Vestnorræni dagurinn | Celebrating the West Nordic Day with monsters

Vestnorræni dagurinn, dagur norrænu grannríkjanna í vestri: Íslands, Færeyja og Grænlands, er haldinn hátíðlegur ár hvert þann 23. september. Í ár var deginum m.a. fagnað í Norræna húsinu og Veröld – húsi Vigdísar. Þar tókum við tveir af höfundum bókaflokksins um skrímslin þátt í tveggja daga dagskrá.

Sunnudaginn 22. september vorum við Rakel Helmsdal með upplestur á færeysku og íslensku og vinnustofu fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Norræna húsinu. Fjöldinn allur af skrímslavinum mætti og ný skrímsli litu dagsins ljós. Engin takmörk voru fyrir hugmyndafluginu og sköpunargleðinni og úr varð mikið fjör. Þarna voru líka augljóslega bókavinir á ferð því endalaust mátti lesa um ævintýri skrímslanna.

Mánudaginn 23. september bauð Norræna húsið, Vigdísarstofnun, Norræna félagið og Vestnorræna ráðið til málstofu í Veröld – húsi Vigdísar. Kynnt voru samvinnu- og rannsóknarverkefni með vestnorrænni áherslu, tengd tungumálum, sagfræði, þjóðfræði og bókmenntum og fleiru. Við Rakel fluttum þar eilítið erindi um samstarf okkar skrímslahöfundanna þriggja sem við nefndum: Skrímslabandalagið – um fjöltyngd skrímsli og skapandi samstarf. Takk fyrir okkur!

The West Nordic Day, September 23rd is the celebration day of the three neighbor countries in the west and is aimed to strengthen the cultural cooperation between the three: Iceland, Faroe Islands and Greenland. This year the day was celebrated with a two-day program: exhibitions, music, workshops for children and families and academic seminars. The program stretched over two days and we two (out of three) authors of the Monster series: were invited to take part.

On Sunday, September 22nd, Rakel Helmsdal and I gave readings in Icelandic and Faroese and had a workshop for children and families in the library of the Nordic house. Monster friends flocked to the event and we all had great fun with a bunch of new monsters. The children’s creativity had no limits, nor did their appetite for the stories about Little Monster, Big Monster and Furry Monster.

On Monday, September 23rd, a seminar was held in Veröld – the house of Vigdís, with lectures on language, ethnology, history and literature. We gave a talk and introduction on our monster creations, called: The Monster Alliance: on multilingual monsters and creative collaboration. Thank you all who participated in these events!

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on images to enlarge.

Ljósmyndir | Photos: © Áslaug Jónsdóttir / Telma Rós Sigfúsdóttir / María Þorgeirsdóttir – – Ljósmyndir teknar | Photo date: 22.-23.09.2019

Skrímslin mæta í afmæli! | The Monsters at the Nordic House Library birthday celebration

Skrímslastund! Árið 1968 opnaði Norræna húsið í Vatnsmýri og ári síðar var hið undurfallega bókasafn hússins formlega opnað. Næstkomandi sunnudag, 11. ágúst 2019, verður haldið upp á 50 ára afmæli bókasafnsins með fjölskylduvænni dagskrá og veitingum. Klukkan 12:00-13:00 verður til dæmis sögustund í salnum á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku og færeysku fyrir börn og fjölskyldur þeirra, en þá verður lesið úr Nei! sagði litla skrímslið á þessum tungumálum og myndir sýndar á stórum skjá.
Við skrímslin óskum Norræna húsinu og starfsfólki bókasafnsins hjartanlega til hamingju með 50 árin!

Monster event! In 1968 the Nordic house, designed by Alvar Aalto, was opened in Reykjavík. A year later it’s beautiful library was opened, now celebrating 50 years of service with a family-friendly program next Sunday, on 11 August from 12-17. There will be a story hour in the auditorium for children and their families at 12-13, where Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster) will be read in Icelandic, Danish, Norwegian, Swedish, Finnish, and Faroese and the illustrations shown on a big screen. A big happy birthday to the Nordic house library!

Skrímslaleikur | Playing with monsters at the Nordic House

Á bókmenntahátíð: Vinir skrímsla víða að úr veröldinni litu við í Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta. Eftir upplestur á íslensku og arabísku úr bókunum um skrímslin var boðið til skrímslasmiðju og tóku bæði yngri og eldri gestir þátt. Túlkur í upplestri var Einar Jónsson, en á skjá mátti lesa myndir og enska þýðingu textanna. Viðburðurinn var hluti af Bókmenntahátíð í Reykjavík

At the Reykjavík Literary FestivalOn The First Day of Summer, April 25th, I gave a reading at the Nordic House in Reykjavík, as well as a workshop where both children and grown-ups took part. This was an Arabic-Icelandic program where I had good help from interpreter Einar Jónsson. We read from the book series about Little Monster and Big Monster in Icelandic and Arabic, while the illustrations and an English translation could be read from a screen. The program was a part of Reykjavík International Literary Festival.

Ljósmyndir | Photos: © Áslaug Jónsdóttir & © Thelma Rós Sigfúsdóttir / Norræna húsið

Börn og bókmenntahátíð | Program for children in Arabic at Reykjavík International Literary Festival

Íslenska og arabíska á bókmenntahátíð: Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, verður börnum flóttamanna og hælisleitenda boðið að fagna sumri með bóklestri og smiðjum í barnabókasafni Norræna hússins. Ásamt arabískumælandi túlki les ég úr bókunum um litla skrímslið og stóra skrímslið og stýri myndlistarsmiðju fyrir skrímslavini. Viðburðurinn er hluti af Bókmenntahátíð í Reykjavík í samstarfi við Rauða krossinn, IBBY á Íslandi og Norræna húsið. Dagskráin hefst kl 14:00 í Norræna húsinu, sumardaginn fyrsta. Sjá hér á Fb. Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst á morgun 24. apríl 2019 og lýkur 27. apríl. Í dag, 23. apríl, má svo fagna Alþjóðlegum degi bókarinnar.

Workshop and reading: Reykjavík International Literary Festival offers an Arabic-Icelandic program for children in the Nordic House on The First Day of Summer, Thursday April 25th. Along with an Arabic interpreter, I will read from the book series about Little Monster and Big Monster. I will also hosts a workshop for monster friends of all ages. Place and time: The Nordic House, April 25 at 2-3 pm. See event on Facebook. The Reykjavík International Literary Festival starts tomorrow, April 24 2019, and runs until April 27. Today, April 23, is the World Book Day – so book lovers rejoice!

Ljósmynd | Photo: http://www.myrin.is

Úti í mýri 2018 | International Children’s and Youth Literature Festival in Reykjavík

Barnabókmenntahátíð: Nú er veisla í vændum fyrir unnendur barna- og unglingabókmennta! Níunda Mýrarhátíðin hefst á morgun, fimmtudaginn 11. október, og stendur til sunndagsins 14. október. Að vanda fer dagskrá hátíðarinnar fram í Norræna húsinu í Vatnsmýri, en undirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Undur í norðri“. Gestir hátíðarinnar eru fjölmargir, erlendir sem íslenskir. Ég tek þátt í nokkrum dagskrárliðum, en ætla sannarlega ekki að missa af mögnuðum fyrirlestrum, upplestrum og sýningum sem eru kynnt í dagskrá hátíðarinnar hér. Algjör veisla! Meira á www.myrin.is.

In the Moorland 2018: The ninth Moorland-festival opens tomorrow, October 11, and runs until October 14. The festival takes place in the Nordic House by Vatnsmýri Wetland Park and this years theme is “Nordic Wonders”. The festival hosts authors, illustrators and scholars from all over the world, as well as Icelandic artists. I will be taking part as a guest in several events, but more importantly and most definitely enjoying the many lectures, readings and exhibitions the festival program has to offer. It’s a feast for children’s book lovers! More at www.myrin.is.

Mýrin – veggspjald | Poster: Ninna Thorarinsdottir

Gægjugat | Through the peephole

myrin2014-©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Á morgun opnar í Norræna húsinu sýningin Páfugl úti í mýri – Orðaævintýri. Sýningin er hluti af Mýrinni, alþjóðlegu barnabókmenntahátíðinni sem haldin er á tveggja ára fresti í Norræna húsinu, – og Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2014. Sýningarstjórar eru þau Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Davíð Stefánsson. Ég kíkti í Norræna húsið um daginn, þegar undirbúningur stóð sem hæst, stóð hreinlega á gægjum! Fleiri myndir má sjá hér. Ég mæli eindregið með skemmtilegri sýningu fyrir alla fjölskylduna!

Mýrin Festival Program

Dagskrá – Mýrin Festival Program

♦ Photo Friday: Tomorrow there will be an opening of an exhibition in the Nordic house in Reykjavík, called: A Peacock in the Moor – A Fairy-tale of Words. The exhibition is inspired by a selection of new Nordic children’s books and is dedicated to the joy of reading and playing with words. It is a part of the International Children’s Literature Festival Mýrin, a biennial hold in the Nordic House in Reykjavík, – and Reykjavík Reads Festival 2014. The exhibition is designed by graphic artist Kristín Ragna Gunnarsdóttir and author Davíð Stefánsson. I went to the Nordic house last week and and took a peek through a magic hole in the wall! More photos here. Check out the links in this post if you want to know more!

Babelturninn í Norræna húsinu | The Tower of Babel

AslaugJonsBABELweb

 Bókverk.  Hér kemur smá upprifjun: Á morgun opnar í Norræna húsinu sýningin HEIMA eða hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik. Þrjátíu og þrír norrænir listamenn sýna bókverk tengd þemanu: heima, heimili eða heimkynni. Íslenski bókverkahópurinn ARKIR á fjölda nýrra verka á sýningunni, sem er skipulögð af forkólfum CON-TEXT listahópsins í Danmörku. Fylgjast má með framvindu sýningarinnar á heimasíðu CON-TEXT hópsins, sem og opinni FBsíðu hópsins.

Ég sýni m.a. verkið hér fyrir ofan, nokkurs konar bókrollu sem ber heitið Babel. Samkvæmt Biblíunni var Babelturninn samkomuhús alls mannkyns um hríð eða þar til Guði þótti nóg komið af þessu metnaðarfulla sambýli og sundraði mannskapnum. Sem hefur ekki talað saman af fullu viti síðan. Í dæmisögunni um Babelturninn kristallast harmur okkar yfir óskiljanlegu og eilífu ósætti og skilningsleysi manna á milli. Alveg kjörið að kenna refsiglöðum guði um allt vesenið á okkur.

Heimili er auðvitað ekki aðeins hús heldur samverustaður þeirrar einingar sem telur fjölskyldu. Heimkynni eru ekki aðeins landsvæði heldur líka menning og samfélag. Það sem tengir fólkið saman er tungan. Tungumálið býr í okkur og við í tungumálinu. Þar erum við heima. Í bókverkinu fossar biblíutextinn um Babelturninn á fjölda tungumála en hann er sundraður í óskiljanlega flækju. 

Allir jarðarbúar töluðu sömu tungu og notuðu sömu orð. Svo bar við er þeir fluttust að austan að þeir fundu lágsléttu í Sínearlandi og settust þar að. Þá sögðu þeir hver við annan: „Komum nú og búum til tígulsteina og brennum þá í eldi.“ Þeir notuðu tígulsteina í stað grjóts og bik í stað steinlíms. Og þeir sögðu: „Komum nú, byggjum okkur borg og turn sem nái til himins. Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“  Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt. Og Drottinn sagði: „Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta er aðeins upphaf þess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál.“  Og Drottinn tvístraði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. Af þeim sökum heitir hún Babel að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina. – – –  Fyrsta Mósebók 11. 1-9.

 Book art. Opening tomorrow in the Nordic house: the exhibition HEIMA or: “hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“. Thirty-three Nordic artists exhibit artist’s books with the theme: HOME. Nine members of ARKIR book arts group participate in the exhibition which is organized by the Danish members of the Nordic artist group CON-TEXT. News, events and remarks on the exhibition will be found at the CONTEXT homepage, as well as the group’s Facebook Page. See also more news and works at ARKIR Book Arts Blog.

I am exhibiting this book object in Silkeborg, a book scroll or a paper sculpture called Babel. According to the Bible, The Tower of Babel was what one could call a home and rendezvous of all mankind, until God Almighty decided that this ambitious commune was no good and wrecked the party: He scattered the people all over the earth and confused their language. This tale is full of grief of our failings: our endless conflicts and lack of understanding and respect for each other. Yes, lets blame a punishing god.

Home is such a wide concept. It’s not just a building, but a place of union, an assembly of those who call themselves family. Home is not just a tract of land, but also a community, home of culture. The language connects us together. We belong to the language and the language belongs to us. It markes and makes our home. In this piece I quote the biblical text in many languages, and it flows out of the tower. But it’s all messed up in a confusing babble. Alas.

Now the whole earth had one language and the same words. And as they migrated from the east, they came upon a plain in the land of Shinar and settled there. And they said to one another, “Come, let us make bricks, and burn them thoroughly.” And they had brick for stone, and bitumen for mortar. Then they said, “Come, let us build ourselves a city, and a tower with its top in the heavens, and let us make a name for ourselves; otherwise we shall be scattered abroad upon the face of the whole earth.”  The Lord came down to see the city and the tower, which mortals had built. And the Lordsaid, “Look, they are one people, and they have all one language; and this is only the beginning of what they will do; nothing that they propose to do will now be impossible for them. Come, let us go down, and confuse their language there, so that they will not understand one another’s speech.”  So the Lord scattered them abroad from there over the face of all the earth, and they left off building the city. Therefore it was called Babel, because there the Lord confused the language of all the earth; and from there the Lord scattered them abroad over the face of all the earth.  – – –  Genesis 11. 1-9.

 Babel á Arkarblogginu hér. Fyrir neðan: Stutt grein í Fréttablaðinu dags. 24.01.2014 um sýningaropnun í Norræna húsinu. ATH. sýningin opnar kl. 16. á morgun!
♦ Babel presented at ARKIR Book Arts Blog here. Below: Newspaper clip Fréttablaðið 24.01.2014 on the exhibition HOME.

Fréttabladid-240114-42web

HEIMA – veggspjald | HOME – poster

HEIMA2014-A5Lweb      HEIMA2014-A5Dweb

♦ Grafísk hönnun. Veggspjöldin með stafaruglinu: B Ó K V E R K, voru hönnuð fyrir sýninguna HEIMA eða hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik í Norræna húsinu 2014. Fyrir neðan eru tvær tillögur fyrir sama tilefni. Hönnun: Áslaug Jónsdóttir.

♦ Graphic design. Poster design for the exhibition HOME or, as in all the Scandinavian languages, hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik. In the Nordic house 2014. Below are two proposals. Design by Áslaug Jónsdóttir.

HEIM2-2014web      HEIM-2014web

Heima – bókverkasýning | Home – book art exhibition

Bodskort-HEIMA-web

♦ Bókverk. Ég er ein af ÖRKUNUM, hópi listakvenna sem stunda bókverkagerð af ýmsum toga. ARKIR taka þátt í norrænni farandsýningu sem nú er komin til Íslands og verður opnuð í Norræna húsinu á morgun, laugardag kl. 16. Sýningin ber titillinn HEIMA eða hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimafik, og var fyrst sett upp í Silkeborg á Jótlandi á síðasta ári en fór þaðan til Nuuk á Grænlandi. Hún verður aftur sett upp á Jótlandi og síðar í Kaupmannahöfn. Hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók fyrir bloggvef ARKANNA.

♦ Book art. I have been busy working on graphics and exhibition design for the book art exhibition HOME, which opens in the Nordic house in Reykjavík tomorrow at 16. pm. This is a touring exhibition: It opened last year in Silkeborg in Denmark, for later to travel all the way to Nuuk in Greenland. Now in Iceland until February 23rd. It will travel back to Denmark and be on display in Copenhagen later this year. Below are some photos I took for my book arts group: ARKIR and our blog.

Vetrareldur | Fire sculpture

Fire1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Viðarskúlptúrar brunnu við Ægisíðu í kvöld og skuggalegar verur heilsuðu myrkrinu. Þetta voru gjörningar í tengslum við sýninguna og ráðstefnuna Tenging norður“ í Norræna húsinu.
♦ Photo Friday. Burning sculptures and a performance of shadow creatures lightened up the dark at Ægisíða shore in Reykjavík tonight. The event was a part of the exhibition and conference Relate North at the Nordic House in Reykjavik.

Fire3©AslaugJ

Fire2©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.11.2013

Skrímslaerjur í Norræna húsinu | Book presentation in The Nordic House

Skrímslaerjur♦ Bókakynning. Á vef Norræna hússins segir:
„Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í fyrsta sinn nú í október en tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar í vor. Alls er um fjórtán verk að ræða frá níu norrænum löndum og málsvæðum.
Tilnefndu höfundarnir Áslaug Jónsdóttir frá Íslandi og Nuka K. Godtfredsen frá Grænlandi kynna tilnefnd verk sín og hægt er sjá sýningu Nuka sem stendur til 22. september. Sigurður Ólafsson kynnir verðlaunin við sama tækifæri en hann stýrir skrifstofu verðlaunanna. Kynningin fer fram á íslensku og dönsku.“
Norræna húsið, á morgun 11. september, kl. 14.00.

♦ Book presentation. In association with The Reykjavik International Literary Festival 2013 there will be an introduction of the newly established Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. Held in the Nordic House, tomorrow 11. September at 2 pm. Participants: Sigurður Ólafsson and nominees: Áslaug Jónsdóttir and Nuka K. Godtfredsen.