Skrifandi teiknari | The writing illustrator

Neiweb Myndlýsingar. Í Fréttatímanum í dag (bls 58) fjallar Gunnar Smári Egilsson um það framúrskarandi góða starf sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur unnið með vönduðum tónleikum og efni fyrir börn. Verður það starf seint oflofað. Í greininni er bent á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar á færeyska tónlistarævintýrinu „Veiða vind“ sem er tónverk eftir Kára Bæk, ævintýri skrifað af Rakel Helmsdal og myndlýst af Janusi á Húsagarði. Ævintýrið kom nýverið út hjá Forlaginu í þýðingu Þórarins Eldjárns og auðvitað fylgir tónlistardiskur með. Ég get heilshugar mælt með frábærri tónsmíð, sögu og myndum.

Rakel Helmsdal er ásamt okkur Kalle Güettler í þríeykinu sem semur bækurnar um litla skrímslið og stóra skrímslið. Og loks kem ég mér að efninu: Eftir sjö bækur um skrímslin tvö, leikrit um þau í Þjóðleikhúsinu, umfjöllun í blöðum og tímaritum er ég enn afskrifuð sem höfundur textans. Ég get nefnilega teiknað. Og þá er stundum eins og það sé óhugsandi að ég geti jafnframt ritað texta. Eða öfugt. Gunnar Smári er ekki einn um þessa villu, ég var fyrir skemmstu að lesa sambærilegan misskilning í sænsku riti. Gott og vel, öllum getur yfirsést að lesa kreditsíðurnar, en hugsanavillan liggur þó fyrst og fremst og langoftast í þeirri meinloku að myndirnar séu fylgifiskar sem allt eins megi sleppa, en textinn aðalmálið. Jafnvel í hreinræktuðum myndabókum þar sem ég er ein höfundur texta og mynda hefur mér verið hrósað í lok umfjöllunar fyrir að teikna myndirnar sjálf! Sko til! Eins og ég hafi ákveðið á síðustu metrunum að smella nokkrum myndum með. Í myndabókum liggur sagan, frásögnin, höfundarverkið, jafnt eða meira í myndunum. Þær eru ekki skreyti við texta, þær eru sjálft lesmálið.

Ég veit að það dugar ekki að segja þetta einu sinni, ekki tvisvar, ekki þrisvar. Ég mun því tyggja þetta enn og aftur, jafnt oft og nauðsyn krefur:
1) Myndabækurnar um skrímslin eru höfundarverk þriggja höfunda. 
2) Við þrjú: Áslaug, Rakel og Kalle skrifum texta skrímslabókanna í sameiningu á þremur tungumálum. (Og já, það er hægt.) 
3) Ég, Áslaug, er myndhöfundurinn, ég sé líka um myndrænu frásögnina, myndlýsi eða myndskreyti – og hanna auk þess útlit bókanna, brýt um textann. 

Ég ætla fljótlega að segja nánar frá skrímslabókunum hér á þessum síðum, sem og kynna betur það sem meðhöfundar mínir eru að bralla. Þangað til má lesa sitthvað undir flipanum BÆKUR og með því að smella HÉR til að lesa síðustu fréttir af skrímslabókunum. Loks eru hér fyrir neðan tenglar á nokkrar viðtalsgreinar, vilji fólk glöggva sig enn frekar á starfsháttum okkar. Meira síðar.

Viðtal í Morgunblaðinu 19. nóv. 2007  |||  Viðtal í Fréttablaðinu 11. des. 2004   |||  Grein í Nordisk Blad 2005
Miðstöð íslenskra bókmennta – viðtal.

 Illustrations. An article in Fréttatíminn today made me wonder, once again, why illustrations in picture books are still considered a mere addition to a story, rather than the story itself. The whole concept of a picture book is the visual narrative – first and foremost, although it’s usually combined with text. Since the article in Fréttatíminn, as so many others, failed to count me in as a text-author of the Monsterseries (and as every illustrator can tell you: the text author is THE author, never mind the concept or the pictures) I will repeat this as long as necessary:
1) The picturebooks about the Little Monster and the Big Monster are created by three authors.
2) We are the three authors of the text: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal.
3) There is one illustrator (author of pictures) and graphic designer: Áslaug Jónsdóttir. 

I intend to add a page on the Monsterseries very soon, until then you can find information here on the BOOKS-page and also by scrolling through latest news on the monsterbooks here. For still further information I add two articles with interviews from Icelandic newspapers; one article in Danish with English summary and then one online interview on IsLit.is. I’ll be back soon …

Interview in Morgunblaðið19. Nov. 2007   |||   Interview in Fréttablaðið 11. Dec. 2004   |||  Article í Nordisk Blad 2005
The Icelandic Litterature Center – interview.