♦ Ljósmyndir: Þrátt fyrir páskahretið syngur í mó. Farfuglarnir komu með sunnanáttinni og ég stóðst ekki mátið, skaut á þá með linsunni og taldi tegundir. Veit reyndar aldrei hvort ég greini ýmsar mávategundir rétt. Einn hefur fuglinn auðvitað verið hér í allan vetur: krummi svarti. Skógarþröstur, hrossagaukur og þúfutittlingur vildu ekki sitja fyrir á mynd, en létu í sér heyra.
♦ Photos: A solo raven is often the only bird you see in the winter near our farm. But now the migratory birds are enlivening the era with song and busy flights, even though the weather this Easter was extremely bad. Happy to see all the newcomers I went out with my camera and caught a few.
Ljósmyndir teknar | Photo date: 19.-21.04.2014