Yrðlingur á Fjöllum | Fox at Möðrudalur

IceFoxAslaugJweb

♦ Föstudagsmyndin. Í dag, fjórða október, er Dagur dýranna. Hér kemur því dýr dagsins: yrðlingur við Möðrudal á Fjöllum. Hann var greinilega heimalningur þar á bæ. Við trufluðum síðdegislúrinn og hann var mátulega hress með það. Kannski þreyttur á ferðamönnum. Bælið var í röri sem lá undir veginn, ekki langt frá bænum. Hvað sem fólki kann að finnast um refinn þá er hann Dýrið í allri sinni dýrð …

♦ Photo Friday. October forth is the World Animal Day. I guess the arctic fox is somewhat the “wildest” animal in Iceland. I came across this fox cub when I visited Möðrudal á Fjöllum recently. As we drove away from farm, we noticed him dosing in the sun just beside the road. We soon found out that it was a half-tamed one, and we gathered that he must have had his share of nosy tourists this summer, disturbing his siesta.

Ljósmynd tekin | Photo date: 07.09.2013