Á bókamessu í Peking | BIBF

 Bókamessan í Peking. Á leið til Kína! Mér hefur verið boðið að taka þátt í norrænni málstofu á BIBF, alþjóðlegu bókamessunni í Peking í Kína. Málstofan nefnist: FROM FAIRYTALES TO APPS, E-BOOKS AND E-LEARNING – Seminar on Nordic Children’s Literature in the age of e-books and e-learning. Aðrir þáttakendur eru Åshild Kanstad Johnsen, teiknari og rithöfundur frá Noregi, Alexandra Borg, bókmenntafræðingur frá Svíþjóð, Karsten Pers, rithöfundur og útgefandi frá Danmörku og Paul Chen, framkvæmdastjóri Rovio í Kína. Málstofan fer fram 30. ágúst n.k. Auk þess að fjalla vítt og breitt um barnabækur og bókagerð segi ég frá samvinnunni við skrímslahöfundana Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sex bækur um skrímslin tvö hafa verið þýddar á kínversku og þær koma væntanlega út í tæka tíð fyrir bókamessuna. Útgefandinn er Maitian Culture Ltd. í Tianjin.

 Book fair in Beijing. I have been invited to participate in a Nordic seminar on August 30, at Beijing International Book Fair. Other speakers at the seminar are Åshild Kanstad Johnsen, Norwegian artist, Alexandra Borg, Swedish scholar, Karsten Pers, Danish writer and publisher and Paul Chen, GM of Finnish Rovio. My lecture is called: For better or for worse – Sharing an idea and staying friends. Mostly about the collaboration with my monster-co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal but also about my work in general. Six books from The Monster Series are being published in chinese by Maitian Culture Ltd. and should be released just in time for the book fair.