Bókverk á sýningum | Book art exhibitions

BókverkHér fyrir neðan eru tíðindi af ýmsum bókverkasýningum sem ég hef tekið þátt nýverið. Ég er ein af „Örkunum“, bókverkakonum í listahópi sem kalla sig ARKIR, en við höfum unnið saman allt frá árinu 1998. Síðasta ævintýri okkar var þátttaka í CODEX bókverkastefnunni í Bandaríkunum núna í byrjun febrúar 2019.

Book art: Below are notes on the book art exhibitions I have participated in recently. As a member of ARKIR artist group I have exhibited artist’s books and book objects at venues both in Iceland and abroad. Our last adventure was visiting the CODEX book art fair in the US.

At ARKIR’s stand at Codex VII in February 2019

Bókverkamessan Codex VII í Kaliforníu

ARKIR þáðu boð á CODEX-bókaverkamessuna sem haldin var í sjöunda sinn í gömlu Ford-verksmiðjunni í Craneway-skálanum í Richmond við San Fransisco flóa dagana 3.-6. febrúar. Við vorum þar hluti af sýningarverkefninu Codex Nordica og fylktum liði með listamönnum frá öðrum Norðurlöndum. Ásamt fleiri í hópnum átti ég einnig hlutdeild í Bibliotek Nordica – safni um 80 bókverka í 10 eintökum, eftir 85 listamenn. Safnið var sýnt sérstaklega á CODEX og í San Fransisco Center for the Book. Safnskrá Bibliotek Nordica má lesa hér. Verkefnin má kynna sér með því að smella á tenglana í textanum og einnig birtum við myndir frá messunni á bloggi ARKANNA.

Codex VII – Book art fair in California

ARKIR took part in the CODEX VII book fair held at the Craneway Pavilion in Richmond at San Fransisco Bay. There we joined in the exhibition concept Codex Nordica along with fellow artists from the Nordic countries. I also had my small part in Bibliotek Nordica, contributing to a collection of around 80 books by 85 artists who made an edition of books for the 10 libraries produced. See catalogue of all the books contained in the library here. Learn more about the project by clicking the links and check out ARKIR’s blog where we post photos from the fair. 

Fyrir ofan: Bibliotek Nordica. Fyrir neðan: e. endurtekið efni – repeats, myndahefti, ritröð – sýnt á CODEX VII.
Above: Bibliotek Nordica. Below: e. endurtekið efni – repeats, series of pamphlets – exhibited at CODEX VII.


Jörð í vasa

Fyrir neðan: jörð | earth – safn mynda af yfirborði jarðarinnar, foldu og moldu, veðruðum völlum, jarðveginum undir fótum okkar: öllu því sem líf okkar byggist á og ber að gefa gaum og veita umhyggju. Verk af sýningunni Jaðarland – Borderland. Lítil útgáfa með sömu myndum: vasajörð | pocket earth frá 2019. Sýnt á CODEX VII.

Earth – pocket earth

Below: jörð | earth (2017) – a collection of round shaped images, photographs of the surface of the land, of the ground: the earth. The seasons and the soil, the dirt under our feet, all what deserves to be valued and cherished and given time to observe. From the exhibition Borderland. A small version with same images (no-glue, no sewing, one-piece folding): vasajörð | pocket earth made in 2019. Exhibited at CODEX VII.

vasajörð | pocket earth (2019)


Kartöflugarðurinn

Það fylgir því sérstök ánægja að gera handgerðar bækur og bókverk. Að mega stjórna öllu ferli og úrvinnslu er svo gjörólíkt því að senda tölvuskjal í prentsmiðju, oftast til útlanda og langt utan seilingar, – og fá svo í hendur prentaða bók nokkrum mánuðum síðar. Gallar og lýti á hinu handgerða verki geta auðvitað verið til vansa, en stundum leiða brotalamir og mistök verkið á aðrar og betri brautir eða eru einfaldlega merki um þróunarferli sem óþarfi er að fela.

Kartöflugarðurinn (Still growing potatoes) var framlag mitt til Bibliotek Nordica og heftinu fylgir þessi umsögn: Bókin inniheldur og lýsir bernskuminningum, frá lífi og vinnu í sveit um haust og vottar virðingu þeirri vanmetnu list að fjalla óbeint um mikilvæg málefni: að ræða kartöfluuppskeru í stað þess að tala um missi, líf og dauða.

Efni: pappír, lím, saumþráður. Tækni: pappírsbrot, pappírsskurður, kartöflustimplar/þrykk, akrýllitur, stafrænt prentaður texti. Bókabrot: harmonikubrot með brotum og skurði; 8 síðna textahluti saumaður inn.

Still growing potatoes

Making a book by hand is always a joy, although I have never really been keen on making editions by hand. Yet, this was the case for my piece for Bibliotek Nordica. All the process with the handmade book brings such a different satisfaction compared to sending a digital print file to the commercial printers, usually abroad and far away, and then receiving the product months later. In my case, various flaws and mistakes are surely made along the way when working by hand, but either they lead to new and better solutions or they are simply a part of the process that is unnecessary to hide. 

My book Still growing potatoes illustrates memories from my childhood farm and potato picking. It honors the underrated art of addressing subjects indirectly, discussing the potato harvest instead of loss, life and death.

Material: Paper, glue, sewing thread. Technique: Paper folding, paper cuts, potato stamp prints, acrylic color, inkjet printed text section. Book format: Concertina with folds and cuts; and sewn in section of 8 pages  .


Vilniusar-þríæringurinn í Museo Leone á Ítalíu 

Bókverkið mitt In Memoriam hefur verið til sýnis á áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018, en sextíu og fimm verk voru valin á sýninguna, þar á meðal verk fleiri listamanna úr hópi ARKA. Sýningin er þematengd og ber yfirskriftina „Memento Mori“. Næst verða valin verk af sýningunni sett upp í “Museo Leone” í Vercelli á Ítalíu, þar á meðal In Memoriam. Sýningin opnar 23. febrúar og stendur til 10. mars 2019. Frá Vercelli heldur sýningin til Feneyja og verður sett upp í Gallery SG, “Scuola Internazionale di Grafica”, frá 15. mars til 13. apríl 2019. Síðar á árinu heldur sýningin til Bandaríkjanna. Lista yfir sýningarstaði 2018-2019 má finna hér.

Memento Mori travels to Vercelli in Italy

Exhibition with selected works from the 8th International Artist’s Books Triennial Vilnius 2018 is soon to open in Museo Leone in Vercelli, Italy, – among them will be my book In Memoriam, as well as couple of works by my fellow artists in the artist group ARKIR. The triennial exhibition will travel both as a whole and or as a selection of works. The theme this time was ‘Memento mori’. The exhibition in Vercelli opens on February 23, closes March 10, 2019. From there the exhibition travels to Gallery SG, Scuola Internazionale di Grafica, in Venice, Italy – from March 15 to April 13, 2019. Later this year the exhibition will travel to the USA. Schedule 2018-2019 of the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius will be updated here.


hingað | near (2008 | new edited version 2017)

Jaðarland – sýningarlok

Sýning á verkum listahópsins ARKA, JAÐARLAND / BORDERLAND, lauk nú í lok janúar 2019 en sýningin var sett upp á tveimur stöðum í Bandaríkjunum: í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland í Maine-fylki og svo síðar í Sherry Grover Gallery í BIMA, Bainbridge Island Museum of Art, í Washington-fylki við miklar vinsældir að sögn sýningarstjóra þar vestra. Á sýningunni átti ég nokkur verk, þ.á.m. verkið hingað | near – sem inniheldur grafískar ljósmyndir og ljóð.

Borderland in BIMA

After a successful turnout, ARKIR’s book art exhibition, BORDERLAND, ended last January 2019. The BORDERLAND exhibition was traveling the US, starting in Portland, Maine, in January 30, 2018 at í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine. It then was on display at Sherry Grover Gallery at BIMA, Bainbridge Island Museum of Art, WI USA. I exhibited several works, among them hingað | near – a book containing graphic photos and a poem in Icelandic and English. 

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on images for larger view.

Bókamessa Alþjóðaskólans | Children’s Book Fair at ISI

♦ Bókamessur. Þessa helgi snýst allt um bækur! Bókamessa í bókmenntaborg er haldin í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, en í Garðabænum verður Barnabókamessa Alþjóðaskólans á Íslandi haldin í annað sinn. Alþjóðaskólinn er til húsa í Sjálandsskóla og þar verður bókamessan á laugardag, 23. nóvember, á milli kl. 11:00 – 15:00. Nokkrir höfundar eru boðnir til messunnar og ég mun þar m.a. segja frá vinnu bókateiknarans og lesa og árita bækur frá kl. 12:00-13:00.

♦ Bookfairs. This weekend is just all about books! Reykjavík Book Fair is held at the City Hall Friday to Sunday and in Garðabær, at The International School of Iceland, a special Children’s Book Fair is held for a second time. The International School of Iceland is based in Sjálandsskóli where the book fair is held on Saturday, 23. November from 11:00 – 15:00. I will be there among the invited authors, talking about my work as an illustrator, reading, signing books. As it says in the press release:

The event will include specially priced books in English, Icelandic and other languages. A large variety of books including award-winning titles, children’s classics, and books of Icelandic authors will be featured among the other well-known international authors. A bake sale offering a variety of homemade cakes, a children’s handmade Christmas craft sale, and raffle for prizes will also be a part of the family festivities again this year.

BookFairISI2013

Skrímslin sem unnu | And the winners are …

 Skrímslakeppni. Forlagið var að tilkynna sigurvegara í skrímslamyndakeppninni sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur á Bókamessu í bókmenntaborg um síðustu helgi. Þar fæddust mörg stórkostleg skrímsli! En það mátti bara velja þrjá verðlaunahafa, því miður. Jochum, Sara Elísabet og Úlfur Kjalar fá Skrímslaerjur að launum fyrir myndirnar sínar. Hér má lesa fréttina á vef Forlagsins, en samsett myndin er þaðan.

 Monster competition. My publisher, Forlagið, has just announced the three winners of the drawing competition held in the City Hall on Reykjavík Book Fair  last weekend. So many great monsters appeared on the drawing paper but we had to pick out only three winners. Jochum, Sara Elísabet og Úlfur Kjalar get Skrímslaerjur (Monster Squabbles) as a prize for their handsome monsters. News and picture from Forlagið website.

Höfundur á bókamessu | Ransom Riggs

 Föstudagsmyndin: Rithöfundurinn Ransom Riggs á Bókamessu í Bókmenntaborg í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. nóvember 2012. Höfundur Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn spjallaði við Sjón um bókina, baðaður geislum vetrarsólar. Spennandi bók og áhugaverður höfundur.

 Photo Friday: Author Ransom Riggs speaking at Reykjavík Book Fair in the City Hall on 18. of November 2012 about his book Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children. Pretty sharp light from the winter sun at the City Hall Café. Peculiarly attractive book and interesting author.

Ljósmynd tekin | Photo date: 18.11.2012

Áhugasamir lesendur | Enthusiastic readers

 Bókamessa í Bókmenntborg 2012. Góður dagur í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Áhugasamir lesendur á öllum aldri streymdu inn úr kuldanum og kynntu sér nýútkomnar bækur. Margir krakkar tóku þátt í skrímslamynda-samkeppninni og teiknuðu kostuleg skrímsli! Dómnefndin mun eiga erfitt með að velja aðeins þrjá lukkuteiknara. Þakkir til allra sem tóku þátt!

 Book Fair in Reykjavík 2012. A busy day at the book fair yesterday. Readers of all ages filled the City Hall to find more about all the new books of the year – most of them published last two or three months. Many kids participated in the drawing competition and drew absolutely fantastic monsters! The judges will have big trouble choosing just three lucky winners. We thank all of you who took part!

Bókamessa í Ráðhúsinu | Reykjavík Book Fair

 Bókamessa. Bókmenntaborgin og Félag bókaútgefenda standa fyrir bókamessu um helgina. Á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar má lesa um hátíðina: „Helgina 17. – 18. nóvember standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá og þarna gefst því einstakt tækifæri til að kynna sér litskrúðuga bókaflóru ársins. Lesendum gefst einnig færi á að spjalla við höfunda því fjölmargir þeirra verða á svæðinu og munu sumir bjóða upp á áritanir.“

Ég tek ásamt fleiri barnabókahöfundum þátt í Bókahátíð barnanna í Ráðhúsi Reykjavíkur, í matsalnum á 1. hæð, sunnudaginn 18. nóvember kl.14:00 – 16:00. Dagskrá má kynna sér hér. Meðal annars verður efnt til skrímslamyndakeppni og þrír heppnir krakkar fá nýju skrímslabókina: Skrímslaerjur í verðlaun fyrir skemmtilega teikningu af skrímsli.

 Book Fair. Reykjavík UNESCO City of Literature and Icelandic Publishers Association organize a book fair in Reykjavík City Hall next weekend, 17.-18. of November. Read all about the event and the busy program here.

I will be joining in on the Sunday at “The Children’s Book Fair” on the 1st floor with the new monster-book:  Skrímslaerjur. Young artists can participate in a drawing competition by draw an exciting and interesting monster. Three lucky artists win an autographed copy of Skrímslaerjur!

Bókasýningin í Gautaborg | Göteborg Book Fair

 Bókamessan í Gautaborg. Mér er boðið að taka þátt í bókasýningunni í Gautaborg, í málstofu um norrænar myndabækur, laugardaginn 29. september. Lesa má meira um sýninguna og íslenska þátttakendur á vef Sögueyjunnar. Vefur Göteborg Book Fair er hér. Þar er málstofan kynnt:

LÖRDAG 29. SEPTEMBER kl. 15:00
Nordiska bilderbokspar
Det finns flera bilderböcker som har kommit till som samarbeten mellan författare och illustratör från varsitt nordiskt land. Det kan väl tyckas naturligt, men hur enkelt är det i själva verket att  ”översätta” ett bildspråk till ett annat? Hur olika är de nordiska bildstilarna och hur säljer man in främmande bilder till gemene bilderboksköpare? Är vi egentligen mer konservativa och traditionsbundna när det kommer till bilder än texter? Författare och illustratörer med erfarenhet pratar om sina tvärnordiska samarbeten: Gry Moursund (Norge), Ulf Stark (sverige) och Linda Bondestam (Finland), Kim Fupz Aakeson (Danmark) och Áslaug Jónsdóttir (Island). Moderator: Janina Orlov, översättare. språk: skandinaviska

 Göteborg Book Fair. I am invited to Göteborg Book Fair to participate in a seminar on Nordic picturebooks along with Gry Moursund, Ulf Stark, Linda Bondestam and Kim Fupz Aakeson on Saturday 29. September at 15:00. More about the fair on GBF’s website and the Icelandic guests here on Fabulous Iceland.

Skrímslin í Peking | The monsters in Beijing

Skrímslin á kínversku: með Peter, útgefendanum hjá Maitian Culture.

 Bókamessan í Peking. Litla skrímslið og stóra skrímslið leiddu mig til Kína í lok ágúst, en nú eru sex titlar úr bókröðinni komnir út á kínversku hjá Maitian Culture Ltd., eins og kynnt var á BIBF, bókamessunni í Peking. Þar tók ég einnig þátt í norrænni málstofu sem kallaðist: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“  ásamt Åshild Kanstad Johnsen, Alexandra Borg, Karsten Pers og Paul Chen. Allar móttökur í Peking voru einstaklega vinsamlegar, bæði af hálfu heimamanna og starfsmanna sendiráðs Íslands sem skipulögðu þátttökuna á BIBF.

Í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking, sem lesa má hér segir svo:

Alexandra Borg, Áslaug, Åshild Kanstad Johnsen

„Sex bækur úr bækur úr skrímslaseríu Áslaugar Jónsdóttur og félaga komu út í Kína í gær. Sama dag tók Áslaug þátt í samnorrænni málstofu á Bókamessunni í Peking sem er sú stærsta sinnar tegundar í Kína. Útgáfufélagið Maitian Press í Tianjin gefur bækurnar út.
Bókamessan er haldin í nítjánda skipti í ár. Í fyrra tóku 1800 fyrirtæki og stofnanir þátt í sýningunni og skrifað var undir 2,953 útgáfusamninga. Í ár má gera ráð fyrir álíka mörgum eða fleiri þátttakendum. Bókamessan stendur yfir dagana 29. ágúst til 2. september. Opnunarhátíðin fór fram í Alþýðuhöllinni, þar sem þing Alþýðulýðveldisins kemur saman, og var Áslaug viðstödd opnunina.

Paul Chen (í rauðri treyju), öðru nafni Mighty Eagle, á veiðum fyrir Angry Birds.

Yfirskrift málstofunnar var „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ og var henni ætlað að fjalla um aukið vægi stafrænna og gagnvirkra lausna fyrir börn í kennslu og leik. Enn fremur var ætlunin að varpa ljósi á viðbrögð norrænna höfunda, útgáfufélaga og menntastofnana við þessari þróun. Sem dæmi má nefna að finnska útgáfufélagið Rovio, sem gefur út hin frægu „Angry Birds“ leikföng og smáforrit, styrkti málstofuna og sendi fulltrúa sinn til að kynna reiðu fuglana. Það var menningarstofnun Dana í Peking sem skipulagði málstofuna í samvinnu við Bókamessuna og með aðstoð norrænu sendiráðanna. Skipuleggjendur Bókamessunnar buðu um hundrað fulltrúum frá kínverskum bókaútgefendum til málstofunnar.

Karsten Pers, vinsæla tölvan hans og Áslaug

Áslaug Jónsdóttir er myndskreytir og barnabókahöfundur. Hún skrifaði skrímslabækurnar ásamt Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum. Sex bækur um skrímslin hafa komið út frá árinu 2004 en þá kom út fyrsta bókin sem heitir: Nei! Sagði litla skrímslið. Nýjasta bókin í seríunni kom út árið 2010 og hún heitir: Skrímsli á toppnum. Í fyrstu verður hver bók gefin út í tólf þúsund eintökum í Kína sem gerir 72 þúsund eintök allt í allt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verk eftir Áslaugu koma út í Kína en hún myndskreytti Söguna um bláa hnöttinn sem Andri Snær Magnason skrifaði.
Aðrir sem tóku þátt í málstofunni eru norski listamaðurinn Åshild Kanstad Johnsen, sænski bókmenntafræðingurinn Alexandra Borg, danski rithöfundurinn og útgefandinn Karsten Pers og Paul Chen, framkvæmdastjóri Rovio í Kína. Maitian Culture Press er útgáfufélag sem sérhæfir sig í mynda- og barnabókum. Félagið er með höfuðstöðvar í Tianjin sem er hafnarborg Peking.“ 

Skjáskot: viðtal hjá QQ-Tencent

Okkar maður hjá Maitian hafði undirbúið komu mína vel og m.a. bókað viðtal hjá vefsjónvarpi netsíðunnar QQ hjá margmiðlunarfyrirtækinu Tencent. Og enn má vitna í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking:

„Einn fjölsóttasti vefmiðill Kína, QQ, hefur birt ítarlegt viðtal við Áslaugu Jónsdóttur barnabókahöfund og myndskreyti sem heimsótti Peking nýlega. Viðtalið var tekið í tilefni af útgáfu sex bóka í Skrímslaseríunni sem Áslaug er höfundur að ásamt fleiri norrænum barnabókahöfundum. Fleiri en 700 milljónir kínverskir notendur vafra reglulega um QQ sem er flaggskip kínverskra veffyrirtækisins Tencent, eins af tíu stærstu netfyrirtækjum heims. Viðtalið við Áslaugu var birt á barnasvæði QQ þjónustunnar.“

Hér er má sjá vefsjónvarpsviðtalið hjá QQ. Aðrir tenglar: Frétt á mbl.is; frétt á RÚV.

 Beijing Book Fair. Little Monster and Big Monster got me all the way to China last month. Six titles from the monster series are being published in chinese by Maitian Culture Press, as introduced at BIBF, Beijing International Book Fair. There I also participated in a Nordic seminar called: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ , along with Åshild Kanstad Johnsen, Norwegian illustrator and picturebook author, Alexandra Borg, Swedish scholar, Karsten Pers, Danish writer and publisher and Paul Chen, GM of Finnish Rovio.

Skrímsli í Peking: Meðal rauðra risaeðla.

I had a great time in Bejing and was everywhere met with hospitality and enthusiasm. The staff at the Icelandic embassy organized my participation at BIBF and made my trip really memorable. Here is a bit from the Embassy’s press release:

“The popular Chinese web-media, QQ Kids, has published an interview with the Icelandic children book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir, who was in China recently to participate in a Nordic workshop at the Beijing International Book Fair, August 29 – September 2. The worksshop was jointly organised by Dansish Cultural Institute in Beijing and the Embassies of Finland, Norway, Sweden and Iceland. Six books from her Monster series were published in China during her visit.
The Monster books series is co-authored with Kalle Güettler from Sweden and Rakel Helmsdal from the Faroe Islands. It includes titles such as No, said the little monster first published in 2004 and Monster at the top published in 2010. To date, six books have been published in various languages and all six are being published in China by Maitian Culture Press in Tianjin.”

Here is a link to the interview at QQ.

Ljósmyndirnar frá BIBF tók |  Hafliði Sævarsson | took the photos at BIBF.

Á bókamessu í Peking | BIBF

 Bókamessan í Peking. Á leið til Kína! Mér hefur verið boðið að taka þátt í norrænni málstofu á BIBF, alþjóðlegu bókamessunni í Peking í Kína. Málstofan nefnist: FROM FAIRYTALES TO APPS, E-BOOKS AND E-LEARNING – Seminar on Nordic Children’s Literature in the age of e-books and e-learning. Aðrir þáttakendur eru Åshild Kanstad Johnsen, teiknari og rithöfundur frá Noregi, Alexandra Borg, bókmenntafræðingur frá Svíþjóð, Karsten Pers, rithöfundur og útgefandi frá Danmörku og Paul Chen, framkvæmdastjóri Rovio í Kína. Málstofan fer fram 30. ágúst n.k. Auk þess að fjalla vítt og breitt um barnabækur og bókagerð segi ég frá samvinnunni við skrímslahöfundana Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sex bækur um skrímslin tvö hafa verið þýddar á kínversku og þær koma væntanlega út í tæka tíð fyrir bókamessuna. Útgefandinn er Maitian Culture Ltd. í Tianjin.

 Book fair in Beijing. I have been invited to participate in a Nordic seminar on August 30, at Beijing International Book Fair. Other speakers at the seminar are Åshild Kanstad Johnsen, Norwegian artist, Alexandra Borg, Swedish scholar, Karsten Pers, Danish writer and publisher and Paul Chen, GM of Finnish Rovio. My lecture is called: For better or for worse – Sharing an idea and staying friends. Mostly about the collaboration with my monster-co-authors Kalle Güettler and Rakel Helmsdal but also about my work in general. Six books from The Monster Series are being published in chinese by Maitian Culture Ltd. and should be released just in time for the book fair.