♦ Konudagurinn: Til hamingju með daginn konur! Og gleðilega Góu. Fallegt er veðrið og nóg til í búrinu. Er þá ekki allt gott? Hvernig er spáin?
Ég er ánægð með konudaginn. Einkum og sér í lagi af því að margir halda nú upp á sykurklístraðan Valentínusardaginn svo vonandi getur konudagurinn þá þróast í aðra átt. Ég ætla sannarlega að halda upp á daginn og skála fyrir formæðrum mínum, bústýrum og búkonum, þrautseigju þeirra og seiglu, þar sem þær máttu þreyja þorrann og góuna í þessu brjálaða landi. Ég ætla að mana allar konur, bústýrur nútíðar og framtíðar, til að hika ekki við að stýra og standa fyrir þeim búum sem nú tíðkast: fyrirtækjum og stofnunum, stórum og smáum (í þessu brjálaða landi – sumt breytist ekki). En það er eins og konur megi aðeins hoppa þar um í annarri skálminni …
Launamunur, glerþök, stöðluð og stöðnuð kynjahlutverk, þöggun, kynbundið ofbeldi og einelti … listinn er of langur. Vonandi eru konur að komast út úr þessum vonda vetri í kvenréttindabaráttunni. Það eru ýmis teikn á lofti um það. Gleðilegan konudag!
♦ Celebration: Today is “Woman’s Day”, the first day of Góa, the fifth winter month in the old Norse calendar. Yes, flowers and good food are in their place on Woman’s Day – a newer tradition than the Feast of Góa, but may have its origin in the part the mistress of the house played in welcoming the new month – or the month before: Þorri, starting with “Bóndadagur”, Man’s Day or Husband’s Day. It was the man’s turn to soften Góa – and perhaps at the same time: his woman? These two months were the hardest and therefore a good reason to honor the gods who controlled the weather and winds.
This is a day when one should honor the power and strength of women – and we sure still need that. I wish all women a very happy Woman’s Day and a mild and promising month of Góa!