Það sem af er mars | Mid-March and monkey business

Slabb-i-mars-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Jæja þá. Það er kominn miður mars. Ég var að gramsa í myndasafninu. Skoðaði myndir sem ég hef tekið í marsmánuði. Í mars eru öll veður. Oft er snjór og slabb, en stundum kemur vorið of snemma eða sýnir sig í stutta stund: þá gala gaukar og þá spretta laukar – svo frýs allt saman í harðan klakaköggul.

Mér fannst myndin hér fyrir ofan nokkuð dæmigerð fyrir mars. Það eru allir fleygiferð í slabbinu.

Svo fann ég enn betri táknmynd fyrir stemninguna á Íslandi undanfarnar vikur. Ég bið samt apann afsökunar á samlíkingunni sem er mjög ósanngjörn í hans garð.

♦ Photo Friday: I was going through files of photos dating from the month of March. The photo above is pretty typical for the weather and the atmosphere in March in Reykjavík: wet snow, melting snow, gray days, sunny days, sometimes very promising and much-too-early days of spring; then snow and frost again …

But the sight of this screaming creature on the photo below made immediate associations to the political state of my country or at least the atmosphere in March for the past weeks. Oh, my! All that monkey business, all the growling and yelling! (I feel I must apologize to the monkey for this reference: sorry, sorry!). Where will this anger and the sense of being trapped-in lead to?

Ape-In-March-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 28.03.2004 og 31.03.2004