♦ Bókverk: Ég nýt þess að vera í skemmtilegum listahópi, sem kallar sig ARKIR, og hefur það að meginmarkmiði að stunda bókverkagerð. Ein af sýningum ARKA nefndist ENDURBÓKUN, og opnaði fyrst í Gerðubergi Menningarhúsi í nóvember 2014. Sýningin var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í apríl 2015 og síðar í Spönginni Menningarhúsi. Verkin á sýningunni ENDURBÓKUN voru flest unnin úr gömlum afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Myndir frá sýningunni í Gerðubergi prýða nú almanak SORPU árið 2016. Almanakið má nálgast á endurvinnslustöðum SORPU en einnig má skoða almanakið hér og hlaða því niður rafrænt. Myndin á forsíðu almanaksins sýnir hluta af verkinu Orðaflaumur eftir Ingiríði Óðinsdóttur, en við mánuðina janúar, júlí og desember ber að líta verk sem ég gerði fyrir sýninguna ENDURBÓKUN. Ljósmyndirnir tók Binni, einnig þessar hér fyrir neðan. Sýningin ENDURBÓKUN, eða hluti hennar, mun ferðast víðar um landið á árinu og lesa má um fleiri sýningar á Bókverkabloggi ARKANNA. Ljósmyndir af fleiri bókverkum hef ég hér: Bókverk | Book art.
♦ Book art: I am a happy member of the book artist group ARKIR. Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK, that originally opened in Gerðuberg Culturehouse, was later opened in Reykjanesbær Library in April and in Spöngin Culturehouse in July. All the works were created from old books, discared books from Gerðuberg Library. Photos exhibiting artworks from ENDURBÓKUN / RE-BOOK are illustrating the 2016-calendar published by SORPA, a non-profit waste management firm owned and run by seven municipalities in Iceland’s Capital Area. SORPA’s almanac is available at all the recycling centers but can also be viewed and downloaded here. The artwork on the cover shows Orðaflaumur (Stream of Words) by Ingiríður Óðinsdóttur. January, July and December are illustrated with photos of my works. Photographer is Binni who also took the photos below. The exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK will travel further in Iceland this year. More book art at ARKIR Book Arts Blog and on my page Bókverk | Book art.