Vinir tveir | Two friends

Litla skrímslið og stóra skrímslið var frumsýnt í Hofi hjá Leikfélagi Akureyrar þann 13. janúar síðastliðinn. Það var gaman að taka þátt í gleðinni í Hofi og fagna með þessum listagóða sýningarhópi sem Jenný Lára Anórsdóttir stýrði af mikilli fagmennsku. Sýningar verða þéttar næstu helgar, til 11. febrúar. Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Little Monster and Big Monster had premiere at Akureyri Theater, in the Black Box at Hof Culture Center, on January 13th. It was great fun to be in the audience and to celebrate a very good work of gifted group of artists, directed by Jenný Lára Arnórsdóttir. Shows will run all next weekends, ending on february 11th. Tickets at mak.is.


Skrímslasöngurinn: Góð tónlist er auðvitað ómissandi í öllum sviðsverkum. Að þessu sinni var það Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem samdi nýtt og grípandi lag við vísur skrímslanna: Vinir tveir. Sönginn má finna hér á Spotify og með hlekknum hér neðar, á Youtube.

The Monster song: Good music is, of course, essential in all stage works. This time it was Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson who composed a lovely new song to the verses of the monsters: Two Friends. The song can be found here on Spotify and by the link above on Youtube.

Myndir hér neðar og efst | photos, top and below: © Unnar Anna Árnadóttir / Leikfélag Akureyrar / MAK.

Hér má lesa efnisskrá sýningarinnar. Og meira um sýninguna á vef Menningarfélags Akureyrar. 
Hér má svo lesa meira um leikritið um skrímslin á þessari heimasíðu.   

More info (in Icelandic):
The playbill online. And more about the production at the site of Akureyri Culture Company.
And a bit more about the play on this site.  


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli að leik! | Monsters at play!

Skrímsli í leikhúsinu! Það hefur verið hreint dásamlegt að fylgjast með skrímslunum holdgerast í hæfileikaríkum leikurum hjá Leikfélagi Akureyrar síðustu daga, en LA hefur tekið til sýninga leikritið um svörtu skrímslin tvö. Hér má sjá Margréti Sverrisdóttur í hlutverki litla skrímslisins og Hjalta Rúnar Jónsson í hlutverki stóra skrímslisins. 

Búningana hannaði Björg Marta Gunnarsdóttir og gervi Harpa Birgisdóttir. Leikstjóri verksins er Jenný Lára Arnórsdóttir og grípandi tónlist samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Um hljóðmynd og ljós sjá Árni F. Sigurðsson og Benni Sveinsson. Sýningarstjóri er Unnur Anna Árnadóttir.

Frumsýning er næstkomandi laugardag, 13. janúar, í Svarta kassanum í Hofi og þá verður sko dúndurgaman! Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Monster theater! It has been an absolut pleasure to watch rehearsals at Akureyri Theater this week and to see the two monsters come alive in the two talented actors: Margrét Sverrisdóttir as Little Monster and Hjalti Rúnar Jónsson as Big Monster. This is a new production of my play “Little Monster and Big Monster in the Theater” by Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar).

Costumes are designed by Björg Marta Gunnarsdóttir and make-up artist is Harpa Birgisdóttir. Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and the catchy music is composed by Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Sound and lighting designers are Árni F. Sigurðsson and Benni Sveinsson. Stage manager is Unnur Anna Árnadóttir.

The premiere is next Saturday, January 13th, in the Black Box at Hof Culture Center in Akureyri and I am surely looking forward to it! Tickets at mak.is.

Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslin á svið á ný | Monster Act in Akureyri

Skrímslafréttir! Leikfélag Akureyrar tekur til sýninga verkið Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu í byrjun næsta árs. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir og miðasala hefst á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is, áður en langt um líður. Fylgist með fréttum frá menningarbænum Akureyri! 
Hér má lesa örlítið um leikritið og frumsýninguna í Þjóðleikhúsinu leikárið 2011-2012. 

Monsternews! In the new year Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar) will do a new production of my play “Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu” (Little Monster and Big Monster in the Theater). Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and tickets will be available soon at mak.is, the website of Akureyri Culture Company (ACC). So stay tuned for more news!
Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Ritgerð um leikrit | Thesis on Children’s Theater

GottKvPlweb           LitlaOgStoraPlakatweb

♦ Umfjöllun um leikritÍ nýútgefinni B.A. ritgerð í almennri bókmenntafræði í Háskóla Íslands, á Skemmunni.is, fjallar Rakel Brynjólfsdóttir um leikritin tvö: Gott kvöld og Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu, en þau eru bæði byggð á myndabókum. Ritgerðin nefnist „Greining á tveimur leikverkum Áslaugar Jónsdóttur“  og má lesa hér. Í útdrætti segir m.a.:

„Áslaug Jónsdóttir nær með leikverkum sínum að tvinna saman einstaka persónusköpun, fallegan texta og mikilvægan boðskap sem á erindi til allra barna. Val hennar á viðfangsefnum er metnaðarfullt og sýnir þá trú og þá virðingu sem hún ber fyrir ungum leikhúsáhorfendum. Samvinna hennar og Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra tók þessi stef og glæddi þau lífi með allri umgjörð sýninganna. Listræn framsetning þeirra á ótta, hugrekki og þeim skilaboðum að maður standi ekki einn í lífinu með vin sér við hlið tókst vel. Áslaug hefur næmt auga fyrir því hvernig best má ná til barna og nýtir sér einfalda söguframvindu, kímni og orðaleiki í listsköpun sinni. Leikrit hennar eru mikilvægt innlegg í barnaleikhúsmenningu á Íslandi og gefa tóninn fyrir metnaðarfulla listsköpun með boðskap fyrir börn í framtíðinni.“  – Rakel Brynjólfsdóttir – http://hdl.handle.net/1946/18136

♦ Theater reviewI have just read a freshly pressed BA thesis in Comparative Literature at the University of Iceland, by Rakel Brynjólfsdóttir, on two of my plays: Good evening and Little monster and Big Monster in the Theater, both based on my picture books. There are some very praising reviews in her text, – although only available in Icelandic. The thesis is called „Greining á tveimur leikverkum Áslaugar Jónsdóttur“  and is available at Skemman.is at this url: http://hdl.handle.net/1946/18136. 

Skrímslin og Kúlan | The Monsters and Kúlan Children’s Theater

SkrimslinSkjaklipp

♦ Leikhús. Í lok ársins 2011 hélt ég mig drjúgum stundum í svartmáluðum kjallaranum á Lindargötu 7, í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Þar fylgdist ég með æfingum á Litla skrímslinu og stóra skrímslinu í leikhúsinu og vann að leikmyndinni. Við útsendingu RÚV s.l. laugardag rifjaðist upp fyrir mér hvað þessir dimmu mánuðir, nóvember og desember, voru óvanalega bjartir og fljótir að líða. Ég þakka það leikurum Friðriki Friðrikssyni og Baldri Trausta Hreinssyni sem skemmtu okkur Þórhalli Sigurðssyni leikstjóra með ógleymanlegum skrímslasenunum á æfingatímanum.

StoraSkrimslidSkjaklippKúlan hlaut á dögunum heiðursviðurkenningu IBBY á Íslandi: Vorvinda-viðurkenninguna ásamt fleira góðu fólki sem hefur skarað fram úr við störf að barnamenningu. Þórhallur Sigurðsson hefur verið listrænn stjórnandi Kúlunnar frá upphafi, eða frá árinu 2006. Lesið meira um viðurkenninguna hér á vef Þjóðleikhússins og hér á vef IBBY á Íslandi. Til hamingju Þórhallur og barnaleikhúsið Kúlan!

♦ Theater. The RÚV-broadcasting of my play Little Monster and Big Monster in the Theater last Saturday made me think back to rehearsal time at the end of the year 2011. The dark and gloomy months of winter went by fast, thanks to these two guys in the hairy costumes: Friðrik Friðriksson og Baldur Trausti Hreinsson. Their monstrously funny tryouts and variations of the play made me and director Þórhallur Sigurðsson roll in our seats. Thank you again!

LitlaSkrimslidSkjaklipp1Kúlan, The National Theater’s Children’s Stage, received an award of honor from IBBY Iceland this month: Vorvinda (Spring Winds) for a contribution to children’s culture in Iceland. Actor and director Þórhallur Sigurðsson has been the art director of Kúlan since the opening in 2006. Congratulations to Þórhallur and Kúlan Children’s Theater!
More about the award: in Icelandic at The National Theater – website and IBBY Iceland – website.

Meðfylgjandi myndir eru skjáskot frá útsendingu RÚV.
Photos: screenshots from RÚV broadcasting.

LitlaSkrimslidSkjaklipp2