Þrír bókadómar | Three book reviews

DV 7-10nov2014♦ Bókadómar: Skrímslakisi hefur fengið ljómandi viðtökur hjá gagnrýnendum undanfarið. María Bjarkadóttir skrifar um þrjár myndabækur á vefsíðunni Bókmenntir.is og segir m.a. þetta um Skrímslakisa: „Myndirnar eru líkt og í fyrri skrímslabókunum skemmtilegar og litríkar og má lesa töluvert meira úr þeim en kemur fram í textanum, bæði um persónuleika skrímslanna tveggja og um samskiptin þeirra á milli. Svipbrigði skrímslanna eru einstaklega lýsandi og auðvelt að fá samúð með þeim báðum í sögunni.“ Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.

Auður Haralds fjallaði um Skrímslakisa í þættinum Virkir morgnar á RÚV. „Skrímslakisinn er eins og barnabækur eiga að vera,“ sagði Auður. „Boðskapurinn svona laumast inn með kætinni og ánægjunni. Hún fær alveg fjörutíu og ellefu stjörnur.“  Upptöku af þættinum (01.12.2014) má finna hér á vef RÚV. (Aðgengilegt til 27.02.2015).

Í bókablaði DV (7-11. nóvember) birtist umsögn eftir Kríu Kolbeinsdóttur, 6 ára, sem kemst að einfaldri niðurstöðu þrátt fyrir að sagan sé á köflum sorgleg: „Þetta er því skemmtileg bók.“ Dóminn má lesa hér til hliðar.

Skrímslakisi fékk ennfremur glimrandi dóm í Fréttablaðinu, eins og lesa mátti hér.

M8-Skrímslakisi-Isl-CoverWeb♦ Book reviews: Skrímslakisi (The Monster Cat) is getting excellent reviews. Here are short quotes from three reviews:
„The Monster Cat is like children’s books ought to be. … It gets forty-and-eleven stars!  – Auður Haralds – Virkir morgnar, RUV – The Icelandic National Broadcasting Service.
„Just as in the previous monster-books, the illustrations are amusing and colorful, and you can read considerably much more out of them than what says in the text, both about the two personalities and the relations between the two. Their facial expressions are particularly demonstrative and it is easy to feel empathy for both of them in the story.“ – María Bjarkadóttir, Bókmenntir.is
„This is funny book.“ – Kría Kolbeinsdóttir, 6 yrs, DV Newspaper.

Read also about five-star review in Fréttablaðið here.

One thought on “Þrír bókadómar | Three book reviews

  1. Pingback: Nya fina isländska recensioner av Monsteratten | Kalle Güettler, författare

Comments are closed.