Sumarsólstöður og vorið langa | Summer solstice and the long spring

hofsoley2024-©AslaugJonsdottir.jpg

Föstudagsmyndin: Hver er staðan? Það eru víst allir inni að horfa á fótbolta. En ekkert hefur meiri áhrif á líf okkar en staða hnattarins bláa í sólkerfinu. Í gær voru sumarsólstöður (vegna hlaupárs 20. júní en öllu jafna 21. júní) og birtan á Íslandi er í hámarki. Myrkur er ekkert: í dag reis sól í Reykjavík skömmu fyrir kl þrjú að nóttu og hún sest ekki fyrr en eftir miðnætti. Það dimmir sem sagt í tæpa þrjá tíma. Það er auðvelt að hugsa sér að lífið væri ljúfara ef hitinn væri ögn hærri, í samræmi við birtuna. En miðað við ástandið víða á hnettinum megum við vel við una í svalanum. Og náttúran hefur sinn gang þrátt fyrir hretin. Vorið kom með nýfæddu ungviði og jurtir vöknuðu til lífs og springa nú út og blómstra hver á eftir annarri í sinni réttu röð. Það er enn vor, langt vor!

Í mars tók ég þátt í örpistla-röð RÚV, Uppástandi, en þar var umfjöllunarefnið einmitt vor. Hér má hlusta á pistilinn á vef RÚV: Uppástand – Vor – Áslaug Jónsdóttir.

Hér fyrir ofan og neðar eru nokkrar vormyndir: efst hófsóley (Caltha palustris); neðar: hrafnaklukka (Cardamine pratensis); tjaldsegg; sjálfa með ástleitnu folaldi (Viljahestar) og loðvíðigrein (Salix lanata) teygir sig upp úr sinunni.

Það er liðið nær hálft ár frá síðasta pósti svo nú heiti ég tíðari færslum! Í hófi þó!

hrafnaklukka2024-AslaugJonsdottir

Friday photo: Nothing affects our lives more than our planet’s position in the solar system. Yesterday was the summer solstice (due to a leap year, on June 20, otherwise on June 21) and daylight in Iceland is at its peak. There is no darkness: today the sun rose in Reykjavík shortly before 3 am in the morning and it does not set until after midnight. It’s easy to imagine that life would be somewhat sweeter if the temperature was a bit higher, in line with the brightness. But considering the situation in many parts of the world, we are better off with the fresher and cooler temperatures. And nature has its way despite times with setbacks bad weather. Spring comes with newborn foals and lambs, the flora awakens and flowers bloom one after the other in their proper order. It is still spring, the long spring …

In March, I took part in the The Icelandic National Broadcasting Service’s (RÚV) mini-episodes: Uppástandi [Opinion], and the topic was SPRING. To listen, click here: Uppástand – Vor – Áslaug Jónsdóttir.

Above and below are few photos from this spring. Above: marsh-marigold or kingcup (Caltha palustris); mayflower or lady’s smock (Cardamine pratensis); the humble nest of an oystercatcher; selfie with a lovely little friend (Viljahestar) and a wolly willow branch (Salix lanata) that stretches out from the withered grass.

It’s been almost six months since my last post, so now I promise to post more often! In moderation though!

egg-2024-©AslaugJonsdottir

folald-2024-©AslaugJonsdottir

vidigrein-2024-©AslaugJonsdottir.jpg

Ljósmyndir teknar | Photo date: 18.05 – 14.06.2024