Höfundur á bókamessu | Ransom Riggs

 Föstudagsmyndin: Rithöfundurinn Ransom Riggs á Bókamessu í Bókmenntaborg í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. nóvember 2012. Höfundur Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn spjallaði við Sjón um bókina, baðaður geislum vetrarsólar. Spennandi bók og áhugaverður höfundur.

 Photo Friday: Author Ransom Riggs speaking at Reykjavík Book Fair in the City Hall on 18. of November 2012 about his book Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children. Pretty sharp light from the winter sun at the City Hall Café. Peculiarly attractive book and interesting author.

Ljósmynd tekin | Photo date: 18.11.2012

Bókamessa í Ráðhúsinu | Reykjavík Book Fair

 Bókamessa. Bókmenntaborgin og Félag bókaútgefenda standa fyrir bókamessu um helgina. Á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar má lesa um hátíðina: „Helgina 17. – 18. nóvember standa Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá og þarna gefst því einstakt tækifæri til að kynna sér litskrúðuga bókaflóru ársins. Lesendum gefst einnig færi á að spjalla við höfunda því fjölmargir þeirra verða á svæðinu og munu sumir bjóða upp á áritanir.“

Ég tek ásamt fleiri barnabókahöfundum þátt í Bókahátíð barnanna í Ráðhúsi Reykjavíkur, í matsalnum á 1. hæð, sunnudaginn 18. nóvember kl.14:00 – 16:00. Dagskrá má kynna sér hér. Meðal annars verður efnt til skrímslamyndakeppni og þrír heppnir krakkar fá nýju skrímslabókina: Skrímslaerjur í verðlaun fyrir skemmtilega teikningu af skrímsli.

 Book Fair. Reykjavík UNESCO City of Literature and Icelandic Publishers Association organize a book fair in Reykjavík City Hall next weekend, 17.-18. of November. Read all about the event and the busy program here.

I will be joining in on the Sunday at “The Children’s Book Fair” on the 1st floor with the new monster-book:  Skrímslaerjur. Young artists can participate in a drawing competition by draw an exciting and interesting monster. Three lucky artists win an autographed copy of Skrímslaerjur!