♦ Bókverk. Ég er ein af ÖRKUNUM, hópi listakvenna sem stunda bókverkagerð af ýmsum toga. ARKIR taka þátt í norrænni farandsýningu sem nú er komin til Íslands og verður opnuð í Norræna húsinu á morgun, laugardag kl. 16. Sýningin ber titillinn HEIMA eða hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik, og var fyrst sett upp í Silkeborg á Jótlandi á síðasta ári en fór þaðan til Nuuk á Grænlandi. Hún verður aftur sett upp á Jótlandi og síðar í Kaupmannahöfn. Hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók fyrir bloggvef ARKANNA.
♦ Book art. I have been busy working on graphics and exhibition design for the book art exhibition HOME, which opens in the Nordic house in Reykjavík tomorrow at 16. pm. This is a touring exhibition: It opened last year in Silkeborg in Denmark, for later to travel all the way to Nuuk in Greenland. Now in Iceland until February 23rd. It will travel back to Denmark and be on display in Copenhagen later this year. Below are some photos I took for my book arts group: ARKIR and our blog.