Skólaspjall | Visiting school via Skype

SkypeArskoli1

 Skólaheimsókn. Ég fór í skemmtilega skólaheimsókn á miðvikudaginn. Án þess að fara úr sæti mínu við tölvuna var ég komin inn í skólastofu á Sauðárkróki! Ég spjallaði þar við fjöruga krakka í 3. bekk IHÓ í Árskóla. Þau höfðu undirbúið spurningar og voru greinilega búin að kynna sér vel sögurnar um skrímslin. Mörg þeirra voru með tillögur að nýjum bókatitlum og vildu vita hvort ég gæti skrifað bækur sem fjölluðu um ákveðið þema. Miðað við allar þær frjóu hugmyndir sem þar komu fram er ljóst að ímyndunarafl skortir ekki hjá krökkunum í 3. IHÓ! Duglegir krakkar, takk fyrir mig!

SkypeArskoli2

 School visit. I did my first online school visit via Skype last Wednesday. Third graders in Árskóli in Sauðárkrókur in northwest Iceland had prepared questions so we had a session of Q&A. The class was lively and had clearly studied the Monsterseries well. They had a lot of questions about possible new titles with a preferred theme. Many great ideas! And who knows, maybe we’ll see some of these themes in future monster-books?

 Uppfært 5. apríl 2013: Ég fékk skemmtilegan póst í gær, alvöru bréfapóst með myndskreyttum þakkarskeytum frá 3. bekk IHÓ í Árskóla. Takk fyrir skeytin! Bekkjarkennarinn, Ingvi Hrannar Ómarsson, sagði að krakkarnir hefðu nýtt nestistímann sinn til að skrifa kveðjurnar. Á bekkjarblogginu þeirra voru svo myndir frá þeirra sjónarhorni og ég fékk leyfi til að birta nokkrar þeirra hér.

bref3IHOArskola Updated April 5. 2013: I received a big envelope with real letters yesterday! It was a bunch of illustrated thank notes from the kids in Árskóli. Their teacher said they had used the lunchtime to write the letters. I also got permission to use some photos from their class-blog, see below.

Skypespjall3IHOArskoli