Sumarsólstöður | Sterna paradisaea – Bird of the sun

Föstudagsmyndin: Enn kemur hún hingað, krían, þessi magnaði fugl sem flýgur póla á milli og freistar gæfunnar í svölu norðrinu á hverju sumri. Sannur sólarfugl sem ár hvert nýtur birtu tveggja sumra. Myndirnar eru teknar um miðnætti 21. – 22. júní við Melaleiti, en þar leggja kríurnar flugleið sína með ströndum á kvöldin, milli varpsvæða og fæðusvæða. Krían er einstakur flugfugl, hvernig sem á það er litið. Raunar er tilvera kríunnar hreint undur, ekki síst þegar litið er til sífellt brothættari vistkerfa jarðar. Líf hennar er vissulega „eilíft kraftaverk“.

Photo FridayThe arctic tern, Sterna paradisaea, was busy as always at summer solstice. I caught the terns flying pass our farm at midnight, while the sun was setting behind Snæfellsnes mountain range. There are some small colonies of arctic terns in our area and the nearby Grunnafjörður mudflat/estuary is an important feeding ground for many birds. The amazing kría, a magnificent flyer and a follower of light, is worth celebrating, no less than summer solstice. Her return to the cold north, migrating from the Antarctica, as earth’s vulnerable ecosystems tremble, is a true miracle.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.06.2019 – 11:54 pm … 00:12 am 22.06.2019

Sólríkir dagar í sumarbyrjun | Early days of summer

Föstudagsmyndir – farfuglar: Vefsíðunni hefur lítið verið sinnt undanfarnar vikur og mánuði. Ég þyrfti margar hendur til að vinna að öllu því sem ég vildi – svo ekki sé minnst á mörg höfuð. Hah! En þá er kannski kominn tími til að líta til fugla himinsins. Þessi Máríuerla (Motacilla alba) safnar vissulega ekki í hlöður – hún býr í hlöðu. Af og til flýgur hún af hreiðrinu og út og tilkynnir þá óðamála að allt sé samkvæmt áætlun. Og þó ég geti ekki alveg tekið undir það fyrir mitt leyti, þá erum við báðar ánægðar með sólina sem í svalri norðanáttinni vermir svo vel sunnanundir vegg.

Í vor hafa brandendur (Tadorna tadorna) annað slagið staldrað við á bökkunum við Melaleiti og það er ekki annað hægt að dást að þessum skrautlega fugli eins og karlinum hér neðst. Brandönd var sjaldséður gestur en er nú orðin varpfugl við árósa í Borgarfirði og víðar.

Photo Friday – Birds of passage: I have neglected my website last weeks and months, wishing I had extra hands or some spare thoughts to get more things done… So looking at the birds of the air might be a good and healthy thing, like the white wagtail (Motacilla alba), that indeed does not gather into barns, but nests in a barn. Regularly she comes out of the barn and tweets and twitters that all is going according to plan. Although I cannot agree for my part, we both like the warmth of the sun by the south facing wall, while cold dry winds blow from north.

Common shelducks (Tadorna tadorna) are not common at all in Iceland, although they are now settling in parts of Iceland and finding nesting grounds close to the rivers estuaries in Borgarfjörður, close to our family farm. In the spring they often have a stop at the cliff edges, looking over the bay, before they head further, – like this handsome male bird.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 21/22/23.05.2019

Í trássi við kuldann | Nesting in the North

Föstudagsmyndin: Það var ekki annað hægt en að dást að fýlnum sem var sestur upp í Melabakka í lok mars þrátt fyrir snjó og kulda. Fýllinn fer kannski ekki langt, en fyrir mér er hann engu að síður vorboði. Áfram er landbrotið gríðarlegt við bakkana og að öllum líkindum gengur æ hraðar á landið með hækkandi sjávarstöðu. Leir og molgjörn setlög láta undan og ekki er það heldur til að auðvelda fýlnum varpið í bjarginu.

Photo Friday: One has to admire some birds persistence when migrating for nesting. The Fulmar was back to the cliffs by Melaleiti farm by the end of March, but what waited was snow and sleet. Not to mention the constant erosion of the land, now escalating due to the rise of sea level. Fulmars are monogamous and mate for life – returning back to the same place as long as they live, which can be incredibly long: up to 60 years! If they manage to nest – the female will lay a single egg in early May.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.03.2019

Páskaeggjaleit? | Easter egg hunt?

Fýll-5-4-2015-AslaugJ

♦ Fuglafréttir: Fýllinn er sestur upp í Melabakka. Á milli 20-30 pör sátu í bakkanum undan Melaleiti nú um páska, þar á meðal þessi snotru hjú á myndinni fyrir ofan. Á páskadag bar svo að fálka í ætisleit – eða kannski eggjaleit? Fálkinn leit fýlabyggðina hýru auga, en var heldur var um sig – og ég náði því miður ekki betri myndum en þetta. (Sjá neðar). Þaðan af síður náði ég myndum af glæsilegum haferninum (Haliaeetus albicilla) sem sveif yfir bakkanum í lok dagsins! Æ, hvar var myndavélin þá!

Ljósmyndavænn fýllinn er einkvænisfugl og verpir aðeins einu eggi sem tekur hann allt að 50-60 daga að klekja út. Í aðra tvo mánuði þarf að fóðra ófleygan ungann. En fýlinn getur náð háum aldri (40-50 ár) og hann hefur lengst af verið úrræðagóður í fæðuöflun.

♦ Birds, birds: The arctic fulmar (Fulmarus glacialis) is back for nesting in Melabakkar cliffs. This cute couple was amongst the 20-30 pairs that has started nesting close to our farm. A gyrfalcon (Falco rusticolus) came Easter Sunday looking for a prey – or perhaps an easter egg? I didn’t get any really good shots (see below) – and later the same day I was totally caught off guard as a white-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) flew over the cliffs. Argh… sorry, no photo.

So! The much more photogenic fulmars are monogamous, and lay a single egg. Incubation lasts for up to 2 months, and it takes another two months to feed the young. Fulmars can live up to a very old age – up to 40+ yrs. If not caught by an eagle or falcon …

Fálki-1-AslaugJ Fálki-2-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.04.2015

Fugl dagsins er dvergkráka | Jackdaw – Corvus monedula

Dvergkráka©AslaugJons

♦ LjósmyndinÞessi dvergkráka (Corvus monedula) heimsótti Melhagann í morgun með miklu krákukrunki.
♦ Photo on a Sunday: A lone jackdaw (Corvus monedula) has been visiting the neighbourhood last days. Quite a chatter! Jackdaws are vagrants in Iceland and I had never seen one before in Reykjavík.

Ljósmynd tekin | Photo date: 02.11.2014

Rauðir fætur | Red legs

tjaldur1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Rauðir fætur og reiðir fuglar! Einhversstaðar kúrðu ungar í grasinu og tjaldurinn varði þá með miklum látum. Stelkurinn var öllu ljúfari en hávaðasamur líka og ég fékk húðskammir fyrir átroðninginn. Loftið ómar af fuglasöng nætur og daga, en hvell hættumerki frá stelk og tjaldi eru reyndar ekkert eyrnakonfekt.
♦ Photo FridayAngry birds! The oystercatcher (Haematopus ostralegus) and the redshank (Tringa totanus) both had young chicks hidden in the grass and gave me a thorough scolding for intruding.

(Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge).

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 10.-11.06.2014

Eggjatími | Those were the days …

EggjatimiAslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Vorið gerir okkur hálf galin hér norður í svalanum. Núna væri ég til dæmis alveg til í að úða í mig svona eggjum. Einu sinni var sport í því að vafra um flóa og móa og leita að svartbakseggjum, eða sílamáfseggjum ef ekki vildi betur til. En það gaman er víst liðin tíð. Nýjar rannsóknir sýna að egg íslenskra sjófugla eru menguð af m.a. eldtefjandi efnum og skordýraeitri (PBDE, HBCD, PCB) (RÚV 16.04.2014). Fyrir mátti hafa áhyggjur af flakki lyfjaónæmra salmonellasýkla frá þauleldisbúskap yfir í villta fugla, sem er því miður staðreynd þar sem það hefur verið rannsakað.

Þarna er nú matarpólitík sem mætti æsa sig yfir. Lukkan er ekki endilega meira og ódýrara vöruúrval með tilheyrandi mengandi flutningum (þ.e. reikningurinn sendur annað). Það að geta ekki nýtt mat úr nærumhverfi sínu vegna mengunar er mun alvarlegra vandamál og víðtækara en nokkur utanríkisstefna, matarskattur eða hvalfriðunarsjónarmið, svo dæmi sé tekið. Skal ég þó ekki gera lítið úr þeim málum. En hvers virði er friðaður hvalur, fugl í bjargi, grös í móa ef það er allt óætt vegna margvíslegrar mengunar? Nature morte, gjörið svo vel.

♦ Photo Friday: This is an old photo. Sadly not my dinner tonight. In the early spring we used to collect eggs from seagulls such as great black-backed gull or herring gull. Great sport for us kids and a wonderfull dinner! Unfortunatly there are now news about the eggs of seabirds being contaminated with many sort of pollutants (e.g. PBDE, HBCD, PCB). Not to mention the grave fact that antibiotic-resistant bacteria from factory farms are spreading to wild birds. We may still be doing just a little bit better than the more densely populated areas and countries, but we are following in almost every wretched step along that gloomy track of pollution and bad food politics. Hopefully we can turn that around.

Today is the Food Revolution Day. “Let’s get kids excited about food”, says Jamie Oliver. I tell you, if kids could go and collect their food like we did, there would be no need for revolution. But we need it. In so many ways.

Hrist og hreyfð | Out of focus

OffFokusBirds-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin: Tjaldar á Seltjarnarnesi leysast upp … Ég veit: ekki í fókus, hreyfð og yfirlýst. Þetta var þannig dagur. Stundum nær maður hreint ekki að fókusera á viðfangsefnin, þrátt fyrir yfirlýsingar …
♦ Photo Friday: Out of focus, blurred and shaken at Seltjarnarnes – I still liked it.

Ljósmynd tekin | Photo date: 28.02.2014