Skarðsheiðar voru gráir í morgun, hitinn 6-7 gráður og með vindkælingunni var lofthitinn varla meira en 3-4 gráður. Myndirnar hér neðar voru teknar fyrr í mánuðinum, en þá viðraði betur á björtum kvöldum. Gleðilega Jónsmessu!

Midsummer: It was a cold Midsummer Night 2022 and the grey skies not very promising at all (pic at top). The peaks of Mt Skarðsheiði were snowy in the morning and the temperatures went as low as 4°C / 39°F. With the winds blowing it felt even lower… But June has also had wonderful moments of bright sky and calm weathers. Happy Midsummer!

 

Ljósmyndir teknar| Photo dates: 08.06 | 10.06. | 24.06.2022

Sjáðu! – umfjöllun | Review

Bókadómur: Á vefsíðunni Lestrarklefinn er öflug umfjöllun um bókmenntir og leiklist og það er ekki ónýtt þegar dagblöðin virðast ekki ráða við að halda uppi gagnrýni og umræðu.

Í Lestrarklefanum birtist á sínum tíma lofsamlegur bókadómur um Sjáðu! – á útgáfuári bókarinnar, eftir Katrínu Lilju Jónsdóttur, en nú í vor kom þessi fína umsögn frá Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur þar sem mælt er með bókum fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar á meðal Sjáðu!

„Sjáðu eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið. […] Myndskreytingarnar í þessari bók eru yndislegar, það er margt um að vera á blaðsíðunum en ekki þannig að það sé yfirþyrmandi. En mér finnst oft verða mikill glundroði í mörgum ungbarnabókum, eitthvað sem ég er lítt hrifin af. En hérna tekst Áslaugu mjög vel til að hafa jafnvægi á síðunum og í sögunni. Tvö börn kanna heiminn í kringum sig og sjá hina ýmsu hluti á leið sinni. Það er ótrúlega skemmtilegt að benda á ýmsar kynjaverur og tala um þær eða biðja barnið um að finna hluti á blaðsíðunum. Textinn er líka skemmtilegur í vísnaformi. Þetta er bók sem getur alveg klárlega vaxið með barninu.“ – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Ég er glöð að lesa að ég hafi hitt í mark með því að forðast ofhlæði og óreiðu, en ég leitaðist við að blanda saman bæði einföldum formum og flóknari smáatriðum sem gætu höfðað til barna á mismunandi aldri. Eitthvað sem gæti til dæmis hentað í lestri fyrir systkini og svo auðvitað vildi ég að bókin gæti „vaxið með barninu“.

Hér neðar eru tenglar á umfjöllun og listi yfir ýmsan heiður sem Sjáðu! hefur hlotnast.

Book review: The website Lestrarklefinn publishes reviews on literature and plays and when my book Sjáðu! came out it received a praising review by Katrín Lilja Jónsdóttir. Some weeks ago this nice review by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir was published. She recommended books for young children and their parents, amongst them Sjáðu!

Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read. […] The illustrations are wonderful, there is a lot going on on the pages but nowhere overwhelming. I often find that there is too much of a chaos in many infant books, something I do not like. But here Áslaug succeeds very well in balancing the pages and the story. Two children explore the world around them and see all sorts of things on their way. It is fun to point out various odd creatures and animals and talk about them or ask the child to find things and objects on the pages. The rhymed text is also entertaining. This is a book that can clearly grow with the child.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

I am glad to read that I have managed to avoid overload and clutter, but I tried to mix both simple shapes and more complicated details that might appeal to children of different ages. Something that could for example be enjoyable for reading to siblings, – and then of course I wished the book could “grow with the child”.

Below are links to reviews and a list of various honors that Sjáðu! (LOOK!) has received.


Sjáðu! Viðurkenningar og bókadómar | LOOK! – Honours and reviews

♦ Útnefning á HEIÐURSLISTA IBBY 2022 fyrir myndlýsingar.
Selected for the IBBY HONOUR LIST 2022 for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web.
Bókadómur: „Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið.“ Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.
Book review: Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Bóksala stúdenta

17. júní 2022 | The National Day of Iceland

Eitt eilífðar smáblóm … Ef ég nú hugsa mig um, þá er ég sjaldan í einhverri meiriháttar þjóð-hátíðarstemmingu á 17. júní. Mér finnst dagurinn hátíðlegur en ég hef eiginlega alla tíð forðast mannmargar þjóðar-samkundur á þessum degi. Langar ekkert sérstaklega til þess að pulsa mig upp með þjóðinni og hef aldrei farið í skrúðgöngu, til dæmis. Mig rámar óljóst í samkomur þar sem fjallkonur mér nákomnar stóðu á palli og til viðbótar einhver yfirþyrmandi leiðinleg skemmtiatriði og kökuát. Sautjánda júní árið 1974 fór fjölskyldan að Reykholti því öll þjóðin hélt upp á ellefu hundrað ára afmæli byggðar á Íslandi og Guðmundur frændi Böðvarsson hafði frumsamið hátíðarljóð sem þar var flutt. Borgfirðingar mættu vel. Og vorið hafði verið sólríkt og þannig var það líka í júní. Að morgni 17. júní var rætt hvort ég ætti að koma með eða vera heima, því ég var það illa útlítandi eftir heiftarlegt sólarexem. Ég var 11 ára, skoppandi út um allar þorpagrundir og Nieva-kremið sem var annars notað við öllu dugði þarna ekki. Ég man ekki eftir því að ég væri neitt miður mín yfir þessum umræðum en úr varð að ég fór með. Ég hélt mig til hlés með mitt fés, en leyfði mömmu að útskýra fyrir allskonar fólki afhverju barnið liti svona út. Það sem vakti áhuga minn á þessum ferðum á þjóðhátíðir var möguleikin á því að teknir væru einhverjir útúrdúrar, ekið um mér óþekkt landslag, stoppað í skógi – kjarrlendi. Það var toppurinn.

Auðvitað hef ég fagnað þjóðhátíðardeginum í góðra vina hópi, ekki síst í útlöndum. En ef það er eitthvað sem gerir mig að Íslendingi þá er það ekki stóra „húh-ið“ eða samkenndin með hjörðinni, heldur landið sjálft og náttúran. Ekkert hefur mótað mig meira en stórbrotið og hrjóstrugt landslagið, hömlulaus veðráttan og undrin sem í náttúrunni kvikna þrátt fyrir allt: allt þetta viðkvæma líf sem dafnar og deyr. Ég er alltaf jafn gáttuð á hverju vori og alveg jafn bit á haustin … Alls staðar mótar náttúran manninn, tunguna og hugsunina. Við eigum ekki landið, landið á okkur, það finnst aldrei betur en á stuttu íslensku sumri. –– Gleðilega hátíð!

⬆︎ Mynd efst | photo above: Lambagras (Silene acaulis) – moss campion.

⬆︎ Þjóðarblómið: Holtasóley (Dryas octopetala) – mountain avens – the national flower of Iceland.


The Icelandic National Day: Today is the National Day of Iceland, and I celebrate it with images of some of my favorite wild flowers that grow in the most barren places in Iceland every spring and survive the most unpredictable and harsh weathers of the North. Here a small selection of snap shots from our farm Melaleiti.

⬆︎ Lambagras (Silene acaulis) í nærmynd – moss campion, close up.

⬆︎ Gullmura (Potentilla crantzii) – alpine cincefoil.

⬆︎ Blálilja (Mertensia maritima) – oysterleaf.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.06 / 08.06.2022

Skrímslin í Japan | Big Monsters Don’t Cry in Japanese

Skrímslafréttir! Fyrir um ári var undirritaður samningur við lítið útgáfufyrirtæki í Tokyo um útgáfu á bókinni „Stór skrímsli gráta ekki“. Nú hefur forlagið Yugi Shobou kunngjört um útgáfudag, en þann 15. júlí kemur bókin út í Japan undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Við skrímslahöfundar fögnum því að hinar ýmsu bækur úr bókaflokknum um skrímslin svörtu hafa nú brátt komið út á alls 19 tungumálum! Sjá upplýsingar á japönsku á síðu bókarinnar hjá Yugi Shobou.

Monsternews! We proudly announce a book release in Japan on July 15. Almost a year ago a contract was made with Yugi Shobou Publishing in Tokyo for the rights to publish Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) in Japanese. The Japanese title is おおきいかいぶつは なかないぞ!We the authors celebrate that books from the Nordic Monster series will now soon have been released in 19 languages! More information in Japanese for the book here


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.