Vinir tveir | Two friends

Litla skrímslið og stóra skrímslið var frumsýnt í Hofi hjá Leikfélagi Akureyrar þann 13. janúar síðastliðinn. Það var gaman að taka þátt í gleðinni í Hofi og fagna með þessum listagóða sýningarhópi sem Jenný Lára Anórsdóttir stýrði af mikilli fagmennsku. Sýningar verða þéttar næstu helgar, til 11. febrúar. Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Little Monster and Big Monster had premiere at Akureyri Theater, in the Black Box at Hof Culture Center, on January 13th. It was great fun to be in the audience and to celebrate a very good work of gifted group of artists, directed by Jenný Lára Arnórsdóttir. Shows will run all next weekends, ending on february 11th. Tickets at mak.is.


Skrímslasöngurinn: Góð tónlist er auðvitað ómissandi í öllum sviðsverkum. Að þessu sinni var það Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem samdi nýtt og grípandi lag við vísur skrímslanna: Vinir tveir. Sönginn má finna hér á Spotify og með hlekknum hér neðar, á Youtube.

The Monster song: Good music is, of course, essential in all stage works. This time it was Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson who composed a lovely new song to the verses of the monsters: Two Friends. The song can be found here on Spotify and by the link above on Youtube.

Myndir hér neðar og efst | photos, top and below: © Unnar Anna Árnadóttir / Leikfélag Akureyrar / MAK.

Hér má lesa efnisskrá sýningarinnar. Og meira um sýninguna á vef Menningarfélags Akureyrar. 
Hér má svo lesa meira um leikritið um skrímslin á þessari heimasíðu.   

More info (in Icelandic):
The playbill online. And more about the production at the site of Akureyri Culture Company.
And a bit more about the play on this site.  


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli að leik! | Monsters at play!

Skrímsli í leikhúsinu! Það hefur verið hreint dásamlegt að fylgjast með skrímslunum holdgerast í hæfileikaríkum leikurum hjá Leikfélagi Akureyrar síðustu daga, en LA hefur tekið til sýninga leikritið um svörtu skrímslin tvö. Hér má sjá Margréti Sverrisdóttur í hlutverki litla skrímslisins og Hjalta Rúnar Jónsson í hlutverki stóra skrímslisins. 

Búningana hannaði Björg Marta Gunnarsdóttir og gervi Harpa Birgisdóttir. Leikstjóri verksins er Jenný Lára Arnórsdóttir og grípandi tónlist samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Um hljóðmynd og ljós sjá Árni F. Sigurðsson og Benni Sveinsson. Sýningarstjóri er Unnur Anna Árnadóttir.

Frumsýning er næstkomandi laugardag, 13. janúar, í Svarta kassanum í Hofi og þá verður sko dúndurgaman! Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Monster theater! It has been an absolut pleasure to watch rehearsals at Akureyri Theater this week and to see the two monsters come alive in the two talented actors: Margrét Sverrisdóttir as Little Monster and Hjalti Rúnar Jónsson as Big Monster. This is a new production of my play “Little Monster and Big Monster in the Theater” by Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar).

Costumes are designed by Björg Marta Gunnarsdóttir and make-up artist is Harpa Birgisdóttir. Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and the catchy music is composed by Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Sound and lighting designers are Árni F. Sigurðsson and Benni Sveinsson. Stage manager is Unnur Anna Árnadóttir.

The premiere is next Saturday, January 13th, in the Black Box at Hof Culture Center in Akureyri and I am surely looking forward to it! Tickets at mak.is.

Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslapest í Japan | Monster Flu in Japan

Skrímslafréttir! Myndabókin Skrímslapest kemur út í Japan í dag, 2. nóvember 2023, hjá forlaginu Yugi Shobou í Tokyo. Þýðandi er Shohei Akakura en þetta er þriðja bókin um skrímslin sem hann þýðir. Titillinn á japönsku er: かいぶつかぜ.

Á síðasta ári gaf forlagið Yugi Shobou út tvo titla úr bókaflokknum um skrímslin: Skrímsli í myrkrinuまっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou.

Á dögunum birtist svo viðtal og umfjöllun um skrímslabækurnar og höfunda þeirra í japanska vefritinu 絵本ナビ (ehonnavi.net), sem er tileinkað barnabókum. Hér má líta greinina í vefritinu

———

Monsternews! New title in Japanese! Skrímslapest (Monster Flu) will be released today, November 2nd 2023, by the Tokyo based publishers, Yugi Shobou. The book is is translated by Shohei Akakura with the title: かいぶつかぜ. 

Yugi Shobou has previously published two titles from the Monster series in 2022: Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) , まっくらやみのかいぶつ, and Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) おおきいかいぶつは なかないぞ!

In October, an interview and an article on the Monster series and their authors was published at the Japanese Children’s book site 絵本ナビ (ehonnavi.net). Click here for the article

Grein í vefritinu 絵本ナビ (www.ehonnavi.net) | Article in 絵本ナビ:
🔗 https://www.ehonnavi.net/specialcontents/contents.asp?id=2099


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency / Reykjavík Literary Agency

Skrímslin á svið á ný | Monster Act in Akureyri

Skrímslafréttir! Leikfélag Akureyrar tekur til sýninga verkið Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu í byrjun næsta árs. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir og miðasala hefst á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is, áður en langt um líður. Fylgist með fréttum frá menningarbænum Akureyri! 
Hér má lesa örlítið um leikritið og frumsýninguna í Þjóðleikhúsinu leikárið 2011-2012. 

Monsternews! In the new year Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar) will do a new production of my play “Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu” (Little Monster and Big Monster in the Theater). Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and tickets will be available soon at mak.is, the website of Akureyri Culture Company (ACC). So stay tuned for more news!
Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Öll skrímslin í Danmörku! | New releases in Denmark

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út í byrjun júní. Útgefendur okkar í Danmörku, Vild Maskine, gáfu út nýja þýðingu af fyrstu bókinni, Nei! sagði litla skrímslið, endurútgáfu Skrímsli í myrkrinu, auk þess að gefa út í fyrsta sinn á dönsku bækurnar Skrímsli í vanda og Skrímslaleik. Hér hefur útgefandinn orðið: 

„Hep! Så er der fire nye bøger i den populære serie om Store Monster og lille monster. To helt nye, ‘Teatermonster’ og ‘Monstre i knibe’, samt to genudgivelser: ‘NEJ! siger lille monster’ og ‘Monstre i mørket’. Så nu findes alle ti bind i den prisvindende og velanmeldte serie for første gang på dansk!
“Tegningerne er venligt voldsomme i en bolsjestribet farvelægning. Historien rammer et punkt, som er fælles for børn i alle formater.” ❤️❤️❤️❤️
Anmeldelse af ‘Monsterbesøg’ i Politiken.“

Nú er sem sagt allur bókaflokkurinn kominn út á dönsku! Í fyrra voru það Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi sem komu út á dönsku í fyrsta sinn, en bækurnar Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar. Skrímsli í heimsókn og Skrímslaerjur komu út hjá fyrri útgefenda, Torgard, og eru enn á markaði. 

New releases: In Denmark, four books from the book series about the black and furry monsters were published in June. Our new publishing house in Denmark, Vild Maskine (e: Wild Machine), released a new translation of the first book in the series, No! Said Little Monster, and a new print of Monsters in the Dark, as well as publishing for the first time in Danish the books Monsters in Trouble and Monster Act. (See titles in Danish in image at top).

Now the entire book series is out in Danish! Last year it was Monster at the Top and Monster Kitty that were published in Danish for the first time, but the books Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry were republished. Monster Visit and Monster Squabbles, published by our previous publishers, Torgard, and are still on the market.

The series has received good reviews in Denmark and we hope the new titles find their way to more happy readers! 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 


 


 

 

Skrímslin í Japan | More monsters in Japan

Skrímslafréttir! Forlagið Yugi Shobou í Tokyo gaf út á síðast ári tvo titla úr bókflokknum um skrímslin: Skrímsli í myrkrinu, まっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Nú er þess að vænta að þriðja bókin í japanskri þýðingu, Skrímslapest, komi út á árinu 2023. Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou.

Bækurnar eru um þessar mundir kynntar á sérstökum Íslandsdögum sem haldnir eru í einni af stóru úthverfaborgum Tokyo, Tama borg. Á dagskrá kennir ýmissa grasa, þar er bæði lamb og skyr, en sérstök bókamessa er haldin dagana 10. til 18. júní, í Maruzen, Cocoria Tama Center. Skrímslabækur, myndir og upplýsingar eru til sýnis í bókasafninu í Parthenon Tama Library Lounge, frá 7. júní til 26. júní.

Samkvæmt útgefendum okkar í Japan láta börn sem fullorðnir vel af bókunum og við fengum leyfi til að birta myndir og myndbönd sem fylgja fréttinni. Myndir © Yugi Shobou og upphafsmenn mynda. 


Monsternews! The Tokyo based publishers, Yugi Shobou in Japan published two titles from the monsterseries in 2022: Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) , まっくらやみのかいぶつ, and Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) おおきいかいぶつは なかないぞ!The third book Skrímslapest (Monster Flu) is to be released in 2023. 

The books are currently being presented at special ‘Iceland Days’ held in one of Tokyo’s large suburbs, Tama City. The program involves Icelandic culture, food and nature, but at one time there is a special book fair from June 10 to 18, at Maruzen, Cocoria Tama Center. Yugi Shobou will be presenting the Monster series with pictures and information in the library in the Parthenon Tama Library Lounge, from June 7th to June 26th.

Tama City was the host town of Iceland at the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games. Tama City signed a memorandum of understanding on friendship and cooperation with the Embassy of Iceland in Japan, and in honor of Iceland’s Independence Day on June 17th, an event will be held where you can experience Iceland. 

According to our publishers in Japan, the books are well received by both children as adults, and we were granted permission to publish the photos and videos accompanying the story. Images © Yugi Shobou and photographers to the originals.



Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.
The books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency / Reykjavík Literary Agency

 

 

Skrímsli í vanda í Helsinki | Monsters in Trouble – in Helsinki

Skrímslafréttir! Í dag, 11. apríl 2023, opnaði sýning með myndum úr Skrímsli í vanda í norræna bókasafninu í Helsinki, Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. Í tengslum við sýninguna verða upplestrar og skapandi vinnustofur fyrir börn á leikskólaaldri, unnar í samstarfi við nemendur í kennslufræðum við háskólann í Helsinki.

Áhugasamir geta haft samband við Mikaelu Wickström, sem hefur veg og vanda af verkefninu, en vinnustofurnar eru í boði daglega frá kl. 9.30-10.15. Sýningin stendur til 9. maí.

Hjá Norræna bókagleypirnum má einnig finna margvísleg verkefni og umfjöllun um Skrímsli í vanda á öllum norðurlandamálunum. 

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki

Monsternews! Today, 11 April 2023, an exhibition featuring illustrations from Monsters in Trouble opened at the Nordic Library in Helsinki: Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. In conjunction with the exhibition, readings and creative workshops for preschool children will be conducted in collaboration with students in pedagogy at the University of Helsinki.

All interested can contact Mikaela Wickström for further information. The workshops run daily from 9.30-10.15. The exhibition runs until May 9.

Also available at the children’s book site the “Nordic Book Devourer” are projects for children, study and support material on Monsters in Trouble, available in all the Nordic and Scandinavian languages.

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

TMM – kápa og ljóð | Cover illustration and poetry

Ljóð og mynd: Nú á dögunum kom út fyrsta hefti Tímarits Máls á menningar á árinu 2023. Ég á kápumyndina og þrjú ljóð í heftinu. Ég ætla að leyfa mér að mæla með ritinu sem birtir margvíslegt efni: smásögur, ljóð, gagnrýni og pistla. Á tímum athyglisbrests, eða til dæmis á ferðalögum, hefur TMM oft reynst mér góður félagi því þar er að finna eitthvað fyrir allra stunda hæfi: mínútuljóð og kortérskvæði, hálftíma greinar og lengri lestur, – umfram allt gott efni og fjölbreytt.

Kápumyndin er klippimynd / myndblendi með þeirri tækni sem ég hef oft notað: efniviðurinn er endurunnið prentefni, glanstímarit og þess háttar, klippt með skærum, límt. Kolkrabbinn sem spáir í framtíðina er svo ekkert slor, en til alls vís.

Collage and poetry: The first issue 2023 of the Icelandic culture magazine TMM was published recently. I did the cover image and I also have three poems published in this issue. I would like to recommend the magazine for readers of the Icelandic language. It presents a variety of content: short stories, poetry, reviews and articles. In times of constant attention disorders and e.g. during travels, TMM has often proved to be a good companion, because there is something for every occasion and time slot: minute poems and quarter-hour poetry, half-hour chapters and longer articles, – and above all, good content and varied.

The cover illustration is a collage / montage, recycling printed material and magazines. One of my favorite art techniques. The octopus that predicts the future is a clever creature, both all-knowing and ominous …

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2023

 

Áramót – 2022 kvatt: Dálítið dapureygur snjókarl varð að ófleygum snæunga þegar ég tók teiknipennann og hugsaði um nýtt ár og áramótin 2022-2023. Það fellst í því bæði von og beygur að hugsa um nýtt ár sem nýtt upphaf, eins og eitthvað sem getur vaxið og dafnað en líka eitthvað sem er svo órætt og óþroskað. Nýtt ár er útnefnt og krýnt til afreka: við ætlum okkar aldrei lítið, vonum það besta. 

Og desember hefur einkennst af fannfergi og frosthörkum – eftir óvenju mildan nóvember. Halda mætti að svona veðurlýsingar séu þurrar staðreyndir, en það má draga jöfnumerki milli veðurs og sálarlífs: við bölvum meira í ófærð og setjum í herðarnar í kuldanum. Kannski hjálpar að leita að fleiri nýklöktum snæungum þarna úti í sköflunum?

Gleðilegt ár kæru lesendur, gleðilegt ár allir vinir og samstarfsfólk. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt góð og gagnleg samskipti við á árinu, góðum vinum nær og fjær. Ég óska ykkur öllum gæfu á árinu 2023. Hittumst heil!


Farewell 2022! A small, slightly sad-eyed snowman turned into a flightless snow-chick when I scribbled this card and thought about the new year 2023. There is both hope and unease to think of a new year as a new beginning, as something that can grow and prosper but also something that is so uncertain and unformed. A new year is crowned and we hope it will meet our expectations: and our ambitions and wishes are never small.

December has been snowy and cold – after an unusually mild November. You might think that these kinds of weather descriptions are dry facts, but you can draw a parallel between the weather and our inner life: we curse more than usual when we toil with shovels on impassable roads and mutter through scarfs in the cold. No hope for sun with the heavy storm clouds looming over. Maybe one should look for more newly hatched snowbirds out there?

Happy New Year 2023 to all! Happy New Year dear friends and co-workers: I thank you for inspiration and friendship through out the year. I wish you good luck in the year 2023 and I hope we all can make good changes come true. See you soon!

Skrímsli í myrkrinu – í Japan | Monsters in the Dark – in Japanese

Skrímslafréttir! Myndabókin „Skrímsli í myrkrinu“ hefur verið seld til Japans. Forlagið Yugi Shobou gefur út og væntir þess að titillinn, まっくらやみのかいぶつ, komi út 1. desember. „Skrímsli í myrkrinu“ er önnur bókin úr bókaflokknum um skrímslin sem kemur út í Tokyo, en „Stór skrímsli gráta ekki“ kom út fyrr á árinu undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou. Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.

Monsternews! Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) has been sold to Japan. The title in Japanese, まっくらやみのかいぶつ, is expected out on December 1st. For more information see the Tokyo based publishers homepage: Yugi Shobou.

This is the second book from the book series about Little Monster and Big Monster that is published in Japan, as Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) came out earlier this year at Yugi Shobou by the title おおきいかいぶつは なかないぞ!Books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Sjáðu! á sýningu | Look! IBBY Honour List 2022: virtual exhibitions

Heiðurslisti IBBY 2022: Síðastliðið vor var tilkynnt að myndabókin mín Sjáðu! hefði verið valin á Heiðurslista IBBY samtakanna 2022 fyrir myndlýsingar. Nú er Heimsþing IBBY nýafstaðið en þar voru bækur á Heiðurslistum kynntar, m.a. í stafrænum sýningarsölum sem eru öllum opnir. Hér má sjá allar bækur sem voru útnefndar fyrir myndlýsingar, útnefndar bækur textahöfunda og bækur úrvals þýðenda. IBBY á Íslandi tilnefndi einnig Ævar Þór Benediktsson í flokk rithöfunda fyrir bókina Þín eigin undirdjúp og Ingunni Snædal í flokk þýðenda fyrir bókina Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin.

Fleiri áhugaverðar sýningar má sjá á vef IBBY í Malasíu, svo sem verðlaunamyndir á sýningunni Power of Stories – H.C.Andersen Award og Nami Concours; og myndlýsingar frá Bratislava tvíæringnum BIB 2021 – Bienále ilustrácií Bratislava.


IBBY Honour List 2022: Last spring it was announced that my picture book Sjáðu! (Look!) was selected for the IBBY Honor List 2022 for illustration. IBBY in Iceland also nominated Author Ævar Þór Benediktsson for his book Þín eigin undirdjúp and poet Ingunn Snædal for her translation of the Swedish: Handbok för Superhjältar. All books are now exhibited in the visual art galleries of IBBY Malaysia, organized in conjunction with the 38th IBBY International Congress.

See: Power of Stories Virtual Exhibition is a showcase of selected illustrations from:
– IBBY Honour Lists of illustration/artisttext/author – and translation/translator
– BIB 2021 Biennial of Illustrations Bratislava
– Nami Concours
– Hans Christian Andersen Awards

Enjoy!


Sjáðu! Viðurkenningar og bókadómar | LOOK! – Honours and reviews

♦ Útnefning á HEIÐURSLISTA IBBY 2022 fyrir myndlýsingar.
Selected for the IBBY HONOUR LIST 2022 for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web.
Bókadómur: „Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið.“ Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.
Book review: Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Bóksala stúdenta

Og svo visnar allt … | After the party

Klippimynd dagsins: Það var kominn tími á klippimynd á blogginu. Ég er hvort eð er eitthvað strand í verkefnunum. Þá er gott að grípa pappír og skæri og hugsa sem minnst. Enda er undirmeðvitundin er ævinlega sístarfandi.

Sumri hallar og allt það. Það hefur verið dálítið veisluglatt, þrátt fyrir risjótt veður og vinda. Brúðkaup og afmæli hafa verið haldin eftir minnst tveggja ára margvíslegar fjarvistir og félagsforðun. Og eftir alla gleðina kemur svo tiltektin, frágangurinn, uppvaskið og uppgjörið. Síðust fara blómin sem visna loks í vösunum.

Collage of the day: It was time for a quick collage for the blog. My projects are a bit stuck anyway. It can be a relief just to grab some paper and scissors and think as little as possible … yet, the subconsciousness is always at work: I have got flowers on my mind.

This summer has been a bit festive, despite the dull, gloomy weather. It has been the time of happy weddings and birthday parties, after more than two long years of various social avoidance caused by the pandemic. And after all the joy and celebrations comes the tidying and cleaning up. Last to go are the flowers that finally wither in the vases.

Skissa/myndlýsing | Sketch/illustration 11.08.2022 ©Áslaug Jónsdóttir

Skrímsli í bókagleði | Poster monsters!

Skrímslin í Danmörku: Litla skrímslið og stóra skrímslið hafa víða um veröld ratað og nú inn á veggspjald með ýmsum karakterum og fígúrum úr klassískum barnabókmenntum. Veggspjaldið á rætur að rekja til danska verkefnisins „BOGglad“ sem var sett á fót til að ýta undir endurnýjun á barnabókakosti í bókasöfnum, á leikskólum, frístundaheimilum og félagsheimilum, – og vera um leið hvatning til þess að nýta bókmenntir í daglegu lífi barna. Þetta danska verkefni stuðlar sem sagt að því að koma bókunum til barnanna, auðvelda aðgengi og auka úrval. Það er vel og við skrímslahöfundar erum stolt af þátttöku skrímslanna. Veggspjaldið má t.d. nálgast hér

Það fer enginn í grafgötur um mikilvægi lestrar og áhrif bókmennta á andlegan þroska barna. Eitt og annað er gert til þess að hvetja börn til bóklestrar og oft fær keppnisfólkið þar útrás, því það má mæla magn, fjölda bóka og blaðsíðna, lestrarhraða, o.s.frv. Skólabókasöfnin kvarta undan fjárskorti og bókaskorti og þegar nýju bækurnar loks berast eru lestrarhestarnir fljótir að afgreiða þær og naga tómar hillurnar. Lesa auðvitað allt.

Hvað er svo gert hér til þess að koma íslenskum bókum út til barnanna? Ekki hefur mátt nefna það að afnema virðisaukaskatt af bókum sem hefði þó gert innkaup bæði bókasafna og einstaklinga léttari fyrir pyngjuna. Ekki hef ég orðið vör við átak á borð við hina dönsku bókagleði, BOGglad, sem styrkir innkaup og eykur dreifingu. Ekki heldur neitt sem minnir á hið ágætu innkaupakerfi Menningarráðsins norska – sem tryggir norskum útgefendum sölu og, ekki síst, dreifingu á barnabókum í norsk bókasöfn. Þessi verkefni stuðla einmitt að því að koma bókunum til barnanna.

Á Íslandi eyða barnabókahöfundar, rit- og myndhöfundar, löngum stundum í að skrifa vandaðar umsóknir í sjóði fyrir listamenn. Oftar en ekki enda þær umsóknir í pappírstætaranum, – laun og styrkir engir eða brotabrot af því sem til þarf að lifa af þeirri list að skapa bókmenntir fyrir börn. Helst af öllu vildum við lifa af sölulaunum bóka okkar, en markaðurinn er lítill og flesta menningarstarfsemi okkar þarf á einhvern hátt að styrkja úr sameiginlegum sjóðum. En það mætti líka reyna að stækka ögn markaðinn, til dæmis með styrkjum til bókakaupa, auka þannig bókakost barna í skólum, á söfnum og á heimilum. 

Stofnaður var sjóðurinn AUÐUR sem styrkir útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Styrkirnir eru veittir útgefendum. Skaparar bókanna sjá ekkert af þessum styrkjum og ekkert tryggir dreifingu bókanna til lesendahópsins. Menningarráðherra hefur ennfremur ýjað að því að sjóðnum verði breytt á þann hátt að eingöngu verði veittir styrkir til að miðla fornbókmenntum og norrænni goðafræði til barna, þ.e. sértækir styrkir til útgefenda, – styrkir sem stýra útgáfum efnislega. Það er all sérstök hugmynd, svo ekki sé meira sagt. Nokkrir styrkir eru veittir til þýðinga, enn og aftur veittir útgefendum. 

Þeir sem kaupa inn barnabækur verða auðvitað og augljóslega að sýna hagsýni en það er hörmulegt ef innkaupin litast svo mjög af sparnaði að allt sé það í stíl við kakósúpu og kex. Rétt eins og þegar við ræðum um að matarræði í skólamötuneytum megi ekki snúast eingöngu um ódýra, næringarlitla fyllingu í maga, þá þarf að þora að ræða þá andlegu nagga sem börnum er boðið upp á, það er að segja: gæðin skipta máli. Vandaðar bækur eru til ótal margar, íslenskar og þýddar, en illa samið samið efni, hroðvirknislega þýtt og skaðlega illa myndlýst er svo greinilega á borðum líka. Fyrr eða síðar kemur í ljós að það er ekki nóg að telja titla og blaðsíður, næringin skiptir máli. 


Find the Monsters! Little Monster and Big Monster have found their way around the world and now onto a Danish poster with various characters and figures from classic children’s literature. The poster is made in connection with the project “BOGglad”, which was set up to promote book reading, renew the collections of children’s books in libraries, kindergartens, leisure centers and clubs, – and at the same time be an incentive to help activate literature in children’s daily lives. This Danish project helps bring the books to the children, make more children’s books accessible and increase the collections in libraries, schools and kindergartens. A wonderful initiative! We monster-authors are proud of Little Monster’s and Big Monster’s participation! The poster is available for download here.


Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út á dögunum í Danmörku hjá forlaginu Vild Maskine. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases in Denmark: Four books from The Monster series were released in June by our new publishing house, Vild Maskine.  Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! – umfjöllun | Review

Bókadómur: Á vefsíðunni Lestrarklefinn er öflug umfjöllun um bókmenntir og leiklist og það er ekki ónýtt þegar dagblöðin virðast ekki ráða við að halda uppi gagnrýni og umræðu.

Í Lestrarklefanum birtist á sínum tíma lofsamlegur bókadómur um Sjáðu! – á útgáfuári bókarinnar, eftir Katrínu Lilju Jónsdóttur, en nú í vor kom þessi fína umsögn frá Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur þar sem mælt er með bókum fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar á meðal Sjáðu!

„Sjáðu eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið. […] Myndskreytingarnar í þessari bók eru yndislegar, það er margt um að vera á blaðsíðunum en ekki þannig að það sé yfirþyrmandi. En mér finnst oft verða mikill glundroði í mörgum ungbarnabókum, eitthvað sem ég er lítt hrifin af. En hérna tekst Áslaugu mjög vel til að hafa jafnvægi á síðunum og í sögunni. Tvö börn kanna heiminn í kringum sig og sjá hina ýmsu hluti á leið sinni. Það er ótrúlega skemmtilegt að benda á ýmsar kynjaverur og tala um þær eða biðja barnið um að finna hluti á blaðsíðunum. Textinn er líka skemmtilegur í vísnaformi. Þetta er bók sem getur alveg klárlega vaxið með barninu.“ – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Ég er glöð að lesa að ég hafi hitt í mark með því að forðast ofhlæði og óreiðu, en ég leitaðist við að blanda saman bæði einföldum formum og flóknari smáatriðum sem gætu höfðað til barna á mismunandi aldri. Eitthvað sem gæti til dæmis hentað í lestri fyrir systkini og svo auðvitað vildi ég að bókin gæti „vaxið með barninu“.

Hér neðar eru tenglar á umfjöllun og listi yfir ýmsan heiður sem Sjáðu! hefur hlotnast.

Book review: The website Lestrarklefinn publishes reviews on literature and plays and when my book Sjáðu! came out it received a praising review by Katrín Lilja Jónsdóttir. Some weeks ago this nice review by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir was published. She recommended books for young children and their parents, amongst them Sjáðu!

Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read. […] The illustrations are wonderful, there is a lot going on on the pages but nowhere overwhelming. I often find that there is too much of a chaos in many infant books, something I do not like. But here Áslaug succeeds very well in balancing the pages and the story. Two children explore the world around them and see all sorts of things on their way. It is fun to point out various odd creatures and animals and talk about them or ask the child to find things and objects on the pages. The rhymed text is also entertaining. This is a book that can clearly grow with the child.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

I am glad to read that I have managed to avoid overload and clutter, but I tried to mix both simple shapes and more complicated details that might appeal to children of different ages. Something that could for example be enjoyable for reading to siblings, – and then of course I wished the book could “grow with the child”.

Below are links to reviews and a list of various honors that Sjáðu! (LOOK!) has received.


Sjáðu! Viðurkenningar og bókadómar | LOOK! – Honours and reviews

♦ Útnefning á HEIÐURSLISTA IBBY 2022 fyrir myndlýsingar.
Selected for the IBBY HONOUR LIST 2022 for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web.
Bókadómur: „Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið.“ Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.
Book review: Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Bóksala stúdenta

Skrímslin í Japan | Big Monsters Don’t Cry in Japanese

Skrímslafréttir! Fyrir um ári var undirritaður samningur við lítið útgáfufyrirtæki í Tokyo um útgáfu á bókinni „Stór skrímsli gráta ekki“. Nú hefur forlagið Yugi Shobou kunngjört um útgáfudag, en þann 15. júlí kemur bókin út í Japan undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Við skrímslahöfundar fögnum því að hinar ýmsu bækur úr bókaflokknum um skrímslin svörtu hafa nú brátt komið út á alls 19 tungumálum! Sjá upplýsingar á japönsku á síðu bókarinnar hjá Yugi Shobou.

Monsternews! We proudly announce a book release in Japan on July 15. Almost a year ago a contract was made with Yugi Shobou Publishing in Tokyo for the rights to publish Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) in Japanese. The Japanese title is おおきいかいぶつは なかないぞ!We the authors celebrate that books from the Nordic Monster series will now soon have been released in 19 languages! More information in Japanese for the book here


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

 


 

 


 

 

Skrímslin í Danmörku | New releases in Denmark

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin koma út í Danmörku 13. júní næstkomandi. Í Danmörku höfum við nú nýjan útgefanda: Vild Maskine, sem er lítið en framsækið forlag staðsett í Vordingborg, en fyrri útgefandi var Torgard.  

Mads Heinesen útgefandi hjá Vild Maskine var kampakátur með nýju bækurnar, brakandi fínar og volgar úr prentvélunum. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases: We are happy to announce that four books from the monster series will be released in Denmark on June13th. Our new publishing house, Vild Maskine, (e: Wild Machine) is a small but progressive publishing house located in Vordingborg.

Mads Heinesen, publisher at Vild Maskine, was happy with the new books, warm from the printing presses. Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 


 

 


 

 

Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 | Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards

Tilnefning: Þann 31. mars var tilkynnt um 15 tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 með athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Skrímslaleikur eftir Áslaug Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal var tilnefnd til verðlaunanna í flokki myndríkra bóka. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.:

„Mynd­ir Áslaug­ar leggja grunn að verk­inu og í þeim birt­ist ólík skap­gerð skrímsl­anna og til­finn­ing­ar þeirra skýrt. Ákafi og leik­gleði litla og stóra skrímsl­is­ins eru smit­andi en samt sem áður skína óör­yggi og ein­semd loðna skrímsl­is­ins í gegn á hverri mynd.“

Eftirtaldir mynd- og rithöfundar og bækur eru tilnefnd til verðlaunanna:

Frumsamdar bækur á íslensku | Nominated authors: 

  • Þórunn Rakel Gylfadottir: Akam, ég og Annika. (Ang­ú­stúra).
  • Arndís Þórarinsdóttir: Bál tím­ans. (Mál og menning).
  • Hilmar Örn Óskarsson: Holupot­v­orí­ur alls staðar. (Bókabeitan).
  • Krist­ín Helga Gunn­ars­dótt­ir: Ótemj­ur. (Bjartur).
  • Margrét Tryggvadóttir: Sterk. (Mál og menning).

Myndlýstar bækur | Nominated illustrators: 

  • Rán Flygenring: Koma jól? (Ang­ú­stúra).
  • Áslaug Jónsdóttir: Skrímslaleik­ur. (Mál og menning)
  • Hallveig Kristín Eiríksdóttir: Fugla­bjargið. (Bókabeitan).
  • Linda Ólafsdóttir: Reykja­vík barn­anna. (Iðunn).
  • Elísabet Rún: Sól­kerfið. (JPV).

Þýddar bækur | Nominated translators: 

  • Guðni Kol­beins­son: Kynja­dýr í Buck­ing­ham­höll. (Bóka­fé­lagið).
  • Jón St. Kristjáns­son: Seiðmenn hins forna. (Ang­ú­stúra).
  • Sólveig Sif Hreiðarsdóttir: Á hjara ver­ald­ar. (Kver).
  • Sverrir Norland: Eld­hug­ar. (AM for­lag).
  • Sverrir Norland: Kva es þak? (AM for­lag).

Tilnefndir teiknarar. | Nominated illustrators – 2022. Ljósmynd | Photo: © Reykjavíkurborg / Bókmenntaborgin.

Nomination: Skrímslaleikur (Monster Act) received a nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2022 along with 14 other books. The awards are given out in three categories: for original Icelandic children’s books; for an outstanding translation of a foreign children’s book; and for illustrated children’s books. The awards and related projects are hosted in cooperation between the Department of Education and Youth and the Department of Culture and Tourism and managed by in Reykjavík UNESCO City of Literature. Skrímslaleikur (Monster Act) was nominated in the category of illustrated books.

Þorraþræll | Last day of the month of Þorri

Matur og menning: Í dag er þorraþræll, síðasti dagur þorra. Margir tengja gamaldags íslenska hvunndagsrétti þorranum, – og sumir halda að „þorramatur“ og þorrablót hafi verið „fundinn upp“ af vertum í Reykjavík. Það er svona álíka nákæmt og að drauga- og álfasögur hafi verið fundnar upp af túristaleiðsögumönnum. Ýkjurnar tilheyra vissulega sölumennskunni, en grunnurinn á sér mun dýpri rætur, menningarlegar, sögulegar og landfræðilegar. Eins og öll matarmenning í heiminum.

Á hverju ári – sérlega í kringum þorra – dúkka upp þeir sem telja súrmat, reyktan mat og kæstan vera óæti og ómenningu sem við skulum nú hafa þroskast frá sem þjóð. Skrifa jafnvel um það árlegar greinar, einhverskonar manifesto gegn ímynduðum meginstraumi þorrablótsunnenda og ábendingu um að í raun þurfi að fletta ofan af þeim sem þykjast éta súrt og kæst sér til ánægju. Mér myndi aldrei detta í hug að halda því fram að öllum ætti að þykja þessi sami matur góður, því bragðlaukar fólks eru misjafnir og miklu skiptir hvaða mataræði fólk ólst upp við sem börn. Og svo það sé sagt, þá ólst ég upp við ýmsa þessa rétti á borðum vikulega eða daglega, allt eftir árstíma. Sumt þótti mér betra en annað, en ekkert af þeim mat get ég flokkað undir „ómenningu“. Satt best að segja er mér fyrirmunað að skilja æsinginn – til eða frá – yfir jafn sjálfsögðum réttum og nú eru kallaðir „þorramatur“ og sem bera útsjónasemi forferðranna fagurt vitni: hvernig mátti geyma mat og vinna úr árstíðabundinni uppskeru og afla. Það má auðvitað ekki gleymast að ekki síst fiskur fékkst ferskur stóran hluta úr árinu – úr sjó, ám og vötnum, og var dagleg fæða margra. En á norðurhjaranum gengu yfir litlar ísaldir og fiskur eða grasbítar voru því helsti kosturinn: próteinríkt fæði, hert, reykt, þurrkað, kæst, súrsað, saltað, – neytt á þeim árstíma þegar fátt fékkst ferskt. Fæðunnar var eðlilega aflað þegar best var og birgðir unnar fyrir veturinn. Matarsóun óþekkt. Engin af þessum vinnsluaðferðum er einstök, alls staðar í heiminum finnast hliðstæðar verkunaraðferðir sem gera matinn geymsluþolinn, hollari og heilsusamlegri – eða hreinlega ætan þar sem ákveðin ómeltanleg efni eiga í hlut.

Ég veit ekki hvaðan hún kemur þessi heimóttarlega minnimáttarkennd fyrir íslenskri matarsögu – sem er þá einkum borin saman við suður-evrópska matarmenningu, en sjaldnast er farið víðar í samanburðinum, enda ná ferðlög Íslendinga oft ekki lengra en þangað. Og reyndar er þá yfirleitt vísað til þess sem er á borðum þar nú – en ekki aftur í tíma. Mér finnst óskiljanlegt að tala um skort og ómenningu í sömu andrá og súrmat og kæsta skötu, en vera svo æði snokin fyrir niðursoðnu grænmeti í súrum ediklegi eða vel kæstum og grámygluðum ostum. Allt er þetta frábær matur og menningarlegur – en auðvitað aldrei að allra smekk.

Síðastliðið sumar var ég beðin um afnot af nokkrum teikningum sem ég gerði fyrir ritið Súrt og sætt eftir Sigríði Sigurðardóttur, þá safnstjóra í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, en sumar þeirra voru einnig nýttar í smáritið Eldamennska í íslensku torfbæjunum eftir Hallgerði Gísladóttur. Ég var líka beðin um að bæta við myndum – hvar við sögu kom saltfiskur, hákarl og skata. Teikningarnar eru nú hluti af sýningu um matarhefðir, á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði.

Þegar ég vann teikningarnar var mér var í mun að sýna matargleðina eins og ég þekkti hana. Það eru til góðir kokkar og síðri – sama gildir um verkun á matvælum. Þar getur vissulega skilið á milli menningar og ómenningar eða kunnáttu og þekkingarleysis. Matargleði og matarmenning kemur fram í undirbúningi og verkun, tilbúningi og eldamennsku, neyslu og veislu, –  því kynntist ég best hjá fólki sem fann ekki að það hefði skort tómata eða ólífur í lífinu. Það var menning að fylgjast með og taka þátt í þeim verkum og njóta svo matarins.

Verði öllum að góðu – og gleðilega góu!

Illustration: In a stack of papers on my desk I found some old drawings, and a couple of new ones I made last summer, illustrations commissioned for educational purposes in local history museums in Northern Iceland. And since today is Þorraþræll, the last day of the month of Þorri, a month when we like to feast on good traditional food, this was a proper time to post some of these illustrations. (My lengthy text above are my thoughts on different views of „Þorramatur“ – in Icelandic only this time).

According to the old calendar we still have two more winter months a head and tomorrow will be the first day of Góa.

myndlýsingar | illustrations © Áslaug Jónsdóttir

Ljóslifandi leikhús! | Monster Visit in Norway

Monsters at play! Big Monster, Little Monster and Furry Monster met Norwegian families last weekend when Adele Duus premiered the play Monster Visit – Monsterbesøk in Norwegian, a play based on the book by same name, one of the creations by the author team Jónsdóttir, Güettler and Helmsdal. As an outdoor theater, performed in the midst of winter in Norway, one might say that the event involved some risks – but Adele and the monsters did great, despite heavy skies threatening with storm and hail.

Lys Levende Adele is a one-woman-theater run by Adele Duus, who has specialized in storytelling and adapting children’s books to theater. The project Monsterbesøk is made in collaboration with libraries and cultural institutions in Hordaland, Sogn- and Fjordane in west-Norway. The project aims to connect outdoor activities and culture, and the play is staged at public cabins that are within a walking distance for families with children. For example, by the cabin Sjöbua i Byngja, which does not merely offer a shelter to enjoy your packed meal but also has a small library, a small selection of books – among them books from the Monster series. Harsh winter weather does not hinder Norwegians from enjoying outdoors recreation and literature! An exemplary idea!

Publisher in Norway is Skald forlag.

Monsterbesøk – Sjöbua i Byngja © ljósmyndir | photos: Adele Lærum Duus / Elise Duus / Strilabiblioteket Alver kommune Norge.

Sýningar á Monsterbesøk í janúar, febrúar og mars 2022:
Performances January – March 2022: 

29.01.22 Øygarden – Larslihytta
30.01.22  Alver – Sjöbua i Byngja
17.02.22 Samnanger
18.02.22 Stord
18.02.22 Fitjar
19.02.22  Kvinnherad
20.02.22 Tysnes
11.02.22  Sogndal
10.03.22  Lærdal
12.03.22  Luster
13.03.22  Årdal


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

The Monster Series have been published in many languages.
English translations available. Contact Forlagid Rights Agency.

Gleðileg jól 2021! | Season’s Greetings!



JÓL 2021! Kæru lesendur síðunnar og vinir nær og fjær: Gleðileg jól! Hjartans þakkir fyrir góðar viðtökur á nýju bókinni okkar, Skrímslaleik. Njótið hátíðanna í ást og friði!
❤️
HAPPY HOLIDAYS! Dear readers and friends near and far: I wish you all peace and joy! Thank you for giving my blog and my art some of your time. Love to you all!

© Áslaug Jónsdóttir 

Skrímslaleikur – fleiri ritdómar | Monster Act – more reviews

Skrímsli á bak við grímur: Á vef Bókmenntaborgarinnar er ljómandi fínn bókadómur um Skrímslaleik. Þar fjallar Kristín Lilja um myndabækur sem koma út hjá Forlaginu, Dimmu og AM forlagi og lesa má hér með því að fara á síðuna Bókmenntaumfjöllun

„Myndir Áslaugar Jónsdóttur eru, eins og hinum bókunum, litríkar og skemmtilegar. Persónueinkenni hverrar persónu kjarnast vel í myndunum og litlir lesendur, sem þekkja persónurnar nú þegar, eiga ekki í neinum vandræðum með að þekkja stóra skrímslið og litla skrímslið þó þau séu í búningum og loðna skrímslið þekki þau ekki.“ … „Skrímslaleikur er skemmtileg viðbót við bækurnar um skrímslavinina sem takast alltaf á við vandamálin sem við þeim blasa og hjálpast að, hvert með sína styrkleika að vopni.“
– Kristín Lilja / Bókmenntavefurinn, nóvember 2021

Skrímsli og skúffuskáld: Í nýlegum hlaðvarpsþætti Skúffuskálda er líka fjallað um nokkrar nýútkomnar bækur. Gyða og Anna Margrét spjalla þar m.a. um Skrímslaleik. Hér má hlusta á þáttinn, en umræðan um skrímslin hefst á 52. mín. Til umfjöllunar eru Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur, Skrímslaleikur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Guettler og Rakel Helmsdal, Drottningin sem kunni allt nema… eftir Gunnar Helgason og Rán Flyering, Olía eftir Svikaskáld, Merking eftir Fríðu Ísberg og Myrkrið á milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur. 


Book review: Skrímslaleikur (Monster Act) was reviewed at the LiteratureWeb – run by Reykjavík UNESCO City of Literature, along with picturebooks by Ulf Stark, Anna Höglund and Carson Ellis. The whole review is here – in Icelandic. Skrímslaleikur is the tenth book in the series, published in 2021 by Forlagið, in Reykjavík, Iceland, Bókadeildin in the Faroe Islands and Argasso publishing house in Sweden. 

Monsters behind masks. “Áslaug Jónsdóttir’s pictures are, like in the other books, colorful and funny. The traits of each character are well embodied in the illustrations and young readers, who already know the characters, have no problem recognizing Big Monster and Little Monster even though they are in costumes and Furry Monster does not know them again. “…” Monster Act is a fun addition to the book series about the monster friends who always find a way to deal with the problems they face by helping each other out, using their different strength and skills.”
– Kristín Lilja / The LiteratureWeb, Nov 2021

The Drawer Poets Podcast: Skrímslaleikur (Monster Act) has also been reviewed at the podcast Skúffuskáld (Drawer poets) along with several new books for both children and adults. The episode where Gyða and Anna Margrét chat about books is here – in Icelandic. Discussion about the Monster series starts at 52nd min.


Fyrri póstar um umfjöllun og bókadóma um Skrímslaleik:
Previously posted reviews for Skrímslaleikur (Monster Act):


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 



 

Skrímslaleikur – bókadómur í Morgunblaði | Monster Act – a four star review

Bókadómur: Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu dómur um Skrímslaleik, nýjustu bókina í bókaflokknum um skrímslin. Þar fer Sólrún Lilja Ragnarsdóttir lofsamlegum orðum um efni og innihald:

Dularfull skrímsli. … Líkt og fyrri bækur um skrímslin er Skrímslaleikur skemmtilega myndlýst af Áslaugu Jónsdóttur. Myndirnar fanga vel augu yngstu lesendanna sem sjá alltaf eitthvað nýtt og spennandi í hvert skipti sem bókin er lesin. Benda, spyrja og túlka með sínum eigin orðum. Skrímslaleikur sló strax í gegn hjá yngstu fjölskyldumeðlimunum á mínu heimili og gerð krafa um að hún sé lesin aftur og aftur. Og aftur. Það er sannarlega auðsótt mál því hér [er] um að ræða skemmtilega barnabók með fallegan boðskap, sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af.“ ★★★★
– Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Morgunblaðið 8. nóvember 2021


Book review: Skrímslaleikur (Monster Act) received a fine four-star review in Morgunblaðið newspaper earlier this month. Critic Sólrún Lilja Ragnarsdóttir writes: 

“”Mysterious monsters … Like previous books about the monsters, Skrímslaleikur is humorously illustrated by Áslaug Jónsdóttir. The pictures capture the attention of the youngest readers who always see something new and exciting every time the book is read. They point, they ask and interpret in their own words. Skrímslaleikur was an immediate success with the youngest family members in my home and demands were made to read it over and over again. And again. Which is certainly an easy matter as this is a fun children’s book with a beautiful message that both children and adults enjoy. “” – Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Morgunbladid newspaper, 8 November 2021

Skrímslaleikur is the tenth book in the series, published in 2021 by Forlagið, in Reykjavík, Iceland, Bókadeildin in the Faroe Islands and Argasso publishing house in Sweden.

 

 

 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.



 

Dagur íslenskrar tungu 2021 | Icelandic Language Day

Gleðilegan dag íslenskrar tungu! Hér fyrir ofan eru Leiðindaskjóðan og Fýlupokinn, persónur úr myndabókinni Gott kvöld, en í dag sem aðra daga ætti að forðast þeirra félagsskap og skemmta sér þess í stað með tungumálinu! Það er óhætt að með bóklestri í jólabókaflóðinu þegar nýjar bækur koma út nánast daglega og auðvitað bólgnar alnetið jafnt og þétt út af hlaðvörpum og hljóðbókum og allskyns textum, rituðum og rauluðum. Í tilefni dagsins langar mig til að mæla með uppáhaldsvefnum mínum, sem er auðvitað Málið.is. Sjáið til dæmis þessa fögru „orða-mynd“ af tengslum orðsins „orðgnótt“ . Hana má kalla fram þegar orðinu er slegið upp í málinu og fylgt eftir inn í íslenskt orðanet. Góða skemmtun á degi íslenskrar tungu!


Icelandic Language DayToday is Icelandic Language Day“day of the Icelandic tongue”, celebrated on 16 November each year on the birthday of the Icelandic poet Jónas Hallgrímsson. Due to covid-19-restrictions my almost yearly school visits are cancelled this time, but since every day is the day of the Icelandic language in schools in Iceland, I will do my visits later!

For those of you interested in the Icelandic language here are my recommendations for the day:

  • Jónas Hallgrímsson – Selected Poetry and Prose – Edited and translated with notes and commentary by Dick Ringler – the original poems in Icelandic and excellent translations in English.
  • Málið – web portal: “The objective of Málið (www.malid.is) is to facilitate digital searching for information on the Icelandic language and learning about language usage through simple, one-stop online access.”

Above are two characters from my book Gott kvöld (Good Evening) where I illustrated some of the odd creatures that appear in our language, and a book that I often choose to read in my school visits.

Happy Icelandic Language Day!


tenglar | links:
Meira um bókina Gott kvöld | More about the book Gott kvöld (Good Evening).
♦ Meira um leikritið Gott kvöld | More about the play Gott kvöld (Good Evening).

Contact: – Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslaleikur – dómur í Lestrarklefanum | Monster Act – review

Bókadómur: Nýjasta bókin í bókaflokknum um skrímslin, Skrímslaleikur, kom út hjá Máli og menningu / Forlaginu á dögunum og í Lestrarklefanum birtist hér þessi fíni dómur um bókina. Katrín Lilja Jónsdóttir er sagnfræðingur og blaðakona og skrifar þar meðal annars:

„Ég veit ekki hvað það er við skrímslabækurnar sem nær okkur mæðginum fullkomlega. Við skoðum myndlýsingar Áslaugar í þaula, dáumst að þeim og dýrkum. Hún hefur einstakan stíl klippimynda sem okkur finnst einfaldlega frábær. Myndirnar eru litríkar, lifandi og fullar af tilfinningum. Við ræðum saman um söguþráðinn, pælum í gjörðum sögupersónanna og framhaldi. Við gjörsamlega týnum okkur í bókinni og svo er hún skyndilega búin! Tilfinningar skrímslanna eru hráar og barnslegar svo börn eiga auðvelt með að sjá sjálf sig í þeim. Þau hafa upplifað aðstæður þeirra, gert það sem þau gera, leikið með sömu leikföng. Því gefa bækurnar gott tækifæri til að ræða um daginn og veginn, þær gefa foreldrum og forráðamönnum rými til að ræða um erfiða hluti.
Öll börn á leikskólaaldri ættu að kynnast litla skrímsli, stóra skrímsli og loðna skrímsli. Og í nýjustu bókinni, fara með þeim í leikhús!“
Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021

Það gleður okkur höfundana ósegjanlega þegar bækurnar okkar virðast rata til sinna! 

Skrímslaleikur á sænsku, Teatermonster, er nú þegar komin út hjá Argasso forlaginu, og Skrímslaleikur kemur út á færeysku hjá BFL – Bókadeildinni, ásamt fleiri endurútgáfum. 

Skrímslaleikur er tíunda bókin um skrímslin. Hér má sjá myndir og lesa brot úr dómum um allar fyrri skrímslabækurnar. Bækunar hafa verið endurprentaðar síðustu ár, en þrír titlar eru uppseldir:

Nei! sagði litla skrímslið
Stór skrímsli gráta ekki 
Skrímsli í myrkrinu
Skrímslapest
Skrímsli í heimsókn
Skrímsli á toppnum – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslaerjur – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslakisi – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímsli í vanda
Skrímslaleikur


Book review: Skrímslaleikur (2021) received a very nice review in Lestrarklefinn, (The Reading Chamber) – a website with book reviews and articles on literature and reading. Katrín Lilja Jónsdóttir is a historian and journalist and she writes: 

“I do not know what it is about the monster books that completely captures us, me and my son. We study Áslaug’s illustrations closely, admire them and worship them. She has a unique style of collage that we simply find spectacular. The pictures are colorful, vibrant and full of emotion. We talk about the plot, delve into the actions of the characters and the consequences. We completely get lost in the book and then it’s suddenly finished! The monsters’ emotions are raw and juvenile, so children can easily see themselves in them. They have experienced their situation, done what they do, played with the same toys. Therefore, the book series provide a good opportunity to talk about their daily life, they give parents and caretakers opportunity to talk about difficult things.
All preschoolers should be familiar with Little Monster, Bing Monster and Furry Monster. And in this latest book, go along to the theater!”
 Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021

Thanks to Lestrarklefinn! We, the authors, are truly grateful and happy when we see that our books make their way to their readers! 

Skrímslaleikur is the tenth book in the series. Most of the books have repetitively been republished, but three titles are sold out at the moment. See list above. Skrímslaleikur is the book of the month in September at Forlagid’s Bookstore. 

The Swedish version, Teatermonster, has already been published by Argasso publishing house, and the Faroese version, Skrímslaleikur,  and more reprints in Faroese are published by Bókadeildin.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Vorvindar IBBY 2021 | IBBY award 2021

Viðurkenning: Samtökin IBBY á Íslandi veittu á dögunum „Vorvinda“, eða sínar árlegu viðurkenningar vegna barnamenningar. Á heimasíðu IBBY segir: „Vorvindum er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu og því sem vel er gert innan barnamenningar.“ Upphaflega voru þessar viðurkenningar veittar að vori, eins og nafnið bendir til, en heimsfaraldurinn aftraði því í ár, eins og fleiru.

Athöfnin var í Borgarbókasafninu Grófinni, sunnudaginn 19. september 2021, og þar fengu eftirtaldir viðurkenningu, eins og segir frá í frétt á vef IBBY og hér á vef RÚV:

Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur, fékk viðurkenningu fyrir að hafa síðastliðinn áratug sannað sig sem einn okkar fremsti barnabókahöfundur. Hún hefur einnig skipað stóran sess á sviði barnabókmennta með lestarhvatningu ýmiskonar og er öflug talskona barnabókmennta í umræðunni á Íslandi.

Áslaug Jónsdóttir, mynd- og rihöfundur hlaut Vorvinda fyrir framlag hennar til bókmennta fyrir yngstu kynslóðina. Þá sérstaklega fyrir myndversið Sjáðu! þar sem lesendur fylgja börnum um ævintýralega veröld í bundnu máli með fallegum myndlýsingum.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir rit- og rithöfundur hlaut viðurkenningu fyrir að miðla goðsögum til barna í gegnum bækur sínar og myndlýsingar sem og með töfrandi og fræðandi barnasýningum.

„7. bekkur mælir með” og Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir. Nemendur og foreldrar í Fossvogsskóla hljóta Vorvinda fyrir bókaklúbb og tímaritsútgáfu. „7. bekkur mælir með”. Þriðja veturinn í röð eru nemendur í 7. bekk í Fossvogsskóla með bókaklúbb og gefa jafnframt út tímarit með bókaumsögnum sínum. Blaðið kemur út mánaðarlega og er dreift til allra í árgangnum.

Að auki var ég heiðruð með þessum texta:

Myndir og bækur Áslaugar Jónsdóttur eru fyrir löngu orðnar þekktar, jafnt innan sem utan landsteinanna. Frá því að fyrsta bók hennar kom út árið 1990 hefur Áslaug starfað ötullega að barnamenningu sem mynd- og rithöfundur og einnig sem grafískur hönnuður og myndlistamaður. Áslaug hefur skrifað og myndlýst fjölda bóka, samið barnaleikrit og tekið þátt í sýningum erlendis og á Íslandi, en hún er hvað þekktust fyrir myndlýsingar sínar í sögunum Litla skrímsli og Stóra skrímsli, sem hún skrifaði ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Meðal annarra bóka hennar má nefna Ég vil fisk sem hún skrifaði og myndlýsti og einnig myndlýsingar hennar í Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem löngu eru orðnar sígildar og órjúfanlegur hluti af sögunni um hnöttinn bláa.

Áslaug hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framlag sitt til barnamenningar, m.a. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, Íslensku bókmenntaverðlaunin. Eins hefur hún verið á heiðurslista IBBY, sem og tilnefnd til ALMA og H.C. Andersen verðlaunanna.

Þó Áslaug hafi hlotið ýmsar viðurkenningar fram að þessu og að verk hennar séu orðin sígild í bókahillum heimilanna, þá langaði stjórn IBBY að þessu sinni að veita Áslaugu Vorvindaviðurkenningu fyrir framlag hennar til bókmennta fyrir yngstu kynslóðina.

Það vill svo til að á þeim litla örmarkaði sem Ísland er, koma út mjög fáar íslenskar bækur á hverju ári fyrir okkar allra yngsta fólk og það getur komið niður á fjölbreytileika bókanna. Þó er svo gríðarlega mikilvægt að næra þennan hóp lesenda framtíðarinnar með fjölbreyttu efni af ýmsum toga. Það starfar enginn að barnamenningu nema að viðkomandi hafi brennandi áhuga og ástríðu fyrir því starfi sem oft og tíðum getur virst sem hreint og beint hugsjónastarf. Það fer ekki á milli mála í verkum Áslaugar að hún brennur fyrir bókmenntum yngstu kynslóðarinnar, bæði þeirra sem eru enn ólæs sem og þeirra sem eru farin að vinna sig í gegnum stafina og lesa sjálf. Og þar spila myndirnar lykilhlutverk. Flæði texta og mynda gengur einstaklega vel upp í verkum Áslaugar, en að þessu sinni langar okkur að þakka henni sérstaklega fyrir myndaversið Sjáðu! sem kom út haustið 2020.

Í Sjáðu! fylgja lesendur börnum um ævintýralega veröld í bundnu máli. Frásögnin er leikandi létt og skemmtileg, óvænt, fyndin og spennandi. Myndir og knappur textinn flétta sama sögu sem hrífur lesandann með sér. Sjáðu! hentar vel fyrir margendurtekinn lestur eins og svo oft vill verða með lesendahóp á þessum aldri og sagan dýpkar við hvern lestur. Lesandinn uppgötvar sífellt eitthvað nýtt og getur jafnvel leikið sér sjálfur með því að segja söguna með sínum eigin orðum. Lesturinn örvar málþroska og stækkar heim hins unga lesanda. En ekki síst býður lestur bókarinnar upp á dýrmæta og gefandi samverustund hins unga og hins eldri lesanda.

Það er dýrmætt fyrir okkur að í bókaflóruna bætist við nýjar íslenskar bækur fyrir lesendur framtíðarinnar. Við erum þakklát fyrir verk Áslaugar fyrir okkar yngsta fólk og einnig fyrir okkur sem eldri erum og fáum að njóta verka hennar. Það er því okkur sannur heiður að veita Áslaugu Jónsdóttur Vorvinda viðurkenningu IBBY 2021 fyrir framlag hennar til barnamenningar á Íslandi.“ – texti: Linda Ólafsdóttir fyrir IBBY á Íslandi.


HonourIBBY Iceland annually presents the Vorvindar award for outstanding work in the field of children’s books and/or cultural activities especially aimed at children and this year there was an award ceremoni at Reykjavík City Library in Grófin on Sunday September19, 2021.

There were four happy recipients of the awards: author Arndís Þórarinsdóttir, author/illustrator Áslaug Jónsdóttir, author/illustrator Kristín Ragna Gunnarsdóttir, and a group of 7th grade students and their teacher Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, who publish a monthly magazine with book reccommenations and reviews for their fellow students.

My book Sjáðu!, a board book for the youngest readers, was especially mentioned in the statement for the award.


SJÁÐU! – tenglar | LOOK! – links:
♦ Útnefning á Heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2022. Sjáðu! tilnefnd fyrir myndlýsingar.
Nomination for the IBBY Honour List 2022. Sjáðu! (Look!) is nominated for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web. 

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson   |  Bóksala stúdenta

Skrímslaleikur, pest og heimsókn! | Monster Act, – Monster Flu and Monster visit!

Nýjar bækur og endurprentanir! Nýjasta bókin í skrímslabókaflokknum, Skrímslaleikur, er komin út hjá Máli og menningu / Forlaginu og út í allar betri bókabúðir. Skrímslaleikur er bók mánaðarins hjá bókabúð Forlagisins og fæst þar á kostakjörum. Tvær fyrri bækur, sem lengi hafa verið ófáanlegar, voru líka endurprentaðar í þetta sinn: Skrímslapest og Skrímsli í heimsókn. Í Skrímslapest segir frá bráðsmitandi sjúkdómi og í Skrímsli í heimsókn er loðna skrímsli í fyrsta sinn kynnt til sögunnar. Hér má sjá myndir og lesa brot úr dómum um allar fyrri skrímslabækurnar. 

Skrímslaleikur á sænsku, Teatermonster, er nú þegar komin út hjá Argasso forlaginu, en von er á færeysku útgáfunni og fleiri endurútgáfum á færeysku með haustinu. 

Skrímslin 2021: Nýir titlar og endurprentanir | The Monster series: New titles and reprints in 2021.

A new book and reprints! The latest book in the monster book series: Skrímslaleikur (Monster Act), published by Mál og menning / Forlagið, is out and in all bookstores. Skrímslaleikur is the book of the month at Forlagid’s Bookstore. Two previous books, which have been sold out for a long time, were also reprinted: Skrímslapest (Monster Flu) and Skrímsli í heimsókn (Monster Visit). In Monster Flu the two monsters, Big Monster and Little Monster, learn about a highly contagious disease and in Monster Visit they meet Furry Monster for the first time. See images and read excerpts from reviews about all the previous monster books here.

The Swedish version, Teatermonster, has already been published by Argasso publishing house, and the Faroese version and more reprints in Faroese are expected in the autumn.

A spread from Skrímslaleikur (2021).

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Sjáðu! á Heiðurslista IBBY | Selected for IBBY Honour List 2022

Viðurkenning: Samtökin IBBY á Íslandi hafa útnefnt þrjár bækur á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2022 og er Sjáðu! tilnefnd fyrir myndlýsingar. Hér má lesa frétt IBBY á Íslandi. IBBY á Íslandi tilnefnir einnig Ævar Þór Benediktsson í flokk rithöfunda fyrir bókina Þín eigin undirdjúp og Ingunni Snædal í flokk þýðenda fyrir bókina Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin.

Í frétt á vef IBBY segir:
„Annað hvert ár er rithöfundi, myndhöfundi og þýðanda er veittur þessi heiður og fara tilnefndu bækurnar þeirra á bókasýningu sem ferðast um heiminn í tvö ár.
Viðurkenningarskjöl vegna heiðurslistans eru afhent á Alþjóðlegu þingi IBBY, þar sem bæklingur með tilnefndum bókum er kynntur í fyrsta sinn. Eftir þessa kynningu fara sjö sett af bókunum á ferðalag um heiminn og eru sýnd á ráðstefnum og alþjóðlegum bókasýningum. Eftir það eru bækurnar geymdar í alþjóðlegu barnabókasöfnunum í München, Zurich og í Bratislava.“

Þetta er í fjórða sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY. Árið 2016 var það Skrímslakisi og árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

asl_krakkakvHonour: IBBY Iceland announced their selection of books for the IBBY Honour List 2022 and my book Sjáðu! (Look!) is nominated for illustration. Author Ævar Þór Benediktsson is seclected for his book Þín eigin undirdjúp and poet Ingunn Snædal for her translation of the Swedish: Handbok för Superhjältar.

The criteria goes as follows: “The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”  The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the forth time on the list; previously in 2016 for Skrímslakisi (Monster Kitty) by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal and in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

Blái hnötturinn USA ISL UK

The Honour List diplomas are presented at the IBBY Congresses where the catalogue is introduced and the books are shown for the first time. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs.

Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept in Munich (International Youth Library), Zurich (Swiss Institute for Child and Youth Media, SIKIM), Bratislava (Bibiana Research Collection), St. Petersberg (RBBY Central Children’s Library), Tokyo (IBBY), Kuala Lumpur (Book City Corporation of Malaysia), Tucson (World of Words) and, until 2014, in Evanston (Northwestern University Library). For more about the IBBY Honour List see here.


SJÁÐU! – tenglar | LOOK! – links:
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web. 

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Gleðilega góða daga! | Celebrating Earth, summer and books

Sjáðu! Áslaug Jónsdóttir

Gleðilegt sumar! Í gær var sumardagurinn fyrsti, dagur sem færir manni ævinlega sól í hjarta, sama hvernig viðrar. Degi Jarðar var líka fagnað í gær og vonandi geta sem flestir dagar verið dagar Jarðar, ekki veitir af. Sumarmyndin hér ofar er myndlýsing úr bókinni Sjáðu! sem kom út síðasta haust. Kannski svipar myndefnið dálítið til Geldingadala sem njóta nú frægðar vegna eldsumbrota.

Í dag er svo alþjóðlegur dagur bókarinnar og af því tilefni reis litla skrímslið upp af teikniborðinu (mynd neðar) og tók sér bók í hönd. Hjá mér eru nú allir dagar skrímsladagar, en ný bók í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið – já, og loðna skrímslið, kemur út í haust á þremur tungumálum, íslensku, sænsku og færeysku.

Days of celebration: Yesterday was the First Day of Summer in Iceland. A national holiday and an absolute favorite day for every Icelander, bringing light in our hearts no matter how the weather treats us. The days are getting brighter and winter is slowly stepping back. Yesterday was also Earth Day, putting focus on the most important issue of all: how we can restore our Earth. The illustration above is from my picturebook Sjáðu! (Look! 2020), picked for the occasion as the lambs are soon to be born and at the moment, new volcanos are forming in Iceland.

Today is the World Book Day so Little Monster (below) picked up a book to read. I am working on new illustrations for the next book in the book series about Little Monster and Big monster – and Furry Monster, so every day is a “Monster Day” at the drawing desk these days. The new book will be published in Icelandic, Swedish and Faroese this fall.

© Áslaug Jónsdóttir

Sjáðu! tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar | Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards

Tilnefning: Í dag var tilkynnt um 15 tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021 en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Sjáðu! var tilnefnd til verðlaunanna í flokki myndríkra bóka. Umsögn dómnefndar hljómar svo:

„Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“

Eftirtaldar bækur eru tilnefndar til verðlaunanna.

Frumsamdar bækur á íslensku:

  • Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur.
  • Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf eftir Snæbjörn Arngrímsson.
  • Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin eftir Yrsu Sigurðardóttur.
  • Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur.
  • Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur.

Myndlýstar bækur:

  • Hestar eftir Rán Flygenring og Hjörleifur Hjartarson.
  • Hvíti björn og litli maur eftir Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og José Federico Barcelona.
  • Nóra eftir Birtu Þrastardóttur.
  • Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur.
  • Sundkýrin Sæunn eftir Freydísi Kristjánsdóttur og Eyþór Jóvinsson.

Þýddar bækur

  • Danskvæði um söngfugla og slöngur eftir Suzanne Collins. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
  • Múmínálfarnir – Seint í nóvember eftir Tove Jansson. Þórdís Gísladóttir þýddi.
  • Ókindin og Bethany e. Jack Meggitt-Phillips. Guðni Kolbeinsson þýddi.
  • Ótrúleg ævintýri Brjálinu Hansen 3 eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring. Jón St. Kristjánsson þýddi.
  • Villnorn 4 og 5 – Blóðkindin og Fjandablóð eftir Lene Kaaberbøl. Þýðandi Jón St. Kristjánsson.

Nomination: Today my book Sjáðu! (Look!) received a nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021 along with 14 other books. The awards are given out in three categories: for original Icelandic children’s books; for an outstanding translation of a foreign children’s book; and for illustrated children’s books. The awards and related projects are hosted in cooperation between the Department of Education and Youth and the Department of Culture and Tourism and managed by in Reykjavík UNESCO City of Literature. Sjáðu! was nominated in the category of illustrated books.

A great honor! And I am delighted to be in the good company of all these wonderful artists.

Ljósmyndir hér ofar | Photos above © Reykjavíkurborg / Bókmenntaborgin


Tenglar | Links:
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web. 

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta