Út um allar trissur | Out and about

Bókadagar: Á haustin og í vetrarbyrjun getur verið nóg að snúast á alls kyns bókaþingum, í skólaheimsóknum og upplestrum. Stundum er fjölmenni og fjör, annars staðar er fámennara og friðsælla. Nýjasta bókin um skrímslin, Skrímsli í vanda, hefur fengið góðar viðtökur hjá áheyrendum og við skrímslin höfum farið víða að kynna verkið. Á Bókamessu í Bókmenntaborg var líka hægt að taka þátt í skrímsla-klippimynda-smiðju og eru nokkrar myndanna hér eru þaðan.

Busy days of booksAttending book fairs, doing readings, school visits and such, is all part of authors/artists work aftur a book release, especially in the autumn and during what in Iceland is called „Jólabókaflóð“ (The Book Flood of Christmas). The new book in the Monster series, Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble) has been well received, but reading other “old” favorites is always welcomed too. A paper-cut monster workshop was offered at Reykjavík Book Fair where both young and older monster friends took part.

 

Ljósmyndir © | Photo credit: Bókasafn Akraness, Akurskóli, Heiðarskóli Hvalfjarðarsveit, Flataskóli, Bókasafn Kópavogs/Arndís Þórarinsdóttir og Áslaug Jónsdóttir.

Skólaheimsókn og vinafundur | School visit and a friends meeting!

aslaugakurskoli18-11-2016

♦ Skólaheimsókn: Það er alltaf gaman að heimsækja Akurskóla í Reykjanesbæ, en þar var ég í tilefni af degi íslenskrar tungu. Þá hittast nemendur í fyrsta bekk og elstu börnin í leikskólanum Akri og leikskólanum Holti og fagna deginum með söng. Krakkarnir eru fyrirmyndaráheyrendur og góður andi í skólanum. Með í för voru auðvitað litla skrímslið og stóra skrímslið. Við hittum líka Blæ vináttubangsa, sem er sérlegur sendifulltrúi Barnaheilla í forvarnarverkefni gegn einelti og var í fylgd með krökkunum frá Holti.
Fleiri myndir má sjá hér á vef Akurskóla.

♦ School visitLast week I was the lucky guest of first graders in Akurskóli in Reykjanesbær, as well as preschool classes from kindergartens Holt and Akur, when they all got together and celebrated the Icelandic Language Day. As always the young students were an exemplary good audience. I visited the school along with Little Monster and Big Monster who also met teddybear Blær, a special ambassador for friendship and mascot of Barnaheill – Save the Children in Iceland’s project against bullying.
More photos here at Akurskóli webpage.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 18.11.2016

Skólaspjall | Visiting school via Skype

SkypeArskoli1

 Skólaheimsókn. Ég fór í skemmtilega skólaheimsókn á miðvikudaginn. Án þess að fara úr sæti mínu við tölvuna var ég komin inn í skólastofu á Sauðárkróki! Ég spjallaði þar við fjöruga krakka í 3. bekk IHÓ í Árskóla. Þau höfðu undirbúið spurningar og voru greinilega búin að kynna sér vel sögurnar um skrímslin. Mörg þeirra voru með tillögur að nýjum bókatitlum og vildu vita hvort ég gæti skrifað bækur sem fjölluðu um ákveðið þema. Miðað við allar þær frjóu hugmyndir sem þar komu fram er ljóst að ímyndunarafl skortir ekki hjá krökkunum í 3. IHÓ! Duglegir krakkar, takk fyrir mig!

SkypeArskoli2

 School visit. I did my first online school visit via Skype last Wednesday. Third graders in Árskóli in Sauðárkrókur in northwest Iceland had prepared questions so we had a session of Q&A. The class was lively and had clearly studied the Monsterseries well. They had a lot of questions about possible new titles with a preferred theme. Many great ideas! And who knows, maybe we’ll see some of these themes in future monster-books?

 Uppfært 5. apríl 2013: Ég fékk skemmtilegan póst í gær, alvöru bréfapóst með myndskreyttum þakkarskeytum frá 3. bekk IHÓ í Árskóla. Takk fyrir skeytin! Bekkjarkennarinn, Ingvi Hrannar Ómarsson, sagði að krakkarnir hefðu nýtt nestistímann sinn til að skrifa kveðjurnar. Á bekkjarblogginu þeirra voru svo myndir frá þeirra sjónarhorni og ég fékk leyfi til að birta nokkrar þeirra hér.

bref3IHOArskola Updated April 5. 2013: I received a big envelope with real letters yesterday! It was a bunch of illustrated thank notes from the kids in Árskóli. Their teacher said they had used the lunchtime to write the letters. I also got permission to use some photos from their class-blog, see below.

Skypespjall3IHOArskoli