Ryð | Rust

Rust©AslaugJ

♦ Ljósmyndagrafík: Ég heimsótti fremur sorglegan stað í gær, þjónustumiðstöð bifreiða sem hafa lent í tjóni. Ég slapp með skrekkinn úr árekstri í síðustu viku, má telja mig heppna og það má ökumaðurinn sem keyrði í veg fyrir mig gera líka. Bílinn minn gæti ég hinsvegar þurft að afskrifa, að mér skilst.
Mér varð starsýnt á sum hræin á staðnum. Dapurleg, ef ekki harmræn. En svona teiknar súrefni og eldur á járn – reyndar með smá ýkjum í myndvinnslunni.

♦ Photography: Yesterday I had to visit a service center for damaged and reposed cars. I was lucky to get unharmed from a car crash last week. So did the other driver who accidentally drove into my car. But my very fine old car is probably done for.
Most of the cars at the center only had some minor bumps, but then there were the real carcasses. Above are clips of these glum drawings oxygen and fire can make on iron, … just edited a bit.