Börn og menning | New issue of ‘Börn og menning’ magazine

Jutta Bauer with Selma the sheep in the Nordic House in Reykjavík, in September 2012. Photo © Áslaug Jónsdóttir.

 Börn og menning. Tímaritið Börn og menning kom út á dögunum, en það er gefið út af IBBY á Íslandi. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni, bókadómum, umfjöllun um leikhús o.fl. Helga Ferdinandsdóttir ritstjóri tók firnagott viðtal við Jutta Bauer, teiknara og myndabókahöfund, handhafa H. C. Andersen verðlaunanna 2010. Jutta var gestur á barnabókmenntahátíðinni Matur úti í mýri í september og í viðtalinu segir hún margt um stöðu mynda í barnabókum sem heimfæra má upp á íslenskar aðstæður:

„Þegar fullorðinn lesandi í Þýskalandi tekur upp myndskreytta barnabók les hann yfirleitt bara textann og hirðir ekki um myndirnar. Það er synd vegna þess að mynda er hægt að njóta á miklu beinskeyttari hátt en þegar um texta er að ræða; samt eru þær einhvern veginn síaðar frá eða hundsaðar. Það er mjög mikilvægt að stuðla að meiri vitund um myndefni, eða hvernig texti og myndir vinna saman.
Í tengslum við öll þessi verðlaun sem eru veitt víða um heim þá einblína dómnefndirnar alltof oft bara á textann, enda er dómnefndarfólkið yfirleitt alltaf úr heimi bókasafna og texta. Aðeins örfáir geta talað af einhverju viti um myndefnið.“

 Children’s culture. Börn og menning is a magazine of culture for children, published IBBY in Iceland. The editor, Helga Ferdinandsdóttir, did a very good interview with illustrator and author Jutta Bauer, who was one of the guests at Mýrin, Festival of Children’s Literature in September.