Allt annar handleggur | On the Other Hand

Ný bók! Sjálfshjálpar- og gleðibókin „Allt annar handleggur“ er komin út! Í bókinni haldast í hendur ljósmyndir og limrur og þar kynnast lesendur allra handa kvikindum. Bókin er ætluð börnum og fullorðnum á öllum aldri. Útgefandi er hið listagóða forlag Dimma

Tilurð bókarinnar má rekja til handleggsbrots, sem varð kveikja að föndri með fatla og umbúðir, og um leið flótta frá ónotum og ama til að létta skap handlama listamanns. Dag hvern var höndin dubbuð upp sem ýmsar fígúrur. Skilyrðið var að nota það sem hendi var næst, ekkert mátti kaupa nýtt og allt varð að skapa á örstuttum tíma. Úr uppátækinu varð til myndasyrpa með 34 mismunandi persónum og kynjaverum þar sem leikmunir voru sóttir í ýmsar ruslakistur: dótakassa, eldhússkúffur og fataskápa. Fígúrurnar voru myndaðar í snatri og leiknum lauk. Síðar bættust við limrur sem túlka hverja persónu, en það kveðskaparform hæfði efninu prýðilega.

Bókin getur vonandi líka veitt innblástur til leikja. Það er gamalgróin list að leika við hvern sinn fingur: allt frá einföldum fingra- og klappleikjum til flóknari brúðuleikja. Gleymum aldrei leiknum, sama hvað á dynur!


Book release! My new book of limericks and “express” hand puppets is out! The title:“Allt annar handleggur” could be translated to “On the Other Hand”. In the book, photographs and limericks hold hands, and the reader meets all sort of handsome creatures! The book is intended for both children and adults – a book for the whole family. It is published by the small but excellent publishing house Dimma

A broken arm sparked off a daily play and creations with the cast and bandages, – an escape from a futile and painful period, and a way to lighten the mood of a disabled artist. Each day the useless hand was dressed up and decorated to depict various characters. The condition was to use what was closest to hand, nothing could be bought new and everything had to be created in a very short time. This game resulted in a photo series with 34 different characters and creatures, where props were collected from various boxes and bins: toy boxes, kitchen drawers and wardrobes. The figures were formed as fast as possible, snapped in a photo and the game was over. Later, limericks were added to interpret each character, the form of verse I felt fitted the idea best.

I also hope the book can be an inspiration for games and play. Hand- and finger games are an age-old art: from simple finger and clapping games to more complex plays of puppetry. Never forget to play, no matter what!

🔗Tenglar | links: Bókatíðindi  |  Dimma útgáfa  |  Bókabúð Forlagsins  |  Bóksala stúdenta  |
(Verður uppfært!)

One thought on “Allt annar handleggur | On the Other Hand

  1. Pingback: Viðtal og bókadómur | An interview and a book review | Áslaug Jónsdóttir

Comments are closed.