Viðtal og bókadómur | An interview and a book review

Eftir flóðið! Að venju höfum við höfundar beðið spenntir í desember í von um að fá bókadóma og viðbrögð frá lesendum við afurðum ársins. Ég ætla ekki að kvarta yfir viðtökunum sem „Allt annar handleggur“ hefur fengið, þau hafa sannarlega verið vonum framar. En mikið væri gaman ef bókaumfjöllun í fjölmiðlunum væri meiri og þéttari, árið um kring! Ég skil vel að vinnuþjakaðir blaðamenn nái ekki að vinna sig niður jólabókastaflann á einum mánuði eða svo, en mætti ekki koma með fleiri bókadóma næstu mánuði? Varla gengur menningarumfjöllun út á jólagjafasölu eintóma? 

Pennarnir á Lestrarklefanum hafa staðið sig vel og Rebekka Sif fjallaði þar um Allt annan handlegg eins og lesa má í greininni sem ber yfirskriftina Óhapp verður að velheppnaðri bók. Í ritdómi sínum segir Rebekka m.a.:

„Bókin er einstaklega skapandi gjörningur úr smiðju Áslaugar sem varð fyrir því óhappi að handleggsbrjóta sig. …Limrurnar eru flestar skondnar og munu vekja upp kátínu lesenda. … Að mínu mati er Allt annar handleggur bók fyrir allan aldur þrátt fyrir að hún sé skráð sem barnabók í Bókatíðindum. Ég sé hana fyrir mér sem skemmtilega tækifærisgjöf ef létta þarf lund fullorðins fólks en börnin verða nú auðvitað hrifin af henni, og þá sérstaklega ljósmyndunum og fígúrunum sem Áslaug hefur skapað svo skemmtilega.“

Hér má lesa dálítið meira um bókina í fyrri pósti. Útgefandi er forlagið Dimma

After the Christmas Book Flood: My new book, Allt annar handleggur (On the Other Hand), a collection of hand puppetry photos and limericks, has been well received by readers of all ages. As usual in December, we authors wait anxiously for book reviews and reactions from readers to the products of the past months. I can not complain about the reception my new book has received, it has certainly exceeded my expectations! On the literary webzine Lestrarklefinn (The Reading Room) Rebekka Sif wrote about Allt annar handleggur in an article entitled Óhapp verður að velheppnaðri bók (Accident Becomes a Successful Book). In her review, Rebekka says, among other things:

“The book is an extremely creative work of art from Áslaug´s workshop, who had the misfortune of breaking her arm. … The limericks are funny and will make the readers laugh. … In my opinion, ‘Allt annar handleggur’ is a book for all ages, although it is listed as a children’s book. I see it as a fun gift if someone’s mood needs to be lightened, but the children will of course like it, and especially the photographs and figures that Áslaug has created so amusingly.

You can read a bit more about the book in my previous post here. Published by the fine publishing house Dimma

Viðtal í Mogga. Í nóvember tók Kristín Heiða Hauksdóttir, sá líflegi blaðamaður hjá Morgunblaðinu, viðtal við mig um „Allt annan handlegg“ og tilurð bókarinnar. Sjá hér fyrir neðan. 

Interview. In November, the lively journalist at Morgunblaðið, Kristín Heiða Hauksdóttir, interviewed me about “Allt annar handleggur” and the idea and creation of the book. See below.

Samsett mynd: ÁJ: kápumynd + viðtalsgrein | Photo composite ÁJ: book cover + newspaper article

 

🔗Tenglar | links: Bókatíðindi  |  Dimma útgáfa  |  Bókabúð Forlagsins  |  Bóksala stúdenta  |