♦ Föstudagsmyndin: Vorið gerir okkur hálf galin hér norður í svalanum. Núna væri ég til dæmis alveg til í að úða í mig svona eggjum. Einu sinni var sport í því að vafra um flóa og móa og leita að svartbakseggjum, eða sílamáfseggjum ef ekki vildi betur til. En það gaman er víst liðin tíð. Nýjar rannsóknir sýna að egg íslenskra sjófugla eru menguð af m.a. eldtefjandi efnum og skordýraeitri (PBDE, HBCD, PCB) (RÚV 16.04.2014). Fyrir mátti hafa áhyggjur af flakki lyfjaónæmra salmonellasýkla frá þauleldisbúskap yfir í villta fugla, sem er því miður staðreynd þar sem það hefur verið rannsakað.
Þarna er nú matarpólitík sem mætti æsa sig yfir. Lukkan er ekki endilega meira og ódýrara vöruúrval með tilheyrandi mengandi flutningum (þ.e. reikningurinn sendur annað). Það að geta ekki nýtt mat úr nærumhverfi sínu vegna mengunar er mun alvarlegra vandamál og víðtækara en nokkur utanríkisstefna, matarskattur eða hvalfriðunarsjónarmið, svo dæmi sé tekið. Skal ég þó ekki gera lítið úr þeim málum. En hvers virði er friðaður hvalur, fugl í bjargi, grös í móa ef það er allt óætt vegna margvíslegrar mengunar? Nature morte, gjörið svo vel.
♦ Photo Friday: This is an old photo. Sadly not my dinner tonight. In the early spring we used to collect eggs from seagulls such as great black-backed gull or herring gull. Great sport for us kids and a wonderfull dinner! Unfortunatly there are now news about the eggs of seabirds being contaminated with many sort of pollutants (e.g. PBDE, HBCD, PCB). Not to mention the grave fact that antibiotic-resistant bacteria from factory farms are spreading to wild birds. We may still be doing just a little bit better than the more densely populated areas and countries, but we are following in almost every wretched step along that gloomy track of pollution and bad food politics. Hopefully we can turn that around.
Today is the Food Revolution Day. “Let’s get kids excited about food”, says Jamie Oliver. I tell you, if kids could go and collect their food like we did, there would be no need for revolution. But we need it. In so many ways.