Dagur íslenskrar náttúru 2024 | Icelandic Nature Day 2024

Náttúran: Íslensk náttúra er margslungin og fjölbreytt. Við alla nánari skoðun er hún auðugri og aðdáunarverðari en flesta grunar við fyrstu sýn. Á hrjóstrugu og eyðilegu holti má finna fleiri blómtegundir, grös, mosa og skófir en á grænni grundum. Á opnum svæðum eins og heiðum og holtum verpa fjölmargar fuglategundir í merkilegu samlífi. Þarna þykir mörgum kjörið að sá lúpínu, grænþvo samvisku sína með skógrækt, reisa vindmyllugarða eða stunda viðlíka gróðabrall með vind, vatn og jarðefni. Allsstaðar er sótt að náttúrunni með byggingum, virkjunum, námugreftri og stóriðjubúskap á láði og legi og andvaraleysið með ólíkindum. Náttúruvernd er ekki gæluverkefni náttúruunnenda heldur forsenda lífs á jörðunni. Til hamingju með daginn.

Nature: Icelandic nature is complex and diverse. On closer inspection, it is richer and more admirable than most people suspect at first glance. On barren and desolate ground you can find more types of plants, flowers, grasses and mosses than on greener grounds. In open areas such as heaths and hollows, numerous bird species nest in a remarkable symbiosis. There, many people find it ideal to sow lupine, sell grounds for planting trees for greenwash, build wind turbine farms or engage in similar profiteering with water and mining. Everywhere, nature is under attack for buildings, power plants, mining and large-scale industrial agriculture and fish farming, and the lack of awareness is unbelievable. Nature conservation is not a hobby for nature lovers, but a prerequisite for life on earth. Happy Icelandic Nature Day – every day.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.08.2024