Sjónarhorn: Rigning og endalaus dumbungur síðustu vikur og mánuði hefur ekki lokkað mig út í myndaleit, en ég ráfaði þó út einn skárri daginn í síðastliðinni viku, með myndavélina um öxl, en nefið niðri við jörð. Ég leitaði að tvennu: ég hafði ímyndað mér að brandandar-parið sem ég sá enn og aftur við sjávarbakkana í Melaleiti væri farið að verpa þar (– ekki brandari en auðvitað vitleysa), en altént hafði ég gát á hreiðrum og fuglum. Og svo var ég líka að skima eftir fjögurra laufa smára í smárabreiðunum – ég hef stundum haft heppnina með mér í þeim efnum – sjá hér og hér. Kannski var ég að leita að táknum í náttúrunni, eða eins og svo oft áður, bara að leita að einhverju…
Styggðin sem kom að fuglum þar sem ég fór um var venju fremur mikil, en svo áttaði ég mig á því að ég væri ekki mesta ógnin á svæðinu. Þarna kom nefnilega aðvífandi örn með sínar löngu veiðiklær. Ég fleygði mér til jarðar ef ég mætti þannig vekja áhuga arnarins og mundaði linsuna. Örninn sveimaði yfir í tvígang.
Við eftirgrennslan hjá einum helsta arnarsérfræðingi landsins, Kristni Hauki Skarphéðinssyni, kom í ljós að þarna var á ferð ungur haförn úr Bakkahólma í Grunnafirði, merktur sumarið 2017.
Ég tek þennan óvænta fund með erninum auðvitað alvarlega. Það er vert að skoða hin ýmsu sjónarhorn og fá góða yfirsýn!

Point of view: Time has passed and I have been too busy to post any new photos on my blog. It has rained almost every single day since April and the dark clouds and dull light have not tempted me. But I wandered out one day last week, with my camera shouldered while mostly keeping my eyes on the ground. I searched for two things: I had imagined that the pair of shelducks (Tadorna tadorna) I kept seeing again and again at the seafront were actually nesting there, so I was carefully looking out for nests and birds. (Of course I was not right about the ducks, but plenty of other birds were there). And then I also spent time stroking patches of clover, looking for the four-leafed ones, since I have sometimes been lucky in that regard (see here og here). Maybe I was looking for signs in nature, or like so often before, just searching for something, something …
Well, I found no four-leaf clover this time, but once again I was lucky to see a White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) just close to our farm Melaleiti near Melabakkar cliffs in West Iceland. The birds around me went exceptionally noisy and when I saw what scared them more than my intrusion, I threw myself down to raise the interest of the eagle. It circled over twice and I got some nice shots.
A chief specialist at The Icelandic Institute of Natural History, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, ornithologist and wildlife ecologist, could easily read the inscription of the rings on it’s legs and revealed that it was a young bird from the nearby islet Bakkahólmi in Grunnafjörður, ringed in the early summer (2017).
I take this unexpected encounter with the eagle seriously, of course. It’s always helpful to get a wider view on things and different perspectives on all matters.




Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.06.2018. Ath. Ég birti ekki myndir í hárri upplausn á vefnum. Note: I don’t post high-resolution photos on my blog.