♦ Leikhús. Í lok ársins 2011 hélt ég mig drjúgum stundum í svartmáluðum kjallaranum á Lindargötu 7, í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Þar fylgdist ég með æfingum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu og vann að leikmyndinni. Við útsendingu RÚV s.l. laugardag rifjaðist upp fyrir mér hvað þessir dimmu mánuðir, nóvember og desember, voru óvanalega bjartir og fljótir að líða. Ég þakka það leikurum Friðriki Friðrikssyni og Baldri Trausta Hreinssyni sem skemmtu okkur Þórhalli Sigurðssyni leikstjóra með ógleymanlegum skrímslasenunum á æfingatímanum.
Kúlan hlaut á dögunum heiðursviðurkenningu IBBY á Íslandi: Vorvinda-viðurkenninguna ásamt fleira góðu fólki sem hefur skarað fram úr við störf að barnamenningu. Þórhallur Sigurðsson hefur verið listrænn stjórnandi Kúlunnar frá upphafi, eða frá árinu 2006. Lesið meira um viðurkenninguna hér á vef Þjóðleikhússins og hér á vef IBBY á Íslandi. Til hamingju Þórhallur og barnaleikhúsið Kúlan!
♦ Theater. The RÚV-broadcasting of my play Little Monster and Big Monster in the Theater last Saturday made me think back to rehearsal time at the end of the year 2011. The dark and gloomy months of winter went by fast, thanks to these two guys in the hairy costumes: Friðrik Friðriksson og Baldur Trausti Hreinsson. Their monstrously funny tryouts and variations of the play made me and director Þórhallur Sigurðsson roll in our seats. Thank you again!
Kúlan, The National Theater’s Children’s Stage, received an award of honor from IBBY Iceland this month: Vorvinda (Spring Winds) for a contribution to children’s culture in Iceland. Actor and director Þórhallur Sigurðsson has been the art director of Kúlan since the opening in 2006. Congratulations to Þórhallur and Kúlan Children’s Theater!
More about the award: in Icelandic at The National Theater – website and IBBY Iceland – website.
Meðfylgjandi myndir eru skjáskot frá útsendingu RÚV.
Photos: screenshots from RÚV broadcasting.