Bókamessa í Ráðhúsinu | Reykjavík Book Fair

 Bókamessa. Bókmenntaborgin og Félag bókaútgefenda standa fyrir bókamessu um helgina. Á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar má lesa um hátíðina: „Helgina 17. – 18. nóvember standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá og þarna gefst því einstakt tækifæri til að kynna sér litskrúðuga bókaflóru ársins. Lesendum gefst einnig færi á að spjalla við höfunda því fjölmargir þeirra verða á svæðinu og munu sumir bjóða upp á áritanir.“

Ég tek ásamt fleiri barnabókahöfundum þátt í Bókahátíð barnanna í Ráðhúsi Reykjavíkur, í matsalnum á 1. hæð, sunnudaginn 18. nóvember kl.14:00 – 16:00. Dagskrá má kynna sér hér. Meðal annars verður efnt til skrímslamyndakeppni og þrír heppnir krakkar fá nýju skrímslabókina: Skrímslaerjur í verðlaun fyrir skemmtilega teikningu af skrímsli.

 Book Fair. Reykjavík UNESCO City of Literature and Icelandic Publishers Association organize a book fair in Reykjavík City Hall next weekend, 17.-18. of November. Read all about the event and the busy program here.

I will be joining in on the Sunday at “The Children’s Book Fair” on the 1st floor with the new monster-book:  Skrímslaerjur. Young artists can participate in a drawing competition by draw an exciting and interesting monster. Three lucky artists win an autographed copy of Skrímslaerjur!