Lestrarskrímsli | Reading monster books

ErÞettaStafurinnMinn♦ Lestur: Litla skrímslið og stóra skrímslið styðja bóklestur á allan máta. Hér eru tvö dæmi um það.

Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir er höfundur handbókar um læsi ungra barna: Er þetta stafurinn minn? Á forsíðu bókarinnar sitja krakkar og lesa skrímslabækur og fleira gott. Í bókinni er að finna hagnýt ráð og upplýsingar um læsi, málþroska og fyrstu kynni af lestri og ritun.

Hönnuðir smáforritsins BookRecorder fengu skrímslin líka í lið með sér til að kynna sitt verkfæri. Með BookRecorder er hægt að búa til hljóðbók með eigin upplestri. Einfalt smáforrit fyrir börn, foreldra og kennara. Heimssíða BookRecorder er hér og kynningarmyndband hér. Sækja má smáforritið hér.

Screen-shot-BookRecorderAd

♦ Reading: Sometimes authors and illustrators get requests about the use of their art for commercial purposes. Usually it is very easy to say a big NO! but on other occasions it is highly appropiate to grant the permission. In these two newly examples, the books about the two monsters are used to promote reading. A cover photo for handbook on reading (Er þetta stafurinn minn?) shows kids reading books from the monster series. And the books are also used in a video and on a homepage for an app called BookRecorder – an app that makes it easy for kids, teachers, parents and grandparents to record their own audiobooks. The application is available here.

One thought on “Lestrarskrímsli | Reading monster books

  1. Pingback: Book Reader – en app för att läsa in böcker – demonstreras med Monster i höjden | Kalle Güettler, författare

Comments are closed.