Bókverk og listarit | Book art and magazines

Hringar-ARKIR-II-1.jpg

RABF 2024: Af og til tek ég þátt í verkefnum Bókverkafélagsins ARKA. Við settum verk okkar á boðstóla á Reykjavík Art Book Fair sem var haldinn í þriðja sinn dagana 23.-26. maí 2024 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Við ARKIR höfum m.a. sett saman þematengd smábókasöfn í 20 árituðum eintökum, en þema safnsins nú var „hringir“. Heftið sem ég lagði til í safnið hafði titilinn „hringir (á hvern fingur)“ – og inniheldur ljósmyndir og örstutta texta um 10 fingurgull.

Hringar-ARKIR-smabokasafn-II-1.jpg

PIST PROTTA 95: Nýverið fékk ég svo í hendur 95. tölublað danska listaritsins PIST PROTTA. Mér hlotnaðist sú ánægja að leggja til tvær ljósmyndir í ritið í þetta sinn. Ljósmyndirnar eru myndskot af þeirri hremmingu og furðusýn sem blasti við út um stofuglugga þegar brast á með eldgosum við Grindavík í vetur. Myndirnar eru grófar og jafnvel óskýrar, teknar án undirbúnings og umhugsunar, ekki ósvipað hugarástandinu sem fylgir uppákomum af þessu tagi þegar skýjaður vetrarhimininn byrjar að loga.

PIST PROTTA er eitt elsta listatímarit Danmerkur og hóf göngu sína 1981. Ritið hefur alla tíð verið áberandi fjölbreytt og tilraunakennt að bæði efni og formi og fjöldi listamanna tekið þátt í að skapa efni ritsins. Ritstjórar hafa frá upphafi verið Jesper Fabricius, Jesper Rasmussen og Åse Eg Jørgensen. Hér má kynna sér ritið hjá útgefendum: PIST PROTTA. Og hér er ágæt grein um ritið (á dönsku): Kunstnertidsskriftet Pist Protta – et processuelt værk.

Pist-Protta-95-Aslaug.jpg

RABF 2024: From time to time I take part in the projects of my Book Art Group ARKIR. In May we participated in Reykjavík Art Book Fair, which was held for the third time, on May 23-26, 2024, in Reykjavík Art Museum, Hafnarhús. Among other things, we have as a group made some collective works: thematic mini-libraries or folders of small books and booklets, in 20 signed copies. The theme of this years collection was “rings”. The booklet I contributed to the collection was entitled “rings for every finger“, and contains photographs and very short texts about 10 rings in my posession.

PIST PROTTA 95: Recently I received a new issue of the Danish art magazine PIST PROTTA. I had the pleasure of contributing two photographs to the publication this time. The photographs illustrate the catastrophic wonders that I could view from my living room window couple of times last winter and that I shared momently: images from the volcanic eruptions at Grindavík. The images are rough and even blurry, not unlike the state of mind you are in at such events, when the cloudy winter sky is set on fire.

Pist Protta is one of Denmark’s oldest art magazines and was launched in 1981. The publication has always been distinctly diverse and experimental in both content and form, and a great number of artists have participated in creating the content through the years. From the beginning, the editors have been Jesper Fabricius, Jesper Rasmussen and Åse Eg Jørgensen. You can view the publications at the publishers site here: PIST PROTTA. Also a fine article about the magazine here – in Danish: Kunstnertidsskriftet Pist Protta – et processuelt værk.