Dagur íslenskrar tungu í Ósló | Author visit to Oslo

Bókaspjall: Nú um miðjan nóvember var mér var boðið að taka þátt í árlegri dagskrá Íslenska sendiráðsins í Ósló í tilefni af degi íslenskrar tungu og naut þar gestrisni Ingibjargar Davíðsdóttur sendiherra og hennar fólks í fallegum sendiherrabústað Íslands í Bygdøy. Það var ánægjulegt að hitta norska og íslenska gesti og rithöfundinn Mette Karlsvik sem einnig hélt erindi.

Eins og alltaf var gaman að heimsækja Óslóarborg, söfn og sýningarsali, en uppbygging menningarhúsa sem þar er í gangi er reyndar með fádæmum. Nýfallinn snjó tók upp í þýðu og skammdegið var kunnulegt þó borgin sjálf væri að komast í hátíðarbúning.

Book talk: Last week I was invited to speak at an event in connection with the Icelandic Language Day, at the Icelandic ambassador‘s residency in Oslo. I enjoyed the meeting with Norwegian and Icelandic guests, ambassador Ingibjörg Davíðsdóttir and her staff, as well as the other speaker: writer Mette Karlsvik, who has a long time creative relation with Iceland.

In Oslo the daylight was short and winter was surely there although the newly fallen snow had melted again. The city was getting ready for the festive season and fun to visit as always.

Ljósmyndir | photos: © Sendiráð Íslands í Ósló | Embassy of Iceland in Oslo / and  top: Áslaug Jónsdóttir 13./14./15.11.2019