Jaðarland | Borderland: Book art exhibition

Bókverkasýning: Þriðjudaginn 30. janúar n.k. opnar sýningin JAÐARLAND / BORDERLAND í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland í Bandaríkjunum. Ellefu listakonur sem skipa hópinn ARKIR sýna þar bókverk auk tveggja bókbindara frá handbókbands-verkstæðinu Bóklist. Sýningin stendur til 30. apríl og er öllum opin og ókeypis. Verkin á sýningunni hverfast flest með einum eða öðrum hætti um það margslungna hugtak „land“ og ég sýni þar m.a. verkið Jörð | Earth sem er á myndinni hér fyrir neðan. Til vinstri er verkið í vinnslu, til hægri fullgert.

Book art exhibitionOn Tuesday, January 30, the book art exhibition BORDERLAND will open in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, USA. Exhibitors are all 11 members of ARKIR book arts group, and two bookbinders from the bookbinding studio Bóklist. The exhibition is curated by Rebecca Goodale. Open until April 30, 2018. I participate with several works, all related to the theme: „land“. Below is one of my works: Jörð | Earth based on a collection of my photographs. On the left is work in progress, on the right: the finished item. See ARKIR’s homepage for further information.