Fuglasögur | Bird stories

Föstudagsmyndir: Maí og júní – þetta eru mánuðirnir sem fuglalífið er hvað áhugaverðast á Íslandi. Farfuglar fljúga að víðsvegar úr heiminum, fuglasöngur og hreiðurgerð tekur við og ungar klekjast úr eggjum. Nema þegar illa fer. Maí var ekki beinlínis þokkalegur á suðvesturhorninu – það var svalt, vinda- og rigningasamt. Síðla í maí skall á vestanóveður sem stóð lengi og þá máttu lundar og ýmsir sjófuglar sín lítils á hafi úti. Lundum og fleiri svartfuglum skolaði dauðum á land í hundraða tali. Það var sorglegt að ganga fjörur vikurnar eftir illviðrið. Tíðari og öfgafyllri veður eru náttúrunni ekki til framdráttar. 

⬆︎ Lundi – Atlantic puffin (Fratercula arctica).
⬇︎ Súla – Northern gannet (Morus bassanus) .

Friday Photos: May and June – these are the months when the bird life in Iceland is most interesting. Migratory birds fly in from all over the world, birdsong and nest building take over and chicks hatch from eggs. Except when things go wrong. The month of May was not exactly pleasant in the south west of Iceland – it was cold, windy and rainy. At the end of May, there was a westerly storm that lasted for a long time, making survival for puffins and various seabirds very tough. Dead puffins and other blackbirds washed ashore by the hundreds. It was extremely sad to walk the beaches the weeks after the storm. More frequent and extreme weather patterns are making life bleak for many species. 

En gleðilegra var að rekast á brandendur í hlaðvarpanum einn morguninn og ekki var síður gaman að fá heimsókn af æðarkollu og blika undir húsvegg eitt kvöldið. Nokkrum dögum síðar rakst ég á hreiður kollunnar undir fjárhúsvegg. Þar taldi hún sig eiga skjól fyrir varginum, sem var búinn að ræna bæði æðar- og gæsahreiður nær sjónum. Við munum gera okkar besta til að styggja ekki þennan góða gest og vonum að ungarnir nái að klekjast út. 

A more happier encounter was finding the common shelducks resting close to our farmhouse. And an eider duck visited our house one evening, followed by her mate. Few days later I found her nest with four eggs by our old barn. There she hopes she is safe from the greedy seagulls, ravens and the eagle that have already pillaged nests of eiders and geese close by. We will do our best to not to disturb our good guest, only three more weeks to go!

⬇︎ Brandönd – Common shelduck (Tadorna tadorna).

⬇︎ Æðarkolla – Common eider, (Somateria mollissima).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 02.06 – 10.06.2023

Á flugi í frosthörkunum | Snow buntings

Föstudags-fuglamyndir! Mér hefur þótt æ sjaldgæfara að sjá stóra hópa af snjótittlingum, að minnsta kosti á SV-horni landsins, svo það var gaman að rekast á þennan hóp í byrjun janúar. Snjótittlingurinn er elskulegastur allra fugla á vetrum, tístið er svo glatt, flugið skemmtilegt og spektin, iðið og trítlið á grundinni gera þá ótmótstæðilega. Snjótittlingar (Plectrophenax nivalissólskríkjur að sumri) eru fræætur og duglegir að bjarga sér ef þeir komast í hverskonar fræ, grasfræ í moði og kornleifar á ökrum, svo næg fæða ætti að standa til boða, svo fremi að ekki séu hagbönn.

Photo Friday: These are favorite birds in winter time: the lovely snow buntings (Plectrophenax nivalis). Their happy tweet, joyful flight and busy running around in the burning cold and gloomy light makes them irresistible. They seem less common than before, at least in my parts of the country. This is perhaps due to climate changes, since big groups migrate from Greenland to Iceland in winter – while others migrate from Iceland to Scotland. Hard to tell. The snow bunting eats various seeds and there is plentiful around in the fields in the area, as long as the snow doesn’t get too deep.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.01.2020

Sumarsólstöður | Sterna paradisaea – Bird of the sun

Föstudagsmyndin: Enn kemur hún hingað, krían, þessi magnaði fugl sem flýgur póla á milli og freistar gæfunnar í svölu norðrinu á hverju sumri. Sannur sólarfugl sem ár hvert nýtur birtu tveggja sumra. Myndirnar eru teknar um miðnætti 21. – 22. júní við Melaleiti, en þar leggja kríurnar flugleið sína með ströndum á kvöldin, milli varpsvæða og fæðusvæða. Krían er einstakur flugfugl, hvernig sem á það er litið. Raunar er tilvera kríunnar hreint undur, ekki síst þegar litið er til sífellt brothættari vistkerfa jarðar. Líf hennar er vissulega „eilíft kraftaverk“.

Photo FridayThe arctic tern, Sterna paradisaea, was busy as always at summer solstice. I caught the terns flying pass our farm at midnight, while the sun was setting behind Snæfellsnes mountain range. There are some small colonies of arctic terns in our area and the nearby Grunnafjörður mudflat/estuary is an important feeding ground for many birds. The amazing kría, a magnificent flyer and a follower of light, is worth celebrating, no less than summer solstice. Her return to the cold north, migrating from the Antarctica, as earth’s vulnerable ecosystems tremble, is a true miracle.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.06.2019 – 11:54 pm … 00:12 am 22.06.2019

Sólríkir dagar í sumarbyrjun | Early days of summer

Föstudagsmyndir – farfuglar: Vefsíðunni hefur lítið verið sinnt undanfarnar vikur og mánuði. Ég þyrfti margar hendur til að vinna að öllu því sem ég vildi – svo ekki sé minnst á mörg höfuð. Hah! En þá er kannski kominn tími til að líta til fugla himinsins. Þessi Máríuerla (Motacilla alba) safnar vissulega ekki í hlöður – hún býr í hlöðu. Af og til flýgur hún af hreiðrinu og út og tilkynnir þá óðamála að allt sé samkvæmt áætlun. Og þó ég geti ekki alveg tekið undir það fyrir mitt leyti, þá erum við báðar ánægðar með sólina sem í svalri norðanáttinni vermir svo vel sunnanundir vegg.

Í vor hafa brandendur (Tadorna tadorna) annað slagið staldrað við á bökkunum við Melaleiti og það er ekki annað hægt að dást að þessum skrautlega fugli eins og karlinum hér neðst. Brandönd var sjaldséður gestur en er nú orðin varpfugl við árósa í Borgarfirði og víðar.

Photo Friday – Birds of passage: I have neglected my website last weeks and months, wishing I had extra hands or some spare thoughts to get more things done… So looking at the birds of the air might be a good and healthy thing, like the white wagtail (Motacilla alba), that indeed does not gather into barns, but nests in a barn. Regularly she comes out of the barn and tweets and twitters that all is going according to plan. Although I cannot agree for my part, we both like the warmth of the sun by the south facing wall, while cold dry winds blow from north.

Common shelducks (Tadorna tadorna) are not common at all in Iceland, although they are now settling in parts of Iceland and finding nesting grounds close to the rivers estuaries in Borgarfjörður, close to our family farm. In the spring they often have a stop at the cliff edges, looking over the bay, before they head further, – like this handsome male bird.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 21/22/23.05.2019

Fyrir augliti arnarins | Close encounter

Sjónarhorn: Rigning og endalaus dumbungur síðustu vikur og mánuði hefur ekki lokkað mig út í myndaleit, en ég ráfaði þó út einn skárri daginn í síðastliðinni viku, með myndavélina um öxl, en nefið niðri við jörð. Ég leitaði að tvennu: ég hafði ímyndað mér að brandandar-parið sem ég sá enn og aftur við sjávarbakkana í Melaleiti væri farið að verpa þar (– ekki brandari en auðvitað vitleysa), en altént hafði ég gát á hreiðrum og fuglum. Og svo var ég líka að skima eftir fjögurra laufa smára í smárabreiðunum – ég hef stundum haft heppnina með mér í þeim efnum – sjá hér og hér. Kannski var ég að leita að táknum í náttúrunni, eða eins og svo oft áður, bara að leita að einhverju…

Styggðin sem kom að fuglum þar sem ég fór um var venju fremur mikil, en svo áttaði ég mig á því að ég væri ekki mesta ógnin á svæðinu. Þarna kom nefnilega aðvífandi örn með sínar löngu veiðiklær. Ég fleygði mér til jarðar ef ég mætti þannig vekja áhuga arnarins og mundaði linsuna. Örninn sveimaði yfir í tvígang.

Við eftirgrennslan hjá einum helsta arnarsérfræðingi landsins, Kristni Hauki Skarphéðinssyni, kom í ljós að þarna var á ferð ungur haförn úr Bakkahólma í Grunnafirði, merktur sumarið 2017.

Ég tek þennan óvænta fund með erninum auðvitað alvarlega. Það er vert að skoða hin ýmsu sjónarhorn og fá góða yfirsýn!

Point of view: Time has passed and I have been too busy to post any new photos on my blog. It has rained almost every single day since April and the dark clouds and dull light have not tempted me. But I wandered out one day last week, with my camera shouldered while mostly keeping my eyes on the ground. I searched for two things: I had imagined that the pair of shelducks (Tadorna tadorna) I kept seeing again and again at the seafront were actually nesting there, so I was carefully looking out for nests and birds. (Of course I was not right about the ducks, but plenty of other birds were there). And then I also spent time stroking patches of clover, looking for the four-leafed ones, since I have sometimes been lucky in that regard (see here og here). Maybe I was looking for signs in nature, or like so often before, just searching for something, something

Well, I found no four-leaf clover this time, but once again I was lucky to see a White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) just close to our farm Melaleiti near Melabakkar cliffs in West Iceland. The birds around me went exceptionally noisy and when I saw what scared them more than my intrusion, I threw myself down to raise the interest of the eagle. It circled over twice and I got some nice shots.

A chief specialist at The Icelandic Institute of Natural History, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, ornithologist and wildlife ecologist, could easily read the inscription of the rings on it’s legs and revealed that it was a young bird from the nearby islet Bakkahólmi in Grunnafjörður, ringed in the early summer (2017).

I take this unexpected encounter with the eagle seriously, of course. It’s always helpful to get a wider view on things and different perspectives on all matters.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.06.2018. Ath. Ég birti ekki myndir í hárri upplausn á vefnum. Note: I don’t post high-resolution photos on my blog.

Sumardagurinn fyrsti 2016 | First Day of Summer

Hrossagaukur-©AslaugJ

♦ VorfuglarSumardagurinn fyrsti var hinn dægilegasti á suðvesturhorninu. Þessi „sælugaukur“ renndi sér um suðurloft og gladdi með sínum hlýlega fjaðraþyt. Farfuglarnir eru nú óðum að flykkjast til landsins. Múkkinn er sestur upp í Melabakka og skógarþrösturinn vill gjarnan halda sig nærri bænum. Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

♦ Birds of springWe celebrate the First Day of Summer in Iceland today. It may freeze and snow but so it is: the first Thursday after April 18th is the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar. Today many signs are to be read as omens for good or bad summer. It’s a very good thing to hear the sound of Hrossagaukur, – the Common Snipe (Gallinago gallinago), in the south – and up above, and I was just so lucky at our farm today!  Many migratory birds are here now, among them Fýll – Fulmar (Fulmarus glacialis) and skógarþröstur – Redwing (Turdus iliacus) as portrayed on the photos below. Happy summer to ya’ all!

Múkkar-©AslaugJ

Skógarþröstur-©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.04.2016

Fjaran í febrúar | Beach walk in February

FjaranMelaleiti©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Í febrúar er náttúran og lífríkið enn í vetrarham: dagarnir eru gráir og kaldir, fátt sýnist lifandi. Það er samt alltaf eitthvað að gerast við ströndina, í fjörunni og hafinu. Þessar myndir eru frá göngu undir Melabökkum við Melaleiti í gær.
Haförn (Haliaeetus albicilla): Ég var að vaða grynningar við Kotatanga þegar ég sá haförninn í fjarska. Gæsir, endur, mávar og hrafnar létu auðvitað strax vita með krunki og kvaki. Ég var því miður ekki með sterka aðdráttarlinsu en ákvað að krjúpa niður ef örninn fengi þá áhuga á að skoða það sem lægi í fjöruborðinu, því eins og aðrir fuglar forðast ernir tvífætlinga. Örninn flaug fremur lágt yfir öldufallinu en beygði svo af leið og tók stefnuna á bráðina: mig! Sveif hátt og hringsólaði með þungum vængjatökum. Magnaður fugl. Sumpart var ég fegin að hann sá í gegnum þennan leik minn þó ég hefði verið til í nærmynd.

♦ Photo FridayOn a grey and gloomy day, at this is the time of year, you might think nature is in it’s dullest mood and that there is nothing noteworthy to see. But walk along the seashore always proofs that wrong. Yesterday my wander led to these photos.
White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla): Just to spot a sea eagle is always exciting. So huge! So majestic! Although I didn’t have my best lens for the occasion I managed to get some photos. I was wading the shallows when I saw the big bird in the far, causing a stir amongst geese, ducks, seagulls and ravens. Not happy to be without a good zoom lens I decided to kneel down or cringe if that could make the eagle interested in me – if I looked more like a seal in trouble than I human being I might get to see it closer. And I did. Instead of flying over the breaking waves it took a turn and hovered over me for a while. Like most of the eagles in Iceland it is ringed but I couldn’t tell the number on the black (blue?) rings.
(I don’t post high-resolution photos on my blog so these will have to do.)

Haförn1web©AslaugJons

Haförn2web©AslaugJons

Melabakkar1©AslaugJ

Gæsir við klakabrynjaða Melabakka.

Landbrot við Melabakka er mikið, með ört vaxandi ágangi sjávar. Hér fyrir neðan eru myndir af hruni í bakkanum í gær.

The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up last years (50-100 cm / 20-40 inches pr year). With sea levels rising the porous cliffs are easily crumbled and swept away. See photo series below where I witnessed a big “chunk” fall down. Cliff height: 20-30 m.

This slideshow requires JavaScript.

Litir og munstur í fjörunni: | Colors and patterns at the beach:

This slideshow requires JavaScript.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.02.2016

Föstudagurinn langi | Good Friday

3april-1

♦ FöstudagsmyndirFöstudagurinn langi við Borgarfjörð. Fýllinn kominn, með sultardropa á nefi.

♦ Photo FridayI spent Good Friday at the family farm – close to Borgarfjord / Faxaflói bay. The Northern Fulmar or Arctic Fulmar (Fulmarus glacialis), is already back. Spring is near.

3april-2 3april-3 3april-4 3april-5

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.04.2015

Krúnk, krúnk | Corvus corax

Krummi6marsAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Þessi krummi tók á móti mér þegar ég kom heim í dag, en reyndi hvað hann gat til að hrella fastagestina á Melhaganum: starra og skógarþresti. Aðeins einn aumkunarverður starri reyndi að verja heiður götunnar og sat sem fastast á sínum pósti.

KrummiKAslaugJÉg hef verið að kenna nemendum í teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík sitthvað um letur og mynd og þess vegna settist krumminn á „K“ þegar ég fór að fikta við það sem festist á filmuna.

♦ Photo FridayI met this raven when I came home today. It was terrorising the regular guests in our street: starlings (Sturnus vulgaris) and redwings (Turdus iliacus) with loud croaking and various odd sounds. Only one not-so-brave-looking starling stayed behind to defend the territory. Ravens (Corvus corax) are getting more and more common in Reykjavík, I guess some people like to feed them.

It has been a busy week where I also was teaching students in the department of illustration in The Reykjavík School of Visual Arts a bit about typography, images and letters. So therefore my raven – hrafn or krummi sat himself on the letter K.

StarriBlackWhiteweb

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.03.2015

Fuglar á páskum | Easter birds

Hrafn2

♦ LjósmyndirÞrátt fyrir páskahretið syngur í mó. Farfuglarnir komu með sunnanáttinni og ég stóðst ekki mátið, skaut á þá með linsunni og taldi tegundir. Veit reyndar aldrei hvort ég greini ýmsar mávategundir rétt. Einn hefur fuglinn auðvitað verið hér í allan vetur: krummi svarti. Skógarþröstur, hrossagaukur og þúfutittlingur vildu ekki sitja fyrir á mynd, en létu í sér heyra.

♦ PhotosA solo raven is often the only bird you see in the winter near our farm. But now the migratory birds are enlivening the era with song and busy flights, even though the weather this Easter was extremely bad. Happy to see all the newcomers I went out with my camera and caught a few.

Fýll2

This slideshow requires JavaScript.

Brim

Brimið við Kotatanga

Ljósmyndir teknar | Photo date: 19.-21.04.2014

 

 

Kuldi | So cold, so cold

mavur©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin:  Einn einmana mávur á flugi og álftirnar við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í dag. Brunagaddur. Sólarlaust skammdegi. Allir litir rökkurgráir og kuldabláir. Ekki annað að gera en stinga höfði undir sæng … væng, meina ég.

♦ Photo Friday: One lonely seagull and a family of Whooper swans (Cygnus cygnus) at Bakkatjörn, the pond at Seltjarnarnes, today. It was cloudy and freezing cold. (Yes, good idea: just sleep that off). Days are short and light is scarce, all colors fade out in grey and blue.

svanir1©AslaugJ

svanir2©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 6.12.2013

Fýll á föstudegi | Fulmarus glacialis

FyllFulmarAslaugJweb

♦ Föstudagsmyndin. Fugl dagsins! Múkki undir móhelluklöpp í Melaleiti. Hvað eru mörg emm í því?

♦ Photo Friday. I have been watching this couple lately. Fýll, the Northern Fulmar or Arctic Fulmar (Fulmarus glacialis), nesting under a cliff close to the family farm Melaleiti. Fantastic glider.

FyllFulmarisAslaugJ2web

Ljósmyndir teknar| Photo date: 25.05.2013